Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LI um fund Alþjóðasamtaka lækna um gagnagrunnslögin Hafa haft málið til skoð- unar í marga mánuði FRAM kom á blaðamanna- fundi sem Læknafélag ís- lands efndi til í gær að Al- þjóðasamtök lækna hafa haft þetta mál til skoðunar í marga mánuði og fulltrúar þess kynnt sér lögin í enskri þýðingu, álit siðfræði- ráðs Læknafélags Islands og álit annarra læknafélaga sem Læknafé- lag Islands hefur leitað til á Norð- urlöndunum auk Norræna læknaráðsins. Guðmundur Björnsson, formaður LI, segir að spurningar sem hafi verið lagðar fyrir fund Al- þjóðasamtakanna í Chile í síðustu viku, hafi fjallað um efni málsins, þótt deila megi um hvernig þær hafi verið orðaðar. Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, sakaði Læknafélagið á blaðamannafundi í fyri-adag um að hafa spurt leiðandi spurninga sem nær allar hafi verið án tengsla við lög um gagnagrunn á heilbrigð- issviði. „Það má vel vera að sum- ar spurningamar hafi verið óheppilega orðaðar en það breytir ekki þeirri staðhæf- ingu okkar að blekkingum er ekki beitt gagnvart þess- um stóru alþjóðlegu lækna- samtökum sem hafa fjallað um málið í marga mánuði,“ sagði Guðmundur. Tómas Zoéga, formaður fræðiráðs Læknafélags Læknafélag Islands vísar því algjörlega á bug að beitt hafí verið blekkingum við framsetningu og kynningu á lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði fyrir Alþjóðasamtökum lækna. Morgunblaðið/Golli FORSVARSMENN Læknafélags íslands kynntu í gær niðurstöður Alþjóðasamtaka lækna um gagnagrunn á heilbrigðissviði, en Tómas Zoéga, formaður siðfræðiráðs LÍ, sem er fremstur á myndinni, sótti fundinn fyrir hönd félagsins. Við hlið hans er Guð- mundur Björnsson, formaður Læknafélagsins. sið- Islands, kynnti niðurstöður fundar Alþjóða- samtakanna í Santiago í Chile í síð- ustu viku. Hann segir að fundinn hafi sótt fulltrúar 25 þjóða, u.þ.b. 100 læknar. Auk fulltrúa Læknafé- lagsins sóttu fundinn fulltrúar heil- brigðisráðuneytisins. í bréfi sem heilbrigðisráðuneytið sendi D.H. Johnson, forseta Alþjóðasamtak- anna, fyrir fundinn fagnar ráðu- neytið umræðum um lög um gagna- grunn á heilbrigðissviði en lýsir yfir áhyggjum sínum vegna eðlis upp- lýsinga sem samtökunum gætu hafa borist um lögin. I bréfinu segir að ráðuneytinu sé kunnugt um að margvíslegur mis- skilningur varðandi lagasetninguna hafi nú þegar haft áhrif á afstöðu margra til málsins í hinu alþjóðlega læknasamfélagi. Misskilninginn megi því miður stundum rekja til rangra upplýsinga. Aðalmál fundarins Tómas sagði að lögin um gagna- grunn á heilbrigðissviði hefðu verið aðalmál fundarins og umræðan hefði verið upplýst. Fundarmenn hefðu lýst yfir miklum áhyggjum af lögum sem þessum vegna þess hvaða áhrif þau hefðu á trúnaðar- samband læknis og sjúklings, og að upplýsingar úr sjúkraskrám yrðu gerðar að verslunarvöru. Tómas sagði að einnig hefðu fundarmenn rætt um, að tæknilegar hindranir til þess að gera upplýsingar í gagnagrunninum óaðgengilegar fyrir aðra en rekstrarleyfishafa, væru allsendis ófullnægjandi. Margir hefðu haft áhyggjur af því að láta upplýsingar sem þessar í hendur einkafyrirtækis sem hefði fyrst og fremst hagsmuni hluthafa að leiðarljósi. A fundi Alþjóðasamtakanna var samþykkt í lok fundar stutt yfirlýs- ing til fjölmiðla þar sem samtökin styðja þá afstöðu Læknafélags Is- lands að standa gegn lögunum um gagnagrunn á heilbrigðissviði eins og Alþingi samþykkti þau í vetur. Askorun Islenskrar erfðagreiningar um opinberar kappræður Eiga ekki í deil- um við fyrirtækið GUÐMUNDUR Björnsson, for- maður Læknafélags íslands, segir að það sé grundvallarmisskilning- ur að félagið eigi í deilum við ís- lenska erfðagreiningu hf. Hann segir að af þeim ástæðum telji fé- lagið ekki rétt að mæta til kapp- ræðna við fulltrúa íslenskrar erfðagreiningar um lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Kári Stefánsson, forstjóri ís- Ienskrar erfðagreiningar, hefur skrifað stjórn Læknafélagsins og Mannvemdar bréf þar sem hann býður fulltrúum þeirra til kapp- ræðna á opnum fundi í Háskóla- bíói. Sigmundur Guðbjarnason, formaður Mannveradar, kveðst taka áskoruninni en vill sjálfur velja stund og stað. Guðmundur segir að LÍ hafi gagnrýnt setningu laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. „Við teljum lagasetninguna vera ranga og viljum að málum sé öðiuvísi hagað. Þess vegna telj- um við ekki ástæðu til þess að rökræða þetta mál við fulltrúa ís- lenskrar erfðagreiningar heldur vildum við gjarnan ræða það við heilbrigðisráðherra eða fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins á kapp- ræðufundi,“ sagði Guðmundur. Misskilningur eða tortryggni Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði á blaðamannafundi í fyrradag að fulltrúar Mannverndar hefðu gengið á fund fjármálastofnana í Reykjavík til þess að níða fyrir- tækið og grafa undan því trausti sem Ijármálaumhverfið hafi á fyrirtækinu. Sigmundur Guð- bjarnason, formaður Mannvernd- ar, telur þetta fráleitt vera rétt og þekkir engin dæmi þessa. „Fulltrúar Mannverndar beita ekki slíkum ráðum og þarna er einhver misskilningur eða tor- tryggni á ferðinni. Ég veit ekki hvaðan hann hefur þetta en mér er ekki kunnugt um að neitt slíkt hafí átt sér stað og hlýt því að álíta að svo hafi ekki verið,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði að hefð væri fyrir því að væra menn skoraðir á hólm mættu þeir velja vopnin. „Ég mun ekki skorast undan kappræðum en vel þá sjálfur stað og stund. Ég svara Kára bréfinu í dag, [þriðjudag], og bregst já- kvætt við erindinu. Ekki þó með þeim hætti að hann fari fram í Háskólabioi en engu síður fyrir opnum tjöldum," sagði Sigmund- ur. Pétur Hauksson, varaformaður Mannveradar, vísar orðum Kára, um að fulltrúar Mannverndar hafi gengið í Qármálastofnanir til að rægja fslenska erfðagrein- ingu, á bug og segir hann fara með alrangt mál. Einnig þarfnist leiðréttingar sú fullyrðing Kára að í lögunum sé kveðið á um að óháð vísindasiðanefnd muni fjalla um rannsóknir í gagnagrunnin- um. I Iögunum segi að þverfagleg siðanefnd eigi að sinna þessu hlutverki en slík nefnd geti orðið eitthvað allt annað en óháð. „En Mannverad á ekki í neinni deilu við Islenska erfðagreiningu held- ur er okkar deila við stjórnvöld," sagði Pétur. Árétta samtökin sérstaklega að brýn þörf sé á að strangar reglur gildi um varðveislu sjúkragagna og aðgang að vísindagögnum. Afstaða samtakanna er ítrekuð um að halda beri trúnað við sjúklinga, virða beri kröfur um upplýst samþykki og um frelsi til vísindarannsókna. Tómas sagði að samþykkt hefði verið að skipa sex til sjö manna hóp sem mun á næstu vikum skila frá sér ítarlegra áliti í takt við þær umræður sem hafi orðið á fundinum. Hann segh’ að stjórn Alþjóðasam- takanna sé tilbúin að koma til Islands til viðræðna við stjórn Læknafélags Islands og stjórnendur heilbrigðis- ráðuneytisins. Staða lækna andspænis lögunum Dögg Pálsdóttir lögfræð- ingur hefur unnið lögfræði- legt álit íyrir Læknafélagið um stöðu læknisins and- spænis lögum um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Hún segir að í lögunum vanti skilgreiningu á því hvaða upplýsingar úr sjúkraskrá eigi að vinna í miðlægan gagnagrunn og það setji heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmenn í vanda. í greinargerð sé látið að því liggja að um þetta eigi að semja í hverju tilviki en þó sé skýrt í lögum og greinargerð með frumvarpinu að allt eigi þetta samt að vera unnið með samræmdum hætti. Læknar standi frammi fyrir því hvort og hvernig semja eigi við rekstrarleyfishafa gagnagrunnsins. Lögin séu óskýr að þessu leyti. Æskilegt hefði verið að fram hefði komið í lögum hvaða upplýsingar úr sjúkraskrá mættu fara í grunninn og hvaða upplýsingar mætti ekki setja í grunninn. I lögunum er gert ráð fyrir því að rekstrarleyfishafi semji við sjálfstætt starfandi lækna og heilbrigðisstarfsmenn og að fengju samþykki þeiira skuli vera heimilt að afhenda rekstrarleyfis- hafa upplýsingar úr sjúkraskrám. Sú staða geti komið upp að sjálf- stætt starfandi læknai- eða heil- brigðisstarfsmenn kjósi að semja ekki við rekstrarleyfishafann. Við afgreiðslu frumvarpsins hafi hins vegar skýrt komið fram að ef sjúklingur vill að upplýsingar um sig fari í grunninn eigi hans vilji að ráða. Lögin geri á hinn bóginn ráð fyrir því að starfsmenn á vegum heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi læknai- vinni gögnin í skrána og ekki sé heimilt að af- henda þau rekstrarleyfishafa nema með samþykki þeirra. „Þetta kannski það dæmi sem mér finnst best lýsa þeirri erfiðu stöðu sem læknar eru settir í með þessum lög- um,“ sagði Dögg. Þá segir hún vekja athygli að nefnd sem hefur verið skipuð og á að annast gerð og starfrækslu gagnagranns á heilbrigðissviði, eigi að gæta hagsmuna heilbrigðisyfir- valda, heilbrigðisstofnana, lækna sem og annarra sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og vísinda- manna við gerð samninga við rekstrarleyfishafa. „En það er hvergi um það fjallað í þessum lög- um að það sé nokkur sem eigi að gæta hagsmuna sjúklinganna sem eiga engu að síður, samkvæmt lög- um um réttindi sjúklinga, þessar upplýsingar, þótt læknar og heil- brigðisstofnanir séu vörslumenn þeirra,“ sagði Dögg. Encyclopædia Britannica Netútgáfan opin öllum Islendingum BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra hefur gert samn- ing um aðgang allra Islendinga að netútgáfu alfræðiritsins Encyclopædia Britannica. Til- laga Björns um undirritun samningsins var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. I fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu kemur fram að meginmarkmið samn- ingsins hafi verið að tryggja kennurum, nemendum og fræði- mönnum aðgang að gagnasafn- inu, en að útgefendurnir hafi fallist á að opna gagnasafnið öll- um íslendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem heilli þjóð er veittur aðgangur að því. I gagnasafni Encyclopædia Britannica á Netinu er, auk al- fræðisafnsins, enska orðabókin Merriam-Webster, Arbókin Britannica book of the year og safn valinna vefsíðna sem sér- fræðingar hafa lagt mat á. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu menntamálaráðuneytisins að vinna við að koma alfræð- isafninu á Netið hafi hafist 1997-1998 en að útgáfan sé í stöðugri vinnslu. Akveðið hefur verið að hætta að gefa Britann- icu út í bókarformi. Næsti hópur flóttamanna Unnið að undirbúningi ÁKVÖRÐUN um komu næsta flóttamannahópsins til Islands verður ekki tekin fyrr en á fundi ríkisstjórnar í næstu viku, að sögn Hólmfríðar Gísladóttur, deildarstjóra hjá Rauða krossi íslands og fulltrúa í Flótta- mannaráði. Búist hafði verið við ákvörðun um málið í gær en að sögn Hólmfríðar er töfin komin til vegna flókinna aðstæðna. „Við erum auðvitað að undirbúa það sem koma skal. Og þetta eru flókin mál og það þarf að hafa á þeim fyrirvara. Ríkisstjórnin er ákvörðunar- aðili í málinu en Rauði krossinn og svo seinna sveitarfélögin eru þeir sem vinna að þessu sam- kvæmt samningum við félags- málaráðuneytið. Það er mjög mikið að gerast þarna úti og mikið álag á öllum sem vinna að þessu,“ segir Hólmfríður. Að sögn Hólmfríðar er nú einkum unnið að því að flytja flóttafólk úr tveimur búðum í Makedóníu, í Brasta og Stan- kovac. „Þama eru tugir þúsunda flóttamanna. Við munum auðvit- að fara eftir leiðbeiningum Sam- einuðu þjóðanna í sambandi við viðtökur á flóttamönnum. Þetta er allt í undirbúningi,“ segir Hólmfríður. Harður árekstur í Hafnarfírði HARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á gatna- mótum Lækjargötu og Reykja- nesbrautar í Hafnarfirði í gær um klukkan 11. Ökumaður ann- arrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka, en hinn ökumaðurinn slapp ómeiddur. Bílarnir skemmdust hins vegar talsvert og varð að flytja þá báða á brott með kranabifreið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.