Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ I DAG MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 65 BRIDS Uiiis.jón GuAmuiidiir l'áll Arnarson VESTUR trompar út gegn fjórum spöðum suðurs og spurningin er: Hvort vill lesandinn heldur veðja á vörnina eða sóknina? Suður gefur; allir hættu. Norður * 87 V 63 ♦ ÁKDG + Á6542 Vestur Austur ♦ 62 A Á43 VÁD842 ¥ KG1095 ♦ 9853 ♦ 4 *K9 * DG107 Suðui' A KDG1095 ¥7 ♦ 10762 *83 Vestui- Nordur Austur Suður — — — 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Lítum fyrst á spilið frá sjónarhóli varnarinnar. Þrír slagir eru fyrirsjáanlegir - einn á trompás, annar á hjarta og sá þriðji á lauf. Ef hnekkja á spilinu verður austur að fá tígulstungu. Til að undirbúa stunguna, gefui' austur fyrsta slaginn. Tilgangurinn er sá að rjúfa samband sagnhafa heim í trompinu. Ef suður trompar nú aftur út, drepur austur og spilar tígli, en þá kemst vestur inn á hjarta og gefur makker sínum stungu. Spilið tapast því greinilega ef sagnhafi trompar strax aftur út. En hann er ekki skyldugur til þess og mun sterkari leikur er að beita skærabragðinu og spila hjarta til að klippa þar á samband varnarinnar. Dugir það til vinnings? Já, ef vörnin spilar tígli, því þá getur sagnhafi trompað hjarta síðar til að taka síðasta spaðann af austri. En segjum að vörnin spili bara hjarta um hæl. Ef suður trompar og trompar út, drepur austur og spilar tígli. Þá er blindur læstur inni og sagnhafi neyðist til að gefa slag á lauf, sem þýðir að vörnin nær tígulstungunni. En það er sagnhafi sem hefur síðasta orðið. Hann tekur aftur upp skærin og hendir laufi í síðara hjartað! Þannig kemur hann endanlega í veg fyrir að vestur komist inn til að spila tígli á viðkvæmu augnabliki. Ást er... 11-28 AÐ geva áætlanir fvam í tímann TM Roq U.8. Pat. Otf. — all riQhta roaervod (c) 1995 Los AnQelea Timea Syndicate GULLBRÚÐKAUP. í dag, miðvikudaginn 21. apríl, eiga 50 ára hjúskaparafrnæli hjónin Diljá E. Þorvaldsdóttir og Bjarni Guðjónsson, Ægisíðu 64, Reykjavík. Þau eru að heiman í dag. SKÁK ilm.sjon Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á danska meistaramótinu í Arósum í ár. Nikolaj Borge (2.465) var með hvítt, en Er- ling Mortensen (2.420) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 62. Hc2-c3+??, en nauðsyn- legt var 62. Hcl - Rd3 63. Hhl! og hvítm- ætti að halda jafntefli. Nú vinnur svart- ur: 62. - Rd3! og Borge gafst upp, því eftii' 63. Hxd3+ — Ke2 getur hann ekki hindrað svart í að vekja upp nýja drottningu. Úrslit mótsins: 1.-2. Peter Heine Nielsen og Sune Berg Han- sen 6‘A v. af 9 mögulegum, 3.-4. Curt Hansen og Lars Bo Hansen 6 v., 5. Erling Mortensen 5 v., 6. Lars Schandorff 414 v., 7. Bent Larsen 4 v., 8. Jens Ove Fries-Nielsen 2'k v., 9.-10. Henrik El-Kher og Nikolaj Borge 2 v. Með morgunkaffinu ÉG hef ekki unnið fyiir HVAÐ segirðu, elskan? nein glæpasamtök og get Fékkstu ekki launahækkun? sagt þér að engin samtök í heiminum fengju mig til að vinna handtak. HÖGNI HREKKVÍSI STJ ÖRJVUSP A eftir Frances llrakc NAUTIÐ Afmælisbarn dagsins: Þú ert traustur og þrautseigur og átt því gott með að fylgja málum eftír allt til loka. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þú þarft að venja þig af þvi að vera alltaf á síðustu stundu með alla hiuti. Þetta er þér ertitt og óþægilegt fjrir aðra sem treysta á þig. NdUt (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að gæta þess vel að fá nægan svefn því of miklar vökur fara illa með sál og lík- ama. Láttu því áhyggjumar ekki hrannast upp heldur gakktu strax í málið. Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) “rtA Þú þai-ft að hnýta ýmsa lausa enda áður en þú getur tilkynnt að þú hafir náð settu marki. Það hinsvegar er rétt verk og löðurmannlegt svo þér verður ekki skotaskuld úr því. Krabbi (21. júní - 22. júlO Þótt þér finnist á þér standa öll spjót skaltu hvergi hvika heldur halda þínu striki. Þannig sigrast þú best á erf- iðleikunum. Ljón (23. júh' - 22. ágúst) iW Haltu sambandi við þá vini þína sem þú telur að séu þess virði að þú gefir þeim eitthvað af þér og þínum tíma. Þiggðu svo vináttu þeirra á móti. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það skiptir öllu máli að hafa þannig áhrif á fólk að það taki þig trúanlegan og fáist til þess að fela þér ábyrgð. Mundu líka að kurteisi kost- ar ekki neitt. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefm- verið að velta fyrir þér vandasömu máli og nú allt í einu rennur upp íyrir þér ljós þegar lausnin liggur fyrir og þá er bara að ganga í hlutina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft á öllu þínu að halda fyrir þýðingarmikinn fund seinnipartinn svo þú skalt reyna að undirbúa þig eins og þú frekast getur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ACr Það getur verið erfitt að opna augu samferðamanna sinna og svo sannarlega að hafa það á tilfinningunni að maður sé einn í heiminum. En sýndu þolinmæði. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þótt þú viljir ekki leiðast út í umfangsmiklar umræður er ekki um annað að ræða ef þú á annað borð vilt vinna mál- stað þínum fylgi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Gættu þess að skapa ekki stærri vandamál með fram- komu þinni heldur en þau sem þú ætlar að leysa. Mundu að allir eiga sinn rétt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Nú verður þú að hrökkva eða stökkva þvi ekkert annað getur þokað málum þínum áfram. Ef þú vilt ekki staðna verðurðu að sýna dirfsku. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. UTANHUSS KLÆÐNINGAR ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 UTANHUSS KLÆÐNINGAR ARVIK ÁRMÚLA1 • SlMI 568 7222 • FAX 568 7295 Altt í skotveiðina Svartfuglsskot, 25 stk. í pakka frá 481- PENN-SJÓSTÖNG MEÐ HJÓLI Á AÐEINS 9.900- Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.