Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 59 UMRÆÐAN Harmsagan á Balkanskaga: Stutt söguyfírlit MÉR finnst rétt að rekja nokkuð aðdrag- anda átakanna í Júgóslavíu. Mestallur Balkanskagi laut Tyrkjaveldi í um 500 ár (frá 14. öld til 19. ald- ar). Yfirvöldin komu fram við kristnu íbúana þar af mikilli grimmd. Til að losna undan þessari kúgun gerðust margir íbúar Balkanskaga Mú- hameðstrúar en meiri- hlutinn hélt samt tryggð við kristna trú sína sem var yfirleitt grísk-kaþólsk. I Júgóslavíu gömlu voru mörg þjóðarbrot. Þau tvö stærstu, Króat- ar og Serbar, tala sama tungumálið, serbókróatísku. Það gera einnig bosnískir múslímar; serbókróatíska var þannig langalgengasta tungu- málið í landinu. Tvennt skildi Serba og Króata að: Serbar voru í trúar- brögðum grísk-kaþólskir og notuðu kyrilliskt stafróf; Króatar voru róm- versk-kaþólskir og notuðu latneska stafrófið. Önnur helstu tungumál í gömlu Júgóslaviu voru slóvenska, makedóníska, albanska og ung- verska. Myndun „gömlu“ Júgóslavíu árið 1919 var fyrst og fremst sam- eiginlegt verk Króata og Serba. Nokkrar deilur urðu milli þjóðanna tveggja en engin aðskilnaðarhreyf- ing Króata varð þó til nema fasista- hreyfingin Ustasja sem lítið fylgi fékk. Vandræðin byrjuðu fyrst að ráði eftir að þýskir nasistar hertóku landið árið 1941. Þeir skiptu Júgó- slavíu í marga hluta; einn þeirra var Króatía ásamt Bosníu þar sem Ustasjaleiðtoganum Pavelits voru fengin völdin. Hann hóf útrýmingar- herferð gegn Serbum sem muna þessa atburði vel. Skæruliðar vinstri manna undir forystu kommúnistans Títós, sem var að hálfu Króati og að hálfu Sló- veni, urðu öflugustu andstæðingar nasista og Ústasjasveitanna. Þeir náðu öllum völdum í landinu árið 1945 og innleiddu kommúnistastjóm undir forystu Títós. Meðal helstu markmiða Títós var að sætta þjóðarbrotin. Júgóslavía varð að formi til lýðveldi sex sam- bandsríkja; Slóveníu, Króatíu, Bosn- Gísli Gunnarsson íu, Makedóníu, Serbíu og Svartfjallalands. Bosnía varð sérstök stjórnarheild því að úti- lokað var talið að skipta mætti landinu milli ólíkra þjóðarbrota. Margir Serbar bjuggu í Króatíu. Albanir og Ungverjar voru fjöl- mennir í Serbíu og fengu þar sjálfstjórnar- svæði.. Nokkrar deilur voru milli þjóðarbrotanna en þær ógnuðu þó ekki til- vist sambandsríkisins fyrr en á níunda ára- tugnum. Þá varð mikil kreppa og stöðnun í júgóslavísku efnahagslífi. Ýtti þetta undir sjálf- stæðishreyfingar víðast hvar í Júgó- slavíu. Hrun ríkisins hófst með valdatöku serbneska þjóðrembu- mannsins Mílósévits og manna hans árið 1989. Helsta markmið hans í upphafi var að afnema sjálfstjórnar- svæðið Kosovo og var það gert. Hert var á allri kúgun á albanska meiri- hlutanum þar. Kosovo-Albanar brugðust við þessari kúgun í upphafi af þolgæði en án árangurs, urðu þá (1993) til albönsku skæruliðasveit- imar UCK (á ensku KLA) sem eru mjög umdeildar, hafa t.d. verið ásakaðar um hryðjuverk gegn öðr- um Albönum. Eftir Kosovoatburðina 1989 fóru menn í einstökum sambandsríkjum að óttast að næst myndu valdhaf- arnir í Belgrad snúa sér að þeim og afnema sjálfstjóm þeirra. Nýjar og lýðræðislega kjömar ríkisstjórnir Slóveníu og Króatíu lýstu því árið 1991 yfir sjálfstæði ríkjanna frá Júgóslavíu. Frá lokum síðari heim- styrjaldarinnar hafði sú regla gilt í alþjóðasamskiptum að ekkert ríki mátti leysa upp; enn fremur að öll landamæri væru óbreytanleg. Þessu vom öll stórveldin sammála. Menn óttuðust fordæmi slíkra breytinga. En upplausn Sovétrikjanna 1990- 1991 skapaði fordæmi fyrir upp- lausn annarra ríkja, næst Sovétríkj- unum kom Júgóslavneska sam- bandslýðveldið. Farið var að viður- kenna sjálfstæði nýma ríkja frá stærri ríkisheildum. En samtímis var fast haldið í regl- una um óbreytt landamæri. Litið Júgóslavía Kosovo-AIbanar, segir Gísli Gunnarsson, brugðust við þessari kúgun í upphafí af þol- gæði en án árangurs. var svo á að landamæri landshluta eða héraða sambandsríkja væm óbreytanlegar stærðir þegar ríkis- hlutarnir urðu sjálfstæð ríki. Hér var um þverstæðukennda ályktun að ræða sem hefur haft margt illt í för með sér. Tökum gömlu Júgóslavíu sem dæmi: Áður var það talið í góðu lagi að margir Serbar byggju utan Serbíu þar sem þeir bjuggu hvort eð er í gömlu Júgóslavíu. En þegar Króatía lýsti yfir sjálfstæði frá sam- bandslýðveldinu, urðu gömul hér- aðslandamæri að ríkislandamærum sem samkvæmt skilningi vestrænna ríkja urðu óbreytanleg. Þá gerðu Serbar í Króatíu uppreisn og neit- uðu að viðurkenna hið nýja ríki. Það gerðu hins vegar Vesturveld- in eitt af öðra, lýstu nýju landamær- in heilög og gerðu engar ráðstafanir til að réttur minnihlutahópa væri virtur. Litið var á serbneska minni- hlutann þar sem uppreisnarhóp og stjórn Króatíu tókst að fá vestræna hemaðaraðstoð til að berja á honum og flæma á brott. Bættust þessir Serbar við hópa annarra flótta- manna í Serbíu, en þar vora áður en loftárásirnar hófust nýlega alls um 650 þúsund flóttamenn, fleiri en í öðra ríki á Balkanskaga. I Bosníu var þjóðemisdæmið mjög flókið. Serbar vora þar um 36% íbúanna, Króatar 18% og múslímar 43%. I tiltölulega lýðræðislegum kosningum sigraðu þjóðemisflokkar hvers þjóðarbrots. Áð þeim loknum ákváðu Króatar og múslímar að stefna að sjálfstæði Bosníu. Þessu vora Bosníu-Serbar andvígir. Vildu þeir að Bosnía gengi í nýja júgóslav- neska sambandsríkið sem Serbía og Svartfjallaland höfðu þá myndað. En meirihluti múslíma og Króata í Bosníu fékk vilja sínum framgengt og lýsti yfir sjálfstæði landsins árið 1992. Þótt 40% íbúanna væra andvíg ^ sjálfstæði, og þótt engin réttindi «' þjóðarbrota væra í upphafi tryggð í landinu, stóð ekki á viðurkenningu Vesturveldanna á þessu nýja „ríki“. I kjölfarið hófst styrjöldin og óöldin í Bosníu. Bosníustyrjöldinni fylgdu svo- nefndnar þjóðernishreinsanir þar sem var markmið hverrar þjóðar að á tilskildu landssvæði ætti aðeins að búa ein þjóð þar sem áður bjuggu margar. Öll þjóðarbrotin iðkuðu þessa iðju. Serbar og Króatar sóttu styrk, ekki síst vopn, til sjálfstæðra heimalanda sinna og vora því í _ sterkari stöðu til að fremja ódæðis- verk en múslímarnir. Upphaflegt samkomulag múslíma og Króata rann fljótt út í sandinn og í landinu ríkir enginn lýðræðislegur meiri- hluti eins og er. í þjóðernishreins- unum tókst að mestu leyti að út- rýma blönduðum byggðum þannig að nú býr hvert þjóðarbrot nær ein- göngu á „eigin“ aðskildu lands- svæði. Til að halda ríkinu saman, meira eða minna í andstöðu við þjóðarbrotin þrjú, er æðsta stjómin í höndum erlends herliðs. Byggist það á Daytonsamkomulaginu sem er í raun og veru stjórnarskrá Bosníu. Höfundur er prófessor í sagnfræði. Fyrstir til Rotterdam Fyrstir íslenskra flutningsmiðlara hafa BM Flutningar opnaó eigin skrifstofu erlendis og þannig stigið stórt skref í aukinni þjónustu við viðskiptavini sína. Með nýrri skrifstofu BM Flutninga í Rotterdam komast viðskiptavinirfýrirtækisins í nánari tengsl við markaðinn erlendis. Starfsmenn BM Flutninga fylgjast náið með öllu flutningaferlinu án milligöngu þriðja aðila, sem leiðirtil lægri forflutnings- kostnaðar og betri þjónustu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins hér á landi. Hafðu samband við okkur hér eða í Rotterdam ogfáðu nánarí upplýsingar. BM FLUTNINGAR Holtabakki v/Holtaveg, 104 Reykjavík. Sími 569 8000. Fax 569 8001. www.bm.is. Den Hamweg 30, 3089 KK Rotterdam, The Netherlands. Tel.: +31 10 428 5065. Fax: +31 10 428 5064.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.