Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 54
'54 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HERBJÖRT
, PÉTURSDÓTTIR
+ Herbjört Pét-
ursdóttir fædd-
ist á Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum
26. febrúar 1951.
Hún lést á Landspít-
alanum 2. maí síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Melstað 7. maí.
Mánudagsmorgun-
inn 2. maí fylgdi ég
j, konu minni að norðan í
sjúkrabifreið á Land-
spítalann í Reykjavík.
Mér varð á leiðinni
hugsað til þess hvort nú væri kom-
inn sá tími að við yrðum skilin að
eftir tæplega 50 ára samvistir.
Þegar kom fram á morguninn
fékk ég þá harmafrétt að Herbjört á
Melstað hefði dáið þá um nóttina. Þá
vaknar sú spuming, hver er tilgang-
urinn? Kona í blóma lífsins kölluð
burt frá eiginmanni sínum og ung-
um börnum. Hvers vegna hún? Hún
sem átti svo margt ógert fyrir börn-
in, eiginmanninn og söfnuðinn í Mel-
staðarsókn. Hún sem stóð fyrir því
að við sem vildum komum saman á
Melstað til að ræða lífíð, tilveruna,
^ hvernig túlka ætti Biblíuna og
margt fleira.
Hjá. prestshjónunum mættum við
hlýju og ástúð sem við þökkum fyr-
ir. Herbjört átti við erfiðan sjúkdóm
að stríða en alltaf var hún sú sterka,
hvernig sem á stóð.
Guð blessi minningu hennar og
megi hann vera með og styrkja eig-
inmann hennar og böm.
Arndís og Ragnar,
Barkarstöðum.
' Þegar við minnumst Herbjartar
Pétursdóttur þá kemur í hug okkar
orðið „æðruleysi", en það orð merkir
óttalaus. Viðmót Herbjartar ein-
kenndist að öllu leyti af hlýju, glað-
værð og kjarki. Síðastliðið haust
fengum við að kynnast nýrri hlið á
Herbjörtu er hún hóf störf við
Laugarbakkaskóla. Áður hafði hún
verið móðir sem átti börn í skólan-
um og einnig prestsfrúin okkar.
Kynni okkar höfðu verið góð og þau
áttu eftir að batna mjög er hún
bætti við sig enn einu hlutverki.
Hún var greinilega fæddur kennari
því hún náði að höfða
til nemendanna jafnt
eldri sem yngri. Hún
ávann sér virðingu
þeirra með rólegu fasi
sínu og næmi. Herbjört
sinnti starfi sínu af alúð
og dugnaði en það sem
hún tók sér fyrir hend-
ur fylgdi hún eftir af
festu og réttsýni. Ávallt
var Herbjört tilbúin að
hlusta á rök annarra og
ræða málin ofan í kjöl-
inn áður en til ákvörð-
unartöku var gengið.
Herbjört mætti sín-
um veikindum af æðruleysi og hún
lét hverjum degi nægja sína þján-
ingu. Hún var alltaf tilbúin að sjá
ljósu punktana í tilverunni, sama
hversu veikindin hrjáðu hana mikið
og megum við sem eftir stöndum
læra margt af lífsviðhorfi hennar.
Við vottum Guðna Þór, Ólafi Teiti,
Pétri Rúnari, Árna Þorláki, Lilju
Irenu, Eysteini Guðna og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð að blessa þau í þeirra
miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt,
Gekkst þú med Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Starfsfólk Laugarbakkaskóla.
Þegar litið er um öxl virðist eins
og tíminn hafi í einni svipan liðið hjá
án þess að gera grein fyrir komu
sinni. Ef til vill er það vísbending
um að slíkt sé eðli hans þegar lífið
gengur sinn vanagang. Stundin leið
hratt þegar eftir atvikum í suður eða
norðurferðum var áð á Melstað og
tekið hús á prófastsfjölskyldunni.
Einkar sólríkar í endurminningu
ekki síst vegna hins hressa og alúð-
lega viðmóts, sem umvafði gestkom-
andi þegar útidyr voru opnaðar.
Geislandi andblær og atorka íylgdi
húsmóður. Fumlaust fasið bauð
útistandandi fagnandi inn og dill-
andi hláturinn aldrei langt undan.
Stax hafist handa að gera gestum
gott. Hraðar hendur ötular og fatað-
ist ekki. Samræður meðfram önnum
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN VALDIMARSSON,
Grundartúni 1,
Akranesi,
andaðist á sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt laug-
ardagsins 8. maí.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
14. maí kl. 11 árdegis.
Sígríður
Hjörleifur Jónsson,
Anna Valdís Jónsdóttir,
Helgi Gunnar Jónsson,
Vignir Jónsson,
Sigurlaug Jónsdóttir,
Helga Jónsdóttir,
barnabörn og
Helgadóttir,
Guðný Jóhannesdóttir,
Erlingur Garðarsson,
Elvi Baldursdóttir,
Dagbjört Kjartansdóttir,
Baldur Skjaldarson,
Einar Ásgeirsson,
barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför
ÓLAFS KRISTBJÖRNSSONAR,
Víðivöllum 14,
Selfossi.
Halldóra Kristrún Hjörleifsdóttir,
Unnar Ólafsson, María Óskarsdóttir,
Hjörleifur Þór Ólafsson, Sigríður Jónsdóttir,
Kristbjörn Ólafsson,
Valgeir Ólafsson,
barnabörn og langafabörn.
MINNINGAR
innihaldsríkar um gagnkvæman hag
fjölskyldna. Velviljinn fölskvalaus.
Hollráðin mörg. Hugur og hjarta
opið, einlægt og gefandi. Minnti á
ferskleika vorvinda. Drífandi kraft-
ur blandaðist með nærfærnum hætti
hugul- og útsjónarsemi. Jámennsk-
an engin. Skoðanir skýrar á málum
og hiklaust bornar á borð ásamt
góðgæti og kræsingum í fastari
formi.
Lífið sannarlega ekki fór án fyrir-
heits. Áætlanir á prjónum birtust í
lifandi frásagnargáfu sem samfelld
myndröð. Framkvæmdasemi, ár-
vekni og dugnaður án allrar fyrir-
ferðar. Aldrei bilbugur hvorki fyr né
síðar og síst þegar glíman stóð yfir
sem hæst við ofureflið. Fregnin af
andláti óvænt. Þó höfðu blikur um
nokkurt skeið verið á lofti, en þeim
jafn hraðan bægt frá af hugdirfsku
og lífsgleði gegnrar konu.
Herbjört unni fjölskyldu sinni
heitt. Um það blandaðist ekki hug-
ur. Reglan í fyrirrúmi. Þétt við hlið
hennar traustur lífsförunautur,
hæglátur og yfirvegaður. Dreng-
lyndur og tillitssamur. Liðsheildin
sterk og samrýmd. Fyrirmyndar-
fjölskyldan í þeirri nálægð aldrei
fjarlæg hugsýn. Böndin ofm stað-
festu og alúð. Vakandi umhyggjan
bjó um og bætti um betur. Missirinn
sár. Margs að minnast og þakka.
Gefandi stundir og gegnheill vin-
skapur. Syrgjendum samúð vottuð.
Guði er mæt manneskja á hendur
falin. Guð styrki þig vinur, Guðni,
börn og aðra ástvini og vini. Hann
gefi ykkur öllum huggun sína. Guð
blessi þá björtu og hugþekku minn-
ingu sem hin látna skilur eftir í huga
og hjarta.
Davíð Baldursson og Ijölskylda.
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlægðu lágt.
(E.Ben.)
Þetta vers finnst okkur eiga vel
við Herbjörtu því hún var alltaf
hress og kát þrátt fyrir mikil og
erfið veikindi. Síðastliðið haust
byrjaði Herbjört að kenna við
Laugarbakkaskóla. Öllum líkaði
strax vel við hana því að hún var
alltaf svo róleg og skilningsrík í
garð nemenda. En þó jafnan
ákveðin og samkvæm sjálfri sér og
við virtum hana öll fyrir það. Til
dæmis hlökkuðu yngri krakkarnir
ávallt til að koma í bókasafnstíma
til hennar vegna þess að henni
tókst að gera kennsluna áhuga-
verðari með leikbrúðum og öðru
þess háttar. Líðan hennar og fjöl-
skyldu hennar var þó örugglega
verri en við gerðum okkur grein
fyrir því að þau létu aldrei á neinu
bera.
Elsku Eysteinn og Lilja, við send-
um ykkur og fjölskyldunni ykkar
innilegustu samúðarkveðjur okkar.
Nemendur Laugarbakkaskóla.
Kallið er komið
komin er nú stundin
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna
er sefúr hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast hennar Herbjartar, en
ég var svo lánsöm, að fá að verða
henni samferða um hríð. Sérstak-
lega eru mér minnisstæðir stjórnar-
fundimir í Ferðamálafélagi V-Hún.,
þar sem hún var formaður. Oftast
voru þeir fundir haldnir í stofunni á
Melstað, þá var oft glatt á hjalla.
Alltaf var jafn gott að sækja prests-
hjónin heim, Herbjört hafði þessa
sérstöku útgeislun, sem vefur mann
hlýju, og alltaf var stutt í glaðlega
hláturinn hennar. Eg mynnist
einnig 2ja Þýskalandsferða. þar
sem við fengum að njóta farar-
stjórnar þeirra hjóna, seinni ferðin
var farin 1997. Alltaf var Herbjört
boðin og búin að leysa hvers manns
vanda, hún og Guðni hugsuðu um
okkur öll eins og ungamömmur.
Herbjört var einnig fyrsti formaður
foreldraráðs Laugarbakkaskóla, og
sinnti því af sama eldmóði og öllu
öðru sem hún tók að sér
I huganum lifir minningin um
glaðlynda vinkonu,sem alltaf hafði
tíma fyrir aðra, glaðlegan hlátur
hennar, og þá miklu umhyggju sem
hún bar fyrir fjölskyldunni sinni.
Kæri Guðni Þór, Pétur Rúnar,
Ólafur Teitur, Árni Þorlákur, Lilja
Irena, Eysteinn Guðni, Sólrún og
aðrir sem eiga um sárt að binda
vegna andláts Herbjartar. Guð veri
með ykkur og styrki ykkur í sorg-
inni.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Sigrún Dæli.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÞÓRA SIGURGEIRSDÓTTIR,
Blönduósi,
andaðist á Héraðssjúkrahúsinu Blönduósi
sunnudaginn 9. maí.
Geir Snorrason, Rósalin Siloa,
Þór Snorrason, Sigurbjörg L. Guðmundsdóttir,
Kári Snorrason, Kolbrún Ingjaldsdóttir,
Örn Snorrason,
Sævar Snorrason,
Inga Jóna Snorradóttir, Hafsteinn Jóhannsson,
Sigríður K. Snorradóttir, Lárus Helgason,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
+
Okkar ástkæri,
PÉTUR KRISTINN ÞÓRARINSSON
söðlasmiður,
Njálsgötu 34,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 7. maí, verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju föstudaginn 14. maí,
kl. 13.30.
Halldóra Jónsdóttir,
Jón Pétursson, Anna Stefánsdóttir,
Gísli Þ. Pétursson, Þorbjörg Garðarsdóttir,
Þurfður Una Pétursdóttir,
Steinunn Pétursdóttir, Jón Gauti Árnason,
Ásthildur Pétursdóttir,
afabörn og langafabörn.
Um leið og fuglarnir tilkynntu
vorkomuna fengum við fréttir af láti
Hebbu. Við bekkjarsysturnar, sem
settumst í 1. bekk Menntaskólans að
Laugarvatni haustið 1967, hittumst
á liðnu vori að frumkvæði hennar og
áttum saman sérstaka stund. Við
hlógum yfir gömlum minningum og
sköpuðum nýjar. Glaðværðin ríkti
með Hebbu í öndvegi. Við minnumst
hennar þannig og kveðjum með
virðingu og þökk. Sá ásetningur að
hittast aftur verður að bíða enn um
stund.
Við sendum ástvinum Hebbu
dýpstu samúðarkveðjur.
Bekkjarsystkini úr ML.
Tíminn er fljótur að líða. Það eru
ekki nema tæp tvö ár síðan við nut-
um krafta þinna í okkar annarri
Þýskalandsferð, þar sem þið hjónin
voruð fararstjórar og túlkar. Það
ríkti mikil gleði og allt lék í lyndi,
allir nutu leiðsagnar ykkar í landi
sem greinilega var ykkur kært. Þú
komst ekki síður að undirbúningi
ferðanna en við hin þvi þú vildir að
öllum liði vel og ferðirnar yrðu eftir-
minnilegar fyrir okkur. Þú taldir
ekki eftir þér, eftir annasaman dag
við að skoða menningu og hstir
landsins, að fara með okkur, sem
kunnum ekki mál innfæddra, að
skoða skemmtanalífið. Stuttu eftir
seinni ferð okkar sem farin var
16.-23. júní 1997 barst okkur sú
harmafregn að þú hefðir greinst
með þann illskeytta sjúkdóm, sem
nú hefur lagt þig að velli langt um
aldur fram. Við sem höfum fengið að
njóta hlýju þinnar og þíns glaðværa
hláturs minnumst þín með virðingu
og þakklæti.
Megi koma þín til nýrra heim-
kynna lina þjáningar þínar.
Guðna, Olafi, Teiti; Pétri Rúnari,
Árna Þorláki, Lilju Irenu, Eysteini
Guðna og öðrum ástvinum vottum
við okkar dýpstu samúð í þessari
miklu sorg. Megi góður Guð styrkja
ykkur og leiða yfir erfiða tíma.
Ferðafélagar k.f. Freyju og
kirkjukórs Víðidalstungukirkju.
í tæp tvö ár barðist Herbjört við
erfiðan sjúkdóm af aðdáunarverðri
stillingu. Og þrátt fyrir að hún vissi
að hverju stefndi gafst hún ekki upp
heldur gerði hún allt til þess að láta
lífið ganga sinn vanagang og lét
hverjum degi nægja sína þjáningu,
enda hélt hún andlegu þreki sínu
óskertu til hinstu stundar. Það er
erfitt að sætta sig við að kona á
besta aldri skuli vera kvödd burt frá
elskulegum eiginmanni og fimm
börnum, en ég veit að viðhorf Her-
bjartar til dauðans var að hann væri
jafn eðlilegt fyrirbæri í gangi lífsins
og fæðingin sjálf. Þrátt fyrir allan
sársaukann sem fylgir því að missa
ástvin sinn eigum við þó minningar
sem ylja okkur, og margs er að
minnast.
Leiðir okkar Herbjartar, eða
Hebbu eins og hún var kölluð, lágu
fyrst saman er við hófum nám í
Bamaskóla Vestmannaeyja, þá sjö
ára gamlar. Við lentum í sama bekk
og fylgdumst upp frá því að í námi
og leik allt til 15 ára aldurs er ég
flutti frá Eyjum. Það sem fyrst vakti
athygli mína var hversu skýra og
fallega rödd Hebba hafði. Það
heyrðist alltaf það sem hún sagði,
enda var hún oft valin til þess að
lesa upp ljóð eða leika í leikritum á
skólaskemmtunum. Fljótlega urðum
við vinkonur og næstum óaðskiljan-
legar. Við vomm saman á hverjum
degi þótt frekar langt væri á milli
heimila okkar; Hebba átti heima á
Kirkjubæ, austasta húsinu á eyj-
unni, en ég í miðbænum. Hebba var
yngst sinna systkina og átti sérher-
bergi en ég var aftur á móti elst í
stómm systkinahópi og deildi á
þessum tíma herbergi með tveimur
systmm mínum. Því varð það oftast
svo að eftir að skóla lauk á daginn
fóram við saman heim til Hebbu þar
sem meira næði var til að læra. Fyr-
ir utan það að læra saman hlustuð-
um við á tónlist, teiknuðum myndir,
lásum reyfara eða fórum í göngut-
úra upp á Helgafell, niður að sjó, út
að vita eða niður í Rauðhelli. Eg