Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 14

Morgunblaðið - 21.05.1999, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Island séð með dönsk- um augum FRAMLENGD hefur verið um viku sýning danska listamanns- ins Carsten Lyngdrup Madsen í Galleríi Svartfugli og lýkur henni um hvítasunnuna. Þema sýningarinnar er ísland séð með dönskum augum. Carsten flutti til íslands með fjölskyldu sína frá Hering í Dan- mörku fyiúr tveimur árum, en þar starfaði hann sem kennari. Fjölskyldan vildi komast burt frá erlinum og þéttbýlinu ytra, komast nær náttúrunni og kynnast menningu landsins. Sýningin er í senn túlkun Carstens á þeim áhrifum sem Island hafði á hann og nokkurs konai- kveðja til íslands því fjöl- skyldan flytur að nýju til Dan- merkur í sumar. Gallerí Svartfugl er opið alla daga nema mánudag frá kl. 14 tais. Aldamóta- nefnd fær 15 milljónir BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti í gær að heimila alda- mótanefnd að miða við 15 millj- óna króna heildarfjárveitingu vegna hátíðahalda á næsta ári. Innifalinn í þessari upphæð er kostnaður vegna gerðar útilista- verks sem þegar hefur verið boðið út. Kjördæma- mót í brids UM helgina verður spilað kjör- dæmamót í brids á Akureyri. Eins og nafnið ber með sér sendir hvert kjördæmi lið í mót- ið og spila fjórar sveitir í hverju liði. Spilað verður á Hótel KEA og hefst mótið ki. 11 á laugardags- morgun og lýkur um kvöldmat- arleytið á sunnudag. Fermingar- afmæli SÚ hefð hefur skapast í Akur- eyrarkirkju að boða þá sem fermdust fyrir 10, 20, 30, 40 og 50 árum til guðsþjónustu á hvítasunnudag. Það eru þeir sem fermdust árin 1985, 1975, 1965, 1955 og 1945. Tækifæri gefst til að rifja upp minningar frá fermingunni og þakka hand- leiðslu liðinna ára. Hátíðarguðs- þjónustan verður í Akureyrar- kirkju kl. 11 á hvítasunnudag. Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbvlaveqi 12, simi 5544433 Samstarf heilbrigðisstofnana á Norður- og Austurlandi rætt á ársfundi FSA Heilbrigðisstofnanir ráða sérfræðinga í sameiningu SAMKOMULAG hefur orðið um að sérfræðingar frá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri fari og sinni verkefnum á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks. Þar er full- kominn skurðstofa sem ekki hefur verið mikið notuð. Birgir Gunnars- son framkvæmdastjóri sagði að mun auðveldara væri að flytja lækna milli staðanna en sjúklinga en með þessu væri verið að færa þjónustuna nær fólkinu. Þetta kom fram í erindi Birgis á ársfundi FSA sem haldinn var í gær, en þar var sérstaklega rætt um samstarf heilbrigðisstofnana á Norður- og Austurlandi. Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilbrigðis- stofnuninni á Húsavík, sagði á fundinum frá því að stofnunin og FSA hefðu í sameiningu ráðið sér- fræðing tO starfa sem myndi sinna báðum stöðunum. Dagbjört Þyri taldi að fagfólk yrði í auknum mæli ráðið á þessum forsendum, þ.e. að fleiri stofnanir sameinuðust um að ráða fagfólk til starfa. Þá greindi hún frá því að frá Heilbrigðisstofn- uninni á Húsavík væru send ýmis sýni, m.a. blóð- og þvagsýni, til rannsóknar á FSA. Taldi hún að tímabært væri að huga að sameig- inlegum innkaupum á hjúkrunar- vörum meðal heilbrigðisstofnana á Norður- og Austurlandi, en með því myndu nást hagstæðari samn- ingar. Breytt og aukin tækni gefur möguleika Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóri FSA, sagði brýnt að skil- gi’eina enn betur hvaða þjónustu skuli veita á hverjum stað og í hvaða mæli. Að þessu geta heil- brigðisstofnanir unnið sameigin- lega og styrkt þannig uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu í heild. „Það er og verður erfiðara og erfiðara að tryggja nægjanlega mönnun fagfólks á öllum stöðum en breytt og aukin tækni gefur möguleika til þess að endurskipu- leggja þjónustuna, veita hana í öðru formi og koma í veg fyrir að hún flytjist öll á sama landsvæði," sagði Halldór. Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Jónsson, framkvæmdstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, og Einar Rafn Haraldsson, framkvæmdastjóri á Heilbrigðis- stofnuninni á Egilsstöðum, ræðast við á ársfundi FSA í gær. Menntskæl- ingar í rusli NEMENDUR þriðja bekkjar Menntaskólans á Akureyri hófu að hreinsa og fegra bæinn kl. 8 í gærmorgun og ætluðu að vera að í sólarhring. Erfiðið Ieggja þeir á sig til að safna fé í ferðasjóð sinn, en þeir leggja land undir fót og halda til Slóveníu í lok sumars. 88 nemar taka þátt í hreinsun- inni og voru þeir á ferðinni um allan bæ. Söfnuðu þeir áheitum hjá fyrirtækjum og tóku til hend- inni á lóðum þeirra fyrirtækja sem greiddu götu þeirra. Nokkr- ir nemanna sem voru við Hörgár- braut sögðu að því miður hefðu ekki mörg fyrirtæki nýtt sér starfskrafta þeirra að þessu sinni, en samið var við Akureyr- arbæ um hreinsun á opnum svæðum í bæjarlandinu. Alls söfnuðu krakkarnir um 220-30 þúsund krónum í ferðasjóðinn með þessu tiltæki. KEA lokar bvgging'a- vörudeild á Olafsfírði KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur ákveðið að loka byggingavöru- deild félagsins í Ólafsfirði í næsta mánuði. Byggingavörudeildin er rekin í sama húsnæði og matvöru- verslun KEA og þar vinna tveir starfsmenn. Rekstur byggingavörudeildar KEA á Akureyri, Siglufirði og Dalvík og rekstur Húsasmiðjunn- ar hf. hefur verið sameinaður og VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Skólaslit fara fram í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 22. maí kl. 10 árdegis. Skólameistari. eru þær deildir nú reknar undir nafni Húsasmiðjunnar. Sigmund- ur Ófeigsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs KEA, sagði að ein- ingin í Ólafsfirði hefði alltaf verið rekin með tapi og því ekki verið fýsiiegt að selja hana. Þá var velta byggingavörudeildarinnar í Ólafs- firði aðeins um 24 milljónir króna á ári, að sögn Sigmundar. Verslunin rekin með tapi í áraraðir „Þetta er eðlileg þróun enda höfum við ekki lengur yfir svona rekstri að ráða, auk þess sem þessi eining hefur verið rekin með tapi í áraraðir," sagði Sigmundur. Hann sagði að unnið væri að því breyta matvöruverslun félagsins í Ólafsfirði og m.a. setja þar inn nýjar innréttingar. Hins vegar væru ekki uppi hugmyndir um að nýta húsnæði byggingavörudeild- arinnar undir matvöruverslun fé- lagsins og það rými yrði trúlega leigt út. mhmi ■ ■ i ■ m m vetur. Myndlistarskólinn á Akureyri Vorsýning í 25. sinn VORSYNING Myndlistar- skólans á Akureyri verður opnuð laugardaginn 22. maí kl. 14 í húsakynnum skólans við Kaupvangsstræti 16. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri opnar sýninguna formlega en þetta er í 25. sinn sem skólinn efnir til vorsýningar á verkum nem- enda. Að þessu sinni ljúka tíu nemendur eins árs fornámi frá listfræðsludeild og sex ljúka námi í sémámsdeild- um, tveir úr fagurlistadeild, málun og fjórir úr listhönn- unardeild, grafískri hönnun. Nemendur útskrifast úr sér- námsdeildum eftir þriggja ára nám og vinna lokaverk- efni innan sérgreinarinnar. Sýningin er öllum opin og eru bæjarbúar og gestir hvattir til að kynna sér starfsemi Mjmdlistarskólans á Akureyri og skoða úrval þeirra verka sem nemendur hafa unnið í Morgunblaðið/Kristj án SEX nemendur ljúka námi við Myndlist- arskólann á Akureyri á þessu vori; Ingi Þór Tryggvason, Bjarki Lúðvíksson og Sölvi Hrafn Ingimundarson, Anna Sigríð- ur Hróðmarsdóttir, Ragnhildur Magnús- dóttir og Guðrún Elfa Skírnisdóttir. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 18 en henni lýkur mánudaginn 24. maí. ........ ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.