Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 62

Morgunblaðið - 21.04.1999, Side 62
62 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ^J-nrv vakir hanrv fmm e,Hiryfirþess arC toU/u iinru, f ■lA.faAW'lZV. / jýum/nyinrv- 7fosw \Á efursí/o mjJ&J,—f n^-7 cwqenz... j o. f.. hann, veriuraji drepa dreJotnriA endurheimfa. oUcx. guUhringúnek íjargcA prínsessunru. á&ur en, / Ferdinand Smáfólk Gott kvöld herra... mig langar að sýna þér nýja matseðil- inn okkar... Á gamla seðlinum okkar stóð ailtaf: „Hundamatur". Á þeim nýja stendur: „Seppafæöi". Hve hátt er hægt að komast? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329 Um áætlað samþykki og nauðganir Frá Jóni Guðmundssyni: OFT má heyra þá viðbáru er kyn- ferðisofbeldi ber á góma að gerand- inn hafi talið þolandann samþykkan því að gangast undir gjörninginn. Nú hefur ■ það gerst nýverið að hæstvirt löggjafarsamkoma þessar- ar þjóðar hefur samþykkt lög varð- andi miðstýrðan upplýsingabanka um þá einstaklinga er þjóðin sam- anstendur af. Innlagnir í þennan upplýsingbanka munu grundvallast á áætluðu samþykki einstakling- anna, núlifandi, ófæddra, nýlátinna og löngu látinna. Hvernig það mátti gerast að lög- gjafinn samþykkti slík lög, mun verða verðugt rannsóknarefni fyrir framtíðina. Þar brugðust öll kross- tré er brugðist gátu. Ástsæll fyrr- um forseti lýðveldisins varpaði óaf- máanlegum skugga á annars glæst- an feril sinn með setu í stjórn einka- sérleyfisfyrirtækisins á meðgöngu- tíma gagnagrunnsfrumvarpsins. Núverandi hæstvirtur forseti lýð- veldisins staðfesti lögin og sýndi með því að hæstvirtur forseti hefur annaðhvort gleymt eða ekki íhugað ástæðu þess að þjóðin kaus einmitt hann til starfans. í þessu tilviki var veigamikil ástæða til að beita 26. grein stjórnarski-ár lýðveldisins. Það tækifæri fær hæstvirtur forseti vonandi ekki aftur. Nýskipaður „landlæknir fólksins" sér fjármögnunina sem það nýstár- legasta við málið, ,,eins og það kem- ur upp núna“. Otilteknum fjölda einstaklinga hefur verið ráðlagt að sýna biðlund með að skrá sig úr upplýsingabankanum. Vísað hefur verið til væntanlegs kynningarbæk- lings landlæknisembættisins um gagnagrunninn. Landlæknir hefur fyrirfram upplýst að þótt ýmsum spurningum verði svarað verði mörgum spumingum látið ósvarað. Athyglisvert verður að sjá hvaða spurningar verða látnar liggja í þagnargildi í kynningarbæklingnum langþráða. Nú mætti ætla að ljóminn af þrjátíu silfurskildingum hafi feykt á brott öllu viðnámi í þessu samfé- lagi. Einn öryggisventill á þó eftir að blása, Hæstiréttur íslands. Að undanförnu hefur hæstiréttur lýð- veldisins styrkt stöðu sína gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldinu. Það eru því allar líkur á að réttur- inn muni taka á málshöfðunum vegna gagnagrunnsins, á forsend- um gildandi innlendra og alþjóð- legi-a laga um persónuréttindi ein- staklingsins. Nauðvörn allra þeirra, er láta sig málið varða, mun felast í því að stefna öllum þeim heilbrigð- isstarfsmönnum er rjúfa trúnaðar- samband læknis og sjúklings. Sömuleiðis mun þeim stefnt er þátt taka í gjörningnum við skráningu og úrvinnslu upplýsinganna. Hæst- virta löggjafarsamkomuna undir aðflugsbraut Reykjavfkurflugvallar og hæstvirtan handhafa fram- kvæmdavaldsins, ríkisstjórnina, mun enginn reyna að kalla til ábyrgðar. Nokkuð er um liðið síðan þjóðin sá ástæðu til að gera stór- kostlegar siðferðiskröfur til þeirra stofnana. Haldreipið er hæstiréttur íslenska lýðveldisins. Takist þeirri stofnun ekki að vernda einstakling- ana gegn sívaxandi oki ríkisvalds- ins er hætt við að þeim landsmönn- um fjölgi er greiða atkvæði með fótunum og kjósa sér búsetu í ann- ars konar samfélögum, fjarri gamla Fróni. JÓN GUÐMUNDSSON, Granaskjóli 11, Reykjavík. Tíminn er iðinn Frá Auðuni Braga Sveinssyni: FYRIR framan mig hef ég Út- varpstíðindi frá árinu 1952. Það ár gaf Jón skáld úr Vör ritið út, en hætti útkomu þess að því ári liðnu. Aður hafði hann verið ritstjóri þessa blaðs á árunum 1941-45, ásamt Gunnari M. Magnúss rithöf- undi. Útvarpstíðindi voru merkt rit og skemmtilegt í höndum þeirra, svo og fleiri er því ritstýrðu. Eg var áskrifandi þess frá upphafi og þar til það hætti að koma út, í árslok 1949. Alls komu 10 hefti af Útvarpstíð- indum út undir ritstjórn Jóns úr Vör, á árinu 1952. Þau voru aðeins í minna broti en ritið hafði verið áð- ur, en lesmál var það drjúgt, að ekki varð merkt að það væri minna en fyrr. I öðru heftinu er skýrsla úthlut- unarnefndar listamannalauna, en í henni áttu þá sæti: Þorsteinn Þor- steinsson, sýslumaður, formaður, Þorkell Jóhannesson, prófessor, rit- ari, Sigurður Guðmundsson, rit- stjóri, og Helgi Sæmundsson, blaða- maður. Er hann nú einn á lífi þess- ara manna, enda ungur að árum, er hann sat í þessari ágætu nefnd, sem ákvarðaði laun til listamanna. Rithöfundum var skipað í sex flokka, með 15.000, 9.000, 8.000, 5.400, 3.600 og 3.000 krónur. Alls fengu 49 rithöfundar listamanna- laun. Af þeim eru nú einungis þrír á lífi: Elías Mar, Guðmundur Ingi Ki-istjánsson og Jón úr Vör. Myndlistarmönnum var skipað í fimm flokka, með sama launabili og rithöfundunum, þó ekki í 8.000 kr. flokknum. Alls fékk 31 úthlutun. Af þeim eru einungis fjórir á lífi nú: Hörður Agústsson, Pétur Friðrik Sigurðsson, Veturliði Gunnarsson og Örlygur Sigurðsson. Næst eru það tónlistarmennirnir. Þar fengu laun alls 11, í þremur neðstu flokkunum. Af þeim eru nú, eftir tæpa hálfa öld, á lífi þrír: Árni Kristjánsson, Guðmundur Jónsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Alls hlutu 10 leikarar listamanna- laun árið 1952, í tveimur neðstu flokkunum. Af þeim eru enn á lífi, þegar þetta er ritað: Eyþór Stefáns- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Klemens Jónsson. AIls hlaut 101 listamaður laun á því herrans ári 1952. Þrettán eru eftir. Það iðinn er tíminn að kvista okkur mennina niður. Með þökk fyrir birtinguna. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.