Morgunblaðið - 03.06.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 53/
>"'• r"';
Sími: 5401125 •Fax: 5401120
Gallahuxur
frá 989 kr.
Gallajakkar
frá 1.995 kr
Boliir
Sandalar
2.995 k.
HAGKAUP
Meira úrval - betrí kaup
UMRÆÐAN
Að loknum
kosningum
Albert Jensen
í LOK leiðinlegustu
kosningabaráttu sem ég
man eftir og i byrjun
síðasta sumars aldarinn-
ar gaf þjóðin magnaðri
misréttisstjóm áfram-
haldandi umboð til að
gera ríka ríkari og fá-
tæka fátækari.
Þjóðin gaf grænt ijós
á misrétti, eignatilfærsl-
ur frá sér til auðsafnara,
stóriðju í þágu útlend-
inga með aukna mengun
í kjölfarið og fullt hús af
annarri neikvæðni.
Þetta náðist með stagli
háttvirts forsætisráð-
hema um einhvern ófyrirsjáanlegan
stöðugleika. Það býður heim ódýrum
sigri að draga athygli frá göllum eigin
flokks með vel útfærðri síbylju um til-
búna ókosti annaira.
Því miður kaus ágætis fólk, sem ég
hefði viljað sjá í samfylkingunni, að
tefja fyrir æskilegi’i sameiningu
stjórnmálaflokka til mótvægis við
íhaldsöflin. Smákóngapólitíkin er
lífseig þótt hábölvuð sé og verður sem
verið hefur, að hver er sjálfum sér
Stjórnmálaflokkur á
ekki að blekkja, segir
Albert Jensen, heldur
á hann að vinna traust
með sanngirni og
heiðarleik.
næstur í pólitíska bransanum. Ekki
er útilokað að stjómmálamenn hugsi
fyrst um sjálfa sig og svo um þjóðina.
Ef ég er einn um að hugsa svona verð
ég að skipta um gír og láta fljóta með
straumnum, annars verð ég einmana.
Það ruglaði kjósendur að flestir
formælendur flokkanna, nema Davíð,
lofuðu bót og betran, sérstaklega
Halldór Asgrímsson, sem vildi þó fáu
breyta. Davíð Oddsson, sem vissi ekki
að daginn eftir kosningar fengi hann
130.000 kr. launahækkun á mánuði,
kvað almenning búa góðu búi og hér
ríkti jöfnuður og réttlæti og óþarfi
um að bæta. Davíð er sannarlega
þeira maður sem fara vilja breiða
veginn beint áfram án þess að líta
kringum sig.
Ossur Skarphéðinsson sneri fjölda
manns frá að kjósa samfylkinguna
þegar hann upplýsti í DV að hann
væri samtökunum ósammála í ESB-
málum. I fljótfæmi og tilfinninga-
þrungnum áhuga fyrir að ísland verði
hérað í Evrópu lagði hann þeim öflum
lið sem hafa haldið því fram að varan-
leg óeining ríkti meðal fólks í sam-
fylkingu. Þó að Össur sjái bara kosti
þess að sækja um að Island afsali
sjálfstæði sínu til ESB varð að ætla
að hann gleymdi sér ekki, en héldi
sæmilega á spilum í viðkvæmri kosn-
ingabaráttu.
Sundrungartillaga Ágústs Einars-
sonar um að kjósa Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttir sem formann sam-
fylkingarinar og undirtektir hennar
er ekki styrkleikamerki og gerir lítið
úr hæfasta fólki samtakanna. Jó-
hanna Sigurðardóttir, sem er einlæg-
ur sameiningarsinni og með margfalt
fylgi annarra samfylkingarmanna á
bak við sig, gefur væntanlegum jafn-
aðarflokki besta möguleika sem for-
ingi hans. Vonandi fer ekki svo sem
oft áður, að fámennar fylgislausar
flokksklíkur nái að loka það fólk úti
sem dregur að fylgi og stækkar
flokka. Oruggt er, að það verða
margir sem hverfa frá stuðningi við
samfylkinguna ef Ingibjörg Sólrún
verður kosin formaður, en hún hefur
tapað fylgi þess fólks sem þar er
kjarni. Almenningur viil Jóhönnu
Sigurðardóttur sem formann, en ef
baktjaldamakkarar verða dragbítar á
allt sem til framtíðar horfir eins og
oft er mun samfylkingin ekki ná að
festa rætur. Flokkur sem hefur for-
ingjaefni eins og Jó-
hönnu og Margréti á
ekki að vera í vandræð-
um og má ekki láta
þvergirðingshátt þvæl-
ast fyrir og tefja. Nú
þegar skal byrja kosn-
ingabaráttu og vinna að
því að fá græningja í
stækkun samfylkingar,
því hún er það sem
koma skal og er í raun
framtíðin. Vel líst mér á
nýliða þá í pólitík sem
skipuðu S-lista og vona
ég að þau starfi af heil-
indum og mun þeim þá
vel famast. Stjómmála-
flokkur á ekki að kaupa stærð sína,
hann á að vinna sér hana inn. Hann á
ekki að blekkja, heldur á hann að
vinna traust með sanngirni og heiðar-
leik. Svikin loforð og fullyrðingar um
eitthvað sem ekki er þykfr ljótur leik-
ur sem mögulegt er að slá sig til ridd-
ara með um stundarsakir ef menn eru
þannig gerðir.
Höfundur er byggingameistari.
Girðingarefni
Túngirðingarnet, staurar,
gaddavír og rafgirðingarefni
_______og allt í rafgirðinguna
Ávallt í leiðinni
ogferðarvirði
ML
® mbl.is
LLTA/= e/TTH\/A£J A/
Kosningar