Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 59 Kvikmyndasamkeppni grunnskóla Reykjavíkur KRAKKARNIR frá Hagaskóla/Frostaskjóli urðu í fyrsta sæti í flokki 13-15 ára fyrir myndina Djúp. Bæklingur um sykur- sýki á meðgöngu ÚT ER kominn bæklingur, á vegum kvennadeildar Landspítalans, um sykursýki á meðgöngu. Petta er 18 blaðsíðna fræðslu- og upplýsinga- bæklingur sem ætlaður er konum með sykursýki og einnig handa þeim konum sem fá sykursýki á meðgöngu þ.e.a.s. meðgöngusykur- sýki. I bæklingnum er fjallað um þær breytingar sem verða í kjölfar þungunar m.a. hvað varðar matræði og lyfjagjöf. ítarlega er sagt frá eft- irliti og þeim rannsóknum sem nauðsynlegar eru á meðgöngutím- anum, í fæðingunni og eftir að barn- ið er fætt. Greint er frá þeim hætt- um sem geta orðið vegna slægi’ar sykurstjórnunar. Á sama hátt eru meðgöngusykursýki gerð góð skil Sykursyk é meðgöngu þ.e. ástæður, einkenni og hverjir eru í sérstakri áhættu. Mjög mikilvægt er að sykursjúk- ar konur á kynþroskaaldri afli sér upplýsinga um gildi góðrar sykur- stjórnunar áður en þær huga að barneignum og hafa sem besta stjórnun á sjúkdómnum meðan á meðgöngunni stendur. Hægt er að nálgast bæklinginn á göngudeild kvennadeildar, göngu- deild sykursjúkra, Samtökum syk- ursjúkra og væntanlega á flesturn^ heilsugæslustöðvum. Bæklinginn unnu Guðlaug Páls- dóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræð- ingur, og Sigrún E. Valdimarsdótt- ir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðing- ur. Aðstoð og ráðgjöf veitti Reynir Tómas Geirsson fæðingarlæknir. LEIÐRÉTT Við Saurbæ á Kjalarnesi í FRÉTT um byggingu bæjar Ei- ríks rauða og Þjóðhildarkirkju í blaðinu á miðvikudag var sagt að smiðir hafí unnið að þessu verki í skemmu á Hvalfjarðarströnd. Til áréttingar skal tekið fram að verkið var unnið í skemmu við syðri munna Hvalfjarðarganga, skammt frá Saurbæ á Kjalamesi. Rangur gjaldmiðill ÞAU mistök urðu í frásögn í Morg- unblaðinu í gær af frétt kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar CBC af kaupæði íslendinga í Halifax að ekki var stuðst við rétt gengi. Upp- hæðir voru umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við gengi Bandaríkja- dollars en að sjálfsögðu var í upp- runalegu fréttinni átt við Kanada- dollar. Hið rétta er að íslendingar á ferð í Halifax eyða að jafnaði um 150 þúsund krónum, en ekki 220 þúsundum. Aðrar upphæðir í frétt- inni breytast hlutfallslega á sama hátt. --------------- Stóðhestasýning í Ölfushöll NEMENDUR fjöhnenna á skólalóð Hólabrekkuskóla. Hólabrekkuskóli 25 ára í TILEFNI af 25 ára afmæli Hóla- brekkuskóla verður afmælisdag- skrá í skólanum laugardaginn 29. maí. Skólalúðrasveit Arbæjar og Breiðholts leikur frá kl. 12.30-13. Fyrir hluti afmælisdagskrár í sal skólans hefst kl. 13 en síðari hluti hennar kl. 14.30. Nemendur og for- eldrar verða með kaffi- og pylsu- sölu, vinna nemenda verður til sýn- is og myndir og myndbönd úr skólastarfi fyrr og nú. Skólinn verður öllum opinn frá kl. 12.30-15.30. Fyrrverandi nemendur og starfsmenn skólans, aðstandendur nemenda og aðrir velunnarar skól- ans eru boðnir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. KYNNING stóðhesta fer fram í Ölfushöll á Ingólfshvoli í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þar verða kynntir 35 stóðhestar frá 2ja vetra aldri og upp úr. Einnig koma fram sigurvegarar frá Gunn- arsholti, þeir Dynur og Garpur. Auk þess sem töltkeppni stóðhesta fer fram. Kynnar verða Þorkell Bjamason og Kristinn Guðnason. Laugarnesskóli og Hagaskóli sigruðu MYNDIN Hreinlætisfíkillinn frá Laugarnes- skóla í flokki 10-12 ára hreppti fyrsta sætið. Kvikmyndasamkeppni grunnskóla Reykjavík- ur fór fram í kvik- myndasal Austurbæj- arskóla við hátíðlega athöfn 6. maí sl. Keppt var í tveim aldursflokkuin um bestu stuttmyndirnar. 10 myndir bárust í keppnina sem er hald- in á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Dómarar voi-u úr kvikmynda- og blaðamannastétt og gáfu þeir umsagnir um hverja mynd. I fyrsta sæti í flokki 10-12 ára varð mynd- in Hreinlætisfíkillinn frá Laugar- nesskóla. I öðru sæti Samviskubit- ið frá Laugarnesskóla og í þriðja sæti Kvazdovitz frá Ártúnsskóla. I fyrsta sæti í flokki 13-14 ára varð myndin Djúp frá Haga- skóla/FrostaskjóI. I öðru sæti Ádeila 69 frá Hagaskóla. Engin mynd þótti þess verðug að hreppa þriðja sætið. FÉLAGSKONUR í Lions- klúbbnum Eiri í Reykjavík hafa unnið ötullega að fjáröflun á hverju ári til styrktar hinum ýmsu málefnum og undanfarið hafa þær verið að afhenda styrki úr líknarsjóði sínum. Eir hefur úthlutað fþrótta- sambandi fatlaðra peningagjöf til styrktar íþróttamótum og á miðvikudag afhenti klúbburinn Foreldrahúsinu við Vonar- stræti sérstakan myndvarpa til notkunar á námskeiðum og fundum. Lionsklúbburinn Eir var stofnaður 1984 og eru félagar 38 að tölu. Hefur klúbburinn lagt metnað sinn í að afla fjár fyrir Vímulausa æsku og gert það með góðum árangri með hjálp Háskólabíós. Þá hefur klúbburinn heimsótt Hjúkrun- arheimilið Skjól fjórum sinnum á vetri og skemmt heimilisfólki með tónlist og söng ásamt því að gefa meðlæti með kaffi. Kaupir tvo súpudiska, súpubolla eða skálar en færð þrjá. Gildir föstudag og laugardag Morgunblaðið/Ásdis FRÁ afhendingu myndvarpans, frá vinstri: Elsa Wium, Þórdís Sigurð- ardóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Guðríður Thorarensen, Hrefna Guð- f- mundsdóttir og Ásta Gísladóttir. Uppskerudagar hjá Eiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.