Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Náttúran innra sem ytra JYIYNDUST Lislasatn íslainls MÁLARA- og HÖGGMYNDALIST Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-18. Aðgangur kr. 300. Ókeypis á miðvikudögum. STYRKUR íslendingsins og veikleiki felst í nánum tenglum hans við náttúruna. Óvíða eru áhrif náttúrunnar á evrópska menningu eins afgerandi og einmitt hjá okk- ur. Þau lama okkur og smætta en fylla okkur um leið ómældu stolti. Við teljum okkur góða að hafa kom- ist af í jafnóblíðu umhverfi í allar þær aldir sem liðnar eru frá því við settumst hér að, en um leið viður- kennum við fullkominn vanmátt okkar gagnvart landinu. Þegar við tökum móti erlendum gestum ger- um við eins mikið úr náttúru þess og sérstæðri fegurð en höldum sjálfum okkur til hlés sem lítils- verðum og uppburðarlitlum ábú- endum forkunnarfagurrar para- dísareyjar. Landið er allt, en við ekkert, líkt og læðist aftan að okkur sem ónota- legur grunur þegar við hlýðum á lofsönginn sem við tókum okkur íyrir þjóðsöng eftir að við fengum stjómarskrána. Við reynum að vísu að bera okkur vel; tíunda bók- menntir okkar og ást á bókmennt- um - ekki hvað síst fombókmennt- unum - en allt slíkt vill fara fyrir ofan garð og neðan hjá gestum okk- ar vegna þess að bókmenntir okkar em ekki skrifaðar á útbreiddri tungu og glæsileiki þeirra og gullöld tilheyra löngu liðnum tíma. „Gott og vel með þennan Gunnar ykkar á Hlíðarenda," segja gestir okkar, „en hingað eram við komnir til að kynnast ykkur og ykkar menningu; ekki einhverri þúsund ára gamalli lygasögu um misvitra óhappakappa." En við eram ekki vanir samræð- um, hvað þá að tjá okkur hispurs- laust við aðra menn. Sýningin „Náttúrahrif ‘ sýnir betur en marg- ISLANDSLAG, frá 1944, eftir Svavar Guðna- son, er ein af fjölmörgum meistaraverkum á sýningunni „Náttúruhrif‘, í Listasafni fs- lands. ar ritgerðir að okkur líður best á eintali við náttúrana. Hamravegg- urinn og gljúfrabúinn er í senn A R Ð U R I B L A Ð A U K I N N , l, Auglýsendur! Laugardaginn fyrir hvítasunnu mun Morgunblaðið gefa út blaðauka sem heitir Garðurinn og verður gefinn út í miðformsstærð. Meðal efnis: • Skipulag garðsins • Sólpallar og verandir • Tré, runnar, blóm og matjurtir • Sáning, umhirða og klipping • Leiðir til að halda illgresi [ skefjum • Vinnuaðstaða garðáhuga- mannsins • Lýsing í garði • Sólstofur • Viðhald garðhúsgagna • Vistvæn garðyrkja • Hellulagnir • O.fl. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á augýsingadeild ísíma 569 1111. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 16 föstudaginn 14. maí. AUGLYSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbi.is grátmúr okkar og bergmál feg- urstu ástarjátninga. Það þarf ekki annað en bera saman sýningarnar í 3. og 4. sal Listasafnsins til að sjá hvað einræðan við náttúrana skipt- ir okkur miklu meira máli en sam- ræðan við meðbræður okkar. Tökum sem dæmi litlu og lát- lausu verkamannaþrykkin eftir Guðmund Armann eða Sigurð Þóri. Við hlið ástarjátninga Svavars Guðnasonar - af hverjum Islands- lag, frá 1944, er eflaust þekktasta dæmið - eða dramatískra fossa og pensilflóða Nínu Tryggvadóttur og Kristjáns Davíðssonar, hljóma fé- lagsraunsæisfrímerki félaganna beggja eins og blóðlaus svik við málstaðinn. Ljósmyndarar Mogg- ans era greinilega mun tilfinninga- ríkari í skotum sínum fyrir auka- blaðið 1. maí, en þeir eitt sinn yfir- lýstu rauðliðar vora á hátindi bar- áttulistar sinnar á öndverðum 8. áratugnum. Öll verkin á sýningunni sanna að í hjörtum okkar býr bóndi en ekki verkamaður. Það er líka eftirtekt- arvert hve yfirbragð flestra verk- anna er gegnheilt, jafnvel þeirra sem máluð era af hvað mestum fít- onskrafti. Ef náttúralýsingarnar á sýningunni í Listasafninu era born- ar saman við landslagsmyndir skyldra listamanna, svo sem norska málarans Edvards Munchs, verður ljóst hve tíminn í verkum íslenskra málara er miklu meiri og lengri að líða en tími flestra erlendra starfs- félaga þeirra. Svo augljóst er þetta að Asgerður Búadóttir sker sig í engu úr hópnum hvað yfirlegu varðar þótt að öðram kosti bjóði tækni hennar og efniviður upp á miklu lengra sköpunarferli en gengur og gerist meðal listmálara. Þegar öll kurl koma til grafar stendur sú spurning eftir og krefur okkur um miklu lengra svar en nemur einum svona pistli: „Eru náttúrahrifin utan við okkur eða búa þau hið innra með Islendingn- um?“ Eftir að hafa skoðað þetta ágæta upphengi hlýtur maður að hallast að því að ofurstærð íslenskrar nátt- úra hafi miklu meiri áhrif á menn- ingu okkar en ætlað verður í fljótu bragði. Ef til vill hitti bandaríski gagnrýnandinn Donald P. Kuspit naglann á höfuðið þegar hann taldi að í íslenskri náttúruabstraksjón - og var þá að fjalla um höggmyndir Jóhanns Eyfells, sem flestir hljóta að sakna þegar þeir gaumgæfa „Náttúrahrif1 - fælist djúpstæð vantrú okkar á menningu og varan- leik mannlegra athafna. Er það ekki einmitt þessi vantrú sem við grátum í einrúmi í fjallasalnum frjálsa? Dæmi nú hver fyrir sig með því að gera sér ferð í 4. sal Listasafns Islands. Halldór Björn Runólfsson r Ferðatöskubönd með nafninu þínu! &ögn \J*mú úla 17a - sími 588 1980 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.