Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 16.06.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 51 „Fyrirgef oss vorar skuldir“ NÝLEGA var kona borin út í beinni útsendingu Stöðvar 2. Hún hafði þó ekkert gert af sér, eigand- inn hafði selt íbúðina og krafðist þess með hótunum að hún færi strax. Við athugun kom í ljós að seljandinn hafði farið inn í íbúðina í febrúar sl. til að sýna hana væntanlegum kaup- anda að heimilismönnum fjarstödd- um og án þess að segja frá því. Slíkt kallast innbrot. Er konan hugðist hringja kom í Ijós að seljandinn hafði látið loka síma hennar. Síminn hefur engan rétt til að loka skuldlausum síma að kröfu óviðkomandi aðila. fátæktargildra. Ég hitti rúmlega sex- tugan mann sem staulaðist við staf. Bakið er búið, sagði hann. Læknirinn segir að ég hafl ofreynt mig í bygg- ingarvinnu í gamla daga. Ég byggði sjálfur og varð að hræra steypuna með skóflu, því ég hafði ekki efni á hrærivél. Ég vann eins og skepna og nú sletta þeir í mig 67 þús. kr. á mán- uði. Ég gæti ekki lifað, ætti ég að borga 20-30 þús. kr. eða meira í húsaleigu á mánuði. Ég þarf að greiða sjálfur hluta af kostnaði við æfingar og læknishjálp. Við erum margir byggingaör- yrkjamir. Ég hitti líka konu sem ég hafði ekki séð lengi. Hún hafði baslað ein með fjögur böm. Ég var tíu ár í Svíþjóð, sagði hún. Ég vann þar í verksmiðju og fékk 110 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Ég tók á leigu fjögurra herbergja íbúð á 39 þúsund krónur á mánuði hjá leigufyrir- tæki og með heimilis- bótum hafði ég yfir 90 þúsund krónur á mán- uði fyrir 40 stunda vinnuviku og búin að borga allt. Ég kom heim í júlí í fyrra og fékk hér leiguíbúð á 60 þúsund krónur á mánuði. Ég vinn í bakaríi frá klukkan 4 á nóttinni til hádegis og fæ 63 þús- und krónur útborgaðar eftir skattana. Svo vinn ég á myndbandaleigu frá klukkan 2 til 11 á kvöldin. A því verð ég að lifa. Leiguíbúðin úti var örugg en hér er hægt að segja mér upp með sex mánaða fyrir- vara hvenær sem er. Hvers vegna breytist þetta aldrei héma? spurði hún. Hvers vegna er ekki komið hér svipað kerfi og þar? Svo sofnaði hún fram á borðið. Já, hvers vegna breytist ekkert hér? Hækkun húsnæðis- kostnaðar mælist ekki sem kjara- skerðing, sem hún er. Hér heita hús- næðismálin bara fasteignamarkaður. Nýlega kom hér enskur rektor og sagði þau tíðindi að félagshyggjan í heiminum hefði hrunið með Sovét- ríkjunum, öll eins og hún lagði sig og hafði víst hvergi verið til nema þar! Nú væri ekkert eftir nema auðvald- ið. Þetta er nýja nýlendustefnan undir miðstýrðri einokun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Amerískur sér- fræðingur skrifaði grein í Morgun- blaðið og sagðist hafa komið ráða- mönnum heimsins í skilning um að verðbréfamarkaðurinn væri hið æðsta vald. Þeir sem trúað hafa á guðlega forsjón verða þá víst að rit- skoða faðirvorið, eða þýðir nokkuð að segja við Hið nýja vald; fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyr- irgefum? Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Síminn viðurkenndi sök sína og opn- aði símann strax eftir kvörtun. Fast- eignasalinn sem annaðist sölu íbúð- arinnar játaði að hafa vitað af leigu- samningnum, en gat hans þó ekki í kaupsamningnum eins og honum bar að gera. Sala íbúðar hefur engin áhrif á gildandi leigusamning sem er eins og hver önnur kvöð sem hvílir á íbúðinni. Slíkrar kvaðar ber að geta í kaupsamningi. Fasteignasali ber ábyrgð á að samningar séu rétt gerðir og honum ber að gera aðilum grein fyrir stöðu mála. Það gerði hann ekki og braut með því lög um starfsskyldu sína. A síðustu mánuðum hafa Leigj- endasamtökunum borist nokkrar kvartanir á dag undan viðskiptum líkum því sem hér var lýst. Oft Leigjendur Sala íbúðar, segir Jón Kjartansson, hefur eng- in áhrif á gildandi leigu- samning, heldur eins og hver önnur kvöð sem hvílir á íbúðinni. hringir fólk of seint eða það játar vanmátt sinn og þorir ekki að standa á rétti sínum. Þrælsóttinn er vanda- mál margra. Konan sem hér segir frá er tæplega fertugur sjúkraliði með langa starfsreynslu en þorði þó ekki að fylgja málinu eftir, þrátt fyr- ir boðna aðstoð. Hvað þá um ungt reynslulaust fólk, einstæða foreldra, öryrkja og aldraða sem oft verða fórnarlömb fanta sem hóta með lög- reglu eða líkamsmeiðingum, rústun heimilis eða jafnvel árásum á börn viðkomandi? Oftast eiga í hlut selj- endur, en stundum kaupendur, fast- eignasalar eða lögmenn. Þáttur þeirra síðastnefndu er sérlega at- hyglisverður. Þarna eru menn að taka lögin í sínar hendur og reyna meðvitað að brjóta niður þau réttindi sem fólk hefur samkvæmt húsaleigu- lögum og fleiri lögum. Húsnæðis- stefnan hefur lengi verið vitlaus hér á landi, enda gjarnan miðast við fiest annað en að leysa húsnæðisþörfína. Villidýrshátturinn sem hér hefur ríkt undanfarið er þó sérstakur smánarblettur á þjóðfélaginu sem verður að afmá. Ég trúi því ekki að forsætisráðherra hafi meint þetta er hann talaði um land tækifæranna í kosningabaráttunni. Samfélag sem ekki ber vfrðingu fyrir heimilum fólks er á villigötum. Dýrt húsnæði Ríkisstjórnin og borgarstjórn Reykjavíkur (sem sýnist stundum vera sama stjómin) hafa mjög afneit- að fátæktinni. Þetta fólk virðist ekki vita, eða vilja vita, að velferðarkerfið hér hefur aldrei staðist samanburð við kerfi nágrannalandanna, né að kjör fátækra vöru margskert á ní- unda áratugnum og framyfir 1990. Þetta hefur ekki verið bætt og nægir að nefna hér skattleysismörkin og gagnkvæma skerðingu bóta. En fá- tækt á sér fleiri ástæður; dýrt hús- næði og skuldir. Fólk kaupir gamlar íbúðir á okurverði, bíla og annað og tekur svo gífurleg lán að vonlaust verður að borga þau og fólkið eignast aldrei það sem keypt er. Þetta er stór HAGKAUP Meira úrval - betri kaup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.