Morgunblaðið - 25.06.1999, Page 18

Morgunblaðið - 25.06.1999, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Biðröð við Brydebúð Vík, Mýrdal - Undanfarin tvö ár hafa staðið yfír endurbætur á elsta húsi Víkurkauptúns, sem hlotið hefur nafnið Brydebúð eft- ir Bryde kaupmanni í Vest- mannaeyjum. Upphaflega var húsið byggt sem verslunarhús í Vestmanna- eyjum 1831 af Godthaab-verslun. Bryde kaupmaður í Eyjum festi síðar kaup á húsinu. Hann lét rífa það niður og endurbyggja í Vík 1895 og hóf þar verslunar- rekstur fyrstur manna. Þegar sonur Bryde hætti verslunar- rekstri í Vík 1914 keypti Þor- steinn Þorsteinsson verslunar- húsin, en hann var áður verslun- arstjóri hjá Bryde. Þorsteinn rak verslunina til ársins 1926 en þá var Kaupfélag Skaftfellinga stofnað og tók það við verslunar- rekstrinum í húsinu og rak þar verslun allt til ársins 1980. Þá var Prjónastofan Katla og síðan prjónastofan Gæði rekin í húsinu til ársins 1992. Síðustu ár hefur húsið staðið autt og ónotað þar til áhuga- mannafélag um varðveislu húss- ins tók að sér að lagfæra það og koma því í upprunalegt horf. Húsið hefur verið endurbyggt að utan og hefur Karl Runólfsson byggingameistari séð um það starf af alkunnri smekkvísi. Þá hefur verið lokið við að endur- gera um 1/3 innanhúss. Sá hluti var tekinn í notkun núna 17. júní og verður rekin þar upplýsinga- þjónusta fyrir ferðamenn í sum- ar. f tilefni af opnuninni kom fjöldi Mýrdælinga saman og var haldin mikil grillveisla við húsið. Svo skemmtilega vildi til að Morgunblaðið/Reynir VIBEKA Arendrup, afkomandi Bryde. hér á landi var stödd dönsk kona, Vibeke Arendrup, en Bryde var langafi hennar. Hún hafði komið til landsins til þess að fræðast um starfsemi og heimaslóðir Bryde og meðal annars haft samband við Þórð Tómasson, safnvörð í Skógum, sem gat frætt hana margvíslega um starfsemi langafa hennar og einnig það að einmitt þennan dag væri verið að taka í notkun að nýju hluta Brydebúðar. Hún var því kær- kominn og skemmtilegur gestur við opnunina. Breiðbandið til Rey kj anesbæj ar Morgunblaðið/Björn Blöndal STARFSMENN Nesafls við lagningu ljósleiðara í Heiðahverfi í Reykjanesbæ. Keflavík - Nýlega hófust íramkvæmd- ir við lagningu ljós- leiðara í Reykjanes- bæ í tengslum við breiðbandið. í íyrsta áfanga, sem ráðgert er að ljúki á næsta ári, verða ljósleiðarar lagðir í Holta-, Garða- og Eyjabyggð sem eru um 25% af íbúðar- byggðinni í bænum, að sögn Atla Þor- steinssonar, eftir- litsmanns með framkvæmdunum. Ath sagði að reikna mætti með fyrstu tengingum í haust en nokkur óvissa væri í þeim málum þar sem skortur væri á mönnurri til verksins. Verktakafyrirtækið Nesafl, sem er í eigu Islenskra aðalvertaka, sér um þennan fyrsta áfanga en reikna má með að það taki þrjú tO fjögur ár að breiðbandsvæða allan bæinn. Að sögn Atla starfa 9 menn 6 daga vikunnar við þennan fyrsta áfanga og sagði hann að stefnt væri að því að vinna eins lengi og hægt væri. Það færi þó að sjálfsögðu eftir veðri og vindum. Sr. Þorgrímur Daníelsson sett- ur í embætti Húsavík - Séra Þorgrímur Daníels- son, nýkjörinn sóknarprestur að Grenjaðarstað, var settur inn í emb- ættið af séra Ingimar Ingimarssyni prófasti um síðustu helgi við virðulega athöfti í fullsetinni kirkju sóknarbama úr Grenjaðarstaðar-, Einarsstaða-, Nes- og Þverársóknum. Níu prestar voru við athöfnina, þar af fjórir sem þjónað höfðu prestakall- inu áður, og þjónuðu þeir flestir við at- höfnina. Séra Þorgrímur predikaði en auk hans þjónuðu fyrir altari séra Sig- urður Guðmundsson vígslubiskup og séra Ingimar Ingimarsson prófastur. Að lokinni athöfn var viðstöddum boðið til kirkjukaffis í safnaðarheimil- inu. Morgunblaðið/Silli PRESTARNIR Kristján Valur Ingólfsson, Jón Ármann Gíslason, Þorgrímur Daníelsson, Sighvatur Karlsson, Sig- urður Guðmundsson, Ömólfur J. Ólafsson, Ingimar Ingimarsson, Þórir Jökull Þorsteinsson og Pétur Þórarinsson. Kaupfélag Héraðsbúa 90 ára Egilsstöðum - Kaupfélag Héraðs- búa er 90 ára á þessu ári. Félagið var stofnað 19. apríl 1909 á Skeggjastöðum í Fellum. Starf- semi félagsins hefur vaxið í gegn- um árin og hefur KHB staðið af sér þær þrengingar sem steðjað hafa að svo mörgum kaupfélög- um á landsbyggðinni í gegnum árin. Félagið rekur mjög víðtæka starfsemi en aðalstarfsemin er verslunar- og þjónusturekstur. KHB rekur verslanir og starfsemi á fimm stöðum á Austurlandi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðar- firði, Eskifirði og Borgarfirði eystri. Hagnaður félagsins var 22 milljónir á síðasta ári. I tilefni af- mælisins bauð KHB viðskiptavin- um sínum í grillveislu og skemmtiatriði fyrir utan Vöruhús á Egilsstöðum, en trúðar mættu á svæðið og hljómsveitin Land og synir tók lagið fyrir gesti. Margir komu og brögðuðu á grillveiting- um í tilefni afmælisins. um kristnitökuna og áhrif hennar í héraði. Ræðumenn verða þeir Jón Torfason sagnfræðingur frá Torfalæk á Asum, séra Guðmundur Þorsteins- son frá Steinnesi í Þingi og séra Agúst Sigurðsson prestur á Prestbakka. Um söng á þessari hátíð sjá kirkjukórar úr Húnavatns- og Strandasýslum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HÁTÍÐARMESSA Kristnitökuhátíðar verður haldin í Blönduóskirkju þar sem biskupinn yfir fslandi mun prédika. Kristnitökuhátíð í Húnavatnspró- fastsdæmi Blönduósi - Kristnitökuhátíð í Húna- vatnsprófastsdæmi verður haldin sunnudaginn 4. júlí. Hátíðin hefst kl 11 á minningarstund við Gullstein skammt norðan við Stóru-Giljá. Há- tíðarmessa verður í Blönduóskirkju kl 13:30 og að lokinni messu verður kirkjukafíl og hátíðardagskrá í íþróttahúsinu á Blönduósi Eins og fyrr greinir hefst hátíðin við Gullstein en þar er minnismerki um fyrstu kristniboðana þá Þorvald víðíorla og Friðrik biskup. Sigurður Guðmundsson fyrrverandi vígslubisk- up flytur ávarp. Böm úr Húnavatns- sýslum syngja nokkur lög og söng- flokkur flytur verk efti Hjálmar H. Ragnarsson. Biskup Islands herra Karl Sigurbjömsson predikar í Blönduóskirkju eftir hádegið og prestar Húnavatnsprófastsdæmis munu þjóna fyrir altari. Söngfólk úr kirkjukórum prófastsdæmisins ann- ast söng undir stjórn organistanna. Að messu lokinni verður kirkjukaffí og hátíðardagskrá í íþróttahúsinu á Blönduósi. Þar verða flutt stutt erindi Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir GRILLMEISTARAR Kaupfélags Héraðsbúa höfðu ekki undan að snúa lærissneiðum handa fjölda viðskiptavina félagsins. ET ■ æps? 2L 1 fTÍ ■Br- lip ll)§ll j ll ll l Morgunblaðið/Atli KRISTJÁN Yngvason, formaður skólanefndar, tekur fyrstu skóflustunguna. Skóflustungan að nýju hóteli og heimavistarhúsi Laxamýri - Nýlega var tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu að nafni „Tröllasteinn" á Laugum í Reykjadal í þágu hótels og heima- vistar á staðnum. Um er að ræða tveggja hæða hús með 28 tveggja manna her- bergjum með baði, sem verður nýtt sem hótel á sumrin, en heimavist á veturna. Við sama tækifæri tóku Fosshót- el ehf. formlega við rekstri Hótels Lauga sem skólinn hefur rekið fram að þessu. Fosshótel er jafn- framt stærsti hluthafinn í því félagi sem stofnað var til byggingar Tröllasteins og rekstrar hússins. Aðrir hluthafar eru Reykdæla- hreppur, Byggðastofnun og Bún- aðarsamband S-Þingeyinga. Auk þessa hefur einstaklingum og öðrum sveitarfélögum verið boðin þátttaka og hafa þegar nokkrir þegið boðið. Áætlað er að byggingu hússins ljúki um næstu áramót. Á undan- förnum árum hefur mikið verið framkvæmt á Laugum og á næsta ári er ætlunin að laga heimavistar- aðstöðu í Fjalli, útbúa 15 tveggja manna herbergi með baði og mun það kosta um 35 millj. króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.