Morgunblaðið - 16.06.1999, Side 55

Morgunblaðið - 16.06.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ EMIL Grímsson og Skúli Skúlason frá Toyota handsala samninginn við Hjálmar Pétursson frá Bflaleigu Flugleiða. Flugleiðir kaupa tæp- lega 200 Toyota-bíla TOYOTA og Flugleiðir hf. skrif- uðu nýlega undir samning um kaup Bflaleigu Flugleiða á tæp- lega 200 Toyota-bflum. Um er að ræða bfla af gerðunum Yaris, Corolla, Hilux RAV4 og Land Bikarkeppni Secret 26 „ÞRIÐJA kappsiglingaumferð í mótaröðinni Bikarmót Secret 26 verður 17. júní í Hafnarfirði. j Keppni hefst kl. 10 og verða sigldar eins margar umferðir og hægt er til kl. 13, en eftir þann tíma verður ekki ræst. Þó verða ekki sigldar færri umferðir en tvær og fleiri en sex. Keppt er á bátum af gerðinni Secret 26 og er keppt án forgjafar. Sigldar verða trapisu- eða pylsu- brautir,“ segir í fréttatilkynningu. „Skipstjórafundur verður í fé- j lagsheimili Þyts kl. 9 sama dag og keppnin er og fer þar fram skrán- ing. Allir verða að klæðast flotvest- um á meðan á keppni stendur. Allar tilkynningar varðandi mótið s.s. breyting á fyrirmælum þessum og úrslit verða birt í glugga á fé- lagsheimili Þyts. Að öðru leyti en greint er frá hér að framan gilda kappsiglingafyrirmæli SÍL 1999 og alþjóðakappsiglingareglurnar 1997-2000,“ segir í fréttatilkynnigu. Sólstöðuhátíð að fornum sið „UM sólstöðurnar, þann 19. júní, mun allsherjargoði og fólk hans halda hátíð í Tjaldi galdramannsins að Lónkoti í Skagafirði. Munu flest- ir úr liði goðans klæðast fornum búningum og hefur liðið með sér víkingatjöld. Á meðal þess sem í boði verður er erindi um sólstöðurn- ar, sem Jörmundur Ingi allsherjar- goði flytur, einnig verður leikin sag- an um Iðunni og eplin, og sýndur verður forn vopnaburður. Á staðn- um verða til sýnis og sölu silfur- skartgripir í fornum stíl, galdrastaf- ir og lækningajurtir. Einnig verður til sýnis leðursaumur og fatnaður. Gestir geta fengið upplýsingar um rúnir og látið spá fyrir sér. Einnig geta þeir fengið upplýsingar um ís- lenskar lækningajurtir og tengsl þeirra við sólstöður. Um kvöldið verður ball með hljómsveitinni Á móti sól,“ segir í fréttatilkynningunni frá Lónkoti. LEIÐRÉTT Lenti á fótboltavellinum I myndatexta með frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær, var rang- hermt að þyrla Landhelgisgæslunn- ar hefði lent á flugvellinum í Ólafs- vík. Þyrlan lenti á fótboltavellinum í Ólafsvík, eins og glöggt mátti sjá á myndinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Cruiser 90. Bflarnir verða af- hentir á um tveggja mánaða millibili frá maí til júlí nk. Yerð- mæti samningsins er hátt í 300 milljónir króna, segir í fréttatil- kynningu. Gengið frá Tjaldholti niður á Austurvöll Hafnargönguhópurinn stendui’ fyr- ir gönguferð frá Tjaldhóli í Foss- vogi niður á Austurvöll í kvöld, mið- vikudag. Farið verður frá Hafnar- húsinu að vestanverðu kl. 20.00 með Almenningsvögnum suður að Tjaldhóli við Nesti í Fossvogi. Það- an gengið kl. 20.30 með ströndinni vestur í Sundskálavík og um Há- skólahverfið, Hljómskálagarðinn og með Tjöminni niður á Áusturvöll. Gönguferðinni lýkur við Hafnar- húsið. Á leiðinni verða framkvæmd- ir ofan Nauthólsvíkur skoðaðar og boðið upp á kaffi og kleinur við Kaffi Nauthóli, nýja veitingaskál- anum. Víkingaþorp rís í Hafnarfírði SÓLSTÖÐUHÁTÍÐ verður haldin við Fjörukrána í Hafnarfirði dag- ana 17.-20. júní og er þetta í annað sinn sem hún er haldin þar. í tilefni hátíðarinnar eru hingað komnir 50 erlendir víkingar og íslensku vík- ingarnir eru 50. Víkingarnir verða á svæðinu í tjöldum sínum sem búið er að reisa umhverfis Fjörukrána. „Á hátíðinni verða m.a. bardagar víkinganna, víkingaskóli fyrir 7-11 ára börn, uppákomur á sviði, gift- ing að víkingasið, Víkingasveitin spilar, glíma, víkingakraftakeppni og sögumenn segja sögur. Einnig geta gestir brugðið sér í siglingu með víkingaskipinu íslendingi eða boðið fjölskyldunni í reiðtúr í hesta- kerru. Aðgangseyrir er enginn en allur ágóði af merkjasölu og hluti af sölu inni á svæðinu fer til bágstaddra,“ segir í fréttatilkynningu frá að- standendum hátíðarinnar. í þjóðbún- inga á þjóðhá- tíðardaginn HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís- lands hvetur sem flesta til að skarta þjóðbúningum á þjóðhátíð- ardaginn. „Mætum í þjóðbúningum í skrúð- gönguna á 17. júní og hittumst í kaffi í Iðnó á eftir. Þar verða boðnar kaffiveitingar á tilboðsverði fyrir alla í þjóðbúning- um,“ segir í hvatningarorðum fé- lagsins. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 55 x FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Annir hjá lögreglu vegna árásar- og fíkniefnamála 11.-13. júní SKÝRT tilvik kom upp um helg- ina um gUdi eftirlitsmyndavéla í miðbænum. Þar veittu lögreglu- menn því athygli er hópur pilta réðist gróflega að borgara sem ekkert hafði til saka unnið. At- burðarásin, sem varð að morgni laugardags, var mjög hröð og þegar árásarmenn gerðu sér grein fyrir að lögregla var að koma á staðinn treystu þeir sér ekki til að standa íyrir gerðum sínum og reyndu að flýja af hólmi. Þeim var fylgt eftir með eftirlits- myndavélunum og voru hand- teknir af lögreglu skömmu síðar allfjarri brotavettvangi. Telja verður mjög ólíklegt að lögreglu hefði tekist að hafa hendur í hári árásarmannanna ef ekld hefði notið við þessa tæknibúnaðar. Einn piltanna hafði haft sig mest í frammi og hafði meðal annars sparkað síendurtekið í árásar- þola. Þótt flestir þeirra sem lögregl- an hefur afskipti af vegna árásar- mála séu karlmenn, þá koma upp tilvik þar sem konur koma tals- vert við sögu. Þannig gekk stúlka berserksgang á veitingahúsi að morgni laugardags. Stúlkan réð- ist að tveimur konum og skemmdi meðal annars gleraugu og fleira. Hún var handtekin og flutt í fangahús lögreglu. Ráðist var að fólki sem sat í bif- reið f miðbænum að morgni sunnudags. Flytja varð einn á slysadeild og skemmdir voru unn- ar á bifreiðinni. Árásarmenn eru ófundnir. Veittu ölvuðum öku- manni eftirför Lögreglu barst tilkynning um ölvaðan og réttindalausan öku- mann sem væri á leið til borgar- innar að kvöldi sunnudags. Lög- reglumenn urðu bifreiðarinnar varir við Hafravatnsafleggjara og gáfu ökumanni stöðvunarmerki, sem hann sinnti ekki. Hófst þá eftirför lögreglu og var bifreiðinni meðal annars ekið á röngum veg- arhelmingi í Ártúnsbrekku. Lög- reglan náði að stöðva bílinn með því að aka lögreglubifreiðum á undan honum og eftir og hægja þannig á ferð hans. Nokkrum sinnum meðan á eftirförinni stóð varð árekstur með bifreiðinni og lögreglu. Ökumaður var síðan handtekinn og er hann grunaður um ölvun við aksturinn, auk þess sem grunur er um akstur undir áhrifum annarra vímuefna. Alls 9 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur um helgina og 53 stöðvaðir vegna hraðaksturs. Mikil afskipti af fíkni- efnaneytendum Mikil afskipti voru höfð af ein- staklingum um helgina vegna neyslu/vörslu ólöglegra fíkniefna og var á annan tug manna hand- tekinn vegna fíkniefnamála. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í bifreið er hann reyndi að kasta frá sér ætluðum fíkniefnum. Hann var fluttur á lögreglustöð. Borgari hafði samband við lög- reglu að kvöldi föstudags og kvaðst hafa rekist á karlmann sem hann hafði grunaðan um þjófnað er átt hefði sér stað fyrr um daginn. Lögreglan fór á stað- inn og kom í ljós að grunur til- kynnanda var á rökum reistur. Hinn grunaði reyndist hafa veski tilkynnanda á sér og í fórum hans reyndust einnig vera ætluð fíkni- efni. Hann var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Að kvöldi laugardags voru tveir karlmenn handteknir í Þingholtunum og fundust við leit ætluð fíkniefni. Þeir voru fluttir á lögreglustöð. Höfð voru afskipti af tveimur pUtum og stúlku að morgni sunnudags í miðbænum. I ljós kom að þau höfðu ætluð fíkniefni í fórum sínum og voru því handtek- in. Veikindi eftir e-töfluneyslu Óskað var eftir aðstoð vegna veikinda í kjölfar neyslu e-töflu um helgina. Piltur á 18. ári hafði neytt efnisins og kennt sér meins í kjölfarið. Aðstoðar lögreglu var einnig óskað vegna veikinda eftir neyslu fíkniefna að kvöldi laugardags. Þá hafði 18 ára stúlku orðið illt eftir neyslu e-töflu. Tveir karlmenn voru handteknir vegna gruns um aðild að því að útvega stúlkunni fíkniefni. Við leit á þeim fundust ætluð fíkniefni og voru mennirnir fluttir í fangahús lögreglu. Við eftirlit lögreglu að kvöldi sunnudags urðu lögreglumenn varir við undarlegt ástand í einu ökutæki. Reyndist ökumaður vera allsgáður en þrír farþegar hans grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru allir handteknir og fluttir á lögreglu- stöð. Ætluð fíkniefni fundust í bif- reiðinni. Innbrot - þjófnaður Tilkynnt var um 11 innbrot um helgina. Þar sem aðalsumarleyfís- tíminn fer nú í hönd vill lögreglan minna fólk á að huga vel að verð- mætum og viðskilnaði húsnæðis. Vakin er athygli á nýjung sem ríkislögreglustjórinn, fyrir hönd lögreglu og Sambands íslenskra tryggingafélaga, hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd og felur í sér skráningu verðmæta. Málið verð- ur kynnt frekar á næstunni en hægt er að afla sér upplýsinga með því að skoða netsíðu crime- on-line.com þar sem málið er kynnt, en mikUvægt er að borgar- ar taki vel við sér og skrái helstu verðmæti sín á þennan hátt. Það getur auðveldað mjög að koma þýfi aftur í réttar hendur, en al- gengt er að einstaklingar haldi ekki tU haga nauðsynlegum upp- lýsingum inn verðmæti sín. Brotist var inn í fyrirtæki á Ár- túnshöfða um helgina og stolið þaðan nokkrum verðmætum, bæði verkfærum og hljómflutn- ingstækjum sem voru í bifreið. Þá var brotist inn í bílasölu á Ártúnshöfða og þaðan stoUð lykl- um að a.m.k. einni bifreið og henni síðan stolið. Þá var stolið framhUð af útvarpstækjum úr nokkrum bif- reiðum. Því miður vUl það enn brenna við að bflasalar láni öku- tæki tU borgara án þess að kanna hver viðkomandi er. Flest öku- tækjanna fínnast fljótlega en oft er þá búið að valda á þeim nokkrum skemmdum. Þannig fannst t.d. stolin bifreið í Bláfjöll- um um helgina. Unnar höfðu verið skemmdir á henni og einnig stoUð hlj ómflutningstækjum. Eldur borinn að fatnaði Tilkynning barst um eld í húsi í Árbæjarhverfi að kvöldi fóstu- dags. I ljós kom að borinn hafði verið eldur að fatnaði í þvottahúsi og þannig valdið nokkrum skemmdum. Þá var tilkynnt um reyk frá íbúð í Grafarvogi á fóstudags- kvöld. í ljós kom að eldur var laus í sæng í svefnherbergi þar sem karlmaður svaf. Lögreglumenn á eftirlitsferð tilkynntu um mikinn eld frá skúr í Grjótaþorpi snemma morguns á laugardag. Mikil hætta var talin á því að eldurinn bærist í nærliggj- andi hús. Slökkvistarf gekk vel en talsverðar skemmdir urðu. Piltur á átjánda ári var handtekinn vegna málsins. Útiskilti Tilboösverö útiskiltum Verslun Háteigsvegi 7 - sími 511 '. Verksmiðja Flatahrauni 13 - sími 555 e mbl.is Hafðu öryggið í fyrirrúmi AUK k93d50-267 sia.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.