Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 63 1 I BRÉF TIL BLAÐSINS Þjóðin kveður upp dóm sinn Frá Einari Inga Hjálmtýssyni: JA! Nú ber brátt að alþingiskosn- ingum. Nú skal þjóðin kveða upp dóm sinn og velja þá áhöfn sem leika skal hlutverkin næstu fjögur árin á fjölunum við Austurvöll. Núverandi stjórnai-flokkar hæla sér á hvert reipi yfir þeim afrekum er þeir hafa unnið og ber þar margt á góma, ef vel er hlustað. Eldri borgarar og ör- yrkjar virðast þó eiga einhven-a harma að hefna í þessum kosning- um, svo ekki sé nú meira sagt. Félag eldri borgara hefur bent á það í bænarbréfum sínum, að á Norður- löndum séu eftirlaun til þeirra og ör- yrkja mun hærri en hér á Islandi, en þau svör sem núverandi ráðherrar hafa gefið eru ósköp rýr og eitt svarið var á þá leið að fólk skyldi at- huga það, að verðgildi peninga á Norðurlöndum væri svo miklu meira og í því lægi munurinn. Svo mörg voru þau orð. Já, ekki er öll vitleys- an eins. Hvað heilbrigðissviðið áhrærir má segja að þar hefur aldeilis verið látið vaða á súðum og oft siglt nánast blint. Biðlistar hafa löngum verið langir og æðimargir hafa enga lausn fengið fyrr en eftir dúk og disk, eins og þar stendur. Á sjúkrahúsum hef- ur mátt sjá fárveikt fólk liggjandi á göngum og jafnvel í skotum og má segja að slíka niðurlægingu er ekki hægt að þola og ef þetta heldur afram að viðgangast og þeir sem æðstir eni og ráða í þessum málum, skella skolleyrum við kvörtunum áfram, er kominn tími til að eitthvað róttækt gerist. Hefði ekki komið til sú samkeppni í sölu lyfja sem raun ber vitni, þá væri hér nánast ófremdarástand sem við byggjum við, en það er ekki þessari fráfar- andi ríkisstjórn að þakka, að svo er komið í lyfjasölu, það má ríkisstjórn- in vita, heldur þeirri hörðu sam- keppni sem er á lyfjasölumarkaðn- um. Einn ljós punktur er þó í okkar heilbrigðiskerfi og hann er sá að við höfum úrvals læknum á að skipa, svo og úrvals hjúkrunarfólki, þó svo að þessu fólki sé haldið á lágum launum við oft mjög svo erfið vinnu- skilyrði. Því miður höfum við misst bæði lækna og hjúkrunarfólk úr landi fyrir þessar sakir, en það er eins og heilbrigðisyfirvöldum standi á sama, því miður. Stór hópur Félag eldri borgara hefur alltof lítið haft sig í frammi nema að senda svokölluð bænarbréf til ríkisstjórn- arinnar, sem þeir hafa tæplega haft svo lítið fyrir að lesa, en eitt mega þó öryrkjar og eftirlaunafólk vita og skilja, þeir munu lesa vel á atkvæða- seðlana þeirra, þá er lýkur. I þess- um kosningum getum við afgreitt þessa herra ef viljinn er fyrir hendi. Mér er tjáð að fjöldi eftirlaunafólks og öryrkja sé talsvert yfir 20.000, kannski nær 30.000. Það er ekki svo lítið. Ef það er sú raunin að fólk í þessum áðurnefndu hópum kýs virkilega í næstu kosningum núver- andi stjórnarflokka, þá er það raun- verulega að kyssa á hendur sinna eigin böðla og má það teljast furðu- leg pólitík, svo ekki sé nú tekið dýpra í árinni. I kvótasukkinu virðist lítið vera aðhafst, þar skal halda áfram í sama farinu og verið hefur, þó öll þjóðin viti nánast, að þetta brýtur í bága við öll landsins lög og langt fram yfir það. Dómur Hæstaréttar fslands í kvótamálinu hefði þó átt að ýta svo- lítið við þjóðinni. Nú segja ráðherr- arnir það, að nú eigi að athuga þessi mál öll og þeir hafi lausn í hendi sér og þessu verði breytt, en þeir eru þögulir sem gröfin í þessum málum og láta lítið uppi um þau mál sem fyrr, þau skal þegja í hel, kvótagreif- arnir skulu óáreittir enn um stund. Maður gæti haldið að á hinu háa Alþingi sitji menn sem hafa hagnað af öllu því sem heitir kvótaeign og brask, það er kominn tími til að þau mál öll upplýsist fyrir þjóðinni. Frammámenn í Frjálslynda flokknum hafa bent á leiðir til lausn- ar í þessum kvótamálum, menn eins og Jón Sigurðsson, fytrverandi for- stjóri Málmblendivei'ksmiðjunnar á Grundartanga, hefur gert þessum málum mjög góð skil og ættu menn að kynna sér þær lausnir og þá rök- semd, sem hann hefur fram að færa, ásamt fleirum. Því miður virðist ekki hægt að koma vitinu fyrir þá sem í dag ráða. Það er eins og mér fínnist stundum að skilningsvit sumra ráðherranna okkar séu ekki alltaf kraftmikil, í það minnsta fara þeir þá vel með gáfurnar. Ofremdarástand Ef þessi mál verða látin kyrr liggja, þá mun skapast hér ófremd- arástand í komandi framtíð, sem ill- leysanlegt verður með öllu. Það er ljótt að heyra það frá hámenntuðum mönnum að hugtakið „þjóðareign" sé aðeins markleysa sem ekki beri að taka alvarlega. Mig langar að koma nokknjm orðum að sam- bræðsluflokkunum, þar hefur því miður lítið komið fram sem áhuga- vert er, þó svo að væntingar hjá mörgum væri mikil. Fæðing var erf- ið, sennilega „tangarfæðing". Það voru margir úr skipshöfn Alþýðu- bandalagsins sem hlupu frá borði, eftir að frú Margrét strandaði flokknum austur á Stokkseyrarfjör- um eins og frægt er orðið. Þær vonir sem bundnar voru við þessa sam- bræðslu hafa nánast gufað upp svo ekki sé meira sagt. Af Alþýðubanda- Veruleiki öryrkja Frá Sigurði Pálssyni: NÚ ER mikil hugsjónatíð og lyft- ingur í opinberri umræðu. Heilbrigð og heiðarleg sjónarmið eiga greiðan aðgang að þjóðinni. Foringjar og foringjaefni tala til okkar. Eitt og annað í þeim boðskap veldur mér heilabrotum. Hvaða tegund skyldi það vera af sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðru fólki sem fær foringja þjóðarinnar til að guma af prósentuhækkun á líf- eyi'i öryi-kja og aldraðra? Kaup- máttur þess fólks hafi nú um skeið aukist svo mikið meira en hjá ein- hverri fyrri ríkisstjórn sem jafnvel skerti þennan sama kaupmátt. Sjálf- ur bý ég yfir því sem kallað er i'eynsluþekking á þessu sviði. Á dauða mínum átti ég frekar von en því að nokkur orðaði kaupmátt í þessu samhengi. Þó eru furðuheiti notuð allvíða í þjóðfélaginu. Ég er á framfæri velferðarþjóðfélagsins og f® greiðslu í hverjum mánuði frá Tryggingastofnun. Á síðasta ári fékk ég krónur 15.123,- á mánuði og þetta hét Örorkulífeyrir. Hvers vegna þetta heitir lífeyrir er mér al- veg hulið. Um síðustu áramót var gert átak. Örorkulífeyririnn hækk- aði í kr. 15.728,- og dregið var úr tekjutengingunni. Ekki voru mér lengur reiknaðar hálfar tekjur konu mmnar heldur ögn minna. Þess vegna fékk ég tekjutryggingu kr. 9-415,-. Hvers vegna þetta heitir tekjutrygging er mér einnig hulið. Var nú ekki nóg komið? O-nei. Enn hækkaði. Um síðustu mánaðamót kom árangur hugsjónabaráttu í spil- ið. Örorkulífeyrir þaut nú upp í kr. 16.829,-. Tekjutryggingin var sú sama, kr. 9.415,-. Nú fæ ég 26.244,- krónur á mánuði. Þetta er niður- staðan eftir að bætur mínar hafa hækkað um tæp 74% á þessu ári. Hér verð ég að skjóta inn til skýr- mgar að ég er 75% öryrki og mann- eskja. Hvað segja prósentukallar nú. Gæti ekki verið freistandi að tala um kaupmáttaraukningu. Hér er óhjákvæmilegt að hætta að segja brandara. Það er nefnilega alvarlegt mál að senda fólki smánar- peninga í hverjum mánuði. Hvaða skilaboð eru í því fólgin og hvaða áhrif halda menn að það hafi á sjálfsmat þeirra sem við skilaboðun- um þurfa að taka. Þetta atriði hefur ekki verið mikið rætt opinberlega, enda varla von, svo ljótt athæfi sem það er að ræna fólk sjálfstæði sínu svo það þurfi næstum alveg að vera upp á aðra komið. Þetta mættu landsfeður athuga nema auðvitað ef þeir eru svo víðsýnir að þeim komi ekki við málefni þessa minnihluta. Hækkunin sem kom um síðustu mánaðamót var hjá mér kr. 1.101.-. Þetta var að mér skildist árangur af baráttu samtaka aldraðra og góðum vilja ríkisstjórnarinnar. Það eru nú meiri vísitölukallarnir sem nenna að sitja á fundum yfir andvirði nokk- urra diska af hafragraut og geta svo bara verið sæmilega kátir framan í fólki á eftir. Svona eymdarhugsun kemur auðvitað engu réttlæti við og er bara til minnkunar fyrir alla að- ila. Við skulum hafa í huga að þetta síðasta hænufet var í áttina að marki sem er niðurlægingin einber þó það næðist að fullu. Hvað skyldu margir bótaþegar hafa misst þau tök sem þeir höfðu á tilveru sinni þegar þeir voru sviftir tryggingabótum sínum eftir tveggja mánaða dvöl á spítala? Hvað tekur við hjá manninum sem sagði frá þessháttar reynslu í Morgunblaðinu um daginn (9.4.’99)? Hvenær skyldi svo fjörráðahugsuðum trygginga- kerfisins detta í hug að snúast á þann hátt gegn hálaunamanni. Til öryggis verð ég að taka fram að ég er ekki talsmaður slíkra hugmynda. Öryi'kjar eiga sína vini en sú vin- átta virðist yfirgnæfandi mest í orði, ekki sú sem grær þar í hugar- fylgsnum sem samviskan býr heldur hin er sprettur af ótta við skoðanir annaira og vill hafa þokkalegt álit út á við. Ráðamenn landsins eru í þess- um hópi og efth' langa umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svo illa muni þeir staddir hvað varðar mannúðlega hugsun að á því sviði sé um hreina örorku að ræða. Hér er mikið sagt og ef einhver gleðst við þennan lestur og hugsar að þarna fái nú ríkisstjórnin að kenna á því vil ég að það sé alveg skýrt að þegar ég tala um ráðamenn landsins er það miklu stærri hópur. Já, öryrkjar þurfa að standa vel saman og láta til sín heyra. Ekki að- eins nú í hugsjónagróandanum held- ur áfram og vinna þar með að gæfu sinni. Ágætan foringja eigum við sem er glöggur og heill þar sem er varaformaður Öryrkjabandalagsins. Hann er svo álitlegur að sýndaivin- um okkar þykir ómaksins vert að snúast gegn honum. Aðferðin ber ekki vott um mikla vináttu við mál- stað öryrkja heldur er hún í því fólg- in að varpa í sífellu rýrð á málflutn- ing varaformannsins, hann reikni ekki rétt, hann fari rangt með. Dropinn holar steininn, það er vitað. Þátttöku sumra í þessum leik undr- ast ég og kemur þá Kristján Bene- diktsson fyrst í hugann. Snöfurlegur ungur maður lét í sér heyra um þetta í sjónvarpinu hér um kvöldið. Mér skildist hann vera aðstoðar- maður forsætisráðherra. Hann var á þessum hvimleiðu leiðréttingarnót- um og það vakti mér ekki undrun. Hitt kom mér í hug að forvitnilegt gæti verið að vita hvar hann tók út þroskann slíkur sem hann var. Hér hefur verið tíundað ýmislegt sem mér þykir undarlegt og órétt- látt í afstöðu samfélagsins til ör- yrkja og þá líka hvað viðurgerning- inn varðar. Allt lýsir það heldur bágu menningarástandi og verður ekki áhlaupaverk að bæta úr. Því ítreka ég þá ósk til öryrkja að þeir láti skoðanir sínar og reynslu í ljós, opinberlega. Af nógu er að taka. Þegnréttur okkar býður upp á það og okkar dropi holar líka steininn. SIGURÐUR PÁLSSON, Háaleitisbraut 41, Reykjavík. laginu gamla eru bara slitrin ein, vonin um fylgisaukningu er fokin út í veður og vind, gleðin nánast engin. Framsóknarflokkurinn virðist eiga undir högg að sækja hjá kjósendum og er fylgistap hans talsvert og virð- ist fylgi hans fara, því miður, til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðis- menn virðast hafa af þessu þó nokkrar áhyggjur, því framsóknar- hækjan var góð, en margur hefur nú mátt nota hækju þó stutt væri og oft gefist vel. Sjálfstæðisflokknum hef- ur tekist að nota Framsókn á sama hátt og hann notaði Alþýðuflokkinn á sínum tíma, með svo frábærum ár- angri, eins og menn muna. Verka- lýðurinn í þessu landi man það ófremdarástand enn, sem betur fer. Komist þessir flokkar til valda eina ferðina enn, þá eiga þeir sem minna mega sín eftir að finna fyrir ýmsum aðgerðum, sem verður erfitt að standa undir. Sala ríkiseigna mun halda áfram og einkavinavæðingin mun blómstra, það er ekki ónýtt fyrir einkavini rík- isvaldsins að geta tekið við stórfyrir- tækjum, nánast sem gjöfum, þeir þurfa ekki einu sinni að þakka fyrir sig, þessir höfðingjar. í byi’jun þessa árs voru menn farnir að bíða eftir því hvenær yrði gengið til sölu á raforkufyrirtækjum þjóðarinnar og ættu allir að fylgjast með þeim málum. Mig langar að segja það að lokum, að það getur ekki talist eðli- legt að þegar fólk eldist og lýkur starfsdegi telji stjórnvöld þessa eldri borgara óþurftarfólk, nánast einskisnýtt til allra hluta því beri að hafa hægt um sig og láta sér nægja það sem þeim er skammtað frá ráða- mönnum hverju sinni. Þessi hækkun sem kom nú á síðustu dögum nam um sex hundruð krónum eftir að skattur hafði verið frádreginn, já, mikil var sú umbun öll. Þetta eru ör- fá orð til umræðu vegna næstu al- þingiskosninga. Hittumst á kosningadag! EINAR INGI HJÁLMTÝSSON, Kleppsvegi 136,104 Rvk. Reykjavík- urflugvöllur Frá Vilhjálmi Karli Karlssyni: ÉG MÓTMÆLI hér með þeim áætluðu framkvæmdum (flugbraut- um, flughlöðum) sem eiga að fara fram á Reykjavíkurflugvelli. Tel ég áhættuna sem fylgir því að hafa flugvöll inni í miðri borg of mikla fyrir utan þau óþægindi sem íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins verða fyrir þegar bæði stórar og litlar flugvélar þruma yfir höfði okkar. Mín tillaga er sú að horfið verði al- farið frá þeirri hugmynd að „fleygja“ mörgum milljörðum . króna í afdankaðan flugvöll, færa heldur flugið til Keflavíkurflugvall- ar, tvöfalda Reykjanesbrautina fyr- ir aurinn, eða hrinda þeirri ágætis hugmynd í framkvæmd sem hefur þegar komið fram og koma upp lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Ég er sannfærður um að þetta borgar sig til lengri tíma litið. Hugsið ykkur allan þann fjölda manna sem fer um Reykjanes- brautina daglega á eigin bílum, oft bara ein manneskja í bfl. Einnig vil ég mótmæla því að ég og aðrir séum taldir samþykkir ein- hverjum tillögum sem fólk jafnvel hvorki sér né veit af bara vegna þess að það mótmælir ekki form,-,. lega, samanber í auglýsingunni varðandi umhverfismengun o.fl. vegna Reykjavíkurflugvallar. Ef nota á „þögn sama og samþykki" ættu viðkomandi að sjá sóma sinn í því að senda fólki í pósti upplýsing- ar um hvaða tillögur eru í gangi, eða hreinlega að sleppa „þögn sama og samþykki“ sem er náttúrulega langhreinlegast því þá er ekki verið að neyða eitthvert samþykki upp á viðkomandi. VILHJÁLMUR KARL KARLSSON, Skólagerði 27, Kópavogi. Heilbrigðismáil , vio alaanvorf Alþingiskosningar 1999 í dag kl. 17.30 mun Am\er frambjóðandi flytja erindi í Kosningamiðstöðinni, Skipholti 19. Opið hús í kvöld kl. 20. Allir velkomnir árangur/i/>talla Kosningamiðstöðin, sími: 562-6353. netfang: x99@xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.