Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 1

Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS I Tímamótakosningar í Suður-Afríku Ný kynslóð leiðtoga ryður sér til rúms Jöhannesarborg. AFP, AP, Reuters. ENDALOK stjórnartíðar Nelsons Mandela, fráfarandi forseta Suður- Alríku og frelsishetju svartra í land- inu, voru mörkuð í gær er um átján milljónir manna gengu að kjörborði til að kjósa nýtt þing. Þetta er í ann- að sinn sem lýðræðislegar kosningar eru haldnar í landinu frá því að kyn- þáttaaðskilnaðurinn var afnuminn. Skoðanakannanir fyrir kosningar bentu til að Afríska þjóðarráðið (ANC), flokkur Mandela, myndi á ný vinna stórsigur í kosningunum, en úrslit þeiira verða kunn í dag. Sam- kvæmt fyrstu 500.000 atkvæðunum sem talin höfðu verið seint í gær- kvöldi, hafði ANC fengið sextíu pró- sent atkvæða. Milljónir manna stóðu í röðum, sem sumar spönnuðu nokkra kíló- metra, og að mati fréttaskýrenda virtust flestir staðráðnir í að stand- ast prófraun ungs lýðræðis í land- inu. Konur báru börn sín á bakinu, við hlið þeirra voru gamlir menn í jakkafötum en fyrr um morguninn höfðu nokkrir kjósendur beðið í röð- um, umvafðir teppum til að halda á sér hita í köldu morgunloftinu. Nokkrir komu ríðandi á kjörstað og sums staðar mátti líta hvítar milli- stéttarkonur ganga með vinnukon- um sínum hönd í hönd á kjörstaði. Með brotthvarfí Mandela ryður ný kynslóð ANC-leiðtoga sér til rúms. Þeirra á meðal eni athafna- menn eins og Thabo Mbeki, sem Launa- hækkun ráðherra hafnað Bonn. Reuters. RÍKISSTJÓRN Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, hafnaði í gær 2,9 prósenta hækkun ráðherralauna, til að sýna fram á vilja stjórnarinnar í verki til að minnka fjárlagahallann. „Ákvörðun stjórnarinnar var táknrænt framtak hennar til að takast á við fjárlagahallann," sagði Uwe-Karsten Heye, talsmaður rík- isstjórnarinnar. Akvarðanir stjómmálamanna um að laun þeirra skuli hækkuð hafa til þessa ætíð vakið mikla óánægju með- al Þjóðveija. Ráðherramir höfðu lagalegan rétt til launahækkunarinn- ar nú, en hún hefði tekið gildi frá og með 1. júní næstkomandi. Hans Eichel fjármálaráðherra hafði fyrir skömmu tilkynnt fjár- hagsáætlun sem felur í sér um 1.136 milljarða króna niðurskurð á út- gjöldum ríkisins fyrir árið 2000. I framhaldinu hvatti hann samstarfs- menn sína í ríkisstjórn til að koma með tillögur um það hvernig sér- hvert ráðuneyti gæti skorið niður útgjöld. Eining ríkir meðal fulltrúa Rússa og NATO um friðartillögurnar Friður í Kosovo sagður aðeins velta á Milosevic Washington, Brussel, Belgrad. Reuters, AFP, AP. „ÞAÐ ER nauðsynlegt að júgóslav- nesk yfirvöld samþykki þessar frið- artillögur," sagði talsmaður Viktors Tsjemomyrdíns, sendimanns rúss- nesku stjómarinnar í Kosovo-mál- inu, eftir að Tsjernomyrdín og Martti Ahtisaari, Finnlandsforseti og milligöngumaður Evrópusam- bandsins, lögðu af stað til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, til að leggja til- lögurnar fyrir Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Þetta er í fyrsta skipti sem Tsjemomyrdín fer í fylgd fulltrúa Vesturlanda til við- ræðna við Milosevie, sem þykir til marks um mikilvægi fundarins. Ferð tvímenninganna hefur verið sögð „síðasta hálmstráið" til að binda enda á Kosovo-átökin á frið- samlegan hátt. Eftir fundinn í gær, sem stóð í rúma tvo tíma, sögðu talsmenn Ahtisaaris og Tsjerno- myrdíns viðræðumar hafa verið „nokkuð árangursríkar“, en að ekki hefði verið komist að niðurstöðu. í dag verða tillögumar svo lagðar fyrir serbneska þingið. Ráðamenn á Vesturlöndum og í Rússlandi sögðu i gær almenna sátt ríkja um friðartillögurnar og því væri það nú algjörlega í höndum Milosevic að binda enda á Kosovo- deiluna. Upphaflega áttu Ahtisaari og Tsjemomyrdín að fara til Belgrad í gærmorgun en ferðinni var frestað til eftirmiðdags þar sem ekki hafði náðst samkomulag um nokkur atriði sem G-8-hópurinn, samtök sjö helstu iðnríkja heims og Rússa, hafði lagt til fyrr í mánuðinum. Friðartillögumar, sem vom kynntar fyrir Milosevic í gær, sagði Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, vera „góða hugmynd" sem bundið gæti enda á átökin í Kosovo. Tsjemomyrdín sagðist vona fyrir fundinn að tillögumar myndu mæta skilningi júgóslavneskra stjómvalda, en að fundinum loknum sagðist hann „mjög bjartsýnn á að fyrsta skrefið hefði nú verið tekið í átt að friði.“ Ágreiningur um samsetningu friðargæsluliðs Tillögumar fela í sér að loftárás- unum á Júgóslavíu verði hætt, að Serbar dragi herlið sitt til baka frá Kosovo og að flóttafólkið fái að halda aftur til síns heima, sem James Ru- bin, talsmaður Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vera „mikilvægasta skilyrðið". Einnig eru gerðar kröfur um að Kosovo fái sjálfsstjórn og að alþjóð- legu friðargæsluliði, KFOR, undir yfirumsjón NATO verði hleypt til Kosovo. Um síðastnefnda skilyrðið virtist þó ríkja nokkur ágreiningur. I gær sagði Tsjernomyrdín að KFOR yrði tvískipt, annars vegar undir rúss- neskri stjóm og hins vegar undir stjórn NATO. Fulltrúar Banda- ríkjastjórnar og talsmenn banda- lagsins tóku hins vegar þvert fyrir þessi ummæli. Sögðu þeir NATO opið fyrir þátttöku Rússa í KFOR, en að friðargæsluliðið muni vera undir stjórn bandalagsins. „Hvað NATO varðar erum við að takast á hendur sameiginlegt friðar- gæslulið undir einni stjórn, miklar skuldbindingar og sameiginlega stefnu gagnvart Kosovo,“ sagði Jamie Shea, talsmaður NATO, er hann var spurður út í ummæli Tsjernomyrdíns. Ku Klux Klan hyggst gera víðreist ÆÐSTI klerkur bandariskra kynþáttahatara, samtakanna Ku Klux Klan, lýsti því yfir í gær að hann mundi sækja skoðanabræð- ur sína í Ástralíu heim. Peter Coleman, stofnandi Ástralíuarms Ku Klux Kian og einn af upphafsmönnum öfgasinnaða hægriflokksins Ein þjóð, sem hér situr fyrir mynd ásamt tveimur félögum sínum í Sydney, hefur fagnað fyrirhugaðri heimsókn hins bandaríska skoðanabróður síns. Ferð æðsta klerksins banda- ríska, sem verður að hljóta náð fyrir augum ástralska útlend- ingaeftirlitsins, er talin munu vekja upp drauga fortíðarinnar meðal nágranna Ástrala sem eru af asísku bergi brotnir og muna glöggt eftir hinni þekktu „hvít- stefnu“ Ástrala fyrr á árum. talinn er líklegasti eftirmaður Mandela. Mbeki mun að öllum lík- indum sverja forsetaeiðinn 16. júní næstkomandi og víst er talið að hans bíði stórvægileg verkefni, ekki síst við að halda sáttum meðal hinna mörgu kynþátta sem byggja landið. Kosningarnar fóru að mestu leyti vel fram en miklar öryggis- ráðstafanir höfðu verið gerðar við kjörstaði, enda Suður-Afríkubúar minnugir þeirra miklu blóðsúthell- inga sem fylgdu kosningunum árið 1994, er Mandela var kosinn for- seti. Víðsvegar þurfti að hafa kjör- staði opna lengur en áætlað var í upphafi vegna þess fjölda fólks sem enn átti eftir að gefa flokkunum at- kvæði sitt. Reuters STUÐNINGSMENN Afríska þjóðarráðsins (ANC) og Nýja þjóðarflokksins (NNP) hvöttu leiðtoga sína til dáða fyrir utan kjörstað skammt frá Höfðaborg, skömmu áður en kjörstöðum var lokað í gærkvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.