Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 03.06.1999, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 M0RGUN6LAÐIÐ LISTIR ÓLAVUR Hátún tónlistarfrömuður, Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Norðurlandahússins, og Garðar Cortes, hljómsveitarsljóri. Morgunblaðið/Anna María Bogadóttir FÆREYINGAR Qölmenntu á þessa fyrstu óperusýningu í landinu. Þarna urðum við eitt Frábærar móttökur, virðing og velvilji ------------------7-------------- mættu hvarvetna hópi Islensku óperunnar í Færeyjum sem lagði leið sína þangað með Leðurblökuna í byrjun vikunnar. Anna María Bogadóttir, kynningarfulltrúi —7------------------------------- Islensku óperunnar, var í hópi 84 utanfara sem komið höfðu að uppsetningu á Leður- -------------------7------------- blöku Jóhanns Strauss í Islensku óperunni. EYJARNAR voru baðaðar sólskini þegar hópurinn lenti á flugvellinum í Vág- um á sunnudagsmorgni og við komuna til Þórshafnar mátti greina í lofti eftirvæntingu vegna fyrirhugaðrar sýningar á Leður- blökunni í Norðurlandahúsinu. Færeyingar, sem venjulega kaupa sér miða á hvers kyns atburði við innganginn, höfðu í þetta sinn tryggt sér miða með fyrirvara og var nú þegar uppselt á hina „Ný- mótans Flogmús“, eins og upp- færslan hafði verið kynnt í forsíðu- frétt Dirnmalættings. Eftir sex tíma ferðalag frá Reykjavík til Þórshafnar hófst æf- ing í Norðurlandahúsinu og voru þá rúmir fimm tímar í sýningu. ,A.ð fljúga, sigla, keyra, æfa og sýna, allt á einum degi, þetta er draumastaða spennufíklanna," sagði leikkonan Edda Björgvinsdóttir um ferðalag- ið. Hún var ein margra í hópnum sem voru að koma í fyrsta sinn til Færeyja og var eins og aðrir í skýj- unum yfir hlýlegum móttökum Færeyinga. Líkt og einsöngvarar sýningarinnar tileinkaði Edda sér grunnorðaforða og framburð í fær- eysku og textaæfing sem hófst um borð í Temunni, sem flutti hópinn frá Vágum til Straumeyjar, hélt áfram við komuna til Þórshafnar. Þetta var grunnurinn að því að sögusvið Leðurblökunnar, sem í uppfærslu Islensku óperunnar er flutt til Reykjavíkur árið 1999, fékk á sig færeyskt yfirbragð í Norður- landahúsinu. A sýningunni fékk eitt og eitt færeyskt orð að fljóta með og flytjendur brúuðu einnig bilið milli íslensku og færeysku með því að tala hægar en venjulega. Áhorf- endur lögðu sig einnig greinilega fram við að skilja textann. Þeir tóku vel undir og voru á heimavelli þegar Þorgeir J. Andrésson í hlutverki Al- freds tók að syngja Ólafur reið með björgum fram. Allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar gamall Færey- ingur gaus upp í Frosch fangaverði leiknum af Eddu Björgvinsdóttur. Frosch var nú skyndilega orðinn náskyldur Högna Höydal og las upp úr dagblaðinu Dimmalættingi. „Það má kannski segja að frú Turilla Jo- hannsson, karakter sem ég varð landsfræg fyrir í þáttunum Úllen dúllen doff í útvarpinu árin 1978-1980 og er orðin antik í dag, hafi skyndilega verið endurvakin við þetta afar sérstaka tilefni og í raun endurholdgast í bróður sín- um,“ sagði Edda. Aðstæður til óperuuppsetningar reyndust vera mjög góðar í Norður- landahúsinu og lýstu tæknimenn undantekningarlaust yfir ánægju sinni með húsið, en þetta var í fyrsta sinn í 16 ára sögu þess að sambærileg sýning var þar á fjölun- um. „Húsið er bæði frábært og skemmtilegt, fyrir utan hvað það er fallegt," sagði Jóhann Pálmason ljósameistari, sem var í hópi tækni- manna sem fóru utan fjórum dögum fyrir sýningu til að að lýsa sýning- una og setja upp svið og leiktjöld sem send höfð verið sjóleiðis frá Is- landi. Búninga- og leikaðstaða var einnig sett upp í húsinu í tengslum við sýninguna. Jóhann benti á að öll hús hefðu sína galla og að vegna sætaskipunar í Norðurlandahúsinu væri ekki víst að allir gestimir 500 hefðu séð nægilega vel. Öll tækni- vinna gekk engu að síður sam- kvæmt áætlun, enda frábærir starfsmenn Norðurlandahússins til aðstoðar. Listamennirnir voru ekki síður ánægðir með aðstæður í Norðurlandahúsinu: „Húsið er með góðan hljómburð og hentar upp- færslum eins og Leðurblökunni, sem er tiltölulega einföld sýning, mjög vel. Það var frábært að syngja þama og maður upplifði þetta eins og að vera í alvöru ópemhúsi. Þetta var í raun í fyrsta sinn að mér fannst form sýningarinnar verða heildrænt, að hljómsveit, söngur og leikhús væru sameinuð. Það var þarna sem við urðum eitt og íslend- ingar mættu skammast sín fyrir að eiga ekki sambærilegt hús fyrir óp- emflutning," sagði Sigrún Hjálm- týsdóttir, sem áhorfendur klöppuðu lof í lófa í lok sýningar. Það að hljómsveit íslensku óper- unnar skyldi vera með í för gerði ferðina einstaka því þannig varð fyrsta heimsókn ópemhúss með sýningu beint af fjölunum að vem- leika í Færeyjum. Ólíkt niðurgraf- inni hljómsveitargryfju íslensku óp- emnnar vom hljómsveitarmeðlimir nú í opnu rými og sáu þar með sýn- inguna í fyrsta skipti, sem þeir vora að vonum ánægðir með. „Við blás- aramir sjáum aldrei upp á svið og því var gaman að vera svona inni í sýningunni," sagði Þorkell Jóelsson homleikari, og bætti því við að mjög gott hefði verið að spila í húsinu. Sviðslistamennimir vom að sama skapi ánægðir með sjónræna teng- ingu við tónlistarmennina. „Það var styrkur í því að sjá framan í hljóm- sveitina og maður færðist allur í aukana," sagði Þorgeir J. Andrés- son, sem fannst aðstæðan í Norður- landahúsinu á margan hátt betri og rýmri en í íslensku ópemnni og þótti sýningin á allan hátt heppnast vel. „Þetta er ein eftirminnilegasta Borðdukar til Uppsetningabuðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. lame® f Negro Skólavörðustíg 21 o, 101 Reykjovík. Simi/fox 552 1220 Netfang: blanto@itn.is Veffang: www.blanto.ehf.is Þórshöfn. Morgunblaðið NORRÆNA húsið ÍÞórshöfn í Færeyjum var þéttsetið í rúma þrjá klukkutíma þegar Islenska óperan flutti óperettuna Leður- blökuna eftir Jóhann Strauss á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Færeyingum gefst kostur á að sjá óperettu í fullri lengd heima fyrir, og voru rúmlega 500 mið- ar seldir daginn eftir að það var gjört kunnugt, að Islenska óper- an kæmi til Færeyja. Þetta kost- aði að margir sem höfðu hugsað sér að njóta óperunnar fengu ekki miða. Að flytja alla uppsetningu Is- lensku óperunnar á Leðurblök- unni til Færeyja, allt tónlistar- fólkið og söngvarana, fyrir eina uppfærslu, hefðu menn ekki lát- ið hvarfla að sér í Færeyjum en þökk sé m.a. fjárhagslegum stuðningi fslensku ríkisstjórnar- innar að Færeyingum var boðið upp á þennan sjaldgæfa atburð. Það er fyrst og fremst stjóm- andi Óperunnar, Garðar Cortes, sem á heiðurinn af þessum stóra atburði. „Upphaflega var það hug- myndin að aðeins söngv'ararnir og eitt píanó færu til Færeyja, annars yrði kostnaður of mikill. En ég sneri mér til Davíðs Odds- sonar og hann sagði strax að hann vildi beita sér fyrir að sú Færeyingar flykkj ast á Leðurblökuna upphæð sem á vantaði fengist og Óperan í heild gæti því farið til Færeyja. Með öllu hefur ís- lenska ríkisstjórnin lagt fram rúmlega milljón íslenskra króna til þess að unnt væri að flytja Leðurblökuna í Færeyjum, og það held ég að megi þakka góð- um viðbrögðum Davíðs Odds- sonar,“ segir Garðar Cortes í hléi við uppsetningu óperettunn- ar í Norræna húsinu. Garðar Cortes hættir nú sem stjórnandi Islensku ópemnnar og það átti sinn þátt í að hann kom því til leiðar að fá Óperuna til Færeyjaferðar. „Ég hef verið í Færeyjum áð- ur, fyrir tveimur árum, þar sem ég stjórnaði árlegu kóramóti, sem þá var í Suðurey. Ég taldi að uppsetning Leðurblökunnar í Færeyjum gæti verið tilvalinn endir fyrir mig hjá íslensku óp- emnni," segir Garðar Cortes ennfremur. Það hefur reynt á margt við þessar stórkostlegu fram- kvæmdir í Færeyjum, m.a. þurft að keppa við timann til þess að hafa allt tilbúið á áætluðum tíma. Til Færeyja komu liðs- menn Óperunnar með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með sérstöku leiguflugi á sunnu- dagsmorgun og voru í Þórshöfn nokkrum tímum seinna. Það sem eftir var dagsins var unnið að þvi að koma öllu i kring og Iftið næði gafst til hvíldar. Hvað varðar sviðsetninguna bendir Garðar Cortes á að þrír leik- myndahönnuðir hafí farið til Færeyja á undan hópnum. Upp- setning Leðurblökunnar í Færeyjum hafði það í för með sér að tónlistarmennirnir, en flestir þeirra em úr Sinfóníu- hljómsveitinni, urðu að fresta gerð plötu fyrir Naxos-tónlistar- forlagið svo þeir gætu farið til Færeyja. Meðal áheyrenda í Norræna húsinu var m.a. Signar á Brúnni, landstjórnarmaður mennta og menningar. Hann sagði eftir sýninguna að hún væri einstæð. „Hún var einstæð og það má ótrúlegt heita að Island, svo fá- menn þjóð, skuli eiga svo marga góða og dugmikla söngvara. Ég vil taka fram að það er heiður fyrir Færeyjar að íslenski for- sætisráðherrann, Davíð Odds- son, vill leggja fram fé til þess að við Færeyingar getum notið flutningsins. Færeyingar munu ekki gleyma því,“ segir Signar á Brúnni. Uppsetning Leðurblökunnar er jafnframt góð byijun fyrir Helgu Hjörvar, nýjan fram- kvæmdastjóra Norræna hússins í Færeyjum. Hún kom til Færeyja fyrir nokkmm mánuð- um til að kynna sér það starf sem bíður hennar. Næstu fjögur ár mun Helga Hjörvar stjórna menningarstarfí í húsinu. Á þriðjudaginn bauð hún til mót- töku í Norræna húsinu. íslenska óperan sneri heim á mánudag eftir að hafa komist í kynni við færeyska veðráttu, sem breytti nokkuð fyrirhuguð- um kynnisferðum um eyjarnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.