Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 21.05.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 29 ERLENT N orska ríkið dæmt fyrir brot gegn réttindum dagblaðs Strassborg. Reuters. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Fjöldagröf í Alsír FJÖLMIÐLAR í Alsír greindu í gær frá því að fjöldagrafir með líkum átján borgara hafi fundist í Djelfa-héraði í suðaustur-Al- sír. Leikur grunur á að íslamsk- ir uppreisnarmenn hafi myrt fólkið á síðasta ári. Líknardráp eða líffæra- sala? BRASILÍSKUR hjúkrunar- fræðingur hefur verið ákærður fyrir að myrða tvo sjúklinga, sem verið höfðu í umsjá hans, og jafnframt gruna yfirvöld að hann hafi myrt 131 í viðbót. Öll fórnarlömbin voru dvalargestir á elliheimilum og er málið talið tengjast sölu líffæra. Hjúkrun- arfræðingurinn, Edson Isidora Guimaraes, viðurkennir að hafa valdið dauða fimm en neitar að hafa myrt fólkið heldur segir að um líknardráp hafi verið að ræða. Vantrausts- tillaga felld í Lettlandi VANTRAUSTSTILLAGA á stjómina í Lettlandi var felld í þingi landsins í gær og sagði Vilis Krishtopans forsætisráð- herra niðurstöðuna til marks um að ekki væri jafn mikil óá- nægja með störf stjórnarinnar og af væri látið en það var mið- hægriflokkur, sem er í stjórnar- andstöðu, sem fór frarn á at- kvæðagreiðsluna. Bob Denard sýknaður MÁLALIÐINN Bob Denard var á miðvikudag sýknaður fyr- ir rétti í París af ásökunum um að hafa myrt Ahmed Abdallah, forseta Comoros-eyja, árið 1989. Réttarhöldin yfir Denard, sem er sjötugur, höfðu staðið í tvær vikur og þóttu harla litrík. Tókst Denard, sem tók þátt í fjölda stríða í fyrrum nýlendum Frakklands í Afríku, að sann- færa kviðdóm um að hann hefði ekkert haft með morðið á Abdallah að gera. Mdðirin verð- ur ákærð KONA í Flórída, sem er alger- lega lömuð fyrir neðan háls eft- ir að hafa hlotið skotsár, vann á miðvikudag fyrir rétti mál sem hún hafði höfðað til að fá að vera tekin af öndunarvél, vit- andi það að þegar hún deyr mun móðir hennar verða úkærð fyrir að myrða hana. Er móðir- in, Shirley Egan, sökuð um að hafa skotið dóttur sína, Geor- gette Smith, með skammbyssu eftir að Smith hafði léð máls á því að Egan færi á elliheimili. Vasile situr áfram RÚMENÍUÞING felldi í gær með þorra atkvæða tillögu um vantraust á ríkisstjórn Radus Vasiles sem vinstri flokkar og þjóðernissinnaðir stjórnarand- stæðingar höfðu lagt fram vegna umbótaáætlunar sem stjórnin hyggst hrinda í fram- kvæmd í samvinnu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (IMF). Evrópu dæmdi í dag norska rík- ið til að greiða dagblaðinu Tromse tæpar sjö milljónir ís- lenskra króna. Blaðið hafði ver- ið dæmt í sekt vegna greinar þar sem sagði meðal annars að norskir selveiðimenn notuðu ómannúðlegar aðferðir við að drepa bráð sína. Þrettán af sautján dómurum í Mannréttindadómstólnum komust að þeirri niðurstöðu að norski dómurinn væri ekki í takt við rétt manna til að tjá sig. Ómannúðlegum selveiðum lýst Á vordögum 1988 var útgáfa skýrslu eftir Odd F. Lindberg stöðvuð en þar lýsir hann ómannúðlegum aðferðum sel- veiðimanna. Dagblaðið Tromse birti síðan viðtal við Lindberg þar sem hann skýrði frá því hvað stóð í skýrslunni og fyrir þetta var blaðið dæmt fyrir norskum dómstólum. Mannréttindadómstóllinn taldi að blaðið hefði fjallað um selveiði og hvalveiði út frá mörgum sjónarhornum og við- talið við Lindberg hefði verið í framhaldi af umræðu um þessi mál. Dómstóllinn taldi ekki að blaðið hefði farið niðrandi orð- um um ákveðna veiðimenn enda var enginn nafngreindur í við- talinu við Lindberg. Norski dómarinn Hanne Sofie Greve dæmdi með minnihlutan- um í málinu. Grilltíminn er genginn í garð Þú velur stað og stund - við höfum grillið og áhöidin Kola- og gasgrill í úrvali og auðvitað gas, kol, grillvökvi, áhöld og ýmislegt til að gera grillveisluna enn skemmtilegri. # Renndu inn á næstu stöð! ESSO-stöðvarnar Olíufélagiðhf www.esso.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.