Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Enginn bilbugur á Signrbirni og Oddi
Keppi á Oddi
meðan hann
stendur fyrir sínu
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ÞEIR félagar Sigurbjörn og Oddur hafa hal-
að Lnn mörg gullin á sameiginlegum ferli sm-
um, þar á meðal íslandsmeistaratitla í bæði
tölti og fjórgangi. Sá gamli er orðinn vanur
verðlaunavafstrinu og notar tímann til að
slappa vel af.
ODDUR frá Blöndu-
ósi er nú að hefja
sitt níunda keppnis-
tímabil hjá Sigur-
birni Bárðarsyni,
sem þykir óralangur
tími. Þegar hestar
hafa verið svona
þrjú til fjögur ár í
keppni er talað um
að þeir séu orðnir
gamlir í hettunni og
keppnisreyndir.
Hafa margir býsnast
mjög yfir því hvað
hann Sigurbjörn ætli
nú eiginlega að
keppa lengi á honum
Oddi og þótti því
rétt að spyrja hann í
lok Reykjavíkur-
meistaramótsins
hvenær hann ætli að
hætta með Odd?
„Meðan Oddur er
jafn sterkur og hann
hefúr verið og ég
eignast ekki annan
sterkari mun ég
keppa á honum,“
segir Sigurbjörn og
bætir við: „Annars
geri ég ekki lang-
tímaplön um það
hvað ég keppi lengi
á þessum eða hinum
hestinum. Ég met
stöðuna þegar ég
skrái til leiks og vel
að jafnaði þá hesta
sem ég tel sterkasta
hverju sinni. Ef ég
hefði annan betri en
Odd tæki ég hann
hiklaust fram yfír.
Það má segja um Odd að hann
er síður en svo að dala og ef
eitthvað er held ég hann sé
frekar að bæta sig. Ég er
reyndar búinn að selja Odd
tvisvar sinnum en forlögin
hafa gripið inn í þannig að
þessar sölur hafa gengið til
baka. Það hefur verið tekin
ákvörðun um að hann verði
ekki seldur úr því sem komið
er og ég mun keppa á honum
svo lengi sem hann er einn af
bestu tölturum landsins,“ sagði
Sigurbjörn að endingu.
Sigurbjöm keppti á Oddi
fyrst hjá Fáki vorið 1991 og
unnu þeir sér sæti í liði Fáks
sem keppti í B-flokki á fjórð-
ungsmótinu á Gaddstaðaflötum
sama árið. Ekki komust þeir í
úrslit þar en árið eftír urðu þeir
íslandsmeistarar í tölti og á
þessum átta árum hafa þeir
tvisvar orðið Islandsmeistarar í
töltí.
Sigurbjörn
í gamla
hamnum
HISI’Ali
■'ivi
U\V. ;*r-
__________________________________________________________
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
KEPPNIN var spennandi £ tölti barna en þar sigraði Skúli á Svertu lengst til vinstri og næst koma Sara á
Hirti, Unnur á Vini, Þóra á Gosa og Ásdís á Gullfaxa.
Víðidalur í Rejkjavfk
REYKJAVÍKURMEISTARAMÓT
í HESTAÍÞRÓTTUM
SIGURBJÖRN Bárðarson hefur ekki
sagt sitt siðasta sem keppnismaður
því enn einu sinni hirðir hann megnið
af gullverðlaunum Reykjavíkurmeist-
aramótsins i opnum fyrsta flokki.
Þessum árangri náði Sigurbjörn á
fjórum hrossum, þeim kunna Oddi
frá Blönduósi í tölti og fjórgangi, Byl
frá Skáney, Ósk frá Litladal i 250
metra skeiði, Neista frá Miðey í gæð-
ingaskeiði og 150 metra skeiði og
Húna frá Torfunesi í slaktaumatölti.
Með þessum árangri sýnir Sigurbjöm
svo ekki verður um villst að enginn
skyldi fara að afskrifa hann sem
keppanda í fremstu röð.
Eftirminnilegasti og sætasti sig-
urinn hjá Sigurbirni að þessu sinni
er án efa sigurinn í fimmgangi þar
sem hann vann sig upp úr fjórða
sæti í sigursætið, enda gekk á ýmsu
í úrslitum fimmgangs þar sem skeið-
sprettir mistókust hjá sumum kepp-
enda. Sigurbjöm mætti þama til
leiks með nýjan sjö vetra hest, Byl
frá Skáney, og verður fróðlegt að sjá
hvemig þeim gengur í sumar. En
ungu mennimir urðu að játa sig
sigraða að þessu sinni í fimmgangi.
FRISTUNDAFÓLKIÐ er farið að fjölmenna í 2. flokk og var keppnin
þar mikil og góðir sprettir á köflum. Þóra Þrastardóttir sigraði í tölti
á Hlyni frá Forsæti og er hún hér ásamt börnum sínum, Ellý og Ragn-
ari, með verðlaunin.
Auðunn Kristjánsson mætti með
HM-kandídat sinn Baldur frá Bakka
og leiddi eftir forkeppni en endaði í
þriðja sæti. Sveinn Ragnarsspn varð
í öðru sæti á Brynjari frá Árgerði
sem rangnefndur var Blær í grein
um stóðhestadóma í síðustu viku en
þeir urðu í öðm sæti í slaktauma-
tölti. Þá varð Alexander Hrafnkels-
son fjórði á Prins frá Hvítárbakka
og Vignir Jónasson fimmti á sínum
HM-kandídat, Klakki frá Búlandi.
I töltinu var sigur Sigurbjöms og
Odds nokkuð ömggur en í bæði
töltinu og fjórgangi kom Daníel
Jónsson á stóðhestinum Erli frá
Kópavogi en þeir vom þeir einu
sem vom í úrslitum á báðum þess-
um greinum. Þótt oft hafi margt fal-
legt verið sagt um þann þraut-
reynda Odd má hiklaust ítreka að
hægatöltið í klárnum er stórglæsi-
legt þegar þeim félögum tekst hvað
best upp og líklega sjaldan verið
betra en nú. I fjórgangsúrslitum
var meðal keppenda nýtt andlit,
I
Á mbl.is er sérstakur vefur sem fjallar um Formúlu t og allt sem keppninni viökemur.
UppHföu spennuna og taktu þátt í skemmtilegum Formúluleik á mbl.is í samvinnu við Sjónvarpið.
f aðalvinning er viku kappakstursferð með gistingu fyrir tvo á Formúiu í Barcelona í lok maí
Aukavinningar eru 2 Sony Playstation leikjatölvur frá Skífunni með Formúla 1 leik og miðaf
SJÓNVARPIÐ
OPIN KERFIHF
FLUGLEIÐIR
Komdu á Formúluvefinn á mbl.is oQ
í leiknum. Þar færðu líka allar nánari