Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 21 Morgunblaöió/Jim Smart Oskar Magnússon: Islandsbanki F&M hefur lokið mati á Ferskum kjötvörum og Lyfjabúðum ehf. Hlutafjáraukning Baugs samþykkt til að fjármagna kaup á Vöruveltunni Baugur kaupi Ferskar kjötvörur og Lyfjabúðir HLUTHAFAFUNDUR Baugs hf. samþykkti í gær samhljóða tillögu stjórnar um að auka hlutafé félags- ins um 82,5 milljónir króna að nafnvirði, með áskrift nýrra hluta. Hluthafar samþykktu jafnframt að falla frá rétti sínum til að skrá sig fyrir hinum nýju hlutum og ákváðu að framselja áskriftarrétt sinn til eigenda Vöruveltunnar hf. Nýir hlutir eru því hluti kaupverðs 82,5% hlutabréfa í Vöruveltunni, sem rekur verslanir 10-11. Hlutirn- ir eru greiddir Helgu Gísladóttur, Fjárfari hf. og íslandsbanka, eig- enda Vöruveltunnar, á genginu 10 og nema því 825 milljónum að kaupvirði. Athugasemd frá Kaupþingi hf. Um upplýsingagjöf Óskar Magnússon, formaður stjórnar Baugs, tilkynnti á fundin- um að Islandsbanki F&M hefði lokið mati á fyrirtækinu Ferskum kjötvörum og Lyfjabúðum ehf. sem eru í eigu Gaums. Gaumur er að mestu í eigu þeirra feðga Jóhann- esar Jónssonar og Jóns Asgeirs Jó- hannessonar. Hyggjast ekki eiga Ferskar kjötvörur til frambúðar „Stjórn Baugs hefur markað þá stefnu að rétt sé að ganga til samn- inga um að eignast Lyfjabúðir, að minnsta kosti að meirihluta, og einnig komi til greina að kaupa Ferskar kjötvörur. Pó ekki með það í huga að eiga síðargreinda fyrirtækið til frambúðar, heldur leita að heppilegum kaupanda sem gæti þjónað verslunum Baugs með jafn ágætum hætti og Ferskar kjötvörur hafa gert hingað til.“ Óskar segir að reiknað sé með því að til fjárútláta komi á næst- unni vegna kaupa Baugs á Lyfja- búðum, en væntanlega ekki kaupanna á Ferskum kjötvörum. Ekki standi þó til að óska eftir frekari hlutafjáraukningu vegna þessara viðskipta. raunveruleikanum. Kaupþing hf. og eignaraðilar þess eiga um fjórð- ung hlutafjár í FBA, sem keypti 3 milljarða í nýafstaðinni sölu, og því augljóslega hagsmunamál íyrir- tækisins að sala hlutabréfa í DeCODE heppnist vel, með sama hætti og það er jákvætt fyrir alla aðila markaðarins að útboðið gangi vel. Ætlast er til þess að aðilar á verðbréfamarkaði hafi skoðanir á því sem þar er að gerast og því þarf þessi gagnrýni Kaupþings ekki að koma neinum á óvart. Sem leiðandi aðila á hlutafjármarkaði er það hins vegar okkar hagsmunamál, líkt og annarra aðila á þessum markaði, að upplýsingagjöf og verklag í hlutabréfaviðskiptum sé með sem faglegustum hætti.“ Til sölu Benz C220 Special Edition 4 d. Sedan, árg. 1995, ekinn aðeins 22 þús. km. Sjálfskiptur. Vetrardekk á felgum + sumardekk á ál- felgum. Verð kr. 2.950.000. Stórglæsilegur svartur BENZ. Einn eigandi. Upplýsingar í síma 5624588. á hlutabréfamarkaði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Þor- steini Víglundssyni, yfirmanni greiningardeildar Kaupþings. „Undanfarið hefur orðið umræða um upplýsingagjöf á hlutabréfa- markaði og kannski sérstaklega eftir grein sem birt var í Morgun- punktum Kaupþings hf. um kaup ríkisbankanna þriggja á hlutabréf- um í DeCODE, móðurfyrirtæki ís- lenskrar erfðagreiningar. Kaup- þing fagnar þessari umræðu og tel- ur hana af hinu góða fyrir innlend- an verðbréfamarkað. I grein Kaup- þings hf. var það gagnrýnt að upp- lýsingagjöf DeCODE væri ábóta- vant og einnig var þess getið að samkvæmt íslenskri löggjöf væri lífeyrissjóðunum óheimilt að fjár- festa í bréfum í DeCODE. Grein þessi varð Innherja Viðskiptablaðs Mörgunblaðsins efni til umfjöllunar um þessi mál í gær og er þar gefið sterklega í skyn að ástæður gagn- rýni Kaupþings hf. mætti rekja til afbrýðisemi. Vegna þeirra skrifa og annarrar umfjöllunar sem orðið hefur um áðurnefnda gagnrýni Kaupþings hf. vill Kaupþing koma eftirfarandi á framfæri. Kjarni gagnrýni Kaupþings beindist að upplýsingagjöf DeCODE, móðurfélags Islenskrar erfðagreiningar, sem við teljum að hafi verið ábótavant. Innherji telur fullnægjandi að bankarnir þrír sem keyptu umræddan hlut hafi haft aðgang að greinargóðum upplýs- ingum um rekstur DeCODE og þar sem um lokað útboð hafi verið að ræða væri ekki við því að búast að þær upplýsingar yrðu birtar opin- berlega. Innherji telur augljóst að bréf þessi verði ekki seld á almenn- um markaði og yrðu ekki seld þar án þess að upplýsingar um rekstur fyrirtækisins liggi fyrir. Hlutabréf í DeCODE voru fyrst boðin innlendum fjárfestum í slíku lokuðu útboði í febrúar 1998. Frá þeim tíma hafa viðskipti með félag- ið verið lífleg og fjöldi einstaklinga og smærri fjárfesta keypt hluta- bréf í félaginu. Hluthafaskrá DeCODE telur nú nokkur hundruð manns samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu félags- ins. Þessi þróun mun að öllum lík- indum halda áfram þó svo félagið hafi ekki verið skráð á skipulögðum hlutabréfamarkaði enda hefur fyr- irtækið verið talinn spennandi fjár- festingárkostur. Þó að forsvars- menn bankanna hafi lýst því yfir að þeir hafi fengið ítarlegar upplýs- ingar frá DeCODE vegna kaupa sinna nú, dregur það ekki úr gagn- rýni á upplýsingagjöf félagsins enda ljóst að með því er verið að veita hluta eigenda félagsins mun ítarlegi’i upplýsingar en aðrir smærri hluthafar þess hafa aðgang að. Aðal forsenda trúverðugs verð- bréfamarkaðar er jafn aðgangur fjárfesta að verðmyndandi upplýs- ingum, skiptir þá engu máli hvort um „fagfjárfesta" er að ræða eða al- menna sparifjáreigendur. Slík mis- skipting upplýsinga um rekstur fyr- irtækja, sem hér er á ferðinni, hamlar því myndun skilvirkari verðbréfamarkaðar hér á landi, með því að grafa undan trausti al- mennings á honum. I þessu sam- hengi er rétt að líta á ákvæði 15. greinar laga nr. 13/1996 um verð- bréfaviðskipti: „Fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu skulu kappkosta við að gæta fyllstu óhlutdrægni gagn- vart viðskiptamönnum sínum í starfsemi sinni og ber þeim ávallt að haga störfum sínum þannig að viðskiptamenn njóti jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur við- skiptakjör í verðbréfaviðskiptum." Þessari jafnræðisreglu er ætlað að tryggja að fjárfestar sitji við sama borð í skiptum sínum við verðbréfa- íyrirtæki - og þannig skjóta stoðum undir það markmið að almenningur verði sem virkastur í atvinnuupp- byggingu landsins með þátttöku á verðbréfamarkaði. Að mati Kaup- þings er þvi heppilegast þegar svo er komið í viðskiptum með hluta- bréf óskráðra íyrirtækja að eign þein-a er orðin nokkuð dreifð og hlutabréfin ganga kaupum og söl- um á almennum markaði, að við- komandi fyrirtæki leggi metnað sinn í góða almenna upplýsingagjöf um rekstur sinn og tryggi jafnan aðgang að slíkum upplýsingum. Þáttur aðila fjármagnsmarkaðar í því að stuðla að slíkri upplýsinga- gjöf verður og ekki vanmetinn. Það þarf því ekki að vekja furðu að Kaupþing vekti athygli á máli þessu heldur má fremur spyrja hvers vegna fleiri aðilar á þessum mark- aði hafi ekki gert hið sama. Þó að Kaupþing hf. hafi komið fram með þessa gagnrýni má ekki skilja hana sem neikvætt viðhorf íyrirtækisins til DeCODE almennt. Þeir hlutir sem félagið er að gera eru mjög spennandi og endurspeglast það í miklum áhuga fjárfesta. í þessari umræðu hefur ekkert verið rætt um það hvort markaðsvirði DeCODE teljist hátt eða lágt enda var það ekki tilefni þessarar um- ræðu. Þá má og benda á að forráða- menn DeCODE hafa lýst því yfir að fyrirtæki hyggist bæta upplýsinga- gjöf sína í kjölfar þessarar umræðu og ber að fagna því. Þær skoðanir sem m.a. Innherji Viðskiptablaðs Morgunblaðsins heldur á lofti að annarlegar hvatir liggi að baki skrifum Kaupþings hf. um þessi mál eiga sér enga stoð í hoppikastali og frabsr tflboð Þeir sem kaupa vagn um helgina fá 20.000 kr. ávfsun til úttektar á útivistarvörum. > Tjaldvagnar > Tjöld yf.»30 > Garöhúsgögn 20% > Fatnaður FrSbffir tUboð > Útbúnaður gerðir Á SYNINGARSVÆÐI afsláttur um helgina SEGLAGERÐIN Stofnað 1913 ÆGIR Eyjarslóð 7 Reykjavík Sími 511 2200 ■'sé-verslun ferðafólksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.