Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________MENNTUN_________________________________________ Dyslexía III Hvenær verður þjónusta við lesblinda á íslandi orðin góð? Menntamálaráðuneytið hefur stofnað framkvæmdanefnd um lesskimun í kjölfar tillagna um úrbætur. Gunnar Hersveinn kynnti sér hver brýnustu verkefnin eru og spurðist fyrir um stöðlun og þróun á matstæki til hópskimunar sex ára barna. Hvað er gert fyrir lesblinda? Islenskt skimunartæki fyrir 6 ára börn kostar rannsóknir Þjónusta við framhaldsskólanemend- ur er breytileg eftir skólum AÐALNÁMSKRÁ grunn- skóla tekur gildi 1. júní næstkomandi og verður aðlögunartími hennar fyrir skóla og stjórnvöld tvö ár. í al- mennum hluta námskrárinnar undir kaflanum „Sömu markmið fyrir alla“ stendur eftirfarandi: „Athygli manna beinist í vaxandi mæli að nemendum með sérstæka námsörð- ugleika. Margir þessara nemenda eiga í erfiðleikum með að ná tökum á lestri. Til að koma til móts við þennan vanda og aðra námsörðug- leika er nauðsynlegt að meta sér- þarfír nemenda með öflugri skimun :og greiningu sem allra fyrst á skóla- göngunni. I ljósi slíkrar greiningar getur skólinn, í samvinnu við for- ráðamenn nemendans, brugðist við :á markvissan hátt. í aðalnámskrá gnmnskóla eru settar fram skýrar kröfur til skóla um greiningu á lestrarörðugleikum. Þessir nemend- ur eiga einnig rétt á því að tekið sé tillit til lestrarörðugleika þeirra við próf og annað námsmat.“ Sértæk lesröskun er annað heiti yfir dyslex- íu. Starfshópur menntamálaráðu- neytisins um nemendur með sér- tæka lestrar- og réttritunarerfíð- leika í grunnskólum og framhalds- skólum skilaði skýrslu í október 1997. Hópurinn vann greinargóða skýrslu sem heitir Sértæk lesrösk- un og í henni er bæði farið yfir hvað nú þegar er gert fyrir þessa nem- endur og hvað þurfí að gera á næst- unni. Vandinn er skilgreindur, úr- ræði skoðuð, tilhliðranir á prófum og margt fleira. Hvað er verið að gera í fram- haldsskólum? Á íyrri hluta ársins 1998 vann sérstök verkefnastjórn úr tillögum starfshópsins og kom með tillögur um framkvæmd á lesskimun í grunn- og framhaldsskólum. Meðal tillagna er að unnið verði að þróun og stöðlun á matstæki vegna hópskimunar við upphaf grunn- skóla. Ljóst er að því meira sem gert er til að finna nemendur með dyslexíueinkenni og veita þeim stuðning við hæfi, því minna verður vandamálið síðar í grunnskóla. Einnig er viðurkennt að vinna við að þróa og staðla skimunarpróf í lestri fyrir sex ára nemendur sem, sigtar út þar sem virðast vera í áhættuhópi, mun taka töluverðan tíma. Stöðlun prófa er tímafrek og krefst mikillar rannsóknarvinnu. Kanna þarf hvern prófþátt og skoða sérstaklega m.t.t. hversu vel hann spáir fyrir lestrarerfíðleika síðar á skólagöngunni. Núna fá nemendur með dyslexíu á framhaldsskólastigi mismunandi stuðning og þjónustu eftir skólum. Margir skólar senda nemendur til greiningar á Lestrarmiðstöð KHI og í framhaldi af greiningu þar fá nemendur ýmsa þjónustu innan skólanna, s.s. hljóðbækur frá Blindrabókasafni, rétt til að taka próf munnlega, ritaðstoð í prófum, leyfi til að nota leiðréttingarforrit við textagerð, lengii tíma í prófum o.s.frv. I einstaka skólum, t.d. Iðn- Morgunblaðið/Kristinn í framhaldsskólum skal sérstaklega komið til móts við nemendur sem eiga við lestrarörðugleika að stríða... og skulu framhaldsskólar leggja áherslu á að greina vanda nemenda með markvissum hætti. Úr lokadrögum að aðalnámskrá framhaldsskóla í íslcnsku Björn Bjarnason Sameinast þarf um sértækt matstæki HVERS mega foreldrar barna með sértæka lesröskun vænta á næstu árum í kjölfar vinnu í ráðuneytinu að úrbótum, munu t.a.m. kennarar búa yfir þekkingu til að greina vanda þeirra og er von á sértæku matstæki (skimun) til að leggja fyrir hópa sex ára skólabama? „Af hálfu ráðuneytisins hefur verið lögð mikil vinna í athugun á því, hvernig skólakerfíð bregðist best við í þágu nemenda með sértæka lesrösk- un,“ svarar Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra. „I nýju skólastefnunni er það markmið sett að öll sex ára böm eigi kost á lesskim- un. Komið hefur í ljós, að ekkert eitt úrræði veitir öll svör í þessu efni heldur sýnist þurfa að nálgast viðfangsefnið úr fleiri en einni átt. Þjálfa þarf leik- skólakennara og grunnskólakenn- ara til að þeir átti sig betur á ein- kennum sértækrar lesröskunar, í því efni er meðal annars unnt að styðjast við próf sem mælitæki. Huga þarf að þessum þáttum í kennaraháskólum og einnig með því að bjóða endurmenntun. Jafn- framt þarf að komast að niðurstöðu um heppilegasta mælitækið en af þeim hugmyndum, sem mér hafa verið kynntar, dreg ég þá ályktun, að sérfræðingar séu ekki á eitt sáttir um leiðir til að meta sértæka lesröskun. Er vandasamt fyrir ráðuneytið að gera upp á milli að- ferða, velja margar eða blanda sér í sérfræðilegar rökræður um að- ferðir af þessu tagi. Hlýtur ráðu- neytið að hvetja til þess, að menn komi sér saman um bestu og hag- kvæmustu leiðina að því marki að gefa öllum sex ára bömum kost á lesskimun. Þegar við kynntum þetta markmið fyrir rúmu ári komu þegar fram raddir um, að fara mætti fleiri en eina leið í þessu efni og þær heyrast enn. Eg vil hins vegar eindregið hvetja hina ÁTTA VILLA er eitt af því sem Ieshamlaðir geta átt við að glíma. Hvar á að byrja á dæminu? I hvaða átt á að vinna? Skoðið viðamikil samlagningardæmi, hvaða tölur á að leggja saman fyrst? Hvað á að gera við útkom- una? Hvert á að setja tugtöluna? Hvemig á að halda áfram? Hvað ef maður er búinn að gleyma fyrri hluta dæmisins þegar lengra er komið? Skoðið með sömu gleraugum löng, uppsett deilingardæmi og samsvarandi frádráttardæmi,“ skrifar Ragn- heiður Benediktsson kennari í Melaskóla í tímarit stærðfræði- kennara, Flatarmál l.tbl. 5. árg. des. 1997. Hér er vitnað í grein- ina vegna sérvandans dyscaluel- ia: Röðun. Leshamlaðir eiga gjarnan í erfíðleikum með að telja, einkum þó afturábak. Myndrænt skyn þeirra er skert, ágætu sérfræðinga til að taka höndum saman og sameinast um sértækt matstæki, sem megi nota til að greina þennan vanda. Þessi þáttur, lesskimunin, er aðeins eitt af mörgum viðfangsefnum vegna sértækrar lesröskunar, sem þarf að sinna á vettvangi skólanna. Við megum ekki gleyma því, að það var ekki fyrr en á þessum áratug, sem lesröskunin var viðurkennd sem sérstakt verkefni á vettvangi skól- anna. Mikill árangur hefur síðan náðst. Við þurfum að huga að öllum nemendum á öllum skólastigum og koma til móts við þá eftir því sem kostur er, ekkert eitt úrræði dugj ar, því að afbrigðin eru mörg. I þessu efni eru þó orð til alls fyrst eins og endranær." þeir ruglast oft á reiknings- merkjunum og tölustöfunum, eins og t.d. 6 og 9, 3 og 5. Skoðið sjálf reikningsmerkin m.t.t. forms þeirra. Horfið vandlega á krítartöfluna af aftasta bekk í stofunni ykkar og athugið hve læsilega þið skrifið merkin á töfl- una. Athugið hve mörg hugtök og tákn þið notið um hinar ýmsu reikningsaðgerðir. Rúmskyn þessara nemenda er sjaldnast þeirra sterka hlið. Fyr- irbæri eins og sætisgildi krefjast góðs rúmskyns. Skammtímaminni leshamlaðra er mjög takmarkað. Sá annmarki veldur því að þeir stranda oft í upphafi reikningsdæma. Langt i'mamiimið er einnig mjög brigðult. Utanbókarlær- dómur er því geysilegt vanda- mál. Kennarar og foreldrar sitja flestir við sinn keip og ætla helst aldrei að gefast upp á að láta Tillögur um lesskimun EFTIRFARANDI er yfirlit yfir nokkrar tillögur verkefnisstjómar menntamálai'áðuneytis um lesskimun: 1. Verkefnisstjóri lesskimunar í þrjú ár 1998-2000: Ráðinn verði verkefnisstjóri í fullt starf í þrjú ár til að hafa yfirumsjón með því að koma ferli lesskimunar á í grann- og framhaldsskólum. 2. Matstæki vegna lesskimunai': Menntamálaráðuneytið semji við Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála um þróun og stöðlun á matstæki vegna hópskimunar við upphaf grunnskóla. 3. Móðurmálspróf fyrir 1. bekk: Rannsóknastofnun uppeldis- og þessa nemendur læra þulurnar utanað. Leshamlaðir eru hugsan- lega oft hindraðir í að fá að glíma við verðug verkefni vegna þessa. En þeir geta verið snjallir f þrautalausnum. Þá allt f einu geta þeir stundum notið sín. Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því? Tungumálið get ur orðið þeim Þrándur í Götu. Ymis orð eru notuð um sama fyrirbærið, t.d. er plús það sama og að bæta við og leggja saman. Svo segjum við líka 5 og 6, tölum um pósitífar tölur o.fl. Lesfærni Ieshamlaðra kemur oft í veg fyrir að þeir geti leyst orðadæmin svokölluðu. Orða- dæmi eru oftlega gagnorð, ekk- ert má missa sín. Hugtakamynd- un þessara nemenda skerðist vegna vandkvæða þessara. Kvíði og lítið sjálfstraust fylgir skip- broti í námi. menntamála verði falið að útbúa sam- ræmd próf í íslensku fyrir 1. bekk grannskóla sem felur í sér möguleika á hópskimun varðandi ýmsa þætti sem snúa að lestri. 4. Samræmd próf í grannskóla: Lagt er til að RUM þrói samræmd próf í grunnskóla enn frekar til að hægt sé að fá sem bestar vísbending- ar um stöðu nemenda í lestri og lesskilningi og hvort þeir eigi í ákveðnum örðugleikum. 5. Handbók fyrir kennara: Samin verði handbók fyrir kennara vegna lesskimunar í grannskólum og framhaldsskólum. 6. Þverfagleg greining: Komið verið á sérfræðingsteymi á landsvísu á vegum ríkisins vegna þriðja stigs greiningar á lestrarörð- ugleikum þeirra 3% sem gert er ráð fyrir í skýrslunni að nái ekki mark- miðunum eftir 1. og 2. stigs greiningu og þjónustu. Annaðhvort verði samið við Kennaraháskóla Islands um slíka. 7. Þróun námsgagna: Samið verði hentugt fjölbreytilegt námsferli til lestrarþjálfunar í gi-unn- skólum. Sérstaklega verði hugað að útgáfu margmiðlunarefnis. 8. Endurmenntun kennara: Skipulögð verða námskeið og fræðslufundir fyrir grann- og fram- haldsskóla um lesskimun og lestrar- þjálfun. 9. Þróunarstarf í grann- og fram- haldsskólum: Aulýst verði eftir grann- og fram- haldsskólum 1999 og 2000 til að vinna þróunarverkefni á sviði lesskimunar og lestrarþjálfunar. 10. Málþing um sértæka lesröskun (dyslexíu) og lesskimun: Menntamálai'áðuneytið haldi mál- þing árið 1999 um nemendur með sértæka lestrar- og réttritunarerfið- leika og lesskimun í samráði við ýmsa aðila. 11. Framhaldsskóli: Unnið verði að því að koma á skipulegri lestrarþjálfun í framhalds- skólum og mai'kvissri vísun til 3. stigs greiningar. Upplýsingagjöf til nem- enda og framhaldsskóla úr sam- ræmdum prófum verði aukin. Mikil- vægt er að nemendur framhaldsskóla geti notið sambærilegrar þjónustu vegna 3. stigs greiningar og grunn- skólanemendur. Hugsanleg vandkvæði leshamlaðra Björn Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.