Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 55 Hámarki kvöldsins var náð, líða tók á morgun, afmælisveislan að verða búin, kominn tími á heim- ferð en þegar við ætluðum að fara heim sagðir þú bara: „Hvað liggur á, fara strax, það er nóg pláss hér.“ Þótt aldurinn í árum talið hafí verið hár var hugur og hönd í engu samræmi við það. Mér finnst þess vegna að þú hefðir mátt vera að- eins lengur. Það sem ég er þó ánægður með núna er að hafa ritað ykkur ömmu nokkrar línur í bréfi, línur sem ég veit að þið hafið lesið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við áttum ekkert ósagt, við vissum hug hvor annars. Væntum- þykja manna gagnvart öðrum get- ur verið takmarkalaus. Afí, ég sakna þess að geta ekki faðmað þig að mér, mjúkan og heitan, fá að smella kossi á kinnina þína, heim- sækja þig og ömmu í Bakkaselið, fá að njóta þess að vera með ykkur í hjólhýsinu, fá ykkur í heimsókn, tala við þig. Þú sagðir oft þegar við sátum saman á góðri stund og klappaðir saman lófununum með góðri sveiflu: „Svo einn daginn, þá er þetta allt saman bara búið.“ Og þannig var þetta hjá þér, svo hratt og svo óvænt, stundin kom. Elsku amma, við eigum svo margar góðar minningar. I þær munum við halda. Afi, ég veit við munum hittast aftur. Þín orð verða mín orð: „Þakka þér fyrir, blessi þig.“ Þinn vinur, Kristinn. Þar sem ársól í austrinu ljómar, þar sem öldumar leika við sand, þar sem brimhljómur úthafsins ómar þar er æskunnar minningaland. Það er bjart yfir bemskunnar slóðum þar sem bæimir hvíldu í ró, þar sem amma mín eldaði á hlóðum, þar sem afi minn lifði og dó. Þarna á ströndinni stóðum við forðum, störðum hugfangin út yfír sæ. Varla tekst mér að tjá þá með orðum, þessa töfra í sumarsins blæ. Það var ljúft þama í logninu heima, loftið angaði og himinninn tær, þessar minningar munum við geyma meðan hjartað í brjóstinu slær. (Einar Jósteinsson.) Hann afi er farinn frá okkur. Við systkinin viljum minnast hans með nokkrum orðum en orð eru einmitt það sem afí kenndi okkur svo vel að meta. Hann var vel máli farinn og hafði afskaplega gaman af því að standa upp við hin ýmsu tæki- færi og flytja smáræðustúf. Ræð- urnar hans voru á svo fallegu máli að unun var á að hlýða og þessi fal- legu vel völdu orð hans greyptust og geymast í hugum þeirra sem á þau hlýddu. Eitt af uppáhaldsorðum hans afa var „veraldarvegurinn". Gekk hann þann veg sjálfur með ömmu okkar sér við hlið. Á þeirra verald- arvegi ólu þau saman börnin sín fjögur svo úr varð alveg einstakur hópur. Síðan bættist og bættist við hópinn, fyrst barnabörn og svo barnabarnaböm. Það er ljúft til þess að vita að all- ar höfum við systumar stigið okk- ar fyrstu skref, úr hreiðri foreldra okkar, í Bakkaselinu hjá afa og ömmu. I eldhúskróknum hjá þeim var margt skrafað og afí lagði alltaf eitthvað gott til málanna. Afa var umhugað að við gengjum mennta- veginn og lagði á það áherslu. En eitt skyldum við vita að skólinn væri vinna og aftur vinna! Nú, komin á fullorðinsár skiljum við hvað hann átti við. Það sem hefur éinkennt fjöl- skyldu okkar alla tíð er samheldni. Utilegur, sumarbústaðaferðir, af- mæli og þannig mætti lengi telja, þetta vora stundir þar sem afi og amma voru ómissandi. Afa þótti svo gaman að fá að samgleðjast okkur. Hann var mikill fjölskyldu- maður og vildi helst alltaf hafa alla hjá sér. Á slíkum degi kvaddi hann okkur sæll og glaður, búinn að flytja sína síðustu himnesku ræðu. Ræðu sem nú yljar okkur öllum því þar biður hann okkur að trúa á Guð og njóta hvers augnabliks, því enginn viti hvaða nótt sé hinsta nóttin. Elsku besta amma, Guð veiti þér styrk og veri með þér sem og okk- ur hinum sem misstum pabba, tengdapabba, afa og langafa. Við viljum kveðja afa með þeim orðum sem hann kvaddi okkur alltaf með: Blessi þig alltaf, afi. Linda, Viktoría, Guðlín, Bergþór og Thelma. Það var vorið 1984 sem ég hitti Kristján fyrst og þá í þeim erinda- gjörðum að snúast kringum sonar- dóttur hans sem þá bjó hjá afa og ömmu í Bakkaselinu. Ekki er ég nú viss um að þeim „gamla“ hafi í fyrstu litist á ráðahag litlu sonar- dótturinnar. Það leið þó ekki lang- ur tími þar til ég var farinn að venja komur mínar í eldhúskrókinn hjá afa og ömmu til að þiggja þar molasopa með honum. Þá var tekið á hinum ýmsu málum hvort heldur væra pípulagnir eða pólitík, og ég minnist þess hve mér var skemmt þegar gamli píparinn var ánægður með eitthvað, þá sagði hann: „Ja, þetta er nú alveg galvaniserað." Þessi orð hans fremur öðrum vil ég nota til að lýsa vináttu okkar, þó að fjöratíu ár skildu okkur að þá vai- hún „alveg galvaniserað“. Hvort sem við voram á ferðalögum hér- lendis eða erlendis nú eða bara yfir molasopa í eldhúsinu hjá ömmu Línu, þá var bjartsýnin og gleðin ávallt í fyrirrúmi. Sviplegt er fráfall manns sem í hugum margra var ódauðlegur en á vit feðranna göngum við öll og sameinumst á ný, en minning um mætan mann er ódauðleg. Kæra amma Lína, ég votta þér mína innilegustu samúð og kveð afa með orðum hans, frá ykkur til mín og Lindu fyrir tólf áram á brúðkaupsdegi okkar, sem geyma minningu um hann í huga mér alla tíð: Verði ykkar framtíðarvegur varðaður tindrandi ljósum. Heimilið helgur staður, hlaðið fegurstu rósum. (K.B.) Kveðja Maríus. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Kristján, þú varst mér sem afi, hafðu hjartans þökk fyrir þína einstöku hlýju og góðvild. Þín er sárt saknað. Dagmar Ósk. Með Kristjáni er genginn ein- stakur maður. Er klakinn svæfir kalda jörð þótt brátt komi sumar er sárt en jafnframt gott að minn- ast þeirrar hlýju sem hann gaf og umvafði okkur öll af ástúð, skiln- ingi og einlægri vináttu góðs vinar og félaga. Kristján lét sér annt um samferðamenn sína og vegna kosta sinna var hann virtur og dáður af öllum sem hann þekktu. Hann var okkur fordæmi réttrar hugsunar, hegðunar og trúar. Þessi trú kom best fram í andlátsorðum hans er hann ávarpaði sonarson sinn ný- fermdan. Það ávarp var heilræði til drengsins og e.t.v. uppgjör Krist- jáns við lífið, uppgjör sem aldrei gleymist. Kristján var gæfumaður. Land- eyjarnar eru falleg sveit og þar kynntist hann elskulegri konu sinni, Guðlínu. Þau kunnu að rækta garðinn sinn og hvort annað. Það var einnig í Landeyjum sem dóttir okkar og systir kynntist manni sinum, Kristjáni Eric, syni Kristjáns og Guðlínar. Þá tengdust fjölskyldur okkai- enn sterkari böndum. Við eigum fjölmargar ánægjulegar minningar um Krist- ján og Guðlínu og fjölskyldu þeirra við hin ýmsu tækifæri. „Brátt sefur jörðin sumargræn“, en söngur Kristjáns hefur þagnað. Minning um góðan mann lifir. Við þökkum Kristjáni samfylgd- ina og sendum ástvinum hans inni- legar samúðarkveðjur. Jón Þorgeir, Steingerður og fjölskylda. Ljúfar tilfinningar bærðust í brjóstum okkar á Reykjavíkurveg- inum að morgni 11. apríl. Stoltir foreldrar, systkini, amma og afar tveir fylgdu frumburði til ferming- ar. Uti var heiðríkja. Esjan skart- aði sínu fegursta en kaldur norðan- vindur kyssti kinnar okkar. Gleði og stolt skein úr augum allra og til- hlökkunin var mikil að sameinast fjölskyldu og vinum síðar um kvöldið. Þetta átti án efa eftir að verða einn eftirminnilegasti dagur í lífi okkar. Þegar gleðin var sem mest, stóð afi Kristján upp og talaði til ferm- ingarbarnsins af sinni alkunnu snilld og næmi. Þessi fallegu orð vora í senn óður til gleðinnar og hvatning til ungu kynslóðarinnar. En í orðum hans var einnig djúpur skilningur á hverfulleika lífsins. Skömmu síðar kvaddi hann þennan heim. Með einu andvarpi vai- jarð- neskri tilveru hans lokið. Hann var umvafinn stórfjölskyldunni sinni, sem átti hug hans allan. Á þessari stundu var ómetanlegt að finna alla faðmana og samhygðina sem gagntók allt. Afi Kristján var einstakur faðir, tengdafaðir og afi. Með ömmu Línu var hann virkur þátttakandi í lífi barna sinna og gerði það af sannri ánægju. Þau héldu sig til hlés, en voru alltaf innan seilingar ef þörf var á. Oteljandi voru þær ferðir sem hann kom og aðstoðaði okkur við húsbygginguna og skipti þá engu hvort um var að ræða pípulögn, múrverk eða timburverk, allt lék þetta í höndum hans. Vinnugleðin var mikil og aldrei hætt fyri' en hlutirnir voru „galvaniseraðir og snittaðir í báða enda“ eins og hann gjarnan sagði. Samverastundir með fjölskyld- unni vora líf hans og yndi og kepptust allir við að hafa ömmu Línu og afa Kristján hjá sér, því þeim fylgdi jafnan söngur, gleði og kátína. Margar era stundirnar sem við höfum átt með þeim hér heima og erlendis, stundir sem era okkur ómetanlegai' í minningunni. Ætíð var beðið með eftirvænt- ingu eftir orðum frá pabba/afa Kri- stjáni þegar stórviðburðir voru í fjölskyldunni. í ræðum hans, sem oft vora í bundnu máli, var þess ósjaldan getið að „oft myndu feg- urstu vonirnar rætast“. Við sem stöndum honum næst vitum að ein hans fegurstu vona var að fá að enda þetta jarðlíf^með þeim hætti sem raun varð á. í faðmi fjölskyld- unnar, meðal allra þeirra sem hann unni mest. Víst var höggið þungt en það var tillitssamt, því margir tóku á móti. Við voram öll hjá mömmu/ömmu Línu og gátum vaf- ið hana örmum okkar, einmitt eins og hann hefði viljað hafa það. Okk- ar missir er mikill en hennar mest- ur. Við biðjum góðan Guð og þann mátt sem er öllum æðri að vemda hana og styrkja. Kristján Erik, Margrét og böm. + Ástkasr eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐBJÖRG VILBORG STEFÁNSDÓTTIR, Sólheimum 30, Reykjavík, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 13. apríl, verður jarðsungin frá Seltjarnarnes- kirkju mánudaginn 26. apríl kl. 13.30. Kristján R. Kristjánsson, Þorvaldur Kristjánsson, Stefán R. Kristjánsson, Sóley B. Kjartansdóttir og barnabörn. Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNFRÍÐAR D. GUÐJÓNSDÓTTUR, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Dvalarheimilið Höfða og líknarstofnanir. Málhildur Traustadóttir, Guðmundur Vésteinsson, Hildigunnur Guðmundsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir. + Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, • JÓNA ELÍASÍNA GÍSLADÓTTIR frá Höfða, Dýrafirði, Skipasundi 65, lést á Landakotsspítala föstudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 23. apríi, kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á styrktarsjóð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sími 564 1744 og 557 3390, til minriingar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Gísli Böðvarsson, Guðrún Oddsdóttir, Jónína Böðvarsdóttir, Hans Hilaríusson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR, áður til heimilis á Hverfisgötu 38B, Hrafnistu, Hafnarfirði. Jónína S. Lárusdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Birna Lárusdóttir, Valur Hugason, Oddný F. Lárusdóttir, Finnbjörn Þ. Kristjánsson, Björney J. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR LILJU HJARTARDÓTTUR, Hæðargarði 6. Þórunn J. Gunnarsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Hjörtur Gunnarsson, Sigríður M. Markúsdóttir, Sigrún Hjartardóttir Swimm, Craig D. Swimm, Gunnar Þorgeirsson, Unnur Þorgeirsdóttir, Þóra Þorgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.