Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 49^
MINNINGAR
INGVAR JON
GUÐBJARTSSON
+ Ingvar Jón Guð-
bjartsson fædd-
ist á Grund í Kolls-
vík í Rauðasands-
hreppi 31. maí
1925. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 14. maí síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskapellu 26.
maí.
Elsku pabbi minn,
nú kveð ég þig í hinsta
sinn. Minningamar
streyma fram um allar yndislegu
stundimar sem við áttum saman, öll
ferðalögin sem við fómm í saman
bæði um ísland og til útlanda því þú
naust þess að ferðast og enga betri
ferðafélaga var hægt að hugsa sér
en ykkur mömmu. Þessar minning-
ar mun ég alltaf geyma vel í hjart-
anu mínu. Þú varst kletturinn minn
í gegnum lífið, studdir mig í því sem
ég valdi að gera og hafðir trú á mér.
Eg er þakklát guði fyrir að hafa val-
ið mér pabba eins og þig, því engan
betri var hægt að óska sér, svo hlýj-
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útfór er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: í
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir hádegi
á föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og
laugardagsblað þarf greinin að
berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir að
útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna
skilafrests.
GÓLFEFNABÚÐIN
Borgartáni 33
^jyæða flísar
^jyæða parket
^jyóð verð
^jyóð þjónusta
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararsbóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 * Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
an og traustan sem
hafðir svo mikið að
gefa okkur börnunum
þínum og öilum afa-
bömunum. Eitt af því
erfíðasta sem ég hef
gert var að kveðja ykk-
ur mömmu á flugvellin-
um þegar ég flutti til
Noregs, því þó svo ég
væri orðin fullorðin var
ég samt alltaf innst
inni litla stelpan ykkar.
Mér fannst ég vera í
órafjarlægð frá ykkur
og saknaði ykkar mikið
og þau urðu mörg sím-
tölin okkar. Mig óraði ekki fyrir því
þá að ég ætti ekki eftir að eiga svo
mörg ár með þér. En minningin um
sumarið sem þið komuð og voruð
hjá mér er ein af mínum dýrmæt-
ustu minningum.
Það var erfitt verk að útskýra
fyrir litlu strákunum mínum að afi
væri dáinn. Afi sem var það besta
sem var til. Þú varst nefnilega afi
eins og öll böm dreymir um, afi sem
vissir svo mikið og afi sem áttir svo
stórt hjarta og mikla ást að gefa
afabömunum sínum. Nú kveð ég
þig aftur, pabbi minn, og í þetta
sinn er það enn erfiðara því nú sjá-
umst við ekki aftur. Eg hugga mig
við það að nú líður þér vel og þú
hefur fengið til baka allan þróttinn
þinn og kraftinn sem ég veit að þú
saknaðir svo að hafa ekki lengur
eftir að þú veiktist.
Elsku mamma mín, systkini mín
og systkinaböm og strákamir mín-
ir, guð gefi ykkur styrk í sorg ykk-
ar.
Guð geymi þig, elsku pabbi minn.
Við hliðið stend ég eftir ein,
ó, elsku pabbi minn,
og tárin mín svo heit og hrein
þau hníga á gangstíginn,
en höndin veifar, veifar ótt,
þú veist ég sakna þín,
ó, komdu aftur, komdu fljótt,
æ, komdu þá til min.
(Tólfti september.)
Þín dóttir,
Guðrún Hildur
t
Frændi minn,
SIGURVALDI S. BJÖRNSSON
frá Gauksmýri
í Línakradal,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 30. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Hilmar Björgvinsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
MAGNÚS ÞORLÁKSSON,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 1. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
fvar Magnússon, Arnheiður Sigurðardóttir,
Margrét Magnúsdóttir
Vilhjálmur Magnússon, Ann Marí Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MARTEINN ÁGÚST SIGURÐSSON,
Gilá,
Vatnsdal,
verður jarðsunginn frá Búrfellskirkju f Gríms-
nesi laugardaginn 5. júní kl. 11.00.
Páll Marteinsson,
Kristín Indíana Marteinsdóttir, Hannes Sigurgeirsson,
Jakob Daði Marteinsson,
Einar Marteinsson, Pálína Sif Gunnarsdóttir,
Þór Marteinsson, Valgerður Laufey Einarsdóttir,
Baldur Fjölnisson
og barnabörnin.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN C. ÞORKELSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, Stigahlíð 75, sunnudaginn 30. maí.
Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júní nk.
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Geðvemdarfélag (slands.
Tómas Helgason
Helgi Tómasson, Anna Sigurmundsdóttir,
Þór Tómasson, Gunnhildur Þórðardóttir,
Kristinn Tómasson, Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ANTON INGVARSSON,
Dalbraut 21,
Reykjavík,
er lést þriðjudaginn 1. júnf, verður jarðsunginn
frá Áskirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 13.30.
Lýður Sigurður Guðmundsson, Guðlaug Narfadóttir,
Ingi Karl Guðmundsson, Sigrún Vigdís Viggósdóttir,
Guðmundur Jens Guðmundsson, Kristín Björk Ingimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
i*-
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
systir,
ELSA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Logalandi 28,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun,
föstudaginn 4. júní, kl. 13.30.
Magnús Eiríksson,
Stefán Már Magnússon,
Andri Magnússon,
Magnús Örn Magnússon,
Herdís Sigurðardóttir Lyngdal,
Svala Thorlacius,
Hulda Yodice.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför elskulegs eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
LÁRUSAR GARÐARS LONG,
Túngötu 17,
Vestmannaeyjum,
Sérstakar þakkir til ykkar á B-deild Sjúkrahúss
Vestmannaeyja.
Einnig viljum við senda Kristbjörgu Ingimundardóttur sérstakar þakkir
fyrir veittan stuðning í veikindum Lárusar.
Unnur Hermannsdóttir.
Jóhannes Long, Ásta Ágústsdóttir,
Sigurveig Long, Snorri Jóhannesson,
Anna Hulda Long, Magnús Rfkarðsson,
Hermann Ingi Long, Jóhanna Eirfksdóttir
og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýndan hlýhug við
andlát og útför
GRÍMS JÓNSSONAR
frá ísafirði.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu
Karítasar.
Jóhanna Bárðardóttir,
Rúnar Þ. Grímsson,
Sigurður Grímsson,
Jón Grfmsson,
Sigrún Grfmsdóttir,
Ása Grímsdóttir,
Bárður J. Grímsson,
Jóna Magnúsdóttir,
Angelika Andrees,
Linda Grímsson,
Magnús Már Kristinsson,
Sigurjón Guðmundsson,
Aðalheiður S. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð, vináttu
og hjartahlýju við andlát og útför sambýlis-
manns míns og föður okkar,
SIGFÚSAR ÞÓRS BALDVINSSONAR,
Litla-Hvammi 1,
Húsavfk,
áður Sandhólum, Tjörnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Indíana Ingólfsdóttir,
Gréta Sigfúsdóttir,
Unnur Sigfúsdóttir,
Birna Sigfúsdóttir,
Jenný Sigfúsdóttir
og fjölskyldur.