Morgunblaðið - 11.05.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Bændaskólinn gerður að landbúnaðarháskóla 1. júlí nk.
Búfræðingar útskrif-
aðir í síðasta skipti
Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir
ÚTSKRIFTARHÓPUR Bændaskólans á Hvanneyri.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
Barist gegn ofbeldi
Reykholti - Á föstudag voru síðustu
skólaslit bændadeildar Bændaskól-
ans á Hvanneyri og búfræðingar út-
skrifaðir í síðasta skipti. Er þar með
iokið starfsemi Bændaskólans sem
þar hefur verið starfræktur frá því
vorið 1889. Samkvæmt nýjum lög-
um, sem samþykkt voru á Alþingi í
mars sl. verður þessi gamalgróna
stofnun gerð að landbúnaðarhá-
skóla hinn 1. júlí nk.
Fyrsti vísir að háskólanámi á
Hvanneyri hófst fyrir um 50 árum
en nafnbreytingin núna er staðfest-
ing á langvarandi vinnu við að færa
skólann meira og meira yfír á há-
skólastig. I þessum nýju lögum fær
búnaðarfræðsla, í takt við breytta
tíma, mun víðtækari skilgreiningu
en áður.
Brautskráðir voru 18 búfræðing-
ar og 4 nemendur af 5. önn, sem er
viðbótamám. Magnús B. Jónsson,
skólastjóri skólans, færði nemend-
um lerkiplöntur að skilnaði og bað
hina nýútskrifuðu búfræðinga að
gæta vel þess lífs sem þeim væri
falið að varðveita. Hann sagði í
ávarpi til nemenda að með þessu
námi væru þeir að „leggja landbún-
aðinum lið inn í nýja öld“ þar sem
þeirra bíði sérstaklega mikilvægt og
göfugt verkefni. Því að „aðeins með
öflugri matvælaframleiðslu sem
sinnir grunnþörfum mannsins er
unnt fyrir hvert samfélag að halda
sjálfstæði sínu.“
Aukinn áhugi er á
búvisindanámi
Fram kom að 91 nemandi hefði
innritast til náms á þessu ári, þar
af 19 í fjarnámi búfræðideildar,
sem hófst um áramótin. Talsverð
breyting er í aðsókn frá fyrri árum
og hefur áhugi fyrir bændadeildum
skólans minnkað. Aðsókn hefur
hins vegar verið mjög góð að búvís-
indanáminu og einnig hafa við-
brögð verið mikil við kynningu á
fjarnámi. Sagði Magnús að þetta
yrði skoðað sérstaklega við upp-
byggingu skv. nýrri löggjöf um
búnaðarfræðslu.
Viðurkenningu fyrir besta vitnis-
burð á búfræðiprófí hlaut Sigríður
K. Sverrisdóttir og hlaut hún
einnig flestar aðrar viðurkenningar
sem veittar voru. Viðurkenningu
fyrir besta árangur á 5. önn hlaut
Þórður Úlfarsson.
Ólafsvík - Sérstakt átak á vegum
Rauða kross íslands í samvinnu
við flest af landsfélögum Rauða
krossins á Norðurlöndunum
gegn ofbeldi var kynnt víða um
Iand við kjörstaði á alþjóðadegi
Rauða krossins, 8. maí.
Fulltrúar Rauða kross deildar
Snæfellsbæjar, þær Alda Vil-
bjálmsdóttir, Anna Nilsdóttir,
Asdís Kristjánsdóttir og Þor-
björg Alexandersdóttir voru
mættar við kjördeildina í Ólafs-
vík á kosningadaginn og buðu
kjósendum og öðrum að rita
nöfn sín og þrykkja handarför
sín á léreftsdúk. Margir þáðu
þetta boð og fengu fræðsluefni
um ofbeldi, en verkefni þetta
stendur í eitt ár og er ætlað,
eins og fleiri verkefnum Rauða
krossins að vera forvarnarverk-
efni.
Kjósendur voru áhugasamir
og leið ekki á löngu þar til búið
var að fylla léreftsdúkinn með
handþrykki þeirra. Sjúkrabif-
reið Rauða kross deildar Snæ-
fellsbæjar var á svæðinu til að
undirstrika mikilvægi átaksins
og til að minna á starf hreyfing-
arinnar.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
UNGLINGARNIR í 8. og 9. bekk í grunnskólanum á Þórshöfn í nýju
peysunum „Betra líf án tóbaks“.
Betra líf án tóbaks
ÞÁTTTAKENDUR og leiðbeinendur á kynbótadómaranámskeiðinu, talið frá vinstri: Ágúst Sigurðsson, Vík-
ingur Gunnarsson, Hallgrímur Sveinsson, William Flugge, Barbara Frische, Stefan Langvad, Annette Braun,
EIs Dutilh, Arnold Faber, Britt Helene Lindheim, Johannes Hoyos, Guðrún Lára Pálmadóttir, Jens Otto Veje
og Rebecka Nystrom.
Þórshöfn - í grunnskólanum á
Þórshöfn voru krakkarnir í 8.
og 9. bekk að taka á móti
merktum peysum með áletrun-
inni „Betra líf án tóbaks“ þegar
fréttaritari kom í heimsókn.
Enginn í þessum bekkjum reyk-
ir og eru peysurnar viðurkenn-
ingarvottur til þeirra með von
um að þau haldi áfram á sömu
braut.
Að frumkvæði starfsfólks
heilsugæslustöðvarinnar var
ákveðið að kaupa umræddar
peysur af Krabbameinsfélaginu
handa þessum reyklausu ung-
Iingum og er gefandinn Hrað-
frystistöð Þórshafnar hf. St-
arfsfólk Heilsugæslustöðvarinn-
ar á Þórshöfn hefúr heimsótt
eldri bekki skólans með
fræðslupunkta og áróður gegn
tóbaksnotkun og er markmiðið
að halda unglingunum
reyklausum út grunnskólann.
Takist það eru meiri líkur á að
þau haldist reyklaus alla ævi.
Árnes-
hreppsbúar
komnir í
vegasam-
band
Árneshreppi - Vegurinn norður í
Árneshrepp hefur opnast eftir gíf-
urlegan mokstur með tveimur
stórum jarðýtum. Byrjað var að
moka frá Gjögri og inn með Reykj-
arfirðinum og var þar mjög mikill.
Var svo byrjað frá Bjarnarfirði
með annarri ýtu þar til þær mætt-
ust.
Aurbleyta er mikil og verður
vegurinn meira og minna ófær
næstu daga og aðeins fær jeppum.
Vegurinn opnaðist mánuði seinna
en í fyrra.
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Kynbótadóm-
aranámskeið
á Hólum
ALÞJÓÐLEGT námskeið fyrir kyn-
bótadómara hrossa var haldið á Hól-
um nýlega.
Námskeiðið var haldið á vegum
FEIF (alþjóðasamtaka um íslenska
hestinn), en Hólaskóli og Bænda-
samtök Islands sáu um framkvæmd-
ina. Þátttakendur voru frá 8 þjóð-
löndum en kennarar voru þeir Vík-
ingur Gunnarsson, Hólaskóla, og
Ágúst Sigurðsson, landsráðunautur í
hrossarækt, og Jón Vilmundarson,
ráðunautur, var prófdómari.
Námskeiðinu lauk með marg-
þættu prófi sem gefur þátttakendum
réttindi til tveggja ára til að dæma
kynbótahross á alþjóðasýningum
fyrir íslenska hesta. Tólf þátttakend-
ur voru á námskeiðinu, en tíu af
þeim þreyttu prófíð og stóðust 7
prófkröfur, sem þykir vel viðunandi
hlutfall.