Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 49 UMRÆÐAN Uppbygging lands- byggðarinnar HVERS vegna leið- ist 24 ára gamall Vest- firðingur í framboð til alþingis, er það vegna valda eða hugsjóna? Eg er hugsjónamaður og hef verið alla mína tíð. Eg vil sjá land þar sem fólk býr út um allt land á eigin forsend- um og í sátt við um- hvei-fi sitt. Ég vil líka sjá sterka höfuðborg sem við getum verið stolt af. Það hefur ríkt sátt um það á lands- byggðinni að byggja upp fallega höfuðborg og er hún það í dag. Þeirri sátt fylgdi sú sjálfsagða krafa að allir landsmenn nytu til jafns þeirrar þjónustu sem byggð var upp á höf- uðborgarsvæðinu. Þessa kröfu hafa margir og því miður ekki síst íbúar höfuðborgarsvæðisins sagt vera byrði á íslensku þjóðfélagi. Því spyr ég til hvers var barist að byggja upp fallega og sterka höfuðborg ef helmingur lands- manna fær þess ekki notið. Ég vil fullt jafnrétti til náms óháð búsetu, stétt eða fjárráðum, ég vil jafnrétti til nota af sameiginlegum sjúkra- stofnunum landsmanna og ég vil virkjun mannauðs út um allt land. Ég vil áframhaldandi flutning rík- isstofnana út á land og nefni ég þar sem dæmi ríkisfjölmiðlana að ein- hverju leyti. Ég hafna þeirri stefnu Sjálf- stæðisflokksins að fólk eigi að búa þar sem það er hagkvæmast pen- ingalega séð. Ég vil að andans mál- efni, frelsisþrá mannsins, mannlíf og búseta í náttúru Islands skipti meiru máli er framtíðar búseta landans er ráðin á ríkisstjórnar- borðinu. Ég er tilbúinn að standa við þau orð að til þess að þetta geti orðið er forsvaranlegt að framlög komi úr sameiginlegum sjóðum ís- lensku þjóðarinnar. Umhverfismál eiga að koma okk- ur ungu fólki við og þau gera það. Það erum jú við sem komum til með að erfa þetta land með öllum þess kostum og göllum. Framsókn- armenn eru í fararbroddi þeirra Is- lendinga sem vilja auka þá um- hverfisvænu orku sem notuð er á Islandi og hafa best sýnt það í vetnismálinu svo kölluðu. Það ætti að setja Islendinga í fremstu röð við nýtingu vetnis sem innlends, mengunarlauss orkugjafa í sam- göngum. Umhverfisstefna og at- vinnustefna á að haldast í hendur Björgmundur Örn Guðmundsson og í dag höfum við efni á að ræða um- hverfismál og það eigum við að gera á skynsamlegan hátt. Ég tel að í umhverfis- málum eigum við að sýna öðrum þjóðum fordæmi. Þar er okk- ar stærsta auðlind falin, þ.e. í óspilltri náttúru og ekki síst í umhverfisvænni at- vinnustefnu se*m aðr- ar þjóðir ættu að taka upp í ríkara mæli. Umhverfismál og landbúnaður er órjúf- anleg heild sem má ekki rjúfa heldur byggja upp í sam- einingu, komandi kynslóðum til gagns. Landbúnaður hefur verið og á að vera hluti af ásýnd lands- ins, menningu þjóðarinnar og upp- spretta fæðu til handa okkur og okkar afkomendum. Þó hver at- vinnugreinin á fætur annarri upp- lifi sína tískubólu mun það aldrei falla úr tísku að borða. Sjávarútvegur skiptir okkur Vestfirðinga miklu máli og því er öll óvissa um framtíð íslensks sjáv- arútvegs mjög slæm fyiir okkur. Ég hef þá trú að núverandi fisk- BUSETA Nú er kominn tími til að ná sátt um að byggja upp fallega og sterka landsbyggð. Björgmundur Örn Guðmundsson gerir hér grein fyrir stefnu- málum sínum. veiðistjórnunarkerfi sé það besta sem völ er á en á því eru ýmsir annmarkar. Skattleggja skal þá sérstaklega sem hverfa brott úr út- gerð því sjávarútvegur er ekki bara atvinnurekstur heldur líka byggðamál. Tengja ætti útgerð meira við byggðirnar í landinu svo þær fái notið nálægðarinnar við fiskimiðin. Við Framsóknarmenn á Vestfjörðum erum tilbúnir að leiða þessar breytingar með formann sjávarútvegsnefndai'innar og von- andi næsta sjávarútvegsráðherra í broddi fylkingar. Ég get ekki verið þekktur fyrir að senda frá mér grein án þess að Brúðhjón Allur borðbiinaður - Glæsileg gjafavara - Bníðlijónalistar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. nefna menntamál. Jöfnuður náms- kostnaðar er málefni sem brennur heitt á okkur Vestfirðingum. Mikill sigur náðist er við Framsóknar- menn komum í gegn baráttumálum okkar í sambandi við Lánasjóðinn í mikilli andstöðu sitjandi mennta- málaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þessi baráttumál voru að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána og taka upp mánaðargreiðslur. Með tvöfóldun dreifbýlisstyrks var stig- ið rétt skref í rétta átt en betur þarf að gera til jöfnunar náms- kostnaðar. Þau skref sem stigin hafa verið í fjarkennslumálum á Vestfjörðum sýna svo ekki verður um villst að barátta og málefna- flutningur okkar ungra Framsókn- armanna var og er á rökum reist. Þarna er kominn sterkur „sam- herji“ í baráttunni fyrir jafnrétti til náms. Við Framsóknarmenn eram stoltir af verkum okkar á síðasta kjörtímabili og viljum gera enn betur á næsta kjörtímabili en til * þess þurfum við stuðning, þinn stuðning. Það hefur ríkt sátt um að byggja upp fallega og sterka höfuðborg og hefur það tekist. En nú er kominn tími til að ná sátt um að byggja upp fallega og sterka landsbyggð og þar kalla ég sérstaklega til liðs við okkur íbúa Reykjavíkur, sem við Vestfirðingar höfum stutt. Höfundur er í 3. sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins á Vest- fjörðum vegna alþingiskosninganna. V Árangur eoa upplausn Suðurland H. Haarde fjármálaráöherra og varaformaöur Sjálfstæðisflokksins fundar með Sunnlendingum íTunguseli, Skaftártungum í dag kl. 21.00 Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi taka þáttí umræðum. Allir velkomnir l u rmoifqun á ÍB Étirirtllto-riiliirirrafctir*' i f Afááttur | 20% íSimjw'ðM af:MS X Y~ Vtf * I JþMssmaKP P v tméðiafeláttarhefii Vctí<) rrllcoificit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.