Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VILBORG
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Vilborg Kristín
Guðmundsdóttir
fæddist á Akureyri
7. október 1922.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Seli á
Akureyri aðfara-
nótt fímmtudagsins
29. apríl sl. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Guðmundur
Halldórsson, málari
á Akureyri, f. 27.
mai 1889 í Hóla-
gerði í Fáskrúðs-
firði, d. 7. sept. 1977
á Akureyri, og kona
hans Sigurhanna Jónsdóttir, f.
12. janúar 1895, alin upp í Mið-
gerði í Höfðahverfí, d. 5. maí
1931 á Kristneshæli. Bróðir Vil-
borgar var Sveinbjörn Guð-
mundsson, f. 3. des. 1927 á
Akureyri, d. 18. ágúst 1949.
Fósturforeldrar Vilborgar voru
Þorvarður G. Þormar, sóknar-
prestur í Laufási við Eyjafjörð,
f. 1. febr. 1896, d. 22. ágúst
1970, og k.h. Ólína Marta Jóns-
dóttir Þormar, f. 1. mars 1898,
d. 19. febr. 1991. Uppeldisbræð-
ur hennar í Laufási eru Gutt-
ormur, f. 7. okt. 1925, Halldór,
f. 9. mars 1929 og Hörður, f. 20.
mars 1933.
Vilborg giftist í Laufási 6.
mai 1944 Guðmundi Jörunds-
syni, bifreiðarstjóra og slökkvi-
liðsmanni á Akur-
eyri, f. 8. september
1918 á Akureyri, d.
20. mars 1984 á
Borgarspítalanum í
Reykjavík. Foreldr-
ar hans voru Jör-
undur Guðmunds-
son og Engilráð
Sigurðardóttir, sem
bjuggu um skeið í
Hrísey. Börn Vil-
borgar og Guð-
mundar eru: 1)
Hanna Guðrún, f.
25. október 1944, d.
8. september 1947.
2) Jörundur Arnar, f. 4. júní
1947, eiginkona hans er Guðrún
Kolbeinsdóttir og fyrrverandi
eiginkona Arndís Birgisdóttir,
hann á fjögur börn. 3) Svein-
björn Þorvarður, f. 16. febrúar
1952, eiginkona hans er Þor-
gerður Halldórsdóttir og eiga
þau þijár dætur. 4) Þórhalla
Laufey, f. 17. nóvember 1964,
eiginmaður hennar er Stefán
Stefánsson og fyrrverandi sam-
býlismaður Olafur Harðarson,
börn hennar eru þijú.
Vilborg ólst upp í Laufási frá
átta ára aldri og bjó siðan alla
sína ævi á Akureyri, lengst af
húsmóðir á Eyrarlandsvegi 17.
Utför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, þriðju-
daginn 11. maí, kl. 13:30
Ég á enn í huga mínum eina svip-
mynd frá vorinu 1931, þótt flest ann-
að sé gleymt frá þeim tíma. Ókunn-
ugur maður og dóttir hans standa á
hlaðinu í Laufási. Hún er í stuttum
kjól með tvær fléttur og heldur á lít-
illi tösku í hendinni. Þetta er Guð-
mundur Halldórsson, málari frá
Akureyri, sem hingað er kominn
með dóttur sína Vilborgu til þess að
koma henni í fóstur. Hún er tæplega
níu ára gömul og hafði nýlega misst
móður sína. Það er hægt að ímynda
sér hugarástand hennar og líðan
þessa fyrstu daga í Laufási, þar sem
hún var ein með vandalausu fólki,
þótt ég gerði mér ekki fulla grein
fyrir því þá. Vilborg eða Villa, eins
og hún var alltaf kölluð, varð þó
fljótlega eins og ein af fjölskyldu
okkar og hún var mér og bræðrum
mínum eins og raunveruleg systir.
Sveinbjörn bróðir hennar fór í
fóstur í Miðgerði í Höfðahverfi, en
þar hafði Sigurhanna móðir þeirra
alist upp hjá Vilborgu Ivarsdóttur,
húsmóður, og var Villa látin heita í
höfuðið á Vilborgu í Miðgerði. Það
var bót í máli fyrir systkinin að ekki
var nema um hálftíma gangur á milli
bæjanna Miðgerðis og Laufáss, og á
þessum árum var mikill samgangur
þar ' á milli. Miðgerðiskrakkarnir
voru aðalleikfélagar okkar krakk-
anna í Laufási, þótt við værum á
ýmsum aldri, og var mikil vinátta á
milli heimilanna.
Minningar frá æskuárunum í
Laufási eru margar. Villa hafði verið
á Grenjaðarstað eftir að móðir henn-
ar veiktist og þar hafði hún numið
margvíslegan fróðleik af eldra fólk-
inu. Af þessum fróðleik miðlaði hún
okkur minni krökkunum óspart og
kunni ógrynni af sögum af álfum og
huldufólki, sem bjuggu í stórum
steinum, og af hafgúum í djúpu pytt-
unum, sem sumir voru botnlausir og
komu upp einhvers staðar hinumeg-
in á hnettinum. Villa hafði sérlega
mikla og lifandi frásagnarhæfileika
og við hlustuðum með óttablandinni
athygli á frásögn hennar og lifðum
okkur inn í ævintýrin og þjóðtrúna.
Samkvæmt þessari álfatrú mátti til
dæmis aldrei tína bláber hjá stóru
steinunum, því að þá reiddist huldu-
fólkið og eitthvað slæmt gat komið
fyrir, en í dældunum við stóru stein-
ana var einmitt mest af berjum.
Villa og við bræðurnir þrír ólumst
upp saman í Laufási við leik og
störf. Byggt var bú uppi í brekku og
þar voru kjálkar, leggir, horn og
skeljar húsdýrin okkar. Við vorum
snemma látin vinna alla almenna
sveitavinnu eins og hún tíðkaðist þá.
A sumrin var oft mikill gleðskapur í
Laufási, þegar þar var sumarfólk við
heyskap og kaupstaðarbörn voru
þar í sveit. Villa, sem var elst okkar,
tók mikinn þátt í þeim gleðskap.
Hún var mjög félagslynd og sótti
skemmtanir unga fólksins í sveit-
inni. A þessum árum kynntist hún
mörgum, sem hún hélt síðan kunn-
ingsskap við alla ævi. Barnaskóla-
námið fór að mestu fram heima á
vetrum, en Villa fór síðan í barna-
skólann á Svalbarðseyri og tók það-
an fullnaðarpróf. Eftir það lá leiðin í
húsmæðraskólann á Laugum og þar
eignaðist hún margar af sínum
bestu vinkonum. Hún var þó alltaf
heima í Laufási á sumrin við sveita-
störfin.
Eftir veruna á Laugum réð hún
sig í vist á vetrum, en veturinn
1943-1944 vann hún sem ganga-
stúlka á sjúkrahúsinu á Akureyri.
Þá hafði hún kynnst tilvonandi eig-
inmanni sínum, Guðmundi Jörunds-
syni bifreiðarstjóra og síðar slökkvi-
liðsmanni á Akureyri, og opinberuðu
þau trúlofun sína 4. des. 1943. Þau
komu svo út í Laufás vorið 1944, þar
sem fósturfaðir hennar gaf þau sam-
an hinn 6. maí. Þau stofnuðu heimili
sitt á Akureyri, og bjuggu þar alla
tíð síðan, lengst af á Éyrarlandsvegi
17. Heimili þeirra bar allt vott um
gestrisni og einstaka snyrtimennsku
bæði inni og úti og þau voru mjög
samtaka í öllu því, sem þau tóku sér
fyrir hendur. Það var mikil ham-
ingja og gleði þegar þeim fæddist
dóttir haustið 1944. Hún var skírð í
Laufási 22. júlí 1945 og hlaut nafnið
Hanna Guðrún. Sorgin átti þó brátt
eftir að knýja dyra hjá ungu hjónun-
um, því Hanna litla dó aðeins tæp-
lega þriggja ára gömul, en skömmu
áður hafði þeim fæðst sonurinn Jör-
undur. Sveinbjörn, bróðir Villu, dó
svo tveimur árum seinna. Mummi
var einstaklega umhyggjusamur og
góður eiginmaður og heimilisfaðir.
Fósturforeldrum Villu var hann sem
besti tengdasonur og var þeim mjög
hjálpsamur, þegar á þurfti að halda.
Guðmundur, faðir Villu, bjó hjá
þeim lengst af þangað til hann lést
haustið 1977.
Það var mikið áfall þegar Mummi
greindist með illvígan sjúkdóm, sem
leiddi hann til dauða snemma árs
1984. Villa var mikil draumamann-
eskja og var það sem kallað er ber-
dreymin. Draumar hennar voru ein-
staklega skýrir og lifandi. Mér er
sérstaklega minnisstæður draumur,
sem hún sagði okkur frá og hana
dreymdi skömmu áður en Mummi
greindist með sjúkdóminn. Draum-
inn túlkaði hún svo, að eiginmaður
hennar færi bráðlega til litlu dóttur-
innar, sem þau höfðu misst.
Villa var mjög minnug og hafði
gaman af að segja frá. Hún hafði
góða leikhæfileika og átti auðvelt
með að líkja eftir fólki, þó alltaf á
græskulausan hátt. Ég man hana
sérstaklega sem léttlynda og glaða,
þótt hún gæti líka verið alvarleg á
stundum. Ég hafði í gamla daga þótt
nokkuð stríðinn, en hún minntist
þessarar stríðni minnar samt alltaf
með gamansemi, þegar við töluðum
um fyrri tíma. Henni þótti mjög
vænt um æskuheimili okkar í Lauf-
ási og bar alltaf mjög mikla um-
hyggju fyrir staðnum og allri um-
gengni þar. Þegar ég heimsótti hana
á Akureyri bæði fyrr og síðar var
umræðuefnið oft sveitin, og þá sér-
staklega Laufás. Þangað fórum við
saman til að heimsækja gamlar slóð-
ir og rifja upp æskuárin. Þá fórum
við í gamla bæinn, þar sem við höfð-
um átt heima, og þar þekkti Villa
hvern krók og kima.
Samband Villu við fósturforeldra
sína var mjög náið. Þegar móðir
okkar veiktist snemma árs 1991 og
séð varð að hverju dró brá Villa
skjótt við og kom hingað suður til að
vera hjá henni síðustu þrjár vikurn-
ar. Skömmu seinna fór að bera á
þeim óhugnanlega sjúkdómi, sem að
lokum leiddi hana til dauða, og síð-
ustu árin urðu henni erfið. Hún, sem
alltaf hafði verið svo minnug og fróð
og sagði svo skemmtilega frá, fór
smámsaman að missa minnið og að
lokum gat hún ekki tjáð sig með orð-
um. Nú hefur hún verið leyst frá
þrautum sínum og fengið hvfld. Ég
þakka henni fyrir allar góðu sam-
verustundirnar á lífsleiðinni bæði
fyrr og síðar. Við Guðrún þökkum
henni fyrir margar góðar stundir
bæði fyrir norðan og hér í Reykjavík
og sendum börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Vilborgar
Guðmundsdóttur.
Guttormur Þormar.
Villa var á níunda ári þegar hún
kom í Laufás til foreldra minna.
Hún vai’ þá nýbúin að missa móður
sína og eins og algengt var á þessum
árum við slíkar aðstæður leystist
heimilið upp og faðirinn varð að láta
börnin sín frá sér. Yngri bróðir
hennar, Sveinbjörn, fór til vensla-
fólks í Miðgerði sem var næsti bær
við^Laufás.
Ég var tveggja ára þegar Villa
kom til okkar. Ég hændist að henni
og hún varð mér sem eldri systir.
Minningarnar um hana eru því sam-
ofnar minningum bernskunnar. Villa
las mikið og var stálminnug á það
sem hún las. Hún hafði gaman af að
segja okkur sem yngri vorum sögur
og ævintýri enda hafði hún ágæta
frásagnargáfu og leikarahæfíleika
svo að sögurnar urðu lifandi í frá-
sögn hennar. Og hún var glögg á
skoplegu hliðarnar á hverjum hlut.
Hún fór stundum í bíó á Akureyri og
sagði okkur síðan efni bíómyndanna
þegar hún kom heim. Þetta voru
fyrstu kynni mín af kvikmyndum og
það er til marks um frásagnarsnilld
Villu að ég varð fyrir vonbrigðum
þegar ég í fyrsta skipti fór sjálfur í
bíó. Það jafnaðist engan veginn á við
bíómyndirnar hennar. Þannig kom
Villa með gleði og tilbreytingu inn í
fábreytt sveitalífið. Og ef eitthvað
amaði að litlum dreng var Villa við
höndina að hugga og þurrka tárin.
Árin liðu og Villa fór að heiman,
fyrst í skóla og síðan til dvalar á
Akureyri þar sem hún giftist góðum
manni, Guðmundi Jörundssyni. En
sorgin knúði aftur dyra. Þau misstu
AUÐURRÓS
INGVADÓTTIR
+ Auður Rós
Ingvadóttir
fæddist í Reykjavík
24. janúar 1959.
Hún lést á heimili
sínu 2. maí síðastlið-
inn. Móðir hennar er
Margrét Sigurpáls-
dóttir og faðir henn-
ar Ingvi Rafn Ein-
arsson, d. 4.11.1987.
Fósturfaðir hennar
er Jón Sæmundsson,
sem hún alla tíð
kallaði pabba.
Auður Rós var
fjórða í röð sex
systkina, en þau eru: Jón Veigar
Þórðarson, f. 6.12. 1947, maki
Ragnhildur Þórðardóttir, eiga
þau þrjú börn. Jóhanna Maria
Ingvadóttir, f. 17.9. 1954, maki
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvfld að hafa
hörmunga og rauna ftí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
M lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarítíði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson.)
Sigursteinn Smári
K. og eiga þau tvo
syni. Linda Ingva-
dóttir, f. 28.12. 1957,
maki Guðmundur
Helgason, eiga þau
Qögur börn. Sigur-
björg Katrín Ingva-
dóttir, f. 19.2. 1960,
d. 5.9. 1978. Ingi-
björg Lovísa, f. 4.11.
1966.
_ Auður Rós giftist
Óðni Snorrasyni sjó-
manni 26.12. 1977.
Hann er fæddur í
Reykjavík 13.3.
1951. Þau eignuðust einn son,
Ingva Rafn, f. 9.11.1976.
Utför Auðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Með þessum fagra sálmi kveðjum
við þig, elsku Auður Rós okkar.
Laugardagurinn 1. maí rann upp
líkt og aðrir dagar, að öðru leyti en
því að börn, barnabörn og barna-
barnabörn og foreldrar þeirra
komu í heimsókn, var því margt og
mikið um að vera og nóg að gjöra.
Síminn hringdi, var það elskuleg
Auður Rós. Hún rabbaði smástund
við pabba sinn, bað að heilsa öllum
sem voru í heimsókn hjá okkur.
Kvað þau hjónin mundu koma í
heimsókn daginn eftir, sunnudag.
Þegar allir voru farnir sagði pabbi
hennar við migj ætlarðu ekki að
hringja í Auði? Ég dró eitthvað við
mig svarið, en sagði svo, þau koma
á morgun í heimsókn. Kannski var
ég svolítið þreytt. En um kvöldið
hringdi Auður mín í mig, hefði hún
ekki gert það hefði ég iðrast þess
alla tíð að hafa ekki hringt í hana,
því þetta var okkar síðasta samtal.
Þess vegna segi ég, geymdu aldrei
til morguns það sem þú getur gert í
dag. Við spjölluðum lengi saman,
var hún mjög glöð og ánægð, talaði
mikið um húsbflinn sem þau voru
nýbúin að kaupa, nú ætluðu þau svo
sannarlega að vera dugleg hjónin
að ferðast um landið í sumar. Við
getum meira að segja lofað ykkur
pabba að sofa í bflnum þegar við
förum í helgarferð fjölskyldan, eins
og við höfum farið undangengin
sumur. Svo kvaddi hún, bless, sjá-
umst á morgun. Sunnudagurinn
kom, en dagurinn leið en þau komu
ekki, við vorum ekkert undrandi á
því, töldum víst að þau hefðu farið
eitthvað að keyra, kæmu svo um
kvöldið að sýna okkur bílinn, en
ékki gekk það eftir. En fyrripart
nætur hringdi síminn, þá kom stóra
höggið, sonur okkar, tengdadóttir
og systir komu með helfregnina.
Hún Auður Rós var dáin, varð
bráðkvödd á heimili sínu á sunnu-
daginn. Óðinn, maður hennar, var
úti við að dytta að bflnum, en þegar
hann kom inn til sín var hún dáin,
ja, þvílíkt reiðarslag. Sonur þeirra,
Ingvi Rafn, var hjá unnustu sinni,
var því ekki heima, til þeirra þurfti
að fara með sorgarfréttina, þvflík
sorg. Það var lítið sofið næsta sól-
arhringinn.
Auður Rós lærði fótaaðgerðar-
fræði, lauk því námi 1986, vann við
það starf til dauðadags. Var hún
mjög vel látin í því starfi og vann
hún með mikilli alúð og dugnaði.
Hún vann mikið með öldruðu fólk og
inni á stofnunum, átti það mjög vel
við hana að þjónusta þessa þjóðfé-
lagsþegna og þótti henni mjög vænt
um alla þá sem hún tók í fótaagerð
og öllum þótti vænt um hana.
Auður Rós var góð og hjartahlý,
mátti ekkert aumt sjá, var mikill
dýravinur eins og maður hennar og
sonur. Þau hefðu sennilega viljað
fylla íbúðina af húsdýrum hefði það
verið hægt. Það hvarflaði stundum
að mér að þau hefðu átt að búa í
sveit og vinna saman að húsdýra-
rækt. Auður og Óðinn voru mjög
samstiga í öllu sem þau gerðu. Fóru
saman í innkaupaferðir, elduðu mat
í sameiningu því bæði voru jafnfær
á því sviði. Báðum fannst gott að
borða góðan mat og taka á móti
gestum. A brúðkaupsdegi þeirra á
annan í jólum var alltaf jólaboð,
ekki vantaði brauðterturnar og
hnallþórurnar. Þá mátti aldeilis
ekki gleyma hálfmánunum sem við
bökuðum alltaf saman í mörg ár
fyrir hver jól. Hún var vön að segja,
nú eru jólin að koma, þegar við
byrjuðum á bakstrinum. Það var
árleg hefð fyrir því að vera hjá
þeim á sprengidaginn og borða
saltkjöt og baunir. Alltaf var það
jafn indælt, kertaljós á borði og fal-
lega fram reitt. Síðastliðinn
sprengidag var Auður mín með
flensu en ekki mikið veik, því hún
hringdi í mig og sagðist hafa svo
miklar áhyggjur að geta ekki boðið
okkur í mat. Hún virtist hafa meiri
áhyggjur af því heldur en af sjálfri
sér. Ég sló á létta strengi, benti
henni á heimsendingarþjónustu
fyrir aldraða með mat eins og
tíðkast í dag. Hún gat ekki annað
en hlegið. Ég bað hana umfram allt
að láta sér batna og fara vel með
sig en um kvöldið kom Óðinn með
pott. I honum var saltkjötið og
baunirnar með öllu tilheyrandi.
Hann var ekki í neinum vandræð-
um með eldamennskuna. Nú er
þetta allt geymt í minningunni.
Öllum sem kynntust Auði minni
var hlýtt til hennar. Hún tók vel á
móti öllum sem til hennar komu og
er hennar sárt saknað. Sárastur er
söknuðurinn hjá manni hennar og
syni. Þau mæðginin áttu vel saman
og þótti þeim mjög vænt hvoru um
annað. Alltaf talaði hún um prinsinn
sinn þegar hún talaði við mig, enda
er Ingvi góður drengur. Svo kveðj-
um við þig, öll fjölskyldan, elsku
Auður Rós, okkar með sárum sökn-
uði. Sofðu í ró.
Mamma, pabbi og aðrir
fjölskylduvinir.
Elsku mamma mín. Þakka þér
fyrir öll góðu árin sem við áttum
saman, sem aldrei bar skugga á. Við
unnustu mlna Ester varstu sem
besta vinkona.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega manuna mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefir unnið verkin sín.
Eg hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hve allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma min. -