Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 35
LISTIR
TEXTAÆFING um borð í Ternunni,
ÚR ÞRIÐJA þætti Leðurblökunnar í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn,
*~f—
Éffi ...n.ri «1
ffÉOfelP. ílt'íÉi
■gil ÉhH
sýning sem ég hef tekið þátt í. And-
rúmsloftið var magnað, salurinn
góður og áhorfendur skildu greini-
lega töluvert af því sem við vorum
að segja. Þjóðirnar eru líka það lík-
ar að við skiljum hvert annað og
hlæjum að því sama.“
Himinlifandi með sýningnna
Af viðbrögðum áhorfenda að
dæma er óhætt að segja að þeir líkt
og flytjendur hafi verið himinlifandi
með sýninguna. Þarna mynduðust
tengsl milli listamannanna innbyrð-
is og ekki síður órjúfanleg tengsl
milli flytjenda og áhorfenda, sem
með orðum Sigrúnar Hjálmtýsdótt-
ur „komu til manns eftir sýningu
eins og þeir hefðu þekkt mann í
mörg ár“. Að sýningu lokinni
stjórnuðu Olavur Hátún og Garðar
Cortes, hugmyndasmiðir verkefnis-
ins, fjöldasöng Færeyinga og ís-
lendinga, sem var að mörgu leyti
táknrænt fyrir einingu sönggyðju
þessara tveggja eylanda. Söngur-
innn leiddi síðan út í færeyskan
dans sem stóð fram á morgun.
Um hádegisbil daginn eftir tók
Hogni Hoydal landsstjórnarmaður
utanríkismála á móti hópnum í ný-
uppgerðu húsi landstjórnarinnar á
Tinganesi og sagði þá m.a. að sýn-
ingin á Leðurblökunni hefði verið
stórkostlegasti menningarviðburð-
ur sem hann hefði orðið vitni að í
Færeyjum. Menntamálaráðherra,
Signar á Brúnni, tók í sama streng
og sagði jafnframt samstarf þjóð-
anna á sviði menningar og mennt-
unar mikilvægt og að ísland væri
Færeyingum fyrirmynd í þeim efn-
um sem öðrum. Garðar Cortes benti
einnig á að Islendingar gætu sömu-
leiðis margt lært af Færeyingum.
Að kvöldi mánudags lá leið Leður-
blökuhópsins aftur um Vága til
Reykjavíkur. Færeyjaævintýrið var
brátt á enda en margir ferðalangar
lýstu því yfir, að þeir ætluðu aftur til
Færeyja í bráð. „Ég hef ekki
skemmt mér svona vel í mörg ár!“
sagði Edda Björgvinsdóttir, sem átti
varla orð yfir það hve ferðin var vel
heppnuð. „Það er ekki oft sem hið
litla Island verður að aðalnúmeri og
er fyrirmynd annarra. Það var gam-
an að upplifa það hve heimsókn okk-
ar var Færeyingum mikils virði og
mikil hvatning íyrir þá.“ Um þetta
voru allir sammála Eddu, enda eru
Færeyjar líklega einn fárra staða í
heiminum þar sem íslendingar eru í
hlutverki stóra bróður og greinilegt
var að Færeyingar voru þakklátir
fyrir komu listamannanna, sem með
orðum Færeyinga var lyftistöng í
menningarlífi eyjanna og án efa
byrjun á stærra verkefni á söng-óp-
erusviði Færeyja.
DIDDÚ býr sig undir átökin hjá Hólmfríði Kristinsdóttur.
Tónleikar í
Ytri-Njarð-
víkurkirkju
KIRKJUKÓR Njarðvíkur
heldur tónleika í Ytri-Njarð-
víkurkirkju í kvöld, fimmtudag
kl. 20.30. Á efnisskránni er ís-
lensk kirkjutónlist, lög eftir ís-
lensk tónskáld, þjóðlög og ætt-
jarðarlög. Einsöngvarar með
kórnum eru kórfélagarnir
Birna Rúnarsdóttir, sópran, og
Haukur Þórðarson, tenór.
Einnig kemur fram karlakvar-
tett skipaður kórfélögum.
Stjómandi Kirkjukórs Njarð-
víkur er Steinar Guðmundsson
organisti.
Kórinn heldur í söng- og
messuferð til Skotlands og
dvelur í Carberry Towers-
kastalanum rétt fyrir utan Ed-
inborg í nokki-a daga og heldur
tónleika í kapellu staðarins. Þá
verða tónleikar í kirkju og elli-
heimili bæjarins Timintouel,
en þar er starfandi íslenskur
prestur, Sveinbjöm Bjama-
son.
Oft hefur vöruúrvalið veríð mikið og verðið gott...
Verð Áður Iferd Nú
Reebok skór 3.990- 990-
Reebok skór m/púða 7.990- 3.990-
Fótboltaskór 3.990- 1.990-
íþróttagallar S-XXL 7.290- 2.990-
íþróttagallar 128-176 5.990- 1.990-
Regnjakkar ^ 8.590- 2.990-
MIKIÐ ÚRVAL AF ÚLPUM, REGNFATNAÐI OG SUNDBOLUM
A DID A S FATNAÐUR í ÚR VA L I
boltámáður'nn
LAUGAVEGI 23 • SÍMI 551 5599
adidas
Reebók
iiiij
convERse
LA
GEAR
fáiífi 'IUV