Morgunblaðið - 11.05.1999, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 73
í DAG
BRIDS
Um.sjón Guðinundur
l’áll Arnarson
SUÐUR spilar sex spaða og
vandamálið er tígullinn, þar
sem blasa við tveir tapslagir:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
A ÁD63
¥ DG8
♦ 932
* Á84
Suður
* KG10987
¥ÁK4
* Á87
* 3
Vestur Norður Austur Suður
- 3 lauf 3 spaðar
Pass 4 lauf Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Laufdrottning.
Hver er áætlun lesandans?
Til að byrja með er sjálf-
gert að drepa á laufás og
aftrompa mótherjana. Það
kemur í ljós að austur hefur
byrjað með þrjá spaða, en
vestur engan. Sem eru út af
fyiir sig góð tíðindi, því nú
eru allar líkur á að austur sé
með tíu svört spil og aðeins
þrjú rauð.
Næsta skref er að trompa
lauf. Vestur fylgir. Þá er
tígulásinn tekinn og hjarta
spilað þrisvar:
Norður
* ÁD63
¥ DG8
♦ 932
+ Á84
Vestur Austur
+ -
¥ 109632
♦ KG10654
+ D7
Suður
+ 542
¥ 75
♦ D
+ KG109652
+ KG10987
¥ ÁK4
♦ Á87
+ 3
Það lá fyrir í upphafí að
eina leiðin til vinnings
byggir á því að hægt sé að
senda austur inn á við-
kvæmu augnabliki til að
spila laufi út í tvöfalda
eyðu. En þá má austur ekki
eiga fleiri en einn tígul. Nú
er sviðið sett fyrir innkast-
ið: laufí er spilað úr borðinu
og tígli hent heima. Austur
lendir inni og verður að
spila laufí. Suður hendir þá
tígli heima og trompar í
borði.
Pennavinir
TUTTUGU og tveggja ára
kanadísk stúlka með marg-
vísleg áhugnmál:
Christina Boyington,
c/o Wendy Mowbray,
33-5 Galt Ave,
Cambridge,
Ontario,
NIR 8E4,
Kanada.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
ai-mót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
ariausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símamímer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, Sent í
bréfsíma 569-1329,
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
Árnað heilla
Hlutavelta
7000 80 ÁRA afmæli. Hjónin Guðrún Hjálmarsdóttir og
l v/Hjálmar Sigmarsson, Hólkoti, Hofshreppi, Skagafirði
halda uppá afmælin sín 15. maí. Guðrún varð 70 ára 23. des-
ember 1998 og Hjálmar 80 ára 24. apríl 1999. Þau bjóða ætt-
ingjum og vinum að gleðjast með sér laugardaginn 15. maí í
Félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi milli kl. 14.30 og 18.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr. 468
og þremur fatapokum til styrktar Rauða krossi íslands.
Þær heita Eindís Valgarðsdóttir og Stella Eðvaldsdóttir.
Ast er...
... allt sem minnir
þig á hann.
TM R+fl. U.3. PaL 09.—«11 risW* n—n*d
(c) 1999 Los Tlmes SynckcaM
KANNSKI, en ég vil
fyrst kynnast þér
betur. Gefðu mér upp
leyninúmerið í
bankanum þínum.
Á GLÆSIVÖLLUM
[Prentað fyrsta sinn í Snót, Akureyri 1877, bls. 201-202]
Hjá Goðmundi’ á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll,
og trúðar og leikarar leika þar um völl,
en lítt er af setningi slegið.
Á Grím’ enum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín;
en horns yfir öldu eiturormur gín,
og enginn þolir drykkinn, nema jötnar.
Goðmundur kóngur
er kurteis og hýr,
yfír köldu býr;
fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr,
og feiknstafir svigna í brosi.
Brot úr Ijóð-
inu á Glæsi-
völlum, ort
árið 1865.
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
alt er kátt og dátt;
en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan ...
Brímur
Thomsen
(1820/1896)
Áfengt er mungátið
og mjöðurinn er forn,
mögnuð drykkjarhorn,
en óminnishegri og illra hóta norn
undir niðri’ í stiklunum þi-uma.
Með morgunkaffinu
LJOÐABROT
STJÖRNUSPl
cftir Frances llrake
w
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert kröfuharður við
sjálfan hig sem aðra og um
leið ogþað er styrkur þinn
verðurþú að varast að
ganga oflangt í fullkomn-
unai'áráttunni.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þér finnast öll spjót standa á
þér og þú eigir erfítt með að
einbeita þér að því sem máli
skiptir. Þér er nauðsynlegt
að setja hlutina upp í for-
gangsröð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft ekki að hrópa á
götuhornum til þess að vekja
athygli á sjálfum þér. Það fer
betur á hinum þöglu verkum
sérstaklega fyrir aðra.
Tvíburar ..
(21. maí - 20. júní) ‘A’A
Sterk athafnaþrá getur leitt
þig í ógöngur ef þú þekkir
ekki takmörk þín. Reyndu
því að skipuleggja daginn
þannig að þér vinnist vel.
Krdbbi
(21. júní - 22. júlí)
Þér gengur margt í haginn
jafnvel svo að þú mátt varla
stjórna gleði þinni. En um
leið og þú nýtur gleðinnar þá
mundu að allt er best í hófi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) W
Það gagnast þér lítið að vera
stöðugt að Mta um öxl og
kvelja sig með gerðum hlut-
um. Hættu þessu og horfðu
þess í stað fram á við með
djörfung og dug.
Meyjá ~
(23. ágúst - 22. september) WsL
Þótt þér finnist stundum
erfitt að umgangast aðra í
frítíma þínum þá máttu ekki
alveg klippa á slík samskipti
þvi maður er manns gaman.
(23. sept. - 22. október) 0 «
Þú þarft að gefa þér betri
tíma til að sinna þeim hlutum
sem raunverulega skipta
máli. Láttu annað liggja á
milli hluta að sinni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það stefnir í að þú náir tak-
marki þínu. Það er þó engin
ástæða til þess að leggja árar
í bát heldur skaltu setja
markið hærra og halda áfram.
Bogmaður >ys
(22. nóv. - 21. desember) ítfr
Öllu gamni fylgir nokkur al-
vara og það á við bæði í starfi
og utan þess. Gættu þín og
mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) +SP
Það kann að virðast gott ráð
að drekkja áhyggjunum í
einhverjum framkvæmdum.
En vandinn verður samt
áfram til staðar og krefst at-
hygli þinnai' fyn- eða síðar.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Sestu nú niður og reyndu að
gera þér grein fjrir því
hvaða verkefni það eru sem
skipta máli og hver geta beð-
ið. Þú verður að vinna bug á
stressinu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Leggðu þig fram um að sýna
þínar bestu hliðar svo að þér
takist að vinna aðra til fylgis
við málstað þinn. Aðeins
þannig geturðu búist við ein-
hverjum árangri.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRVÍK
ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
•1 EVOSTIK k
ÞÉTTIEFNI
m&mzsr
< •æsssta
-1 Roof &
fiMtter Saalant
ARVIK
ÁRMÚLA1 • SlMI 568 7222 • FAX 568 7295
Rýmingarsala
Rýmum fyrir sumarvörum
Blússur og pils
verð frá
kr. 1.000
ELÍZUBÚÐIN
Skipholti 5.
NÁTTÚRULEG
SrsfYFmVÖRULÍNA FYFUR
DÖMUR OG HERRA
Spennandi
kaupaukar
Ráð
frá
Snyrtiuoiudeild
í dag
12-17
Þeir sem bjuggu og áttu heima í Stangarholti, Stórholti, Meðalhoiti, Ein-
j holti, Þverholti, Skipholti, Nóatúni og Háteigsvegi á árunum 1940-1970
| ætla aö hittast og rifja upp gömlu góðu kynnin.
Staður og stund: Versalir, (áður Gullhamrar), Iðnaðarmannafélagshúsinu,
Hallveigarstíg 1, laugardaginn 15. maí nk. kl. 21-3.
Til skemmtunan Viö sjálf og frjáls dagskrá i höndum Holtakrakkanna.
Landsfrægir söngvarar úr Holtunum munu stíga á stokk o.fl. Snillingarnir
j leika fyrir dansi.
Veislustjóri: Þórður Sigurgeirsson.
Miðaverö: Sama og var fyrir tveimur árum kr. 1.500. Miðasala hefst
j fimmtudaginn 29. april í Tré-List, Engjateigi 17. Opið á venjulegum versl-
j unartíma. Einnig verður miðasala við innganginn 15. maí. Hittumst öll 15.
maí og endurlifum æskubrekin og kvöldið fyrir tveimur árum.
L------...----- -- Undirtoúningsnefnd.
AUGLYSINGADEILD
Simi: 569 1111, Bréfsími: 569 1110
Netfang: augl@mbl.is
I