Morgunblaðið - 11.05.1999, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Tveir ráðherrar láta af embætti eftir rflrisráðsfund í dag
Viðræður stjornar-
flokkanna hefjast í dag
ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks samþykktu í gær að formenn
flokkanna fengju umboð til að ræða áframhald-
andi samstarf flokkanna í nýrri ríkisstjórn.
Davíð Oddsson forsætisráðherra gekk í gær á
fund Olafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands,
til að gera honum grein íyrh- stöðunni að lokn-
um alþingiskosningunum.
Að loknum fundum ríkisstjórnar og ríkisráðs í
•Yttk dag er gert ráð fyrir að viðræður flokkanna um
stjómarsamstarf geti hafist. Tveir ráðherranna,
Guðmundur Bjarnason, umhverfis- og landbún-
aðarráðherra, og Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegs- og dómsmálaráðherra, láta af störfum sín-
um í dag.
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, kvaðst eftir þingflokksfund sjálfstæðis-
manna vona að viðræður við Framsóknarflokk-
inn leiddu til réttrar niðurstöðu. Hann sagði
engar efasemdir í þingflokknum um viðræðurn-
ar, hann hefði samþykkt víðtækt umboð sér til
. handa til að haga viðræðunum af hálfu flokksins
' ^rf þágu hans.
Morgunblaðið/Kristinn
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
tók á móti Davíð Oddssyni forsætisráðherra í
gær þar sem Davíð greindi honum frá
stöðu mála í kjölfar úrslita kosninganna.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, sagði að eining hefði verið innan þing-
flokksins um að ræða áframhaldandi stjómar-
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann taldi við-
ræðurnar geta tekið nokkum tíma, ýmis um-
fangsmikil mál varðandi stjóm landsins þyrfti að
ræða og afgreiða næstu daga og hann sjálfur
yrði að sitja mikilvæga fundi erlendis í næstu
viku.
Halldór vildi ekkert segja um það hvort hann
myndi eiga fmmkvæði að því að ráðuneytum
yrði skipt milli flokkanna á annan veg en nú er
og Davíð taldi ekki að breyta ætti hlutfallslegri
skiptingu milli flokkanna, bilið milli þeirra hefði
ekki aukist svo.
Nokkrir þingmenn sem Morgunblaðið ræddi
við í gær töldu líklegast að núverandi stjómar-
flokkar héldu áfram samstarfi en talsverð vinna
væri framundan við að fara yfir málefni sem
flokkamir leggja áherslu á að nái fram að ganga
á nýju kjörtímabili.
■ Kosningamar/2/4/10/12/42/Dl-16
Flótta-
mennirn-
ir heilsu-
hraustir
47 FLÓTTAMENN frá Kosovo
komu til landsins síðdegis á
laugardag. Hafa þeir nú kom-
'^ið sér fyrir á Héraðsskólanum
að Eiðum á Fljótsdalshéraði
og hafa í nógu að snúast.
Börnin, sem alls eru um 25,
fóru öll í læknisskoðun í gær
og sagði Þórólfur Guðnason
barnalæknir að útlit væri fyrir
að heilsufar barnanna í hópn-
um væri almennt gott. Hér
hlustar Þórólfur hina mu ára
gömlu Fitore Krasniqi og var
hún hin hressasta. Fullorðnir
fara síðan í læknisskoðun í dag
en gert er ráð fyrir að hópur-
inn dvelji að Eiðum í hálfan
mánuð, þar til hluti hans flyst
til Fjarðarbyggðar og hinn
■^hlutinn til Dalvíkur.
■ Erum þakkIát/42
Morgunblaðið/Sverrir
Þingmaður skrifar dómsmálaráðherra Bandarfkjanna vegna varnarliðsflutninga
EINN þingmanna demókrata í
öldungadeild Bandaríkjaþings,
Robert Torricelli, hefur skrifað
Janet Reno dómsmálaráðherra
bréf og lýst áhyggjum yfir dómi í
máli skipafélaganna Eimskips og
Van Ommeren vegna flutninga
fyrir varnarliðið í Keflavík. Vill
hann að ráðuneytið áfrýi úrskurð-
inum, sem féll bandaríska hemum
í óhag. Afrit bréfsins var sent Al-
bright utanríkisráðherra og
Cohen vamarmálaráðherra.
Torricelli segir í bréfinu að for-
seti og utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna geti ekki mótað og fram-
Vill að úrskurði
verði áfrýjað
fylgt utanríkisstefnu landsins hafi
alríkisdómarar rétt til að úrskurða
um réttmæti hennar og telur að
dómurinn geti haft mikil áhrif á
stefnu landsins í utanríkis- og
hemaðarmálum standi hann.
Þingmaðurinn krefst þess að
bandaríska dómsmálaráðuneytið
áfrýi þeim úrskurði að ákvörðun
Bandaríkjahers þess efnis að
ganga að tilboðum Atlantsskipa í
Garðabæ og bandaríska skipafé-
lagsins TransAtlantic Lines sam-
ræmist ekki lögum.
Frá 1986 hefur flutningum fyrir
vamarliðið verið skipt milli lægst-
bjóðenda í hvoru landi fyrir sig
samkvæmt samningi ríkjanna. Sá
sem lægst býður fái þó ekki nema
65% flutninganna og sá sem lægst
hafi boðið í hinu landinu fái 35%
þeirra. Torricelli segir að þótt fé-
lögin séu bæði í eigu sömu aðila og
undir sömu stjóm sé Ijóst að ann-
að þeirra sé íslenskt og hitt
bandain'skt. Dómurinn taldi að
banna yrði tilboð félaganna þar
sem þau væm ekki í samkeppni
hvort við annað.
■ Segir dóm/43
Reyndi
að kjósa
tvisvar
EINN frambjóðandi til Al-
þingiskosninganna í Norður-
landskjördæmi vestra reyndi
að kjósa tvívegis í kosningun-
um. Þorbjöm Arnason, for-
maður yfirkjörstjómar Norð-
urlandskjördæmis vestra, seg-
ir þetta hafa verið mjög
óvenjulegt og viðkomandi
megi búast við ákúmm.
„Einn frambjóðandi kaus ut-
an kjörfundar og lét sig svo
hafa það að laumast á kjörstað
til að kjósa, án þess að láta vita
um að hann væri búinn að
kjósa utan kjörfundar. Eg man
ekki eftir svona tilvikum áður,“
segir Þorbjöm.
Tilraun frambjóðandans
rann út í sandinn
Hann segir að þessi tilraun
hafi mnnið út í sandinn þar
sem árvökulir menn hafi upp-
götvað að ekki væri allt með
felldu.
„Frambjóðendur eiga nú að
vita allra best að menn kjósa
ekki tvisvar. Þessi maður fær
sjálfsagt einhverjar ákúrar
þegar þar að kemur. Hann
náði hins vegar ekki kjöri og
enginn af hans lista.“
Byrjað að
þýða
Windows 98
á íslensku
SAMIÐ hefur verið við Navision
Software Island ehf. um að þýða
Windows 98 og Internet Explorer
5.0 frá Microsoft á íslensku og er
vinna við þýðinguna hafin, en ís-
lensku útgáfurnar koma væntan-
lega á markað fyrir næstu ára-
mót. Microsoft ber allan kostnað
af þýðingunni og samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins er um
tugmilljóna króna samning að
ræða.
Navision Software ísland er í
eigu Kögunar hf. og hefur fyrir-
tækið þýtt Navision Financials
fjármálakerfið frá Navision
Software A/S í Danmörku og stað-
fært það fyrir íslenska notendur.
Starfshópur fer
yfir þýðinguna
Að sögn Katrínar Olgu Jóhanns-
dóttur, framkvæmdastjóra Na-
vision Software ísland, verður jrfir-
stjóm þýðingar Microsoft hugbún-
aðarins á íslensku á vegum fyrir-
tækisins L&H Mendez í Svíþjóð.
Það mun annast prófanir á þýðing-
unni, en starfshópur sem skipaður
er fulltrúum frá Islenskri málstöð,
Skýrslutæknifélaginu og mennta-
málaráðuneytinu fer svo yfir end-
anlegu þýðinguna. Segir Katrín
Olga að þýðingin á Windows 98 og
Intemet Explorer 5.0 sé vonandi
upphafið að farsælu samstarfi Na-
vision Software - Island og
Microsoft og í kjölfarið fylgi m.a.
þýðing á Office-pakkanum frá
Microsoft.
■ fslensku/20