Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 53 HANNA ANDERSEN OG KRISTJÁN B. KRIS TÓFERSSON + Hanna Ander- sen fæddist í Reykjavík 19. janú- ar 1918. Hún lést 27. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ágústa Guðmundsdóttir Andersen og Harald Osvald Andersen verslunareigandi í Reykjavík. Systir Hönnu er Helga Hansína Andersen, f. 1916, búsett í Bretlandi síðastliðin 52 ár. Hinn 25. apríl 1936 giftist Hanna Krisljáni Björgvini Krist- óferssyni bifvélavirkja og seinna starfsmanni Flugmálastjórnar íslands, f. í Reykjavík 9. júlí 1913, d. 20. nóvember 1983. For- eldrar hans voru Guðjónía Stígs- dóttir, ættuð frá Brekku í Mýr- dal, og Kristófer J. Jónsson, ætt- aður af Suðurnesjum. Systkini Kristjáns eru: Ingibjörg, búsett til margra ára í Bandaríkjunum, lát- in; Sigurbjörg, var búsett í Reykjavík, látin; Ásgeir, var bú- settur í Reykjavík, látinn; Bára, búsett í Bandaríkjunum; Hörður, búsettur í Kópavogi. Börn Hönnu og Kristjáns eru: 1) Harald Örn Kristjánsson, f. 28.1 1937, ketil- og plötusmiður, d. 22.8. MINNINGAR 1982, eiginkona Guðrún Válde- marsdóttir tækniteiknari. Börn þeirra a) Kristján Konráð, böm hans eru fimm. b) Valdemar Örn, á tvær dætur. Áður eignaðist Harald son, Jón Baldvin, sem á þijú börn. c) Guðrún, á tvær dæt- ur, Ástu Beníu og Magneu Ingi- björgu, frá fyrra hjónabandi, þær em báðar búsettar í Danmörku. 2) Helga Kristjánsdóttir garð- yrkjubóndi, f. 27.1. 1943, gift Erl- ingi Ólafssyni garðyrkjubónda. Börn þeirra em: a) Hanna, garð- yrkjufræðingur, á einn son. b) Einar Ólafur, verkamaður, á eina dóttur. c) Erlingur, vélvirki. d) Ólöf Ágústa, garðyrkjufræðing- ur, á eina dóttur. e) Stefán Hauk- ur, útskurðarmeistari. 3) Ágústa Þóra Kristjánsdóttir, ljósmóðir í Reykjavík, f. 6.11. 1946, gift Birgi J. Sigurðssyni sölumanni. Böm þeirra em: a) Hanna Guð- björg, kennari, á einn son. b) Sig- urður Narfí, tamningamaður, bú- settur í Þýskalandi. c) Þóra Mar- grét, nemi við Kennaraháskóla Islands. Hanna ólst upp í Reykjavík. Hún missti ung foreldra sína. Hún stundaði nám í Landakots- skóla og Kvennaskólanum í Reykjavilí. Utför Hönnu fór fram 31. mars í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dagurinn h'ður- Hægan himni frá höfgi fellur angurvær á dalablómin smá. Og hvítir svanir svífa hægt til fjalla með söng, er deyr í fjarska. Mér komu þessar Ijóðlínur Tómas- ar Guðmundssonar í hug er ég sest niður til að minnast tengdaforeldra minna, Hönnu Andersen og Kristjáns B. Kristóferssonar, sem nú hafa lokið giftusamlegri vegferð á misbreiðum vegi jarðlífsins. Þau voru Reykjavík- urböm ungrar aldar, hann fæddm- 1913 en hún 1918. Þau slitu áhyggju- laus bamsskónum í ört vaxandi höf- uðstað landsins. Á þessum áram var lífið ekki dans á rósum, það var bæði atvinnuleysi og húsnæðisekla í borg- inni og hafa þau eflaust ekki farið varhluta af því. Bæði urðu þau fyrir þeirri lífsreynslu að missa annað for- eldra sinna ung. Kristján var aðeins sex eða sjö ára gamall þegar faðir hans dó frá sex börnum. Móðir hans lét samt ekki bugast og kom þeim öll- um til manns ein og óstudd og hefur það ekki verið lítið afrek í þá daga, enda ekki um annað að ræða en basla áfram eða segja sig á bæinn sem eng- inn gerði nema öll sund væra Iokuð. Móðir Hönnu dó úr beklum er hún var 12 ára, föður sinn missti hún er hún var 16 ára. Það var fljótlega upp úr því sem leiðir þeirra Kristjáns lágu saman. Þau giftu sig 25. apríl 1936 og eftir það fylgdust þau að í gegnum lífsins ólgu sjó, eða allt þar til Kristján lést árið 1983. Þau hófu búskap í Aðalstræti 16 þar sem Hanna var fædd og uppalin. Þar fæddist þeim fyrsta bamið, sonurinn Harald. Síðan bjuggu þau á ýmsum stöðum, eignuðust tvær dætur, Helgu og Ágústu Þóra. En lengst af bjuggu þau við Elliðavatn. Keyptu þar lítið hús sem heitir Bakkasel. Þau byggðu þar við og endurbættu, ræktuðu tré og annan gróður, undu þama hag sínum vel í faðmi fagurrar náttúru sem þau bæði unnu. Kristján hafði ungur numið bifvéla- virkjun og gerði hana að lífsstarfi sínu. Lengst af starfaði hann hjá Flugmálastjóm við viðhald tækja á flugvöllum landsins og átti því ófáar ferðir vitt og breitt um landið. Það var ekki aðeins að hann ferðaðist í sam- bandi við vinnu sína, því ferða- mennska hvers konar var hans áhuga- mál. Ungur var hann mikið á skíðum og stundaði fjallaferðir og naut nátt- úrannar bæði sumar sem vetur. Skömmu fyrir lát Kristjáns fluttu þau Hanna í Mosfellsbæinn, keyptu sér lítið hús við Grandartanga og höfðu lítinn garð sem Hanna hugsaði um af mikilli natni. Síðustu árin bjó hún á Hlaðhömrum, í þjónustuíbúð, og undi hag sínum bærilega. Um leið og ég þakka þeim Hönnu og Kristjáni fyrir ánægjulega sam- leið og góða viðkynningu undanfarin 30 ár vil ég gera orð nóbelskáldsins að mínum og segja: Hvert örstutt spor var auðnu spor með þér. Megi minning þeirra vera björt um ókomna tíma. Birgir. Fimmtudaginn 25. mars skrifa ég í dagbókina mína: Kæri Guð, enn hef- urðu ekki leyst hana ömmu mína frá hlutverki sínu, þrátt fyrh' að það sé bú- ið að leggja niður sýningar með henni. En sá dagur kom að hún fór í ferð- ina miklu, ferð til lands sem við öll eigum eftir að heimsækja og því mið- ur komum við ekki til baka með háan Visa-reikning né myndir af merkum og fallegum byggingum sem við stóðum hugfangin fyrir framan og horfðum á. Mér finnst vera stutt síðan ég kynntist ömmu á nýjan leik, eftir að ég varð fullorðin. Þá eru ömmur að- eins meira en það sem lítið barn ger- ir sér hugmynd um. Eg kunni best við húmorinn henn- ar, líka það að henni var alveg sama hvemig ég klæddi mig, henni fannst bara gaman að gömlu kjóldruslunum mínum eða gömlu peysunum hennar sem ég var komin í. Eg var nú samt ekki neitt mjög dömuleg fyrir frú Andersen en þrátt fyrir það setti hún ekki upp Andersen-svipinn, því hann merkir að henni og öllum þeim sem nota hann er misboðið. Eg er búin að læra öll svipbrigðin - Ander- sen-svipbrigðin hjá mömmu, en ég held að þau hafi farið ömmu best. Amma vildi ekki að við grétum hana, við ættum frekar að skála í sérrýi. Svona var hún amma, hún var ekkert venjulegt gamalmenni. Henni fannst hún nefnilega ekkert gömul. Hún þverneitaði að fara og hitta annað gamalt fólk og föndra eða spila með því. Hún vildi frekar vera með okkur unga fólkinu. Ein- hvers staðar er sagt að ömmur hafi gamla og þreytta fætur en ungt hjarta. Þrátt fyrir bann ömmu um að við mættum gráta hana, sendi ég henni nokkur tár sem þakklætisvott fyrir allt ristaða brauðið með Búra- ostin- um og kalda kókið og fyrir hennar orð mun ég skála í sérrýi. Ég vildi samt að amma væri enn hjá okkur, með sígarettuna i munn- vikinu, sérrý-staup á borðinu og ger- andi grín. Þannig mun ég minnast hennar. En líf okkar er einungis hlutverk í stóra leikriti og eins og í öllum leikritum detta sum hlutverkin fyri' út en önnur. Þóra Margrét. Hún Hanna Andersen, amma mín, hefur kvatt þennan heim. Þótt líkamlegur kraftur væri upp urinn var löngunin til lífsins langt því frá slokknuð. Það var frábært að sitja hjá ömmu og spjalla um allt og ekk- ert. Hún var fáguð í framkomu en undir niðri bjó mikill galsi og þótti mér fátt skemmtilegra en að koma henni til að hlæja og taka þátt í bullinu í mér. Hún kunni að taka gríni og brosti bara þegar ég minntist á pjattið í henni, hún fór nefnilega varla framúr nema með nýlagt hárið og náttsloppinn hnýtt- an sérstaklega að sér. Allt í um- hverfi hennai- bar vott um vandað- an smekk, hún vildi sko ekkert „djönk“ hún amma. Nú síðustu árin voru það heim- sóknir langömmubamanna og sögur af þeim sem veittu henni aukinn lífs- kraft. Hún stytti sér stundir við prjónaskap og lestur en það sem henni þótti notalegast var að sitja með Dídu og púsla. Þannig gátu þær frænkur setið tímunum saman, rað- að þúsundum púslbita og spjallað yf- ir kaffibollum. En það er enginn eilífur í þessum heimi, svo það kemur að því að allar ömmur verða að hverfa á braut. Nú er komið að minni og þótt ég venjist dauðanum seint veit ég að ömmu líður vel, þau afi sitja á fallegum stað sem er ekki svo ýkja langt í burtu. í huganum geymi ég góðar minningar og kveð ömmu mína með söknuði. Elsku mamma, Helga, Dída og þið öll hin, það góða styrki ykkur í sorg- inni. Hanna Guðbjörg Birgisdóttir. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR + Ingibjörg Guð- mundsdóttir fæddist á Auðunar- stöðum í Víðidal 16. apríl 1914. Hún lést 12. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Gunnars- dóttir, f. 25. ágúst 1890, d. 11. ágúst 1969, og Guðmund- ur Jóhannesson, f. 25. júní 1884, d. 26. apríl 1966. Systkini Ingibjargar eru: Jó- hannes (1916-1996), Sophus Auðunn, f. 1918, Kristín (1919-1944), Erla (1921-1997), Gunnar, f. 1923, og Hálfdán, f. 1927. Ingibjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi í tvo vetur. Hún fluttist til Reykjavík- ur 1934 og bjó þar að undan- skildu einu ári þegar hún dvald- ist í Danmörku. Ingibjörg vann ýmis störf þ.á m. verslunarstörf. Ingibjörg giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Óskari Hans- syni, rafverktaka, í Öðinsvéum í febrúar 1937. Hann er fædd- ur 8. nóv. 1909, son- ur Kristínar Hjálms- dóttur og Hans Kar- els Hannessonar, landpósts. Ingibjörg og Öskar áttu tvo syni: Hans Lorenz, f. 3. ágúst 1937, og Guðmund Auðun, rafvirkja, f. 19. apríl 1943. Fyrri kona Guðmundar er Ásdís Svala Valgarðsdóttir. Synir þeirra eru Óskar, f. 17. sept. 1981, og Ingi- berg, f. 21. maí 1983. Síðari kona Guðmundar er Guðrún Bára Gunnarsdóttir. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kiukkan 13.30. Ingibjörg Guðmundsdóttir föður- systir mín er látin eftir langvarandi veikindi. Hún var af húnvetnskum ættum, fædd og uppalin á Auðunar- stöðum í Víðidal. Ingibjörg - eða Bibba eins og hún var oftast kölluð - vai' elst sjö systkina, sem ólust upp á mannmörgu myndarheimili foreldra sinna, þar sem glaðværð og glettni voru í fyrirrúmi. Á unglingsárunum tók hún virkan þátt í félagslífi jafn- aldra sinna og var jafnan hrókur alls fagnaðar. Ingibjörg var glæsileg kona, dökk yfirlitum og fríð sýnum. Eftir henni var tekið sökum leiftrandi kímni- gáfu og frjálslegrar framkomu. Hún gerði snemma uppreisn gegn hefðbundnum gildum nánustu ættmenna sinna. I stað þess að byggja tilveruna á borgaralegum hefðum og kjósa Sjálfstæðisflokk- inn gekk hún til liðs við sósíalista. Og sjaldnast lét hún sig vanta í Keflavíkurgöngur eða á aðrar stórhátíðir, sem stofnað var til í því skyni að mótmæla aðildinni að NATO og veru varnarliðsins á Miðnesheiði. í mínum huga var hún „bóheminn“ í fjölskyldunni sem fór sínar eigin leiðir og kærði sig þá kollótta um álit annarra. Ég minnist eftirvæntingarinn- ar, þegar við frændsystkinin á Auðunarstöðum fréttum að von væri á Bibbu frænku í heimsókn norður. Fátt var eins skemmtilegt og að heyra hana segja frá og fjalla um menn og málefni með þefrri kímni, sem henni var lagið. Oft vora teknar pólitískar snerrur í eldhúsinu. Bibba var þá í essinu sínu enda sór hún sig í ættina og var stríðin með afbrigð- um. Á kappræðufundi Heimdallai' og Æskulýðsfylkingarinnar fékk ég löngu síðar að kenna á hnyttnum framíköllum Bibbu skoðanasystkin- um hennar til óblandinnai' ánægju. Ingibjörg frænka mín var örlát og rausnarleg þótt ekki væri alltaf af miklu að taka. Þegar fólk, sem hafði orðið innlyksa ytra í stríðinu, kom heim allslaust stóð hún fyrir söfnun því til handa. Og sá sem þessar línur ritar fór ekki varhluta af ástúð hennar og umhyggju, þegar hún vakti nætur og daga yfir tveggja ára frænda sín- um lífshættulega veikum. Ávallt síðan fylgdist hún með lífshlaupi mínu og sagði mér reyndar oft umbúðalaust til syndanna enda voram við yfirleitt ósammála, þegar stjómmál áttu í hlut. Við fráfall frænku minnar koma í hugann löngu liðnar stundir, sem ég er þakklátur fyrir. Á undanfórnum áram hefur eiginmaður Ingibjargar, Óskar Hansson rafverktald, sem nú er tæplega níræður heimsótt sjúkra- beð hennar á hverjum degi. Hann stóð eins og klettur við hlið hennar þar til yfir lauk. Við systkinin og fjöl- skyldur okkar sendum Óskari, son- um þeirra Hans Lórenz og Guð- mundi Auðuni og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Friðrik Sophusson. Bibba, eins og hún var kölluð, var glæsileg kona, vel gefin og skemmti- leg. Ég minnist fyrst og fremst hjartahlýju hennar og hjálpsemi við alla sem á þurftu að halda. Hún átti alltaf eitthvað til að miðla öðram, þótt ekki væri auður í garði þeirra hjóna. Við kynntumst fyrst 1951, þegar ég og Hálfdán, hennar elskaði „litli bróðir" fóram að draga okkur sam- an. Hann bjó hjá systur sinni fyrsta veturinn sinn í Háskólanum, eins bjó elsti sonur okkar hjá þeim hjónum um tíma, þegai' hann var í skóla í Reykjavík. Við áttum margar skemmtilegar stundir á heimili þeirra. Þar var oft glatt á Hjalla. Síðar skildust leiðir og minnkaði samgangur eftir að við fluttum frá Reykjavík. Þau hjón bjuggu í Reykjavík fyrir utan eitt ár í Kaupmannahöfn þar sem eldri son- ur þein-a var til lækninga. Bibba var frábær húsmóðir en vann auk þess við verslunarstörf. En líf hennar var langt frá því að vera einhver dans á rósum. Það er sitt hvað gæfa og gjörvuleiki. Síð- ustu árin voru henni afar erfið, en UTFARAkS LOFA OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN I AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK f LfKKISTUVINNUSTOKV I EYVINDAR ÁRNASONAR hún leið af hinum skelfilega sjúk- dómi alzheimer og hvarf smátt og smátt frá lífínu inn í óminnið. Undir það síðasta dvaldi hún á dvalar- heimilinu Efr. Óskar sýndi henni mikla ræktarsemi og tryggð og heimsótti hana þar daglega ef mögulegt var. Eins var Muggur sonur hennar móður sinni mjög góður. Ég held að dauðinn hafi verið vel- kominn gestur til mágkonu minnar. Eftir lifa góðu minningamar, sem við ættingjar hennar og vinir yljum okkur við. Við hjónin þökkum fyrir allt sem hún gerði fyrfr okkur og sendum Óskari og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Anna Margrét Jafetsdóttir. Utfararstofa HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.