Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 80

Morgunblaðið - 03.06.1999, Síða 80
# ÖRUGG ÁVÖXTUN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Kaup Baugs á 10-11 rannsökuð Samtök verslunar fagna rannsókn SAMKEPPNISSTOFNUN til- kynnti í gær að hún hygðist taka til rannsóknar kaup Baugs hf. á versl- anakeðjunni 10-11. Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka versl- unarinnar, kveðst fagna því að Sam- keppnisstofnun skuli rannsaka kaup- in og uppfylla þannig hlutverk sitt, þ.e. að tryggja samkeppni og sann- gjarna viðskiptahætti. „Fyrir utan tilburði Baugs til markaðsdrottnunar hef ég aldrei skilið strið Baugs gegn heildsölun- um. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru að reyna að búa til grýlur úr heild- sölunum til að upphefja sjálfa sig. En Bónus var stofnað í samstarfí við heildsala og með trausti almennings og það var aldrei nein grýla í sög- unni,“ segir Haukur Þór. Ný kynslóð kaupfélagsstjóra Hann kveðst þeirrar skoðunar að í raun og veru hafl forsvarsmenn Baugs ekkert á móti heildsölustiginu. „Þeir þola bara ekki að aðilar óskyld- ir þeim skuli eiga hlut að virðiskeðj- unni. Baugsmenn eru að mínu áliti ný kynslóð af kaupfélagsstjórum, eins og frá blómatímum kaupélaganna. Þeim gekk vel en þeir þoldu engum að keppa við sig og gengu alltaf alla leið til að hrista af sér samkeppni. Og vel- gengni annarra þoldu þeir ekki,“ seg- ir hann. „En við vitum nú hvemig fór fyrir kaupfélögunum og kaupfélags- stjórunum og enginn saknar þein-a.“ Haukur kveðst telja þversögn fel- r-n» ast í annars vegar málflutningi for- svarsmanna Baugs og hins vegar því að nú sé fyrirtækið Aðföng, sem er í eigu Baugs, orðið stærsta heildsölu- fyrirtæki landsins. „Þannig að það er nærtækt fyrir Baugsmenn að lækka sína eigin álagningu," segir Haukur. Fyrirætlanir um byggingu nýs álvers í Reyðarfírði Ekki óraunhæft að afla þriðjungs fjármagns hér HALLDÓR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Islands, telur að ekki sé óraunhæft að ætla að afla megi um þriðjung þess fjármagns sem þarf til þess að fjármagna nýtt álver á Reyðarfirði, eða um tíu milljarða, á meðal íslenski-a fjár- festa. Forsvarsmenn lífeyrissjóða sem Morgunblaðið ræddi við voru á einu máli um að hugsanleg fjárfest- ing í nýju álveri í Reyðarfirði gæti verið mjög áhugaverð, en þeir tóku þó fram að enn væri margt óljóst varðandi þetta verkefni. I frétt Morgunblaðsins í gær kemur fram að stofnkostnaður 120 þúsunda tonna álvers er talinn nema 30 milljörðum kr. og að nú sé gert ráð fyrir að eignarhluti Norsk Hydro verði 20-25% en hlutur ís- lenskra og annarra erlendra fjár- festa 75-80%. „Ég hef sjálfur mikla trú á að þetta geti verið mjög hentug upp- hafsstærð fyrir íslenskar aðstæður og rekstur álvers Norðuráls í Grundartanga sýnir að það er vel hægt með hagsýni og góðu skipu- lagi að stofnsetja og reka millistórt álver,“ sagði Halldór J. Kristjáns- son. Metin á arðsemismælikvarða „Verkefni af þessum toga eru einfaldlega metin á arðsemismæli- kvarða," sagði Þórarinn V. Þórar- insson, stjórnarformaður Fram- sýnar. „Ef þarna er um mjög áhugavert verkefni að ræða þá tel ég að stjórnir lífeyrissjóðanna skoði það eins og hver önnur. Við höfum fylgst með þessum viðræð- um og undirbúningi málsins. Okk- ur finnst þetta áhugavert mál og viljum halda áfram að fylgjast með því. Við metum það þannig að margt sé ennþá óljóst í málinu og það sé ekki nálægt því komið í þann búning að hægt sé að taka af- stöðu til þess hvort menn vilja vera með í þessu eða ekki,“ segir Þórar- inn. ■ Álver í Reyðarfirði/11 Aurskriða féll úr Grundarfjalli ALLMIKIL aurskriða féll úr suð- urhlíð Grundarfjalls í Reykhóla- sveit um klukkan 14 í gær. Að sögn Guðmundar Ólafssonar, sem býr á bænum Grund í Reykhóla- sveit, var um tveggja klukku- stunda langur aðdragandi að skriðunni, sem hófst með því að sprungur mynduðust í skál uppi í fjallinu uns hún brotnaði frá fjall- inu og rann niður á fáeinum mín- útum. Skriðan teygði sig um 200 metra til hiiðanna og er um 300 metra löng og staðnæmdist í fjallshfíðinni og skifdi eftir sig mikil ummerki en olli ekki skemmdum. Að sögn Guðmundar mældist þykkt skriðunnar um 5 metrar, en þessi skriða féll nánast á sama stað og snjóflóð sem féll úr fjallinu hinn 18. janúar árið 1995 og hreif með sér öll útihúsin á bænum Grund. Morgunblaðið/Guðmundur Ólafsson ' SKRIÐAN er um 200 metrar á breidd og um 300 metra löng, en þykkt liennar mældist um 5 metrar. Jeppamennirnir sem óku yfir Grænlandsjökul eru komnir heim Morgunblaðið/Jim Smart LEIÐANGURSMENNIRNIR, sem óku fram og til baka yfir Græn- landsjökul, lentu á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöld og þar tóku um 30 manns á móti þeim. Mannbjörg þegar Bensi sökk „Blotnuðum að- eins í skálmarnar“ „Spennu- fall í * hópnum“ LEIÐANGURSMENNIRNIR, sem óku fyrst austur yfir og síðan vest- ur yfir Grænlandsjökul eða alls um 2.000 km, lentu á Reylqavíkurflug- velli um klukkan 21.30 í gærkvöld. Um 30 manns tóku þar á móti þeim. „Það er spennufall í hópnum núna,“ sagði Arngrímur Her- mannsson, einn leiðangursmanna, við heimkomuna. „Það sem helst stendur upp úr eftir svona ferð er hversu hópurinn stóð vel saman og leysti erfið verkefni vel en loka- spretturinn yfir skriðjökulinn (við Syðri- Straumfjörð) á bakaleiðinni var án efa erfiðasta verkefnið." „Eftir því sem maður keyrir neðar í jökulinn verður hann alltaf úfnari og úfnari og þegar um 10 km voru eftir niður að jökulrönd- '•■Rnni vorum við eiginlega orðnir hálf stopp nema að senda menn á undan og þræða leiðina. Þarna voru bæði vatnsrásir, sprungur, krapapyttir og miklir hryggir. Við urðum að kanna hvern metra fyrir sig, brúa sprungur og spila bflana upp úr alls konar aðstæðum. Menn voru að vinna við þetta meira og minna í tvo sólarhringa án þess að sofa og sumir sofnuðu standandi." „Nú verður bara slakað á því það er gríðarlegur léttir að þetta skuli vera búið,“ sagði Arngrímur, en aðspurður um það hvort ekki væri í bígerð að gera betur sagði hann að efiaust væri það hægt en að hann hygðist láta einhveija aðra um það. Vert er að minna á að upplýsing- ar um leiðangurinn, m.a. dagbók, er að finna á Morgunblaðsvefnum á Netinu. Vefslóðin er: http://www.mbl.is. „BENSI fór á hliðina á örfáum sekúndum. Við klifruðum upp eftir bátnum um leið og hann snerist en sluppum við að fara fyrir borð, blotnuðum aðeins í skálmarnar," segir Óskar Jónsson, skipstjóri á trillunni Bensa frá Patreksfirði sem lagðist á hliðina og fylltist af sjó um klukkan 18 á gærkvöld. Þetta gerðist um 22 mflur frá Pat- reksfirði. Einn maður var um borð í Bensa ásamt Óskari og varð hon- um heldur ekki meint af. • „Við vorum dálitla stund á þak- inu en settum síðan björgunarbát- inn á flot og skriðum í hann. Þetta er náttúrlega bara handavinna og það var spegilsléttur sjór,“ segir Óskar. Hann kveðst ekki hafa hug- mynd um hvað olli því að Bensi fór á hliðina en hugsanlegt sé að sjór hafi komist í lestina án þess að menn hafi orðið þess varir. Skipverjamir fjórir á öðrum báti frá Patreksfirði, Þorsteini BA, urðu varir við það að Bensi hallað- ist, skildu eftir veiðarfæri sín og héldu á vettvang. Fleiri skip voru að veiðum á þessum slóðum þegar þetta gerðist. Skömmu síðar létu þeir Tilkynn- ingaskylduna vita að áhöfnin á Bensa væri heil á húfi og verið væri að taka hana um borð úr gúmbátnum. „Við snemm síðan við og sóttum veiðarfærin okkar áður en við reyndum að koma taug í Bensa," segir Sigurður Thorodd- sen, vélstjóri á Þorsteini. Bensi maraði í kafi þegar Þor- steinn BA kom að og tókst skip- verjum að koma taug í hann. Um miðnætti í gær dró hann Bensa áleiðis til Patreksfjarðar og áætlaði Sigurður að þeir yrðu komnir þangað um klukkan 1.30 í nótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.