Morgunblaðið - 11.05.1999, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ
. FRIÐRIK
VON HAYEK
FRIÐRIK von Hayek á fundi
í Reykjavík 5. apríl 1980.
TUTTUGASTA öldin er
versta öld mannkynssög-
unnar, og hún er besta öld
mannkynssögunnar. Hún
er öld vísindalegra og sið-
ferðilegra afreka, en líka
ótrúlegrar mannvonsku.
Hún er öld frjálslyndra,
upplýstra einstaklinga, sem
skiptast á skoðunum og
vörum heimshoma í milli,
en ekki síður öld helfarar
og heimsstríða. Hvað felst í
þessari öld? Þegar við horf-
um um öxl, verður okkur
starsýnt á nokkra menn,
sem eru svo sannarlega
tímanna tákn, hver á sínum
fjórðungi aldarinnar. Einn
er Valdimar Lenín, sem
stofnaði Ráðstjórnarríkin
og skipulagði heimshreyf-
ingu sameignarsinna. Ann-
ar er Adolf Hitler, en hann
sneri öllu við í Norðurálf-
unni á öðrum fjórðungi ald-
arinnar. Hinn þriðji er
-* John Maynard Keynes, en segja
má, að Vesturlöndum hafí verið
stjómað í anda hans frá stríðslokum
og til loka þriðja fjórðungs aldar-
innar. Fjórði maðurinn er Friðrik
Ágúst von Hayek, sem mótað hefur
einhverja áhrifamestu stjómmála-
hugmyndina á síðasta fjórðungi
þessarar stórbrotnu, ægilegu aldar,
frjálshyggjuna.
1.
Friðrik Ágúst von Hayek fæddist
í Vínarborg 8. maí 1899, kominn af
austurrískum embættisaðli og vís-
indamönnum. Austurríki var þá
undir stjórn Habsborgarættarinn-
ar, og Hayek barðist kornungur í
fyrri heimsstyrjöld, en nam síðan
lögfræði og hagfræði í Vínarháskóla
og lauk doktorsprófí í báðum grein-
um. Hann hafði í upphafi heldur
óljósar hugmyndir um stjómmál og
hreifst meðal annars af kenningum
georgista, sem sögðu, að allt land
ætti að vera í sameign og þeir, sem
það nýttu, skyldu greiða ríkinu sér-
stakt gjald fyrir. En á háskólaámn-
um í Vín kynntist hann hagfræði-
prófessornum Lúðvík von Mises,
sem gaf árið 1922 út mikið rit um
, sameignarskipulag. Hélt Mises því
þar fram, að sameignarskipulag
fengi ekki staðist, með því að erfitt
væri eða ókleift að stilla þar saman
ólíkar einingar og stærðir atvinnu-
lífsins, framleiðslu og neyslu, fjár-
festingu og spamað, innflutning og
útflutning. Þetta væri hins vegar
unnt á frjálsum markaði, þar sem
verð gæti myndast á vöm og þjón-
ustu og leiðbeint mönnum um hag-
kvæma nýtingu framleiðslutækj-
anna. Verður ekki um það efast nú í
lok tuttugustu aldar, eftir hnignun
og fall sameignarríkjanna í austri,
að þetta var spámannlega mælt.
Hayek, sem varð prófessor í Hag-
fræðiskólanum í Lundúnum árið
1931, tók kenningu Misess og efldi
að rökum. Samkvæmt því er einn
meginkostur hins frjálsa markaðar,
að þar nýtist sérþekking fólks.
Samkeppni á markaði er aðallega
aðferð til að komast að því, hvað
hver maður á að gera, svo að fólk
geti fullnægt þörfum sínum á sem
hagkvæmastan hátt. Hún er leið til
öflunar og miðlunar þekkingar.
Fyrir þetta framlag fékk Hayek
nóbelsverðlaunin í hagfræði árið
1974.
Á meðan Hayek bjó í Bretlandi
lét hann sér ekki nægja rannsóknir
l
BOURJOIS
P A R I S
/ ->
Kjrn nl nu ii nyj u yom-
0<s 31 iíjki íj11 rii_tjli liii
^ p " r% \
Snyrtifræðingur veitir J aglega ráðgjöf
í dag, þriðjudag
kl. 12-17
HAGKAUP,
Kringlunni
Miðvikudag
kl. 13-18
Gallery Förðun,
Keflavík
Föstudag
kl. 14-19
HAGKAUP,
Smáratorgl
Glæsilegur varalitapensill fylgir
kaupum á tveimur hlutum í línunni.
NOKKRIR áheyrendur á fimdi með Hayek 5. apríl 1980. Frá vinstri: Stefama Óskarsdóttir, Pálmi Jónsson í Hag-
kaupi, Valdimar Kristinsson, Friðrik Sophusson, Geir Hallgrímsson, Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar.
í hreinni hagfræði, heldur skrifaði
talsvert um stjórnmál. Frægasta
stjómmálarit hans var Leiðin til
ánauðar, sem kom út árið 1944. Þar
leiddi hann rök að því, að altækur
áætlunarbúskapur, eins og flestir
sameignarsinnar hugsuðu sér á
þeirri tíð, krefðist kúgunar og lög-
regluríkis. Þar eð þarfir einstak-
linga væru margvíslegar og ólíkar,
yrði verkefni stjómvalda aðeins við-
ráðanlegt með því að fækka þessum
þörfum og einfalda þær. Til þess að
unnt væri að skipuleggja atvinnulíf-
ið, yrði að skipuleggja mennina.
Valdsmenn sameignarríkja gætu af
þessum sökum ekki leyft þegnum
sínum sjálfstæða hugsun, frjálsa
rannsókn og rökræðu. Þetta rit Ha-
yeks olli miklum deilum, því að
margir góðviljaðir menn trúðu þá á
áætlunarbúskap og tóku boðskap
hans illa. Þessar deilur náðu jafnvel
hingað til Islands. Ungur sjálfstæð-
ismaður, Geir Hallgrímsson, rakst á
útdrátt ritsins í bandaríska tímarit-
inu Reader’s Digest og fékk Ólaf
Bjömsson prófessor til að íslenska
hann. Útdrátturinn var síðan birtur
í nokkram hlutum í Morgunblaðinu
sumarið 1945 við litla hrifningu Al-
þýðublaðsins og Þjóðviljans, sem
kallaði Ólaf Bjömsson landsviðund-
ur og Hayek heimsviðundur í leið-
ara. Hayek kenndi hagfræði og
hugmyndasögu í Chicago-háskóla
1950-1963 og eftir það í mörg ár í
Freiburg-háskóla í Þýskalandi. Á
þriðja fjórðungi tuttugustu aldar
má segja, að nokkuð hafi fymst yfir
hugmyndir Hayeks, en þá töldu
flestir, að Keynes lávarður hefði
Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á
dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar
lager- og hillukerfi. Jafnt rúlfurekka sem
innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka.
Mjög gott verð!
Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur.
Lagcrlausnir eru okkar sérgrein
B^mecaluxU
- gæði fyrir gott verð
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN _ _
SGnaumisrehf
Líklega finnst flestum
hagfræðingum helst til
um lýsingu hans á því,
hvernig sérþekking
einstaklinga skapast og
nýtist í frjálsum sam-
skiptum, segir Hannes
Hólmsteinn Gissurar-
son, er hann minnist
Friðriks von Hayek og
áhrifamestu stjórn-
málahugmynda hans,
frjálshyggjunnar.
með hugmyndum um víðtæk ríkis-
afskipti innan blandaðs hagkerfis
varðað veginn fram á við. Þetta
breyttist hins vegar upp úr 1975,
sérstaklega eftir að þau Margrét
Thatcher og Ronald Reagan náðu
völdum í fjölmennustu löndum Eng-
ilsaxa, en þau hrintu í framkvæmd
mörgu því, sem Hayek hafði kennt
þeim.
2.
Friðrik von Hayek kom til Is-
lands vorið 1980 og flutti hér tvo
fyrirlestra, annan um skipulag pen-
ingamála, hinn um miðju-moðið,
sem hann nefndi svo. Með miðju-
moði átti Hayek við þá algengu hug-
mynd félagshyggjumanna, að ríkið
gæti að skaðlausu rofið sambandið í
milli sköpunar verðmætanna og
skiptingar þeirra. Þetta er sú ein-
kennilega hugmynd, að það hafi
engin áhrif á kappsemi einstak-
lingsins við kökubakstur, að stór
hluti kökunnar sé jafnóðum hirtur
af honum. Hér á landi hitti Hayek
þrjá menn, sem rætt höfðu um
stjórnmálakenningu hans sumarið
1945, annars vegar þá Geir Hall-
grímsson og Ólaf Bjömsson, hins
vegar Jónas H. Haralz, sem þá
hafði ungur hagfræðingur gagnrýnt
hana harðlega í Þjóðviljanum, en
var nú orðinn eindreginn frjáls-
hyggjumaður. Verður mörgum
ógleymanlegt hóf á heimili Geirs
Hallgrímssonar, þar sem þetta var
allt rifjað upp, horft um öxl, en líka
fram á við. Sagði Hayek þar margar
-/elina
Fegurðin kemur innan frá
sögur af sjálfum sér og öðram, til
dæmis Keynes lávarði, Winston
Churchill, Thatcher og Reagan.
Jafnframt ræddi Hayek í Islands-
ferðinni við fjölda ungra manna,
sem orðið höfðu fyrir miklum áhrif-
um af því að lesa rit hans og fengu
nú langþráð tækifæri til að skiptast
á skoðunum við hann. Síðar átti ég
oft eftir að hitta Hayek, á málstof-
um í Oxford-háskóla, þar sem ég
var einn nokkurra námsmanna, sem
vora þá að skrifa doktorsritgerðir
um hugmyndir hans, og á fundum
svonefndra Mont Pelerin-samtaka,
sem Hayek hafði ásamt nokkram
öðram frjálslyndum menntamönn-
um stofnað til skrafs og ráðagerða
árið 1947. Hann var þá sem fyrr
sama ljúfmennið, hávaxinn og höfð-
inglegur, aðalsmaður í ríki andans
og sá lengra og víðar en flestir aðr-
ir, en keppti aldrei að stundarvin-
sældum, heldur sannleikanum ein-
um. Hayek lést í Freiburg 23. mars
1992. Hann var tvíkvæntur og
tveggja bama faðir.
En hvert er merkasta framlag
Hayeks til félagsvísinda og stjóm-
mála á tuttugustu öld? Líklega
finnst flestum hagfræðingum helst
til um lýsingu hans á því, hvernig
sérþekking einstaklinga skapast og
nýtist í frjálsum samskiptum.
Heimspekingar, stjórnmálamenn og
allur almenningur hljóta á hinn bóg-
inn að festa sjónir á því alþjóðlega
skipulagi, sem rís upp úr slíkum
samskiptum og Hayek gerir skil-
merkilega grein fyrir í stjómmála-
ritum sínum, en það kallar hann
„hið rúmgóða skipulag“ (e. the
extended order). Það hvílir á al-
mennum og óhlutbundnum reglum,
ekki nánum kynnum, og þar hittast
menn sem viðsemjendur fremur en
vinir. Mannkynið hefur að sögn Ha-
yeks farið út úr hinu þrönga ná-
grenni fjölskyldu og vina og inn í
skipulag, þar sem einstaklingar
verða að standa á eigin fótum og
eiga samskipti við miklu fleiri menn
en þeir þekkja af eigin raun. Frjáls-
hyggja Hayeks er umfram allt til-
raun til að skilja og skýra það um-
hverfi, sem við köllum oft einu nafni
„nútímann". Að sama skapi er hóp-
eða félagshyggja eftir kenningu
hans tilraun til að halda aftur inn í
hina lífrænu, fámennu heild fyrri
tíðar, þar sem krafíst er samstöðu,
en lítt skeytt um frelsið.
Alræðisstefnur tuttugustu aldar,
nasismi og kommúnismi, voru
þannig í raun afturhaldsstefnur, og
mannskæð strið tuttugustu aldar
verða best skilin sem feiknaleg fjör-
brot hvers kyns hóphyggju. Hug-
myndir Keyness lávarðar um for-
ræði upplýstra menntamanna, sem
beindu markaðsöflum á hagkvæmar
brautir, hvfldu líka að sögn Hayeks
á oftrú á einstökum mönnum og
vantrú á sköpunarmætti og aðlög:
unarhæfni frjálsrar þróunar. í
kenningu Hayeks er frelsi innan
marka laganna aðalatriði, en það er
ekki aðeins frelsi til að velja og
hafna öðram að skaðlausu, heldur
líka frelsi til að róa á ókunn mið,
feta ótroðnar slóðir, - í fæstum orð-
um frelsi til að skapa.
V
SUNDABORG í • SlMI 568-3300
Laugavegi 4, sími 551 4473
Höfundur er prófessor
í stjórmmílnfræöi.