Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 51 Öllum tryg’g’ð lág- marksframfærsla í 25. GREIN Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna kveður á um að allir eigi rétt á að grunn- þarfir þeirra til mann- sæmandi lífs séu upp- fylltar. Nálega 27.000 einstaklingar lifa nú undir fátæktarmörkum á Islandi. Þeir sem hér um ræðir eru gamalt fólk, öryrkjar, og lág- launafólk, þar á meðal fjöldi bænda. Réttindi þessa fólks eru hundsuð. Island er með 5. hæstu þjóðartekjur á mann af OECD ríkjunum en ver samt miklu minna hlutfalli af lands- framleiðslu sinni til velferðarmála en t.d. hin Norðurlöndin. Tillögur Húinauistaflokksins Húmanistar hafna þeirri stefnu stjórnvalda sem þrengir að fólki þar til því liggur við köfnun. Stefnu sem veldui' sjúkdómum, lífsflótta og hef- ur kostað mörg mannslíf. Við teljum öllu öðru mikilvægara að öllu fólki séu tryggð mannsæmandi lífsskil- yrði og lágmarks framfærsla. Til- lögur Húmanistaflokksins eru að elli- og örorkulífeyrir verði kr. 90.000 á mánuði. Lágmarkslaun verði 100.000 krónur á mánuði og skattleysismörk einstaklinga verði 100.000 krónur. Hvaðan á að taka peningana? Til þess að standa undir kostnaði af tillögum Húmanistaflokksins um hækkun örorkubóta og ellilífeyris leggjum við til róttækar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. Myndaður verði sameiginlegur lífeyrissjóður allra landsmanna sem verði gegnumstreymis- sjóður og úr honum verði greitt jafnharðan til allra lífeyris- og bótaþega sbr. íyrr- nefndar lágmarksupp- hæðir. Gert er ráð fyrir að þau 10% af launa- greiðslum, eða 30 millj- arðar á ári, sem nú renna til tuga lífeyris- sjóða, renni í þennan sjóð. Því til viðbótar koma þeir 15 milljarðar sem árlega er varið til þessara mála í Trygg- ingastofnun. Með þess- um hætti myndast ríflegur grunnur til að fjármagna tillögur okkar auk þess sem um mikla einföldun verður að ræða. Með þessu nýja fyrir- komulagi tekur sá hluti þjóðarinnar sem er virkur í atvinnu á hverjum tíma ábyi'gð á afkomu þeirra sem ekki geta séð sér farborða. Annar ávinningur Annað sem vinnst með þessari kerfisbreytingu er að verkalýðsfor- ystan mun smám saman losna við að „ávaxta" fé lífeyrissjóðanna, sem gert er nú að stórum hluta með kaupum á erlendum verðbréfum og hlutabréfum, einkum í stórfyrir- tækjum. Það hlýtur að vera undar- legt að sömu menn setja fram launakröfur gagnvart fyrirtæki og vinda sér svo hinum megin við borð- ið sem stjómarmenn þar til að neita þessum sömu kröfum í því skyni að tryggja hagnað hluthafanna (lífeyr- issjóðanna). Það er því mikið gust- ukarverk að losa verkalýðsfélögin við sjóðina sem svo lengi hafa verið launabaráttu þeirra Þrándur í Götu. Þá er einnig með þessu komið í veg fyrir að fé sem ætlað er til ævi- Stjórnmál Húmanistar, segir Methúsalem Þórisson, hafna þeirri stefnu stjórnvalda sem þreng- ir að fólki þar til því liggur við köfnun. kvöldsins, sé teflt í hættu með spá- kaupmennsku á brothættum verð- bréfamörkuðum. Hækkun lágmarkslauna og skattleysismarka Húmanistaflokkurinn leggur til að kostnaði vegna hækkunar skatt- leysismarka og beinum kostnaði ríkisins vegna hækkunar á lág- markslaunum verði mætt með auð- lindagjaldi og skatti á fjárfestingar utan rekstrar en það mun gefa a.m.k. 15-20 milljarða króna á ári. Kastaðu ekki atkvæði þínu á glæ í kosningunum í vor munu ef til vill ýmsir hugsa sem svo að ekki borgi sig að greiða Húmanista- flokknum atkvæði sitt því hann sé svo lítill. Við þá vil ég segja þetta: Að kjósa flokk sem vinnur gegn hagsmunum þínum eða svíkui' flest kosningaloforð, er að kasta atkvæði sínu á glæ. Hvert atkvæði greitt Húmanistaflokknum er atkvæði greitt því að öllum verði tryggð lág- marksframfærsla sem gefur kost á mannsæmandi lífi og möguleika á eðlilegri félagslegri þátttöku. Höfundur er 2. maður á lista Húmanistaflokksins í Austurlnnds- kjördæmi. merm! Þió, eins 09 aórir, eruó velkomnir o www.xd-reykjones.is. Þar getió díó m.Q. tekió pólitískt sjólfspróf. Hver veit nema þió séuó sannir Sjólfstæóismenn inn vió beinió. www.xd-reykjanes.is Eitthvað stór- kostlegt er að Stjórnmál Fíkniefnaneysla, segir Björgvin Egill Arngrímsson, er alvarleg ógnun. ÞEIM verst settu í íslensku þjóðfélagi finnst sjálfsagt nóg komið hvað varðar umræðurnar um kvótamálið hjá þeim sem hafa tjáð sig íyrir hönd Frjálslynda flokksins, en lítið farið fyrir umræðum um samfélagsmál. Það er einu sinni svo að fram- kvæmd sú sem viðhöfð er í fiskveiðistjórnun- inni hér á landi er ein mesta sóun á verð- mætum sem átt hefur sér stað um langt ára- bil. Nú fleyta menn rjómann ofan af í fiskveiðum. Gíf- urlegum verðmætum er hent í haf- ið. Það er verkefni númer eitt að stöðva þessa þróun. Það er verið að tala um verðmæti uppá millj- arða króna sem hent er árlega í hafíð af fiski og fiskafurðum. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki í hyggju að hækka skatta til að lagfæra kjör öryrkja og aldr- aðra, heldur að fá meiri arðsemi út úr auðlindunum sem okkur er trúað fyrir. Það fólk, sem valist hefur í trúnaðarstörf innan flokksins, jafnt sem hinn almenni félags- og stuðningsmaður, gerir sér fulla grein fyrir bágum kjör- um fjölda fólks og stefnir stað- fastlega á leiðrétting- ar. Eins og staðan er í dag er uppstokkun á fiskveiðistjómunar- kerfinu bráðnauðsyn- leg fyrir þjóðina í heild sinni. Með því skapast verulega auk- in sóknarfæri til sam- félagshjálpar. Islend- ingar eiga ekki að horfa á neyð sam- landa sinna. Við eig- um að bregðast við og það skjótt. Einmitt það teljum við okkur vera að gera sem fylkjum okkur um Frjálslynda flokkinn. Talsmenn ríkisstjórnarflokk- anna tala mikið um hversu mikið hefur verið greitt niður af erlend- um skuldum. 35 milljarðar sem búið er að greiða eða verður greitt á næstunni, umfram af- borganir. Það er góðra gjalda vert að standa skil á skuldum og ríf- lega það. En allt er best í hófi. Frá mínum bæjardyrum séð væri ekki eftirsjá í fimm milljörðum til aðstoðar því fólki sem hefur ekki til hnífs og skeiðar. Til eru dæmi um fólk sem hefur 22.000 krónur til að lifa af í hverjum mánuði. Hefur ekkert til saka unnið, en orðið fyrir slysi eða veikindum sem leitt hafa til örorku. Eða ein- faldlega fæðst inn í þennan heim fatlaðir eða veikir. Sönn dæmi eins og þegar ungt fólk slasast og verður óvinnufært. Lífeyrisrétt- indi lítil sem engin og ekkert ör- orkumat liggur fyrir. Þessir ein- staklingar fá um tuttugu og tvö þúsund krónur til framfærslu á mánuði. Sama ef viðkomandi er fjölskyldumaður. Nákominn ætt- ingi minn í Keflavík er þroska- heftur. I áranna rás hef ég verið vitni að þeirri litlu og ósann- gjörnu aðstoð sem foreldrar hans hafa fengið hjá samfélaginu. Það er eitthvað stórkostlegt að hjá þeim sem ráða. Alvarleg ógnun sem steðjar að þjóðfélaginu er fíkniefnaneysla. Þegar allar viðvörunarbjöllur glumdu um stóraukinn innflutning á eiturefnum, skáru ráðamenn þjóðarinnar niður starfsemi toll- gæslunnar. Fámenn þjóð má ekki við að missa tugi eða hundruð ung- menna á glapstigu. Nú er mál að linni. Við í Frjálslynda flokknum ger- um okkur fyllilega grein fyi-ir neyðinni og viljum bregðast fljótt við. Því fleiri sem leggja okkur lið í réttlætisbaráttunni 8. maí - því fyrr kemur batinn. Höfundur situr í miðstjörn Frjáls- lynda flokksins. Björgvin Egill Arngrínisson DQQlegor skodQnakannQnir Komdu skoðunum þínum ó fromfæri í doglegum könnunum um mólefni dogsins. Pólitískt sjólfspróf Hvor stendur þú í hinu pólitíska litrófi? Toktu prófið og sjððu hvort þú ert sjolfstædismaður. Hin hliðin ó frQmbjóðendunum Hvemig er persónon bok við frombjóðandonn? Skoðaðu hina hliðina ó frambjóðendunum. Fréttir 09 kosningQboróttQn Hvað er oð gerast í kosninga- baróttunni, niðurstöður kannana, lífið ó Regkjonesi og margt margt fleira. Verðlauna spurningoleikur Hvað veist þú um Reyiganeslg'ördæmi? Taktu þðtt í skemmtilegum spumingaleik sem tekur ó öllum þóttum tilverunnar. Þeir sem svara Öllu réttu fó vinning (þó odeins 1 ó mann ð viku).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.