Morgunblaðið - 03.06.1999, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ
* 44 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999
I viðjum
hugmyndar
/
„I lífinu haföi hann sigrast á því sem
heftir frama og sjálfstraust, og þess
vegna átti hann ekki lengur auðvelt
með að læra eða skipta um skoðun. “
H
vað felst í þeirri
hugmynd, að snúa
baki við hefðbund-
inni skiptingu
stjórnmálasviðsins
í hægri og vinstri og leita í stað-
inn nýs hugsunarháttar? Und-
anfarið hefur hér á landi orðið
dálítil umræða um tilraunahug-
mynd sem er kölluð „þriðja leið-
in“, í kjölfar heimsóknar Ant-
honys Giddens, rektors The
London School of Economics.
En umræðan um þetta hefur
þó í rauninni verið heldur dauf-
leg og einkennst nokkuð af
hægri/vinstri-skotgrafahernað-
arhugsunar-
VIDHORF hætti. Þeir
Kristián~G. sem hafa jafn-
Arngrímsson an kennt SIS
við svonefndan
vinstri væng stjórnmálasviðsins
virðast eiga auðveldara með að
sjá breytingar verða heldur en
þeir sem telja sig á hægri
vængnum.
Ihaldsmenn (margir hægri-
menn eru reyndar engir íhalds-
menn) hafa sumir haldið því
fram að hin svokallaða þriðja
leið Giddens sé, þegar grannt er
skoðað og af henni skafinn and-
litsfarðinn, ekkert annað en
hefðbundin markaðshyggja sem
hægrimenn hafí alltaf haldið
fram.
Því sé fylgilag breskra og
þýski-a jafnaðarmanna við hug-
myndir á borð við þriðju leiðina
einungis til marks um að hefð-
bundin hægri viðhorf hafí orðið
ofan á, og allt tal vinstrimanna
um nýjungar sé ekkert annað en
sjálfsblekkingarorðaleikur til að
bjarga andlitinu eftir háðugleg-
an ósigur.
Þetta viðhorf er fyllilega skilj-
anlegt ef maður leiðir hugann að
því hvernig málin horfa við frá
hefðbundnu íhaldsmannasjónar-
horni.
Rótin að þeirri hugsun, sem
hefur jafnan verið kennd við
vinstri, er tilfínningin fyrir því
að breytinga sé þörf. Þessi til-
finning er í rauninni það sem er
yfirleitt kallað von, og er sprott-
in af ósætti við ríkjandi ástand.
Bandaríski heimspekingurinn
Riehard Rorty hefur komist svo
að orði, að vinstriflokkar hafi
ætíð verið flokkar vonarinnar.
Þeir urðu til einfaldlega
vegna þess að sú afstaða, að
ríkjandi ástand sé gott og ekki
sé nauðsynlegt að gera breyt-
ingar, það er að segja, hefð-
bundið hægriviðhorf, kallaði há-
stöfum á andstæðu sína. Þannig
er breytingarþörfin í rauninni
drifkraftur vinstraviðhorfsins.
Ef maður hefur þetta í huga
er ekki undarlegt að um íhalds-
menn fari kjánahrollur fyrir
hönd vinstrimanna, sem eru
margir æstir í að skoða þessa
þriðju leið, ef hún kynni að vera
fær leið til raunverulegra breyt-
inga.
Ihaldsmenn, sem eru reknir
áfram af þörfinni fyrir að kom-
ast hjá þvi að breyta eigin hug-
arheimi, setja sjálfa sig í spor
vinstrimanna, og sjá þá ekki bet-
ur en breytingar séu nauðsyn-
legar. Og það finnst þeim vont.
William Langewiesche: Inside the Sky.
En þeir hafa gleymt því, að
dómur þeirra um aðstæður er
byggður á þeirra eigin gildis-
mati (eðlilega), en gildismat
vinstrisinnanna er einfaldlega
ekki eins og gildismat íhalds-
manna. Þess vegna er sú niður-
staða íhaldsmanna, að vinstri-
menn séu í óða önn að bjarga
andlitinu, einfaldlega byggð á
fordómum. Reyndar algengustu
fordómum sem til eru: Að halda
mig sig.
Eftir því sem best verður séð
fela þær breytingar, sem jafnað-
armannaflokkar í Evrópu hafa
gert að grundvallargildum sín-
um, í sér viðurkenningu á gild-
um sem hafa verið kenndar við
hægri, til dæmis markaðsbú-
skap. Þetta gripa íhaldsmenn á
lofti sem merki um sannindi
þeirrar fullyrðingar sinnar að
hin „nýja leið“ sé bara venjuleg
hægrileið.
Þarna hafa þeir að hluta til
rétt fyrir sér, en grípa líka til
hentugleikagleymsku og stinga
því undir stól að jafnaðarmenn
hafa til dæmis ekki sagt skilið
við eina af þeim hugmyndum
sem var og er grundvöllur jafn-
aðarhugsjónarinnar: að til sé
það sem heitir samfélag, og í
nafni þess skuli reka almanna-
tryggingakerfi.
Að „snúa baki við“ hefð-
bundnum hugmyndum felur því
ekki í sér að þeim sé „hafnað", í
strangasta skilningi, heldur er
viðurkennt, að „ný“ hugmynd
eigi sér rætur í hinum hefð-
bundnu, og feli þær því ævin-
lega í sér um leið og þeim er
vikið af sjónarsviðinu.
Það er satt að segja dálítið
dapurlegt að sjá andstöðu
íhaldsmanna við þá hugmynd að
ef til vill sé hægt að breyta og
bæta. En það er þó skiljanlegt í
ljósi þess, að það er undirstaða
hugmyndaheims þeirra að
breytingar geti aldrei verið ann-
að en ill nauðsyn.
Síst af öllu geta þeir skilið
þann hugsunarhátt, að maður
sé svo viljugur til að gera
breytingar, að maður sé jafnvel
til í að leggja sjálfan sig að
hluta til niður í núverandi
mynd, í því augnamiði að taka
tillit til hugmynda þeirra sem
hugsa öðruvísi en maður sjálf-
ur.
Hugmyndir á borð við hina
svonefndu þriðju leið eru því
ekki til marks um að vinstri-
menn séu einfaldlega að breyt-
ast í hægrimenn. Þær eru frem-
ur til marks um vilja til breyt-
inga og leit að nýjungum í þeirri
von að finna eitthvað betra. Að
því leyti eru þessar hugmyndir
kannski ekki svo óskaplega mik-
ill hugmyndajarðskjálfti, því
þannig hefur sögunni jafnan
undið áfram.
En fróðleg eru óneitanlega
viðbrögð manna við þessum
hugmyndum, þvi þau sýna fram
á, hvort þeir eru viljugir til að
gera breytingar á eigin hugar-
heimi. A því veltur, hvort hægt
verður að losna úr viðjum hug-
myndarinnar um skiptingu
stjórnmálasviðsins í hægri og
vinstri.
MINNINGAR
SIGURÐUR
ÞORSTEINN
GUÐMUNDSSON
+ Sigurður Þor-
steinn Guð-
mundsson fæddist í
Hrísey 13. desem-
ber 1940. Hann lést
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn
27. maí siðastliðinn.
Foreldrar hans
vom hjónin Guð-
mundur Jörunds-
son, útgerðarmað-
ur, f. 3.11. 1912, d.
14.5.1990, og Marta
Sveinsdóttir, f.
11.11. 1915. Systk-
ini Sigurðar eru: Ævar, f. 6.1.
1945; Sveinn, f. 14.3. 1951; Mar-
ía, f. 21.11.1954, og Jörundur, f.
17.10. 1957. Fyrri eiginkona
Sigurðar var Inga Holdo, f.
12.12. 1942. Böm þeirra em: 1)
Marta Rut, f. 14.9.
1963, eiginmaður
hennar er Stefán
Heiðar Vilbergsson.
Þeirra börn em:
Hlynur Logi, Vil-
bergur Davíð og
Andri Dagur. Marta
Rut var í sambúð með
Viðari Péturssyni og
eiga þau tvo syni:
Pétur og Sigurð Má.
2) Dagný María, f.
24.9. 1965, eiginmað-
ur hennar er Jón
Stefán Þórðarson.
Þeirra böm em: Sigurður Berg-
ur, Elín Inga og Marinó. 3) Guð-
mundur, f. 20.5. 1972, sambýlis-
kona hans er Helga Sigríður Ei-
ríksdóttir. Þau eiga einn son: Júl-
íus Inga. Seinni kona Sigurðar er
Elsku pabbi minn, hvemig get
ég kvatt þig? Þegar ég fékk fréttir
um að þú væri kominn á gjörgæslu
hvarflaði það ekki að mér að þú
ættir einungis rúma tvo sólar-
hringa ólifaða. Það var svo margt
sem við áttum ógert saman og svo
margt sem ég hefði viljað deila
með þér.
Nákvæmni, samviskusemi,
stundvísi, heiðarleiki og mannleg
samskipti em allt orð sem lýsa
pabba best. Pabbi lagði alltaf mik-
ið upp úr því að halda góðum sam-
skiptum við alla í kringum sig.
Yfirleitt ef hann átti að mæta eitt-
hvert á ákveðnum tíma þótti hon-
um hann vera of seinn ef hann var
ekki kominn að minnsta kosti
korteri fyrr á staðinn og oftast þá
fyrstur allra. Mér þótti alltaf gam-
an að skoða dagatalið hans pabba
því á það var búið að skrifa alls
konar hringi og krossa. Hann hafði
það sem venju að skrifa inn alla af-
mælisdaga og aðra merkisdaga
allra í fjölskyldunni fljótlega í jan-
úar svo hann gæti verið alveg viss
um að gleyma engum. Eg dvaldist
við nóm bæði í Bandaríkjunum og
síðar í Svíþjóð um tíma og man ég
ætíð hversu duglegur pabbi var að
halda sambandi. Hann hringdi
nánast í hverri viku og sendi dag-
blöðin, íslenskt sælgæti og harð-
fisk við hvert tækifæri. Það era ef-
laust fáir sem hafa flutt jafn oft
um ævina og pabbi og Ingibjörg en
þau 19 ár sem þau bjuggu saman
skiptu þau alls 10 sinnum um hús-
næði. Þetta gerðu þau fyrst og
fremst af áhuga og virðist þetta
hafa verið áhugamál hjá þeim þótt
skrýtið sé. Eg minnist þess mjög
oft þegar ég var í heimsókn hjá
þeim að fasteignablaðið hafi yfir-
leitt verið nærri. Við áttum marg-
ar góðar stundir saman þótt þær
hefðu eflaust getað verið fleiri. Ég
mun ætíð minnast þín, pabbi minn,
og reyna að halda í það sem við
áttum saman og það sem þú hefur
kennt mér um ævina. Það er sárt
til þess að hugsa að Júlíus Ingi,
sonur minn, mun ekki fá að kynn-
ast afa sínum betur en raunin
varð. Nú er tíma þínum hér á jörð-
inni lokið og vona ég að þú getir
hvílt þig þar sem þú ert núna. Ég
veit að vel verður tekið á móti þér
þangað sem ferðinni er heitið. Ég
þakka þér fyrir allt það sem við
áttum saman, allt það sem þú ráð-
lagðir og hughreystir mig með og
ekki síst alla ástúðina sem þú
veittir mér. Það verður erfitt að
fylla það skarð sem þú skilur eftir í
lífi okkar allra og sárin verða lengi
að gróa. Takk fyrir allt saman,
pabbi minn, og vona ég að þú finn-
ir frið og ró þar sem þú ert stadd-
ur núna. Að lokum vil ég kveðja
með því að fara með bænina sem
við fóram með saman þegar ég var
GUÐRÚN
HJÁLMTÝSDÓTTIR
+ Guðrún Hjálm-
týsdóttir fæddist
á Saurstöðum í
Haukadal 1. septem-
ber 1915. Hún and-
aðist á Landspítalan-
um 25. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Hjálmtýr Jó-
hannsson, bóndi á
Saurstöðum, f. 28.
mars 1885, d. 28.
júní 1961, og Sigur-
fljóð Jónsdóttir, f. 8.
október 1887, d. 23.
febrúar 1935. Sigur-
fljóð var áður gift
Kristjáni Arngrímssyni frá
Smyrlhóli. Þau eignuðust einn
son, Valdimar, f. 1909, d. 1948.
Alsystkin Guðrúnar eru: Jón, f.
1918; Þuríður, f. 1920; Jóhann, f.
1924, d. 1992; og Ragnheiður, f.
1925.
Eiginmaður Guðrúnar var Sig-
urbjörn Árnason, vélsfjóri frá
Ó, góða sál, til friðar fegins heima,
far þú nú vel á guðs þíns náðar fund,
en minning þína veit og vinir geyma,
þótt vegir skiljist hér um litla stund.
(Guðlaugur Guðlaugsson.)
Elsku hjartans amma mín.
Flankastöðum í Mið-
nesi, f. 25. júlí 1914,
d. 17. apríl 1986.
Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1)
Sigrún Magnea, f.
29. desember 1953,
gift Vilhjálmi Þor-
geirssyni, f. 16. sept-
ember 1955. Börn
þeirra eru: María
Vilborg, f. 16. janúar
1978, og Eyrún Erla,
f. 17. júli' 1983. Fyrir
átti hún dótturina
Guðrúnu Sigur-
björgu, f. 14. nóvem-
ber 1971, með Guðmundi Sig-
urðssyni. 2) Valdimar Hreinn, f.
27. janúar 1961, kvæntur Gitte
R.C. Sigurbjömsson, f. 8. júlí
1961. Þau eru búsett í Dan-
mörku.
títför Guðrúnar fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hve sárt ég sakna þín. Þú varst
mér og mínum svo dýrmæt. Ég
varð þess heiðurs aðnjótandi að fá
að alast upp á heimili þínu frá fæð-
ingu. Þú varst mér alla tíð sem
móðir. Aldrei gat ég þakkað þér
Ingibjörg Aradóttir, f. 23.8.
1935. Hennar sonur er Ari Haf-
steinn Richardsson, f. 29.6.
1957. Eiginkona hans er Elín
Gunnarsdóttir. Þau eiga tvær
dætur: Ragnhildi og Ingihjörgu.
Sigurður lauk Fiskimanna-
prófi frá Stýrimannaskólanum
í Reykjavík 1964. Hann var
stýrimaður og skipsljóri á ár-
unum 1964-1967. Hann starfaði
síðan um nokkurra ára skeið
við útgerð föður síns í Reykja-
vík sem gerði þá út sfldarskip-
in Jömnd II og III og togarann
Narfa. Hann rak eigin heild-
verslun á árunum 1972-1974
þar til hann gerðist útgerðar-
stjóri fyrir Hvalbak hf. á Breið-
dalsvík og Stöðvarfirði 1974-
1976. Hann var einnig útgerð-
arsljóri fyrir Árborg hf. á Sel-
fossi á ámnum 1976-1979. Þá
var hann sölustjóri hjá Marco
hf. 1979-1987 og einnig hjá
Vélsmiðjunni Nonna hf. frá
1987 til dauðadags.
títför Sigurðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
lítill. Ég vona að hún hjálpi þér að
sofa væram svefni eins og hún
hjálpaði mér:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú þer ég sendi.
Bæn frá mínu bijósti sjáðu,
blíði Jesú að mér gáðu.
Vertu nú yfir allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sænginni yfir þinni. <
Þinn sonur,
Guðmundur.
Sól rís, sól sest; ár eftir ár og ár-
in eru eins og lítið hjól í aldar-
vagni. Þetta er gangur lífsins.
Maðurinn fæðist og deyr, það er
ljóst með upphaf og endi, en það er
síðan á valdi hvers og eins hvernig
hann prjónar þar á milli. Okkur
gengur það misvel. Það fellur nið-
ur lykkja og lykkja, stundum þarf
jafnvel að rekja upp og byrja upp á
nýtt reynslunni ríkari. Stundum
læram við ekkert af reynslunni og
lendum í sömu villunni aftur og
aftur. Þetta er gangur lífsins, sem
við getum haft áhrif á, en ráðum
þó litlu þegar á hólminn er komið.
sem við getum haft áhrif á. Vinir
kveðja, oft án fyrirvara, en þeir
sem eftir standa skilja ekki til-
nóg allt sem þú gerðir og fyrir alla
þína ást og umhyggju. Þú varst
orðin mjög fullorðin þegar þú eign-
aðist og ólst upp mömmu og Valda
frænda. Ennþá eldri þegar ég
bættist við. En ekki léstu þar við
sitja þótt þú værir búin að skila
þínu og gott betur en það.
Árið 1992 kom svo fyrsta og eina
langömmubamið þitt, hann Snorri
Bergmann, og enn hélstu uppeldis-
hlutverkinu áfram og gættir hans
fyrir mig frá unga aldri. Oft varstu
nú þreytt eftir að hafa haft litla
manninn í heimsókn en þú varst
alltaf jafn glöð að sjá og fá að hafa
hann hjá þér aftur. Það fyrsta sem
Snorri sagði þegar hann fékk frétt-
imar var að nú væri sálin hennar
„ömmu“ (eins og hann kallaði þig
alltaf) farin upp til Guðs. Ég veit að
hann minnist þín, elsku amma, með
gleði og þakklæti í hjarta sem mun
fylgja honum um ókomna tíð.
Ekki átti ég von á því, elsku
amma mín, að nú væri stundin þín
runnin upp og tíminn kominn, þó
svo að þú værir orðin 83 ára göm-
ul, því þú varst alltaf svo hraust og
ég trúði því að þú myndir lifa
marga af til viðbótar. Mér finnst
nú að ég hafi átt eftir að segja þér
svo margt en svo veiktist þú
skyndilega og fórst fljótlega að
hafa þá trú að þú myndir ekki snúa
aftur heim í þetta sinn. Ekki gerð-
um við okkur fyllilega grein fyrir
því hversu alvarlega veik þú varst