Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 34
84 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Pyslexía Með styrk frá Leonardo-áætlun ESB hafa Aðalheiður Ósk Guðb.jörnsdóttir og Cynthia Klein útbúið grunn að námskeiði fyrir 16-18 ára nemendur með dyslexíu. í samtali Hildar Friðriksdóttur við Aðalheiði kemur fram, að hér er beitt nýrri nálgun, þar sem tekið er á náms- og félagslegum vanda þessa nemendahóps. Það er ekk- ert sem heit- ir að tapa • Engin ein aðferð til að læra er rétt eða röng • Námið samsvarar einum áfanga en hentar bæði áfanga- og bekkjakerfi RANNVEIG Lund forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar með stúlku í greiningu, en vandi skólanna er að þeir hafa fram til þessa haft lítil úrræði um framhaldið. Morgunblaðið/Halldór AÐ MATI Aðalheiðar Óskar Guðbjörnsdóttur á að kenna námstækni strax við upphaf skólagöngu og þá jafnvel byija á hugarkortum. STUÐNINGUR við ung- menni sem glíma við dyslex- íu er heiti á 60 kennslu- stunda nýstárlegu nám- skeiði, þar sem reynt er að koma til móts við þarfir ungs fólks á aldrin- um 16-18 ára, sem á við lestrarörð- ugleika að stríða. Markmiðið er að námsefnið og aðferðirnar við kennslu þess efli sjálfsmat og áhugahvöt nemendanna og auki lestrarhæfni þeirra. Námskeiðið er stutt af Leonardo- áætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni Aðalheiðar Osk- ar Guðbjömsdóttur félagsráðgjafa, sem sjálf hefur glímt við lesblindu, og Cynthiu Klein sérkennara í Englandi. Cynthia hefur kennt dys- lexíunemendum til margra ára og hefur meðal annars skrifað fjölda bóka um viðfangsefnið. Höfundur Iestrarbókar, sem notast verður við samhliða verkefninu, er Guðni Kol- beinsson kennari. Bætt liðan Hugmyndin með verkefninu er að auðvelda nemendum námið og bæta líðan þeirra í skólaumhverfinu. „Pegar fólk greinist á þessum aldri þarf að fara fram ákveðin uppbygg- ing bæði félags- og námslega. Einnig er mikilvægt að efla öryggið gagnvart skólunum. Oft halda þess- ir krakkar að þeir séu heimskir, því þeir hafa haft mikið fyrir hlutunum og oft lesið miklu meira en félagar þeirra en fá samt ekki eins hátt í prófum. Það dregur mjög úr sjálfs- traustinu.“ Aðalheiður segir að mikil vakning sé að verða á málefnum nemenda með dyslexíu. Til dæmis hafi lang- flestir framhaldsskólamir staðið mjög vel að því að finna þessa nem- endur í upphafí skólagöngunnar. „Hins vegar er ekki nóg að greina heldur þarf að gera eitthvað meira. Áhugann hefur ekki vantað innan framhaldsskólanna en oft hefur skort úrræði og þá einkum ódýr úr- ræði, því persónuleg þjónusta er dýr. Þegar nemandi hefur verið greindur með dyslexíu fylgir gjarn- an ráðgjöf en skólarnir eru sjaldn- ast í stakk búnir að fylgja henni eft- ir.“ Að sögn Aðalheiðar er ekki vitað til að sambærileg nálgun hafi verið notuð áður við nemendur með dys- lexíu. Hún segir að námskeiðið sé frábrugðið öðrum af sama tagi að því leyti, að um hópverkefni sé að ræða en ekki sérkennslu í orðsins fyllstu merkingu. I öðru lagi sé byggt ofan á þann grunn sem nem- endur hafa. Hún leggur áherslu á, að mikil- vægt sé að hjálpa nemendum til að þróa sínar eigin aðferðir og helst að byggja ofan á fyrri reynslu, enda séu engar aðferðir réttar eða rang- ar í þessu tilliti. í þriðja lagi er námið hugsað sem eininganám á sama hátt og áfangi í íslensku eða stærðfræði, svo dæmi séu tekin. „Einnig er mjög mikil- vægt að byggja upp eða styrkja við- horfið til skólans og þess að læra. Það eru til margar leiðir að sama markinu og það er ekki endilega sú sem við lærðum fyrst. Mikilvægast af öllu er þó að koma því til skila, að nemendurnir eru ekki verri en aðrir þótt þeir þurfi að nota aðrar aðferð- ir. Kosturinn við að setja þetta upp sem valáfanga er sá, að þessir nem- endur fara í sinn tíma alveg eins og þeir sem eru að fara til dæmis í tjáningu eða leikfimi." Lærdómsrík undirbúningsvinna Það var fyrir þremur árum sem Aðalheiður var beðin að koma að verkefninu og setja upp námskeið út frá félagslegu sjónarhorni. Að sama skapi var Cynthia frá Bret- landi fengin til að koma með kennslufræðilega þekkingu sína að verkefninu. Þær hittust síðan í London fyiár ári til að sameina þá vinnu, sem þær höfðu unnið hvor í sínu lagi árið á undan. „Við náðum mjög vel saman þessa fjóra daga sem við unnum að verkefninu. Það að sökkva sér svona ofan í eitt verk- efni er gífurlega skemmtilegt og ný og lærdómsrík reynsla,“ segir Aðal- heiður. „Við notuðum litakerfi við gerð námskeiðsins, sem er mjög góð að- ferð til að muna og skipuleggja. Verkefnið hengdum við upp um alla veggi, þannig að það blasti alltaf við okkur og auðvelt var að bæta við þegar nýjar hugmyndir kviknuðu. Við notuðum litina þannig, að allar hugmyndir um námsefni voru á blá- um spjöldum, hugsanlegir fyrirles- arar á rauðum spjöldum, öll um- ræðuefni voru græn og svo fram- vegis. Þessa aðferð notar Cynthia mikið í sérkennslu sinni með yngstu börnunum," segir Aðalheiður. Vegna þess hversu frábrugðið ís- lenska skólakerfið er því breska, bæði varðandi daglega lengd skóla- tíma og lengd skólaársins, ákváðu FJÖLBRAUTASKÓLINN við Armúla hefur sótt um styrk til Þróunarsjóðs framhaldsskóla með það fyrir augum, að tveir kennarar geti sótt námskeið til að geta hafið kennslu á námsefninu Stuðningur við ungmenni sem glíma við dys- lexíu. Sölvi Sveinsson skólameistari segir að mikill áhugi sé innan skól- ans til að prófa þessa aðferð strax næsta haust og þá fyrir 16 nem- endur af þeim 30-40, sem greindir hafa verið með dyslexíu innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að þær að búa einungis til ramma, þar sem sett er niður hvaða þættir eru teknir inn í námið og hvernig á að byrja. Síðan er það kennaranna að aðlaga tímann og námið eftir hent- ugleikum. Námið hentar í alla framhaldsskóla Aðalheiður tekur fram, að hægt sé að taka námsefnið upp hvort sem er í bekkjakerfi eða áfangakerfi. Það er byggt upp sem tveggja anna, en vel sé hægt að þjappa því saman miðað við þörf nemenda. „Hins veg- ar þyrfti skóli með bekkjakerfi að laga sig örlítið meira að námsefninu en áfangaskóli, því þá yrðu væntan- lega fleiri en dyslexíunemar í bekknum. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að mjög margir nemendur hefðu gott af því að þróa með sér vera það merkilegt viðfangsefni, að við fáum styrk til þess. Ef nám- skeiðið gefst vel er ég sannfærður um að allir skólar fá eitthvert fé til þess að taka þetta upp hjá sér,“ segir hann og bætir við, að um 7-8% nemenda séu með dyslexíu. Hann segir að eftir að nemend- ur hafi verið greindir, annað hvort hjá Lestrarmiðstöð KHÍ eða hjá sálíræðingum, sé fátt um úrræði hjá framhaldsskólunum eins og málum er nú háttað. „Nemendur koma fullir bjartsýni með þessa greiningu og vænta þess að eitt- betri námstækni og efla sjálfs- traustið," segir Aðalheiður, sem vann í mörg ár með unglingum í fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Þar sá hún hversu mikilvægt er að efla og byggja upp sjálfstraust ungling- anna. Hún segist hafa notfært sér ýmsa reynslu sem hún öðlaðist í Fjörgyn til uppbyggingar námskeiðsins eins og til dæmis formið. „Það hefur mikið að segja fyrir ungling að fá athygli sem einstaklingur í 10-12 manna hópi og að tekið sé mark á því sem hann hefur fram að færa. Einnig skiptir máli að hafa ein- hvern fullorðinn í hópnum sem hef- ur áhuga á því sem nemandinn seg- ir og gerir. Ekki síst ef það tengist námsaðferðum, sem nemandinn hefur komið sér upp, þó svo að hann þurfi aðstoð við að bæta hana. Það hvað sé gert fyrir þá. En skólamir hafa engar fjái-veitingar til þessa verkefnis. Allir skólar hafa þó reynt að hliðra eitthvað tíl. Þannig fá þessir nemendur lengri prófatíma, kenn- arar ljósrita glærur fyrir þá og jaíh- vel eru aðrir nemendur fengnir til að aðstoða þau í kennslustundum. Stundum eru þau látin taka próf í tölvustofum til þess að þau geti not- að leiðréttingarforrit eða þau fá að taka munnlegt próf í stað skriflegs. Það er því ýmislegt reynt til að koma tO móts við þessa nemendur." er líka styi’king. Þessi félagslega efling fer í rauninni í gegnum allt ferlið, hugsanlega án þess að nokk- ur hafi fundið fyrir því þegar upp er staðið að þetta var markmiðið. Lyk- ilatriði er að nemendur finni fyrir öryggi innan hópsins." Verkefni fyrir yngstu börnin Aðalheiður segir að nú þegar þessu verkefni sé lokið hafi hún hug á að þróa námsefni fyrir börn á fyrstu námsárum grunnskólans til að auðvelda þeim námið. Hún tekur fram að samkvæmt nýrri mennta- stefnu eigi að greina öll sjö ára börn og einu úrræðin sem nú sé boðið upp á fyrir dyslexíunemendur sé sérkennsla. Sjálf telur hún að hóp- kennsla sé af hinu góða. „Bara það að búa til hugarkort gagnast öll- um,“ segir hún og nær í eitt slíkt, sem hún útskýrir. „Svona kort getur hjálpað börn- um mjög til að muna. Til dæmis sá ég hugarkort sem fjögurra ára bam hafði gert um sumarfríið sitt. Það er ekki skrifandi en teiknaði það sem það sá á hverjum stað. I miðjunni var stór hringur sem táknaði sum- arfrí og út frá því gengu litlir angar, þar sem barnið teiknaði eitthvað sem því þótti athyglisvert á hverj- um stað. Með því að hafa þetta blað gat barnið nákvæmlega rakið hvert það hafði farið og hvað var merki- legast á hverjum stað. Það gat sagt frá ferðalaginu í réttri tímaröð. Þetta er fyrsta skrefið til að læra að búa til hugarkort, en þessa að- ferð má nota með góðum árangri í kennslu fyrir öll börn. Námstækni er eitthvað kennd í efstu bekkjum grunnskóla, en að mínu mati á að byrja á því strax við upphaf skóla- göngu. Atta og níu ára börn eiga að vera byrjuð að þróa með sér náms- tækni sem gagnast þeim lífið út með því að bæta sífellt ofan á,“ segir Að- alheiður. „Með því að byggja nemendur strax upp sem eiga við lestrarörð- ugleika að stríða, ætti dyslexían ekki að verða stórt vandamál þegar þeir eru komnir á unglingsár. Þá kunna þeir aðferðir til að læra og að lifa með dyslexíunni. Með þessu er hugsanlega hægt að að forða þeim frá þeim pyttum að telja sig heimsk eða vera annars flokks nemendur. Þetta er eitthvað sem skólinn þarf að takast á við, því foreldrar eru misvel undirbúnir til þess.“ Sjálf fékk Aðalheiður ekki gi-ein- ingu á lesblindu sinni fyrr en hún var á síðasta ári í háskóla, en þá ákvað hún að eigin frumkvæði að fara í greiningu. Aðspurð segist hún sjálfsagt hafa gengið í gegnum það á einhverju skeiði að telja sjálfan sig heimskari en aðra. „Samt aldrei þannig að ég gæti ekki hlutina, enda fékk ég mikinn stuðning heiman frá. Ég var alin upp við það að gefast aldrei upp. Það er ekkert sem heitir að tapa.“ Áhugi innan FÁ að prófa námsefnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.