Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 58
—58 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Sj ávarút vegu r í ógöngum SÍÐUSTU þrjú ár stækkaði þorskstofninn hérlendis langt umfram spár ráðgjafa. Þannig var stærð hrygningar- stofnsins 1998 560 þús- und tonn en ekki 280 þúsund tonn eins og skýrslan frá 1995 gerði ráð fyrir. Þannig „rigndi“ óvænt 280 þús- und tonnum af kyn- þroska þorski á þessu Jfc-tímabili. Skýringin er að öllum líkindum óvænt uppsveifla sjáv- arskilyrða. Sjávarút- vegsráðherra og ráð- gjafar hans sýndu þjóð- inni hins vegar þá einstöku hóg- værð, að eigna sjálfum sér þessa óvæntu uppsveiflu sem „árangur" af eigin fagþekkingu og stjómkænsku, þótt þeirra eigin skýrslur og yfirlýs- ingar staðfesti allt aðra skoðun þeirra 1995. Ráðherrann hefur samt þrjóskast við að veiða ekki, „árang- urinn“ sem leitt hefur til gífurlegrar spennu í stjórnkerfí fískveiða. Stað- reyndir um litla fagþekkingu þorsk- veiðiráðgjafa eru hrollvekja. Þorsk- --^stofnar við Kanada og Grænland hrundu í kjölfar friðunar, eftir að ráðgjafar fengu að ráða öllu. Hér- lendis kom niðursveifla í vaxtar- hraða 1980-1983 strax í kjölfar auk- innar stjómunar með friðun. (Út- færslu landhelgi, skrapdagakerfi, möskvastækkun, svæðalokunum o.fl.) Sama sagan endurtók sig hér- lendis 1989-1993 í kjöl- far vaxandi friðunar. Náttúran mótmælti alltaf þvingaðri „upp- byggingu" þorskstofha á sinn hljóða hátt. Ráð- gjafar hafa hafnað svöram náttúrannar. Túlka fallandi vaxtar- hraða þorsks við friðun og þvingaða uppbygg- ingu sem „ofveiði“ vegna villu í reiknilík- ani. í dag er afrakstur þorskstofna í N-Atl- antshafi (Kanada- Græniand-ísland-Fær- eyjar-Noregur- Barentshaf) samtals Vt af því sem hann var meðan veiðar vora frjálsar. Hérlendis era síðustu fréttir m.a. eftirfarandi: 1.) 500 þúsund tonna þorskkökk- ur við Vestfirði (sem ekki mátti við- urkennna stærðina á) virðist hafa tvístrað sér norður fyrir land frá ágúst í fyrra og étið upp rækju- stofninn. Ráðherra og ráðgjafar hans hafa reynt að krafsa sig frá uppákomu þessari með því að „hafa jafnvel átt von á þessu“! Af hveiju úthlutuðu þeir þá 60 þúsund tonn- um af rækju 1. sept. (til viðbótar 15 þúsund óveiddum rækjutonnum) - ef þeir vissu að rækjan yrði étin? Vissu líka að samkvæmt 50% veiði- skyldu í lögum tapa útgerðimar öll- um kvótanum sínum ef 50% veiðast ekki. Var þetta bara hrekkur? 2. ) Samkvæmt upplýsingum í fjöl- miðlum, frá ráðgöfum, fór afli þorsks á togtíma fallandi fyrir Norðurlandi í nýafstöðnu togar- aralli, en eitthvað vaxandi í rallinu fyrir Suðurlandi. Ráðgjafar upp- lýstu að þorskárgangurinn frá 1993 hefði nú farið til hrygningar sex ára. (Ari á undan venju). Kjm- þroskaaldur hefur fallið áður hér- lendis við þvingaða „uppbyggingu" og lofar ekki góðu. Lækkaður kyn- þroskaaldur, fallandi vaxtarhraði, hækkuð dánartíðni og aukið sjálfát, hefur einmitt reynst afleiðing frið- unarstefnu. 3. ) Netarall Hafrannsóknastofn- unar kemur nú neikvætt út. f fjöl- miðlum tala skipstjórar um allt að helmings minnkun veiða í netaralli. Hvar er „árangurinn" af veiðispam- aðinum síðustu ár? Hvar era stóra þorskarnir sem áttu að koma aftur „uppbyggðir"? Verður næsta skýr- ing „ofveiði", eða „við höfðum of- metið stofninn", „við áttum von á þessu“ eða ný útgáfa af hugarflugi, rökstutt með hálfsannleika? Við höfum verð að missa af hund- raðum þúsunda tonna af þorski sem búið er að henda eða verður of seint að veiða vegna allt of lítils þorskkvóta. Verðmætið skiptir tug- um milijarða. Vaxandi upplausn hefur verið að skapast kringum stjórnkerfi fiskveiða af þessum ástæðum. Uppsprengt markaðs- verð þorsks á 110 kr. óveitt kíló endurspeglar örvæntingu að- þrengdustu aðila í sjávarútvegi. Ef Kvóti Við höfum verið að missa af hundruðum þúsunda tonna af þorski sem búið er að henda eða verður of seint að veiða, segir Kristinn Pétursson, vegna alltof lítils þorskkvóta. byggingaverktaki myndi þurfa að byrja á því að kaupa sér steypu- réttindin fyrir 90% af bygginga- verði húsnæðis og steypuréttindin yrðu svo notuð til að komast yfir annað byggingarefni, hvaða ímynd myndi þá skapast af „bygginga- braski"? Hvað myndi Samkeppnis- stofnun segja? Almenningur fær eðlilega ranghugmyndir um „gróða“ útgerða vegna þess upp- spennta ástands sem hefur skapast og sjávarútvegsráðherra er ábyrg- ur fyrir öðram fremur. Staðreyndin er svo sú að hagnaður útgerða 1997 var í reynd aðeins 1% af veltu fyrir breytilegar tekjur! (Ræða forstjóra Þjóðhagsstofnunar á aðalfundi LÍÚ 1998.) Það var nú allur gróðinn. Ranghugmyndir um gífurlegan hagnað útgerða hafa því orðið til Kristinn Pétursson vegna þeirrar verðlagningar sem spenna í stjómkerfi fiskveiða hefur framkallað. Skýring á háu verði er m.a. örvænting fiskimanna sem era að kaupa sig frá sekt vegna þorsks sem ekki átti að veiða, eða kaupa sér aðgöngumiða að öðram fiskteg- undum sem illa gengur að veiða en aflaheimildir era fyrir og enginn kemst að fyrir þorski. Verðlagning á hlutabréfum í sjávarútvegi sem miðast við verðspennu kvótaleigu virðist mér afskaplega hæpin spila- borg. Háskólamenn og fleiri vilja svo leggja á auðlindaskatt til að ná tökum á gróðanum. Hvað á sá skattur að vera stór hluti af 1% hagnaði útgerðarinnar 1997? I kosninagbaráttunni hafa sumir stjómmálamenn talað um sérstaka skattlagningu á kvótasölugróða. Hefði þeim ekki verið nær að reyna fyrst að skilgreina efnislega hvað það er sem veldur óraunhæfri verð- lagningu á veiðiheimildum og reyna að gera ráðstafanir til að draga úr spennunni frekar en að fara á hug- arflug um að skattleggja afleiðing- amar af ástandinu? Landvinnsla í bolfiski hefur tapað milljörðum síð- ustu ár og það hefur nánast verið látið afskiptalaust. Mér finnst það dæmalaus óskammfeilni þegar sjáv- arútvegsráðherra hefur verið að hreykja sér af „árangri“ sínum. Mörg smærri fyrirtæki í sjávarút- vegi engjast um í pattstöðu alls kon- ar vandræða. Nokkram stærri fyr- irtækjum hefur gengið vel og geng- ur vonandi vel áfram. Auðvitað má tína til ýmislegt jákvætt. Það já- kvæðasta í dag er að sjávarútvegs- ráðherrann skuli vera að láta af störfum. Höfundur er framkvæmdastjóri. Lokahnykkurinn getur skipt öUu og þarf ekki að kosta nema eitt símtal Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt Hringdu »(898 4332 INTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavlk • slml 510 8020 • www.intersport.is ^o.830 990 Predator Accelerator Traxion )90 Quantro 2 Traxion TPU m. *^.490 Quantro 2 Traxion TPU Jr. Spectral Traxion TPU.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.