Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATO Á JÚGÓSLAVÍU Eina vonin að árásirnar takist vel HERNAÐURINN Belgrad, Brussel. Reuters. LOFTÁRÁSUM Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) var haldið áfram í gær en virtust ekki geta hjálpað tugum þúsunda flóttamanna af al- bönskum ættum sem hafast við í skóglendi og hMðum fjalla í Kosovo- héraði. Á blaðamannafundi í gær sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að orrustuþotur banda- lagsins hefðu ráðist á skriðdreka og brynvarðar bifreiðar Júgóslavíu- hers í Kosovo. Þá var ráðist á fjar- skiptamiðstöðvar og herstöðvar víðs vegar um Júgóslavíu. Serbneskar fréttastöðvar sögðu frá því að í árásunum aðfaranótt þriðjudags hefði alla vega einn almennur borg- ari fallið og fjölmargir særst í borg- inni Nis, þriðju stærstu borg lands- ins. Júgóslavneska Tanjug-fréttastofan sagði ennfremur í gær að íbúða- byggingar, tóbaks- og bygginga- vöruverksmiðjur hefðu verið eyði- lagðar. Meginskotmörk NATO í árásum gærdagsins voru sögð vera í Nis, Nova Varos, Valjevo og Bata- jnica. Þá fréttist af sprengingum í Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo, og Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu. Ekki var tilkynnt um tjón eða mannfall. Tony Blaii’, sem staddur var í höfúðstöðvum NATO í Brussel í gær sagði að orrustuþotur banda- lagsins hefðu ráðist á og eyðilagt fímm skriðdreka, fjórar brynvarðar bifreiðar og tuttugu aðra herbíla. Þá sagði hann eftir fund sinn með Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, og Wesley Clark, æðsta yf- irmanni herdeilda bandalagsins, að orrustvélum bandalagsins hefði tek- ist að granda um helmingi MiG-29 orrustuþotna Júgóslava og fjórð- ungi MiG-21 véla þeirra. Bandaríkjastjóm lýsti því yfir í gær að um 500 manna aukalið fall- hlífahermanna yrði sent til Albaníu. Ennfremur var sagt að nýjar her- sveitir fylgdu hinum 24 Apache- árásarþyrlum sem nú eru á leið til Albaníu. Miklar áhyggjur af flóttafólki Blair lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þeirra 800 þúsund Kosovo- Albana sem hafa verið hraktir frá heimilum sínum og eru enn á ver- gangi í héraðinu. Lýsti hann jafn- framt yfir að það væri lítið sem NATO gæti gert til að koma þessu fólki til hjálpar, fyrir utan að halda loftárásunum til streitu. „Við höfum djúpstæðar áhyggjur af fólkinu sem er enn í Kosovo-héraði,“ sagði Blair. „Eina von þessa fólks er hins vegar að núverandi hemaðaraðgerðir tak- ist sem skyldi. Fólkið þarf í raun ekkert annað en að loftárásirnar taldst vel.“ Forsætisráðherrann varði að- gerðir NATO á Balkanskaga og sagði að stríðið væri „réttlætan- legt“. „Málstaðurinn er réttur og málstaður okkar mun sigra,“ sagði Blair. Þá lýsti hann því yfir að loft- árásunum yrði fram haldið uns Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, gengi skilyrðislaust að öll- um kröfum bandalagsins. Ummæli Javiers Solanas vora á svipuðum nótum og lýsti hann því yfir að bandalagið stæði fast á sínu uns yfir lyki. Talið er að slæm veðurskilyrði næstu daga hamli víðtækum loft- árásum NATO, sem nú þegar eru taldar vera á eftir áætlun. Talsmað- ur bandalagsins sagði í gær að veð- urspá næstu fimm daga væri mjög óhagstæð þar sem spáð væri miklu skýjafari og regni. 700 drengjum haldið föngnum Jamie Shea, talsmaður NATO, sagði á fréttamannafundi í höfuð- stöðvum NATO í gær að samkvæmt frásögnum flóttafólks héldu her- sveitir Serba um 700 drengjum af albönskum ættum föngnum í Kosovo-héraði. Taldi hann ástæð- una vera þá að drengirnir yrðu not- aðir sem „blóðbankar" fyrir særða serbneska hermenn. Þá greindi flóttafólkið frá því að Kosovo-Al- banar væru notaðir sem varðskildir og væra þeir neyddir til að ganga fyrir framan serbneska skriðdreka í allt að tvo daga samfellt. Shea sagði að hemaðaráætlun Serba virtist vera sú að reka inn- fædda íbúa Kosovo-héraðs frá heimilum sínum og suður á bóginn til landamæranna við Albaníu og Makedóníu. Þar væri fólkið hins vegar kyrrsett. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Reuters TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, var staddur í Belgíu í gær og ræddi þar við forystumenn NATO. Þá ræddi hann við breska flugmenn Tornado-orrustuþotna sem eru á herflugvellinum í Brugge. Núverandi hernaðarað- gerðum haldið til streitu LANDHERNAÐUR Lundúnir. Reuters, The Daily Telegraph. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, og Javier Solana, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), hafa vísað því á bug að áætlanir séu uppi um að senda um 80.000 manna landher- sveitir bandalagsins inn í Kosovo- hérað í lok maí nk. Breska sunnu- dagsblaðið The Observer hafði haft það eftir háttsettum embætt- ismönnum innan breska stjórn- kerfisins að áætlanir um umfangs- mikla innrás í héraðið væri á borð- inu. Solana sagði á sunnudag að ekki væri hægt að útiloka land- hemað, en enn sem komið er væra leiðtogar bandalagsríkjanna stað- ráðnir í að sigra Slobodan Milos- evic, Júgóslavíuforseta, með loft- árásum. Ef marka má yfirlýsingar bandarískra, breskra og þýskra leiðtoga um helgina virðist sem núverandi hernaðaraðgerðum verði haldið til streitu. Ef til þess kæmi að landhersveitir yrðu send- ar til Kosovo, yrði eingöngu um friðargæslu að ræða. Sérfræðingar telja að ef tekin yrði ákvörðun um landhemað, yrði eingöngu hægt að ráðast inn í Kosovo frá Albaníu, eftir yfirlýs- ingar stjómvalda í Makedóníu um að þau muni ekki leyfa innrás frá makedónískri giund. Er talið að önnur ríki á svæðinu, s.s. Rúmen- ía, Búlgaría, Ungverjaland og Króatía vilji ekki blanda sér í átök- in með afgerandi hætti. Albanía þykir vera slæmur kostur. Fá ríki í Evrópu eru eins fjalllend og Albanía og landamæri landsins við Kosovo-hérað liggja í um 2.000 metra hæð. Vegna lé- legra samgangna og fjarlægðar frá sjó er nauðsyn talin krefjast þess að senda sérþjálfaðar fjalla- sveitir eða fallhlífahersveitir inn í héraðið. Slíkar aðgerðir gætu þó orðið vandasamar í framkvæmd þar eð sérþjálfaðar fjallasveitir eru ekki á hverju strái. Frakkar, Italir og Þjóðverjar hafa á að skipa mjög öflugum sérsveitum sem eru þjálfaðar fyrir aðstæður líkar þeim sem era í Kosovo. Her- menn sveitanna eru hins vegar ekki atvinnuhermenn, heldur hafa þeir verið kvaddir til herskyldu í eitt til tvö ár. Ekki er talið líklegt að slíkir hermenn yrðu sendir inn á óvinasvæði þar sem markmið slíkra sveita er að verjast innrás. Sú sveit sem helst kæmi til greina er tíunda fjallahersveit Bandaríkjahers, sem staðsett er í New York-ríki í Bandaríkjunum. Talsverðan tíma tæki að senda sveitina og hergögn hennar til Balkanskaga. Ennfremur er sveit- in ekki búin hentugum vopnum til að verjast þeim rúmlega 300 skrið- drekum sem Júgóslavíuher hefur sent til Kosovo. Serbar hafa nýtt tímann vel NATO hefur verið gagnrýnt fyr- ir að, á óbeinan hátt, aðstoða Slobodan Milosevic með yfirlýsing- um sínum um að ekki komi til greina að senda landher inn í Kosovo. Er talið að ef bandalagið hefði komið öflugum landher fyrir á Balkanskaga, samhliða loftárás- unum, hefði Milosevic þurft að taka tillit til fleirí óvissuþátta en nú. Tímann hefur Júgóslavíuher nýtt vel og virðist sem serbneskar her- sveitir séu að undirbúa langt um- sátursástand. Frést hefur af því að jarðsprengjur hafi verið lagðar í suðri, meðfram landamæranum við Makedómu, og í suðvestri, með- fram albönsku landamæranum, auk þess sem skotbyrgi hafa verið hlaðin á þessum slóðum. Þá þekkja hersveitir Serba landslagið mun betur en hermálasérfræðingar NATO. Er talið víst að Serbar hafi alltaf u.þ.b. tveggja mánaða for- skot á NATO hvað allar hemaðará- ætlanir varðar, að því gefnu að leiðtogar bandalagsríkja breyti yf- irlýstri stefnu sinni. Breska blaðið The Times telur að eftir fjögurra vikna loftárásir á hemaðarlega mikilvæg skotmörk í Júgóslavíu, megi það vera öllum ljóst að fjölmennar og vel vopnaðar hersveitir Serba séu eingöngu í takmarkaðri hættu. Sir John Day, yfirhershöfðingi í breska hemum, hafi á blaðamannafundi á sunnu- dag sýnt heiðarleika með svari sínu við spumingu um hvort loftárásir einar geti fellt 40.000 serbneska hermenn og eyðilagt vígtól þeirra í Kosovo. „Það mun líða langur tími uns við getum fullyrt að 40.000 hermenn hafi fallið og 300 skrið- drekum hafi verið eytt,“ sagði Sir Day. Odæðisverk Serba í Svartfjallalandi Podgorica. Reuters. FLÓTTAFÓLK frá Kosovo sagði í gær að serbneskar hersveitir hefðu framið grimmdarverk á Kosovo-Al- bönum sem flúið höfðu til Svart- fjallalands. Spenna hefur vaxið mjög milli yfirvalda í Svartfjalla- landi og serbneskra stjómvalda, en saman mynda löndin sambandslýð- veldið Júgóslavíu. Vijesti sem er óháð dagblað í Svartfjallalandi, skýrði frá því í gær að „óþekktir einkennisklæddir hermenn" hefðu orðið sex flótta- mönnum, þ.á m. sjötugri konu og þrettán ára dreng, að bana við landamærin við Kosovo. Albanar frá Kosovo og Svart- fjallalandi sögðu fréttamönnum Reuters hins vegar að hermennirn- ir hefðu skotið á flóttamenn sem komu yfir landamærin til Svart- fjallalands með þeim afleiðingum að tíu féllu. Fleiri frásagnir af ódæðisverk- um hermanna í Svartfjallalandi hafa borist sl. daga og hafa yfirvöld þar íyrirskipað rannsókn á málinu. Eigi staðhæfingar flóttafólksins við rök að styðjast er það talið mikið reiðarslag fyrir ríkisstjórnina, þar sem hún hefur reynt að halda sig utan við átök Atlantshafsbanda- lagsins og serbneskra hersveita í Kosovo. Svartfjallaland hefur þjálfað upp eigin lögreglusveitir sem standa vörð um landamærin og helstu stofnanir landsins. Samkvæmt heimildarmönnum innan ríkis- stjórnarinnar hafa yfirvöld í Serbíu farið fram á að þessar lögreglu- sveitir verði settar undir stjóm Jú- góslavíuhers. Að sögn Predrag Drecun, félags- málaráðherra Svartfjallalands, stóð til í gær að ríkisstjómin tæki beiðnina fyrir fljótlega, en hann lagði jafnframt áherslu á að Svart- fellingar hefðu engan áhuga á að taka þátt í átökunum í Kosovo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.