Morgunblaðið - 25.06.1999, Síða 33
32 FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 331
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ÍSLENZKUNÁM
FYRIR
ÚTLENDINGA
MIKILL áhugi virðist vera meðal erlendra stúdenta við
Háskóla íslands á að læra íslenzku. Er eftirspurn eft-
ir námi í íslenzku mun meiri en skólinn getur annað og því
hefur á hverju ári þurft að vísa fjölda nemenda frá. Er það
aðallega vegna þess að kennslurými er ekki nægjanlegt
fyrir allan fjöldann sem sækir um. Að þessu sinni sóttu 237
um að fá að hefja nám að hausti, sem er nokkur fjölgun
miðað við síðustu ár, en hins vegar gat Háskólinn aðeins
veitt 72 umsækjendum inngöngu og þurfti því að vísa 165
frá.
Það er gleðilegt hve margir hafa áhuga á að læra ís-
lenzku. Það er jafnframt mjög dapurt að geta ekki mætt
þeim mikla áhuga sem erlendir stúdentar sýna íslenzku-
námi. Grunnur áhugans er áreiðanlega oft sá að erlendum
stúdentum er nauðsynlegt að kunna skil á íslenzku til þess
að þeir geti fært sér í nyt aðra kennslu við háskólann og er
sá áhugi þá auðvitað af hagnýtum rótum. En jafnframt er
það augljóslega hagsmunamál fyrir okkur Islendinga, að
útlendingar kynnist tungumáli okkar og læri það. Slík
þekking skilar sér með margvíslegum hætti síðar og þá
ekki bara fyrir hina erlendu námsmenn heldur fyrir okkur
Islendinga sjálfa. A meðan á heimsókn japanska forsætis-
ráðherrans stóð kom fram að nokkrir ungir íslendingar
hafa lært japönsku, sem dugar okkur vel í viðskiptum við
Japani. En það fer ekki á milli mála, að kunnátta Japana í
íslenzku getur greitt fyrir viðskiptum og samskiptum af
þeirra hálfu. Þetta er eitt dæmi um hagnýt áhrif þess, að
útlendingar læri íslenzku.
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands og Náms-
flokkar Reykjavíkur bjóða nám í íslenzku fyrir útlendinga.
Þannig getur verið að í mörgum tilfellum geti þær stofnan-
ir leyst úr brýnustu þörf þeirra, sem ekki komast að við
Háskóla íslands. En hvað sem því líður ættu menn að
kappkosta að virða þann áhuga sem útlendingar hafa á ís-
lenzkunámi.
BARATTAN GEGN
TÓBAKSREYKINGUM
Brezka ríkisstjórnin hefur ákveðið að bann við tóbaks-
auglýsingum skuli taka gildi í Bretlandi í desember-
mánuði nk. en samkvæmt ákvörðun Evrópusambandsins
ber að leggja á slíkt bann á árinu 2001. Það segir töluverða
sögu um það hvað við Islendingar höfum verið langt á und-
an okkar samtíma, að tóbaksauglýsingabann hefur verið í
gildi hér í áratugi. Ákvörðun brezku ríkisstjórnarinnar er
engu að síður ánægjuleg og sýnir að baráttan gegn tóbaks-
reykingum, sem Bandaríkjamenn hafa haft forystu um, er
að ná til Evrópuríkjanna, sem lengi hafa farið sér hægt í
þeim efnum.
í Morgunblaðinu í gær var birt viðtal við Helga Guð-
bergsson, sem sæti á í Tóbaksvarnarnefnd, um nýjar regl-
ur um tóbaksreykingar á vinnustöðum. Samkvæmt þeim á
enn að herða að reykingafólki, sem er sjálfsagt, enda ættu
einstök fyrirtæki og starfsmenn þeirra að taka höndum
saman um að gera vinnustaði sína algerlega reyklausa fyr-
ir aldamót.
Hins vegar er það áhyggjuefni, að ýmislegt bendir til
þess að reykingar séu að aukast á meðal ungs fólks.
Hvernig má það vera? Allar upplýsingar liggja nú fyrir um
skaðsemi reykinga og þær upplýsingar eru óumdeildar.
Hvernig stendur á því, að hin unga og vel menntaða ís-
lenzka æska virðist fremur vera að auka reykingar í stað
þess að draga úr þeim? Sú þróun má ekki verða til þess að
menn láti undan síga heldur er þvert á móti tilefni til að
herða mjög róðurinn gegn sígarettureykingum.
íslenzka ríkið hagnast mikið á sígarettureykingum en
hefur reyndar líka af þeim mikinn kostnað vegna þess, að
margt reykingafólk þarf oft að leita eftir aðstoð heilbrigð-
iskerfisins. Er ekki tímabært að eitthvað af þessum mikla
hagnaði verði notað til þess að hjálpa fólki til að hætta að
reykja? Nú eru til margvíslegar aðferðir til þess, en þær
eru dýrar og hugsanlegt að reykingafólk sé ekki tilbúið að
leggja í þann kostnað sem fylgir.
Mikil gerjun á Höfn í Hornafírði og stórframkvæmdir á döfinni
Áætlun G-7-ríkjanna um að létta skuldum af fátækustu ríkjum heims
Markvisst stefnt að
fj ölgnn íbúanna
EG hef fylgst lengi með störf-
um sveitarstjórnarmanna
um land allt og átt samskipti
við þá. Mig var farið að langa
út á vígvöllinn, til að takast á við mál-
efnin sem þar koma upp. Eg var í af-
skaplega skemmtilegri og gefandi
vinnu en langaði að breyta til innan
þessa geira,“ segir Garðar Jónsson,
bæjarstjóri Hornafjarðar. Hann er 34
ára viðskiptafræðingur og vann í tíu ár
í hagdeild Sambands íslenskra sveitar-
félaga, síðustu árin sem deildarstjóri,
þar tii hann tók við starfi bæjarstjóra
sveitarfélagsins Hornafjarðar 10. apríl
síðastiiðinn.
„Eg hef orðið þeirrar gæfu aðnjóL
andi að fá að kynnast Hornafirði og
þeim sem hér hafa stýrt málum, bæði í
gegnum starf mitt hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga og
sem ferðamaður. I ferð
um svæðið fyrir tveimur
árum heillaðist ég af nátt-
úrufegurðinni og veðrinu
og því sem svæðið hefur
upp á að bjóða. Þegar
staða bæjarstjóra var
auglýst laus til umsóknar
var enginn efi í mínum
huga, mig langaði hingað
og sótti um,“ segir Garðar
um tildrög þess að hann
sóttist eftir starfi bæjar-
stjóra eftir að Sturlaugur
Þorsteinsson bæjarstjóri
ákvað á breyta um starfs-
vettvang.
Garðar hefur verið að
setja sig inn í starfið og
kynnast íbúunum og seg-
ir að það gangi vel. Hann
segir greinilegt að menn
vilji allt gera sem hægt
er til að halda íbúunum
og helst að fjölga í sveit-
arfélaginu. Stöðugt séu
settar fram nýjar hug-
myndir til þess. Einkunn-
arorð Hornafjarðar eru
„bjartsýni, framsækni,
stórhugur“ og segist
Garðar vilja tileinka sér
þau í starfi.
Leikskóli
og slökkvistöð
Um síðustu áramót voru íbúar sveit-
arfélagsins Hornafjarðar 2.446 og eftir
sameiningu sveitarfélaganna nær það
yfir alla Austur-Skaftafellssýslu. Nokk-
ur fækkun varð á síðasta ári eftir
stöðuga íjölgun í mörg ár. I langtímaá-
ætlun gera bæjaryfirvöld ráð fyrir 1%
fjöigun íbúa á ári og Garðar bæjarstjóri
er fullviss um að það markmið náist og
gerir sér raunar vonir um mun örari
fjölgun. Dæmi um einbeittan vilja
stjómenda bæjarfélagsins til að fjölga
íbúunum eru stórhuga hugmyndir um
stórskipahöfn á Faxeyri og uppbygg-
ingu Nýheima þar sem gert er ráð fyrir
nýjum fi-amhaldsskóla, útibúi Háskóla
íslands, nýsköpunarfyrirtækjum og
upplýsingamiðstöð undir sama þaki.
Við ákvarðanir um uppbyggingu leik-
skóla er einnig tekið mið af væntanlegri
fólksíjölgun. Eru þetta --------------
helstu framkvæmdir á veg-
um bæjarins á næstu árum,
ásamt byggingu nýrrar
slökkvistöðvar og holræsa-
framkvæmdum.
Biðlisti er eftir ieikskóla-
plássi á Höfn og ákvað bæj-
arstjórn eftir talsverðar vangaveltur
að byggja nýjan tveggja deilda leik-
skóla í stað þess að bæta fjórðu deild-
inni við leikskólann sem fyrir er á
staðnum. Garðar telur að við þá
ákvörðun hafi ráðið úrslitum að menn
vildu vera viðbúnir fjölgun íbúa. Svig-
rúmið sem myndast vegna þess hversu
myndarlega er byggt verður notað til
að bjóða börnun yngri en tveggja ára
pláss á leikskólanum.
Einnig hefur verið samþykkt að
koma slökkvistöðinni á Höfn í betra
Hornfírðingar vinna markvisst að því að
fjölga íbúum bæjarfélagsins og nýr bæjar-
stjóri vill leggja sitt af mörkum í því efni.
Telur hann að sveitarfélagið hafi fjárhags-
lega burði til að ráðast í framkvæmdir sem
nauðsynlegar eru taldar til að ná settu
marki. Helgi Bjarnason ræddi við Garðar
Jónsson bæjarstjóra sem kemur út á vígvöll-
inn eftir tíu ár í starfi hjá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
GARÐAR Jónsson, nýr bæjarstjóri Hornafjarðar, við ráðhúsið á Höfn.
Bæjarsjóður
stendur
vel fjár-
hagslega
húsnæði en nú eru bflarnir í tengi-
byggingu við ráðshúsið og leiguhús-
næði úti í bæ. Nýja slökkvistöðin þarf
að hýsa fjóra slökkvibíla og sjúkrabíla.
Dómsmálaráðuneytið hefur óskað eftir
að fá húsnæðið sem losnar í ráðhúsinu
til að bæta úr brýnni húsnæðisþörf
lögreglunnar en hún hefur aðstöðu í
ráðhúsinu. í vetur urðu miklar um-
ræður um löggæslumái í Hornafirði
vegna atvika sem þar komu upp og
óskaði bæjarstjórnin eftir fjölgun lög-
reglumanna af því tilefni. Dómsmála-
ráðherra taldi hins vegar stöðina ekki
illa mannaða, miðað við mörg önnur
umdæmi. Til greina kemur, að mati
Garðars, að reyna einkaframkvæmd
við nýja slökkvistöð. Bendir hann í því
sambandi á að vegna mikilla bygginga-
framkvæmda á staðnum kunni að
verða framboð af eldra atvinnuhús-
________ næði. Hugsanlegt sé að eig-
endur þess sæu sér hag í
því að breyta því miðað við
þarfir slökkviliðsins.
Á fyrir
framkvæmdunum
Stofnkostnaður við þær
framkvæmdir sem bærinn og fyrir-
tæki hans áforma á næstu árum nem-
ur hátt í milljarð kr. Garðar segir að
miðað við þá áætlun til tíu ára sem
lögð hefur verið fram í bæjarstjórn sé
ijóst að bæjarsjóður eigi fyrir þeim
framkvæmdum sem stefnt sé að á
hans vegum. Gert sé gert ráð fyrir því
að hafnarsjóður fjármagni fram-
kvæmdir við Faxeyrarhöfn.
Nýi bæjarstjórinn vann meðal ann-
ars við úttektir á fjárhag sveitarfélaga,
bæði einstakra sveitarfélaga og ai-
mennt, og gerir sér því grein fyrir
mikilvægi þess að missa ekki tökin á
fjármálunum. „En ég sé líka vaxtar-
broddana sem hér eru fyrir hendi og
hvað sveitarfélagið þarf að gera til að
halda íbúunum og fá nýja. Það kostar
auðvitað mikið. Takmark mitt er að
gera það með skynsamlegum hætti og
tryggja að við reisum okkur ekki
hurðarás um öxl.“
Garðar segir að sveitarfélagið
Hornafjörður sé ágætlega statt fjár-
hagslega og skuldir á íbúa undir með-
altali. Hann segir að sala á hlut bæjar-
ins í sjávarútvegsfélaginu Borgey fyrir
95 milljónir kr. hafi hjálpað upp á sak-
imar en það er svipuð fjárhæð og bær-
inn hefur lagt í fyrirtækið. „Sveitarfé-
lagið hefur sloppið vel út úr þátttöku
sinni í atvinnulífinu og betur en mörg
önnur sveitarfélög. Það var einnig
mikilvægt að salan stuðlaði __________
að sameiningu Borgeyjar,
Skinneyjar og Þinganess og
það hafði mjög góð áhrif á
fbúana hér. Fólk hafði
fylgst með taprekstri og
erfiðleikum þessa stærsta
atvinnufyrirtækis staðarins
og margir voru orðnir svartsýnir á
framtíðina. Sameiningin var því
himnasending fyrir okkur enda hefur
fólkið trú á eigendum og stjórnendum
í hinu sameinaða fyrirtæki,“ segir
Garðar.
Töluvert hefur verið byggt af at-
vinnuhúsnæði á Höfn að undanförnu
og framundan enn stærri áfangar.
Þannig er Kaupfélag Austur-Skaftfell-
inga að byrja á byggingu nýs verslun-
ar- og skrifstofuhúsnæðis í miðbæn-
um. Aform em um byggingu Nýheima
þar við hliðina og TOP hf. mun byggja
þriggja hæða skrifstofu- og þjónustu-
hús við hlið ráðhússins. Með þessum
byggingum og tilheyi'andi fram-
kvæmdum bæjarfélagsins við torg og
gangstéttir verður þetta svæði gert að
raunverulegum miðbæ sveitarfélags-
ins.
Hagræðing hjá höfn
og áhaldahúsi
Mikilvægur þáttur í starfi bæjar-
stjóra er að sjá til þess að sveitarfélagið
og fyrirtæki þess sé rekið á sem hag-
kvæmastan hátt. Garðar segir að
minnkandi tekjur hafnarinnar hafi
skapað ákveðin vandamál vegna þess
að erfitt sé að minnka kostnað á móti. I
framhaldi af samningi á Djúpavogi þar
sem fiskmarkaður tók að sér rekstur
hafnai'innar kom ósk frá
Fiskmarkaði Hornafjarðar
um viðræður um svipað
fyrirkomulag. Garðar vill
ekki útiioka samninga um
þetta en segir að sam-
kvæmt lögum verði ákveð-
in störf, svo sem viktun
sjávarafla, að vera í hönd-
um opinberra aðila.
Jafnhliða er verið að
skoða þann möguleika að
sameina rekstur áhalda-
húss og hafnar og minnka
kostnaðinn. Telm- hann
hugsanlegt að fela mætti
einkaaðilum hluta af verk-
efnum áhaldahússins, til
dæmis með því að selja ol-
íumalarstöð sem bæjarfé-
lagið rekur. Nefnd emb-
ættismanna er að vinna að
úttekt á þessum málum og
vill Garðar sjá útfærslu á
báðum kostum.
Rekstur heilbrigðis-
mála gengið vel
Hornafjörður er
reynslusveitarfélag á sviði
heilbrigðismála og mál-
efna fatlaðra og hefur haft
vissa forystu meðal sveit-
arfélaga um að taka að sér
verkefni frá ríkinu. Sveit-
arfélagið rekur því að fullu
og á eigin ábyrgð dvalarheimili, hjúkr-
unarheimili og heilsugæslustöð en
rekstur þessara stofnana er annars
sameiginlegt verkefni ríkis og sveitar-
félaga. „í þessum málaflokki fer nú
saman frumkvæði, framkvæmd og
fjárhagsleg ábyrgð. Og starfsemin
hefur gengið vel, við rekum þessar
stofnanir undir sama þaki og undir
einni stjórn og höfum náð fram sparn-
aði á ýmsum sviðum, svo sem með til-
raunasamningi við einkaaðila um
þvottaþjónustu.“
Sveitarfélagið fær vissar fjárveit-
ingar á fjárlögum til að standa straum
af hlut ríkisins í rekstrinum. „Hingað
til höfum við ekki alltaf verið ánægð
með samskiptin við heilbrigðisráðu-
neytið, fundist það ekki sýna okkur
mikinn áhuga. Starfsemin hefur auk-
ist án þess að nægilega mikið fjár-
_________ magn hafi komið á móti.“
Samningar um reynslu-
verkefnin renna út um
næstu áramót og bæjaryf-
irvöld vilja viðræður um
framlengingu þeirra til
———1 tveggja ára, eins og lög nú
heimila, og segir Garðar að
ráðuneytið hafi nýlega sýnt áhuga á
að hefja þá vinnu. „Við teljum að
þetta fyrirkomuiag hafi gefist það vel
að við ættum að taka heilbrigðismálin
að okkur til frambúðar, að næsta
tveggja ára reynslutíma liðnum. Það
er miklu eðlilegra að ákvarðanir um
breytingar á þjónustu séu teknar sem
næst fólkinu sem þjónustunnar nýtur.
Við viljum hins vegar ekki taka þetta
að okkur nema nauðsynlegt fjármagn
fáist með verkefnunum,“ segir bæjar-
stjórinn.
Mikið verður
byggt af
atvinnu-
húsnæði
_ Reuters
FULLTRUAR kirkjusamtaka efndu til mótmæla í Köln á meðan á fundi leiðtoganna stóð og kröfðust þess að öllum skuldum yrði aflétt af þróunarríkjum.
Yfir 30 þróun-
arlönd munu
njóta góðs af
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims sam-
þykktu á fundi sínum í Köln um síðustu helgi
að gefa eftir verulegan hluta af skuldum
fátækustu ríkja heims. Aðalheiður Inga
Þorsteinsdottir kynnti sér áætlunina
og umræður um hana.
AKVÖRÐUN leiðtoga sjö
helstu iðnrflqa heims í Köln
sl. föstudag um að afskrifa
allt að þriðjung af lánum fá-
tækustu íákja heims hefur almennt
mælst vel fyrir, þótt efasemdaraddir
hafi einnig heyrst um að aðstoðin muni
skila tilætluðum árangri. Þá telja ýmsir
að ekki sé gengið nógu langt.
G-7-ríkin - Bandaríkin, Bretland,
Frakkland, Italía, Japan, Kanada og
Þýskaland - auk Alþjóðabankans munu
afskrifa lán sem nema samtals 70 millj-
örðum dollai'a (5.000 milljörðum ísl.
kr.), og er þetta yfirgripsmesta áætlun
G-7-ríkjanna til þessa um að létta
skuldum af þróunarlöndum. Haft var
eftir Gene Sperling, ráðgjafa Bills
Clintons Bandaríkjaforseta um efna-
hagsmál, að tækju fleiri ríki þátt í áætl-
uninni gæti upphæðin numið allt að 90
milljörðum dollai'a (6.500 milljörðum
ísl. kr.). Sagði hann að ef svo færi væri
mögulegt að afskrifa 70% af skuldum
33 fátækustu ríkja heims, en þær nema
samtals 127 milljörðum dollai'a (9.400
milljörðum ísl. kr.). Þar af eiga einstök
ríki, fyrst og fremst í G-7-hópnum, 79
milljarða dollai-a, en alþjóðlegar fjár-
málastofnanir 48 milljarða dollara.
Ágóðinn renni til
heilbrigðis- og menntamála
Enn er ekki ljóst hvaða lönd munu
njóta aðstoðarinnar, en Alþjóðabank-
inn, sem er stærsti skuldunautur þró-
unarríkja, mun skera úr um það innan
skamms. The New York Times hefur
eftir Sperling að flest séu löndin í Af-
ríku og Suður-Ameríku, og þar á með-
al komi Eþíópía, Níger, Níkaragúa,
Tansanía, Uganda, Ghana, Rúanda og
Mósambík til greina. Sérfræðingar
hafa einnig nefnt fleiri ríki, til dæmis
Bólivíu, Burma, Gvæana og Hondúras.
Leiðtogar G-7-ríkjanna hafa látið svo
um mælt að ráðstöfunarfé það sem
skapast í þessum i'íkjum vegna af-
skrifta lána skuli renna til heilbrigðis-
og menntamála, einkum og sér í lagi til
verkefna sem miða að því að stemma
stigu við útbreiðslu alnæmis í Afi-íku. í
yfirlýsingu leiðtoganna segir að án að-
stoðarinnar myndu ungbamadauði,
ólæsi og alnæmissmit enn fara vaxandi
í þessum löndum. Þá sagði Bandaríkja-
forseti í yfirlýsingu sinni að samkomu-
iagið væri „sögulegt skref til að hjálpa
fátækustu ríkjum heims að bæta hag
sinn og öðlast efnahagslegt sjálfstæði,
jafnframt því að nýtt fjármagn verður
veitt í báráttuna gegn fátækt, mennt-
unarskorti og útbreiðslu alnæmis“.
Gene Sperling nefndi Mósambík
sem dæmi um land sem myndi njóta
góðs af nýju áætluninni, en þar er ung-
barnadauði afar mikill. Um 30% rflds-
útgjalda er þar varið til endurgreiðslu
lána, en upphæðin gæti nú lækkað nið-
ur í 15%. Ráðstöfunartekjur stjórn-
valda myndu því hækka um sem svar-
ar tvo milljarða íslenskra króna, og því
myndi skapast svigrúm til að auka
framlög til heilbrigðismála um 50%.
Efasemdir um að
aðstoðin skili árangri
Umræðan um eftirgjöf skulda þró-
unarríkja hefur farið vaxandi undan-
farin ár og mánuði, og meðal þeirra
sem lagt hafa málinu lið eru Jóhannes
Páll páfi, Dalai Lama, erkibiskupinn af
Kantaraborg og hljómsveitin U2. Það
er ekki að undra, því mörg þessara
ríkja eyða meiri peningum í að greiða
afborganir af lánum en þau verja til
heilbrigðis- og menntamála og annarra
grunnþarfa almennings.
Afleiðingarnar eru þær að í þessum
löndum, þar sem búa um 700 milljónir
manna, er meðalaldur aðeins um 50 ár,
þriðjungur barna þjáist af næringar-
skorti og margir hafa ekki efni á að
sækja skóla. Sú neyðaraðstoð sem
löndunum berst fer gjarnan að miklu
leyti í vaxtagreiðslur til Alþjóðabank-
ans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða
annarra skuldunauta, en höfuðstóll
lánanna lækkar gjarnan lítið og hægt.
Þessi vítahringur gerir jafnvel um-
bótasinnuðustu ríkisstjórnum erfitt
fyrir að bæta efnahagsástandið.
Á hinn bóginn hafa þær efasemd-
araddir heyrst að fyrri áætlanir um að
létta skuldum af fátækum ríkjum hafi
ekki bætt kjör almennra borgara, þar
sem ágóðanum hafi oft verið varið
óskynsamlega eða jafnvel verið skotið
undan af spilltum valdhöfum. Þá komi
slíkar aðgerðir að litlum notum þegar
hagstjórn er í molum. Iðnríkin vonast
þó til að komast hjá þessu nú, með því
að gera kröfu til viðkomandi landa um
að sýna ótvírætt fram á að ágóðinn
renni fyrst og fremst til heilbrigðis- og
menntamála, auk þess sem ríkin verða
að fylgja skynsamlegri efnahagsstefnu
í þrjú ár áður en þau njóta aðstoðar-
innar að fullu.
G-7-ríkin hleyptu fyrstu áætluninni
um afléttingu skulda af stokkunum ár-
ið 1996. Aðeins tvær þjóðir, Bólivía og
Úganda, hafa þó enn uppfyllt skilyrði
til að hljóta þessa aðstoð, því í áætlun-
inni var gert ráð fyrir að ríkin verðu
20% ríkisútgjalda til að greiða skuldir,
en það hefur reynst flestum þróunar-
löndum ofraun. Það er því ljóst að
öðruvísi verður að fara að nú. Sérfræð-
ingar virðast vera á einu máli um að
spurningin sé ekki hvort létta eigi
skuldum af þróunarríkjum, heldur
hvernig það skuli gert.
James Wolfensohn, aðalbankastjóri
Alþjóðabankans, sagði á mánudag að
slíkar aðgerðir yi'ðu að haldást í
hendur við áætlanir um að styrkja
grundvallarstofnanir ríkjanna.
Tryggja þyrfti að þar væri virkt og
óspillt réttarkerfi, velferðarkerfi og
seðlabanki.
Stuðningsmenn hjálparstofnana og
ýmsir frægir tónlistarmenn mynduðu
10 kílómetra langa keðju í kringum
fundarstað leiðtoga G-7-ríkjanna í Kölru
um síðustu helgi, og kröfðust þess að
allar skuldir fátækustu ríkja heims
yrðu látnai’ niður falla. Aðgerðimar
voru skipulagðar af regnhlífarsamtök-
unum Jubilee 2000, sem telja við hæfi
að árþúsundaskiptin verði notuð sem
tilefni til að gefa eftir allar skuldir þró-
unarríkja, og meðal þátttakenda voru
Bono, söngvari U2, tónlistarmaðurinn
Bob Geldof og Thom Yorke, söngvari
hljómsveitarinnar Radiohead.
Þrátt fyrir að G-7-ríkin hafi ekki
verið reiðubúin að ganga svo langt
tóku flestar hjálpai'stofnanir tilkynn-
ingunni fagnandi, meðal annars vegna
þess að í áætluninni er lögð meiri
áhersla á heilbrigðis- og menntamál en
áður. Seth Amgott, talsmaður alþjóð-
legu Oxfam-hjálparstofnunarinnar,'
sem aðsetur hefur í Washington, sagði
við The Washington Post að um væri
að ræða stórt skref í rétta átt. Bono
fagnaði því að leiðtogarnir gengju
lengra en áður, en líkti málinu við
göngu á Everest-tind: „Það er enginn
heiður að klífa aðeins hálfa leið upp.“
Á hinn bóginn er ljóst að ýmis rök
má færa fyrir því að ekki verði felldar
niður aliar skuldir ákveðinna ríkja. Það
gæti latt lánardrottna til að veita frek-
ai-i lán, auk þess sem ósanngjarnt væri
að mismuna þeim þróunai-ríkjum sem
fylgja skynsamlegri efnahagsstefnu, og
eru af þeim sökum aðeins betur stæð
en önnur þróunariönd, og geta því lagt
sig fi-am um að borga af lánum sínum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
mun standa straum af sínum hluta
kostnaðarins við áætiunina með því að
selja allt að 10% af gullforða sínum, um
tíu milljón únsur. Verða tekjurnar af
sölunni ávaxtaðar, og munu vextimii'
renna í sérstakan sjóð til styrktai' fá-
tækum ríkjum sem eru mjög skuldsett.
Samtök gullvinnslufyrirtækja hafa
varað við þessum áformum, og segja
þau geta skaðað Afrikuríki meira en
þau hagnast af aðstoðinni. Nokkur fá-
tæk lönd Afríku, eins og Burkína Fa-
só, Ghana, Mali og Tansanía, byggi af-
komu sína að verulegu leyti á útflutn-
ingi gulls, en gulliðnaðurinn þar sé þó
frumstæður og því viðkvæmur fyrir
verðsveiflum. I yfirlýsingu samtak-
anna segir að salan á gulli IMF muni
sennilega leiða til 30% verðfalls á gulli,
sem hafi það í för með sér að 100 þús-
und manns í sunnanverðri Afríku
missi vinnuna og milljónir manna, sem
byggja afkomu sína á þeim, verði ofur-
seldar fátækt og hungri.