Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.04.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 61 ÞJONUSTA/FRETTIR Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála Framkvæmdir stöðvaðar á ný við Laugaveg 53b verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17._________________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miiyagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is.____________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð- ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam- komulagi, S. 567-9009.________________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt cr að panta á öðrum tímum f sfma 422-7253.________________________ MÍNJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aöalstræti 68 er lokaí i vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahóp- ar og bekkjardeildir skóla haft samband við safnvörð í síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali._____________________________________ MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tíma eftir samkomulagi.__________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16.___________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis opið samkvæmt samkomulagi.__________________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, llafnar- firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555- 4321._______________________________________ SAFN~ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16. _________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og cftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, bréfs. 565-4251.____________________________ SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl. 13-17. S. 581-4677._________________________ SJÖMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar sk\'. samkl. Uppl.ts: 483-1165, 483-1443.________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: Handritasýning opin þriöjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14. mat. ___________________________________ STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Stmi 431-5566.________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, _ Garðinum: Opið um helgar frá kl. 13-16._____ ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudaeakl. 11-17.__________________________ AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga tll Bstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-16._____________ USTASAFNIÐ Á AKUREYRI: OplS alla daga frá kl. 14— 18. lokað mánndaga._____________________ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokaí I vclur nema eftir samkomulagi. Stmi 462-2983.____ NORSKA HÚSIÐ ( STYKKISHÓLMI: Opid daglcga I sum- arfrákl. 11-17._____________________________ ORÐ DAGSINS ReyKiavak slml 551-0000._ _______________ Ákureyri s. 462-1840. SUNDSTAÐIR SUNDSTAÐIR I REYKJAVÍK: Sundliöllin cr opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19. Brciðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. _þri., mið. og fóstud. kl. 17-21._____________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-föst. 7-21. Laugd. og sud. 8-18. Sölu hætt hálfttma fyrir lokun.__ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. __og sud. 8-17. Sölu hætt háltttma fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.- _ föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. 6.30- 7.45 og kl 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Simi 426-7555. SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, helgar 11-18._______________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl. _ ^~21- Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.___ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30- _ 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAÍJGTkUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud, kl, 8-18. Stmi 461-2532._________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-fóst. 7- - 2Q-80- Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______ JAÐARSBAKKAIAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- —21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.________ BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21. ÚTIVISTARSVÆDI FJOLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla Jaga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á _ 8ama ttma. Síml 6757-800.___________________ SORPÁ_________________________________________ SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-10.30 en lokaöar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv- arhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520-2205. Farið á milli ferða- miðstöðva hafnagönguhópurinn stendur fyrir gönguferðum og öku- ferðum á milli helstu miðstöðva landsins fyrir ferðir um láð og lög °g flugleiðis í kvöld, síðasta vetrar- dag. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20. Gengið upp Grófina og með Tjörninni og um Hljómskáiagarðinn suður í Umferð- armiðstöð. Þaðan með rútu með Sundum inn í Sundahöfn. Þar geng- ið um Sundabakka og upp Klepps- skaft og útsýnisins notið þar. Síðan með rútu inn í Elliðavog og með Fossvogsdalnum vestur að af- greiðslum flugfélaganna á Reykja- yíkurflugvelli og gengið yfir Skild- inganesmela niður að Hafnarhúsi. Allir eru velkomnir. ÚRSKURÐARNEFND skipulags- og byggingarmála hefur fallist á kröfu um að framkvæmdir sem hafnar eru við Laugaveg 53b í Reykjavík verði stöðvaðar meðan beðið er úrskurðar nefndarinnar. Lagt er fyrir borgarstjórn að hlut- ast til um að úrskurðinum verði framfylgt. Er þetta í annað sinn sem úrskurðarnefndin stöðvar framkvæmdirnar en nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að máls- ástæður séu ekki í öllum atriðum hinar sömu og við fyrri úrskurð auk þess sem hönnun hafi nokkuð verið breytt. Þá varði miklu að aðrar rétt- arheimildir eigi í veigamiklum atrið- um við nú, þar sem skipulagsreglu- gerð frá 1998 og byggingarreglu- gerð frá sama ári eigi við í málinu en eldri reglugerðir um sama efni áttu við í fyrra kærumáli. Sjö eigendur húsnæðis á Lauga- vegi 53a, Laugavegi 55 og Hvei'fis- götu 70 kæra að þessu sinni ákvörð- un byggingamefndar um að veita leyfi til byggingar verslunar-, þjón- ustu- og íbúðarhúss á Laugavegi 53b. Kærendur krefjast þess að framkvæmdir verði stöðvaðar strax og byggingai’leyfi hafi verið veitt. Byggingarleyfið samræmdist ekki aðalskipulagi I úrskurði nefndarinnar er fjallað um málavexti og þar segir að nefnd- in hafi áður komist að þeirri niður- stöðu að byggingarleyfið, sem sam- þykkt hafi verið, samræmdist ekki skilmála um um gildandi aðalskipu- lag um nýtingarhlutfall og að bygg- ingarleyfið hafi verið fellt úr gildi með úrskurði nefndarinnar í nóv- ember árið 1998. Eftir að sú niður- staða hafi legið fyrir hafi teikning- HÉR á landi eru nú staddir 21 nemandi úr menntaskólanum Externat des Enfants Natais í Nantes í Vestur-Frakklandi ásamt þremur kennurum sínum. Þeir eru að endurgjalda heimsókn jafn- margra nemenda úr fimmta bekk Menntaskólans í Reykjavík sem fóru til Frakklands 24. mars sl. og höfðu frönsku vinina sína með sér heim hálfum mánuði síðar. Gist er heima hjá þátttakendum í hvoru landi. Frumkvæði að skiptunum átti einn 4. bekkurinn í fyrra og hafði kennari hans samband við Frangois Scheefer sem kom þeiin í samband við franska skólann. Frangois sem nú starfar hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn átti veg og vanda af skipulagi ferðanna í sam- vinnu við kennarana, segir í frétta- tilkynningu frá MR. „Hóparnir liafa síðan í haust skrifast á og skipt sér í hópa til að vinna að sameiginlegum verkefn- um í tengslum við grunnþemað: Skáldskapur/veruleiki, vísindi/æv- intýri og með hliðsjón af stöðum sem þeim gafst kostur á að heim- um verið breytt með það að mark- miði að draga úr nýtingu hússins. Nýjar tillögur hafi verið kynntar nágrönnunum og athugasemdir hafi borist frá kærendum. Að fenginni umsögn skipulags- og umferðar- nefndar, auk nýrra gagna, hafi byggingarnefnd Reykjavíkur heim- ilað bygginguna. Krafan lítt rökstudd Lögmanni byggingarleyfishafa svo og bygginarnefnd Reykjavíkur var gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en bygg- ingarnefnd taldi ekki ástæðu til að skila sérstakri gi’einargerð. Lög- maður byggingarleyfishafa telur í sínum rökstuðningi að krafa um stöðvun framkvæmda sé lítt rök- studd og að ekki sé reynt að skýra í hverju meintir hagsmunir kærenda séu fólgnir og þvi útilokað að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Því beri að hafna kröfunni. Fram kemur að uppsteypa bílakjallara hússins skaði ekki hagsmuni kærenda enda hafi þeir ekkert haft við hann að athuga. Einnig kemur fram að enginn ági-einingur sé um fyrstu hæð húss- ins en ágreiningur sé um hæðir þar fyrir ofan. Bent er á að ljóst sé að framkvæmdir við þær verði fráleitt hafnar áður en efnislegur úrskurð- ur liggi fyrir. Kærendur ábyrgir fyrir tjóni Jafnframt segir að úrskurðar- nefnd hafi áður fjallað um fram- kvæmdina og því séu efnisatriðin kunn og einungis þurfi að huga að því sem nýtt sé í málinu þ.e. þeim breytingum sem gerðar hafa verið en þar hafi verið tekið mið af þeim sækja. Verkefnin eru hugsuð til þess að draga fram tengsl land- anna. Fyrsti hópurinn fjallai um Pierre Loti og sögu hans, Á ís- landsmiðum. Islendingarnir heim- sóttu slóðir bretónsku sjómann- anna sem sóttu á miðin við ísland og skoðuðu íslandsveiðisafn í Ploubazianec. Annar hópur gerir grein fyrir Jules Verne og sögu hans, Leyndardómum Snæfellsjök- uls, en Jules Verne er fæddur og uppalinn á Nantes þar sem safn hans var skoðað. Þriðji hópurinn tekur til uppfjöllunar leiðangurs- stjórann Carcot og heimskauta- rannsóknir hans um borð í Po- urquoi pas? sem fórst í Straums- firði úti af Mýrum árið 1936. ís- lendingarnir heimsótt u heimahöfn skipsins, Saint-Malo. Hér heima er farið á staði sem tengjast þessum verkefnum. Fjórði hópurinn tekur að sér að útbúa fransk-ensk-ís- lenskan orðalista um jarðfræði Is- lands sem er í þungamiðju við- fangsefiia Frakkanna og sá fimmti er ábyrgur fyrir samskiptum um Internetið," segir ennfremur. sjónarmiðum sem fram komu í fyrri úrskurði. Bent er á að verktaki hafi verið fenginn að verkinu og að hon- um verði að greiða bætur komi til tafa. Þá muni seinka tekjum af sölu eða leigu af húsinu sem geti numið tugum milljóna og muni verða gerð krafa á hendur kærenda enda sé ljóst að þeir beri ábyrgð á slíku tjóni. Loks er því haldið fram að þar sem ekki sé áskilið að kærandi setji tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni beri að synja stöðvun framkvæmda nema augljósir hagsmunir liggi til þess að það verði gert. Að öðrum kosti verði sá sem krefst stöðvunar framkvæmda að óska lögbanns. Ekki sama mál I niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að framkvæmdir við Lauga- veg 53b hafi hafist á grundvelli byggingarleyfis sem fellt var úr gildi með úrskurði nefndarinnar í nóvember 1998. Framkvæmdir hafi legið niðri frá þeim tíma en væru að hefjast að nýju. Byggingarleyfishaf- inn áformi að hefja uppsteypu bíla- kjallara innan fárra daga og að upp- steypu hans og gólfplötu 1. hæðar verði lokið í byrjun næsta mánaðar. „Samkvæmt þessum upplýsingum er ljóst að innan skamms tíma verð- ur lokið byggingu varanlegs og verulegs mannvirkis á lóðinni. Enda þótt mál vegna byggingar húss á lóðinni nr. 53b við Laugaveg hafi áður komið til úrlausnar úrskurðar- nefndar er hér alls ekki um sama mál að ræða. Nú standa að málinu eigendur eignarhluta í húsinu nr. 55 við Laugaveg, sem ekki áttu aðild að fyrr-a máli. Þá eru málsástæður ekki í öllum atriðum hinar sömu, auk þess sem hönnun byggingarinn- Hollvina- samtök MK stofnuð HOLLVINASAMTÖK Mennta- skólans í Kópavogi verður stofnað miðvikudaginn 21. apríl. Móttaka gamalla MK-inga hefst kl. 20.30 í Menntaskólanum í Kópavogi með fjölbreyttum skemmtiatriðum. Að loknum stuttum stofnfundi Holl- vinafélagsins MK verður opið hús og gefst stofnfélögum þá tækifæri til að hitta aðstandendur skólans og gamla skólafélaga og skoða húsakynni skólans. Markmið samtakanna er að efla hag Menntaskólans í Kópavogi og auka tengsl hans við fyrrverandi nemendur og aðra velunnara. Sam- tökin enj opin öllum þeim sem áhuga hafa á starfsemi þeirra. Eftirtöldum aðilum er boðið að hafa sérstaka aðild að félaginu: Skólastjórn MK, núverandi og fyiTverandi kennurum MK, Nem- endafélagi MK, foreldi-um nem- enda MK, fagfélögum sem tengjast sérnámi sem stundað er í MK, fé- lagi fyn-verandi formanna Nem- endafélags MK og bæjaryfirvöld- um í Kópavogi. --------------- Aðalfundur líffræðinga AÐALFUNDUR Líffræðifélags Islands verður haldinn miðviku- daginn 21. apríl á Grensásvegi 12, stofu G6, kl. 20. Dagskrá aðalfundar verður sam- kvæmt lögum félagsins. ar er nokkuð breytt,“ segir í úr- skurði nefndarinnar. Aðrar reglugerðir Jafnframt segir að miklu varði að aðrar réttarheimildir eigi í veiga- miklum atriðum við nú þar sem skipulagsreglugerð frá 1998 og byggingarreglugerð frá 1998 eigi við í máli þessu en eldri reglugerð um sama efni hafi átt við í fyrra kærumáli. Þær nýju aðstæður sem eru tilkomnar leiði til þess að leysa þurfi úr allmörgum álitaefnum, sem ekki hafi áður komið til úrlausnar hjá úrskurðarnefnd. Fram kemur að á meðan ekki hafi verið leyst úr álitaefnum þyki vera það mikill vafi um efnislega niðurstöðu að óvarlegt sé að heimila þær framkvæmdir sem framundan séu á meðan málið sé til meðferðar hjá nefndinni. Ekki er fallist á þá skoðun að ákvæði laga frá 1997 verði ekki beitt nema ótvíræðir augljósir hags- munir liggi til þess að það verði gert og að kærendur verði að öðrum kosti að fá lögbann lagt við fyrir- huguðum framkvæmdum. Engin slík skilyrði séu í ákvæðinu og verði það ekki skilið öðruvísi en svo að það sé í valdi úrskurðarnefndar að meta í hverju tilviki hvort ákvæðinu skuli beitt og réttaráhrifum kærðr- ar ákvörðunar þannig frestað. Það er því niðurstaða úrskurðar- nefndarinnar að fallast beri á kröfur kærenda um að framkvæmdir við byggingu húss á Laugavegi 53b í Reykjavík skuli stöðvaðar meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. Urskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hefur allt að þriggja mánaða frest til að kveða upp úr- skurð sinn. Rabbfundir Málfundafé- lagsins Oðins NÆSTU tvo laugardaga mun Málfundafélagið Óðinn standa fvrir^ opnum rabbfundum með frambjóð- endum í Kosningamiðstöð Sjálf- stæðisflokksins, Skipholti 19. Laugardaginn 24. apríl verður Sólveig Pétm-sdóttir gestur fundar- ins og þann 1. maí verður Guð- mundur Hallvarðsson gestur. Boðið verður upp á kaffi og kökur. Fund- irnir hefjast kl. 10. Merkjasala Ingólfs ÁRLEG merkjasala Björgun- arsveitarinnar Ingólfs í Reykjavík fer fram dagana ' 21.-25. apríl. Þá munu sölu- böm ganga í hús og bjóða merki björgunarsveitarinnar til sölu. Merkin munu kosta 200 krónur líkt og áður. Björgunarsveitin Ingólfur er ein stærsta björgunarsveit Slysavarnafélagsins. Er hún eina björgunarsveitin í Reykja- vík sem sinnir björgun á sjó og landi. Björgunarsveitin sinnti um 25 útköllum á síðasta ári. Rekstur stórrar og öflugrar björgunarsveitar er umfangs- mikill og eykst á hverju ári í samræmi við kröfur almenn- ings. Það er von félaga í Ingólfi að Reykvíkingar taki vel á móti sölubörnum og styi’ki björgun- arsveitina til áframhaldandi starfs, segir í fréttatilkynn- ingu. .. Morgunblaðið/Ásdís FRONSKU menntaskólakrakkamir heimsóttu m.a. Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands. Franskir menntskælingar sækja Island heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.