Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ SNYKTIVÖRIJR LAUGAVEGI61 SlMl 861 8999 Guðrún Edda förðunarmeistari og Margrét Búra snyrtifræðingur veita faglega róðgjöf um liti og förðun. Erlendur sérfrœðingur veitir allar upplýsingar, ífullum trúnaði dagana 20.-25 apríl. Apotto hárstúdíó Nánaii upplýsingar og tímapantanir ísíma 5522099. „Eg er cmœgöur meðt(fið“ ...og Apotto hárið Nýtt skemmtilegt skyndihappdrætti (WZ) meÖ glæsilegum vinningum! _________UMRÆÐAN_______ Arðsemi skógræktar - Skógarsj óðurinn ARÐSEMI skóg- rækar má meta á marga vegu. Skóg- ræktarmaðurinn met- ur arðsemina út frá ánægjunni við ræktun- arstarfið og þeim um- hverfisbótum sem hann vinnur að. Sveit- arfélög meta arðsemi skógræktar út frá því sjónarmiði, að aukin skógrækt umhverfis þéttbýli breytir veðr- áttunni, myndar skjól og hækkar lofthita. Skógarbóndinn metur arðsemina út frá vaxt- arhraða trjánna sem hann plantar. Stjórnvöld meta arð- semina út frá þeim verðmætum sem skapast fyrir þjóðarbúið, fjölda staifa og skatttekjum, sem skógrækt gefur. Öll þessi gildis- möt eru réttmæt. Erfitt er að leggja peningalegt mat á arðsemi skógræktarmanns- ins af starfi hans og ef til vill líka ástæðulaust. Arður hans er gleði og ánægja. Aætla má að fé það, sem þessi stóri hópur landsmanna leggur árlega í trjáplöntukaup nemi um 40 milljónum króna og er þá ekki lagt mat á verðgildi vinnu- framlags hans við plöntun og um- hirðu. Ekki er heldur metinn kostnaður við kaup hans eða leigu á landi, sem oft er hár. Örva þarf starf þessara sjálfboðaliða með út- vegun á ódýru landi og ókeypis trjáplöntum. Verðugt væri að gera þessum hópi ræktunarmanna kleift að margfalda útplöntun sína án þess að til mikilla fjárútláta af þeirra hálfu kæmi. Arðsemi þess fjár sem sveitarfé- lögin leggja til skógræktar á úti- vistarsvæðum sínum er að mestu leyti huglæg. Umsvif við plöntu- uppeldi og útplöntun skilar þó nokkru til baka. Ávinningur sveitarfélaga af ná- lægum skógarreitum gefur íbúunum mikinn arð í formi fegurra og skjólbetra umhverfis og um leið ánægju- legra og glaðara sam- félagi. Gætu Akureyr- ingar hugsað sér til- veruna án Kjama- skógar? Það kostar þó Akureyrarbæ 725 kr. á hvern íbúa að reka Kjarnaskóg. Hvað um Heiðmerkurlaust höf- uðborgarsvæði? Þang- að koma um 200 þúsund manns ár- lega. Kostnaður Reykjavíkurborg- ar við rekstur Heiðmerkur er um 300 kr. á hvern íbúa. Skógrækt Ríkissjóður á að selja eða leigja undir skóg- rækt jarðir eða jarða- parta, segir Olafur Sigurðsson, sem ekki nýtast til hefðbund- ins búskapar. Skógarbændur planta árlega tæplega 2 milljónum trjáplantna og er kostnaðurinn við það um 100 milijónir króna. Þeirra arður á að metast í beinhörðum peningum. Arðsemi eftir fyrstu plöntunarhr- inu fæst ekki fyrr en eftir um 70 ár, en síðan árlega. Þangað til get- ur nytjaskógur bænda skilað smá- tekjum í formi sölu afurða sem falla til við grisjun trjánna og berja- og sveppatínslu. Hvetja þarf fleiri bændur til að taka upp skógarbúskap samhliða öðrum bú- skap, styrkja með því búsetu, auka atvinnu og um leið arðsemi á bú- jörðum sínum. Á allra næstu árum ætti að vera búið að skapa skógar- bændum þau skilyrði að þeir plöntuðu ekki færri en 10 milljón skógarplöntum árlega. Ríkissjóður leggur mestu fjár- munina til skógræktar í landinu. Hver er arður ríkisins? Ríkissjóð- ur á ekki að bera beinan peninga- legan arð af framlagi sínu. Þeir peningar sem renna úr sameigin- legum sjóðum landsmanna til skógræktarmála eiga að nýtast til að einstaklingar og fyrirtæki geti stundað arðbæra skógrækt og yndiskógrækt. Þeirra hagnaður er hagur ríkissjóðs. Ríkissjóður á að standa að rannsóknum og tilraun- um, kennslu og ráðgjöf. Ríkissjóð- ur á að selja eða leigja undir skóg- rækt jarðir eða jarðaparta, sem ekki nýtast til hefðbundins bú- skapar. Ríkið á líka að skapa það skattalega umhverfi sem hvetur landsmenn til spamaðar með lang- tíma fjárfestingu í skógrækt. Mikið verk er framundan. I dag eru árlega gróðursettar einungis um 4 milljónir trjáplantna í land- inu. Land það sem hýsir þetta magn trjáplantna er um 13 ferkíló- metrar eða um 0,013% af flatar- máli landsins - ekki er það hátt hlutfall. Takmarkið að tvöfalda flatarmál skóganna upp f 2% af flatarmáli alls landsins er langt undan. Allt er hægt - vilji er allt sem þarf. Höfundur á sæti í stjórn Skógnr- sjóðsins. Ólafur Sigurðsson Yið hvað er Halldór hræddur? VONANDI hafa flestir kjósendur teldð eftir því að Halldór Ás- grímsson, formaður Framsóknarflokksins, neitaði að mæta mér í kappræðum á opinber- um vettvangi til að ræða þar um þá hag- kvæmni sem hann full- yrðir að hafi hlotist af núverandi kvótakerfi. Þessi neitun kemur engum, sem til þekkir, á óvart. Allir sem hafa sett sig inn í málin vita að fullyrðingar um hag- kvæmni kvótakerfisins standast enga skoðun. Þeir sem halda slíku fram eru óheiðarlegir, jafnvel þeir sem eru óupplýstir. Þeir sem vita betur eru forhertir. Halldór veit betur. Það er örugglega rétt mat hjá Halldóri, að það þjónar ekki per- sónulegum hagsmunum hans sem kvótagreifa né hagsmunum Fram- sóknarflokksins að rökræða opin- berlega þessi mál við þá sem vita betur. Forystumenn beggja kvóta- flokkanna (D og B) og Steingrímur Sigfússon hafa haft það að leiðar- ljósi að æra og trylla alla umræðu um þessi mál svo að fólk viti ekki sitt rjúkandi ráð. Halldór reyndi fyrst að láta svo sem hann hefði ekki heyrt áskorun mína. Þegar gengið var á hann í fjölmiðlum nuddaðist loks út úr honum neitun og að honum líkaði ekki málflutningur minn. í því eins og fleiru er hann hafinn yfir Hæsta- rétt, sem líkaði mál- flutningur minn svo vel að hann féllst á kröfur mínar um að lög um stjóm fiskveiða stand- ast ekki ákvæði stjóm- arskrárinnar um jafn- ræði og atvinnufrelsi. Fyrstu viðbrögð for- manns Framsóknar- flokksins voru að rétt væri þá að breyta stjómarskránni. Þegar hann uppskar almenna hneykslan og aðhlátur varð það að ráði hjá þingflokkum Fram- sóknar og Sjálfstæðis- flokksins að hunsa dóm Hæstaréttar, hvað varðar afla- heimildirnar, - kvótaúthlutunina. Þannig vann kvótagreifinn varnar- sigur í bili fyrir sig og sægreifa- veldið. Kvótinn Nýtingin skiptir ekki máli, segir Valdimar Jóhannesson, þegar kvótinn er miðaður við landaðan afla. En hverjar era hinar óþægilegu staðreyndir um óhagkvæmni kvóta- kerfisins sem Halldór treystir sér eðlilega ekki til að verja?: Valdimar Jóhannesson 1. Heildarskuidir útvegsins hafa aukist úr 37 milljörðum árið 1986 króna í 150 milljarða árið 1998. 2. Fiskiskipaflotinn stækkaði um 25% árin 1980-1996. 3. Heildarvélarafl fiskiskipaflot- ans jókst um 29% sama tímabil. 4. Olíunotkun á hverja aflaein- ingu hefur aukist um 120% á sama tíma og tækni og hagkvæmni hefur almennt fleygt stórkostlega fram. 5. Afkastageta hverrar rúmlest- ar í fiskiskipaflotanum hefur minnk- að um nær helming 6. Landaður þorskur af Islands- miðum hefur ekki verið jafn lítill síðan 1920 ef frá era talin heim- styrjaldarárin. 7. Bolfiskveiðar, sem námu 760 þúsund tonnum árið 1980, vora að- eins 460 þús tonn árið 1996. 8. Að mati kunnra aflaskipstjóra henda fiskiskipin árlega allt að 200 þúsund tonnum af afla fyrir borð. 9. Sjávarbyggðum um land allt er að blæða út þrátt fyrir vaðandi fiskgengd. 10. Nýliðun í sjávarútvegi er úti- lokuð. Margt meira má nefna. Vita menn t.d. að nú eru til hagræðingar settar karfahausaravélar um borð í frystitogarana til þess að hausa all- an fisk þó að þær klippi þorskinn á miðju baki? Nýtingin skiptir ekki máli þegar kvótinn er miðaður við landaðan afla. Slíkt smáræði heldur ekki vöku fyrir kvótasölugreifunum í „Little Grindavík“ í Flórída þar sem þeir hafa sest að áhyggjulausir með milljarðana sína í sólskininu. Þeir hafa eflaust heldur ekki áhyggjur af því frekar en Halldór að réttlætinu hefur verið misþyrmt. Ófrelsi, óréttlæti og vanþekking er þó helsta fóðrið sem hatur og átök nærist á. Höfundur er 1. frambjóðandi Fijals- lytida flokksins á Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.