Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.06.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 1999 51 Orkuveita Reykjavfkur og Félag eldri borgara Samið um afnot golf- vallar í Hvammsvík ORKUVEITA Reykjavíkur og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, hafa gert með sér samning um afnot félagsmanna af golfvellinum í Hvammsvfk Kjósarhreppi án endurgjalds. f Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, eru félagsmenn um sjö þúsund talsins og er búist við að íjöldi þeirra muni nýta sér þessa aðstöðu. Ásamt félögum í áðurnefndum félagsskap aldraðra munu fé- lagsmenn í öðrum samtökum eldri borgara á orkuveitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur njóta sömu réttinda, segir í fréttatil- kynningu frá Orkuveitunni. Orkuveita Reykjavíkur er eig- andi Hvammsvíkur og er hluti jarðarinnar leigður til Hvamms- víkur ehf. sem rekur ferðaþjón- ustu á staðnum. Þar eru fjöl- breyttir útivistarmöguleikar í boði, svo sem veiði, kajakróður, gönguferðir o.fl. og er þar einnig boðið upp á margskonar þjónustu við útivistarfólk. Þá er Skógræktarfélag Reykjavíkur Morgunblaðið/Jim Smart ÓLAFUR Ólafsson og Alfreð Þorsteinsson takast í hendur vegna samnings Félags eldri borgara í Reykjavík og Orku- veitu Reykjavíkur um afnot fé- lagsmanna af golfvellinum í Hvammsvík. að græða landið skógi í sam- vinnu við Orkuveitu Reykjavík- ur og gerð hefur verið náttúru- farskönnun og landnýtingará- ætlun með það að markmiði að svæðið nýtist til almennrar úti- vistar, segir í tilkynningunni. Hvammsvík er í um 50 km fjarlægð frá Reykjavik. Áætlun- arferðir eru farnar um Hval- fjörð frá BSÍ og einnig býður rútufyrirtækið AUrahanda upp á daglegar ferðir í Hvammsvík. Fyrirlestur um líf- fræðiverkefni EGILL Briem lífefnafræðingur, meistaranemi í efnafræðiskor, flytur fyi-irlestur um verkefni sitt: Einangr- un, hreinsun og eiginleikar þorska- kollagenasa Ib í dag, föstudag kl. 13.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga. Fyrirlesturinn er lokaáfangi til meistaraprófs í lífefnafræði við efna- fræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla Islands í október í ár. í fyrir- lestrinum fjallar Egill um einangrun, hreinvinnslu og hvötunareiginleika próteinaensíms úr þorski. Leiðbein- andi Egils er Jón Bragi Bjarnason prófessor. Fyrirlesturinn er á vegum mál- stofu efnafræðiskorar. Aðgangur er öllum heimill. Frjálslyndi flokkurinn Alyktun um um- hverfísmat FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um lögformlegt umhverfismat Fljóts- dalsvirkjunar: „Fundur miðstjómar og þing- flokks Frjálslynda flokksins, haldinn í Reykjavík 22. júní, vísar til stefnu- yfirlýsingai- flokksins, þar sem segir: „Virkjanaleyfi á aldrei að veita nema að undangengnu lögformlegu umhverfismati. Geri virkjanir ráð fyrir að stór landssvæði fari undir uppistöðulón, fossar hverfi o.s.frv. er þjóðin ein fær um að veita sam- þykki fyrir framkvæmdum." Með vísan til þessa er það krafa Frjálslynda flokksins að viðhorf þjóðarinnar til eyðingar Eyjabakka verði kannað í þjóðaratkvæða- gi-eiðslu, þverskallist ríkisvaldið við að fram fari lögformlegt umhverfis- mat.“ Radíusbræður á Grandrokk RADÍUSBRÆÐUR, þeir Davíð Þór Jónsson og Steinn Armann Magnússon, munu troða upp á Grandrokki í kvöld. Nokkuð er um liðið síðan þeir félagar komu síðast fram. Að atriði Radíusbræðra loknu mun hljómsveit stíga á stokk. Flutt í Sætún SMUR-, bón- og dekkjaþjónustan sf., sem áður var tH húsa að Tryggvagötu 15, er nú flutt í nýtt húsnæði að Sætúni 4. Að sögn Páls Jóhannssonar, ann- ars eiganda fyrirtækisins, varð að flytja starfsemina þar sem Reykja- víkurborg, sem á húsnæðið að Tryggvagötu, ætlar að koma þar upp aðstöðu fyrir Borgarbókasafn- ið. Varð því úr að keypt var af Vest- fjarðaleið 600 fennetra húsnæði í Sætúni. Sagðist Páll vera ánægður með hina nýju aðstöðu. „Hér eru mun betri bílastæði en á Tryggva- götunni og húsnæðið sjálft er mun bjartara og betra. Við vonum bara að gömlu viðskiptavinimir okkar elti okkur hingað, sem þeir virðast raunar gera í miklum mæli.“ Sem fyrr verða starfrækt olíu- smurstöð og dekkjaverkstæði hjá Smur-, bón- og dekkjaþjónustunni. Einnig er boðið þar upp á bón- og þvottaþjónustu, auk ýmiss konar smærri viðgerða. Opið er kl. 8-18 alla virka daga og 10-15 á laugar- dögum á tímabilinu 1. október-1. maí. Morgunblaðið/Þorkell PALL Jóhannsson, annar eig- andi Smur-, bón- og dekkja- þjónustunnar sf., í hinu nýja húsnæði að Sætúni 4. Nuddpottar Amerískir rafmagnspottar fyrir heimili og sumarhús. Stærð ca 2x2 m, 1.100 Itr. Kr. 450 þús. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogi, sími 554 6171, fars. 898 4154. Nýtt jarðfræði- kort gefíð út NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ís- lands hefur gefið út jarðfræðikort af íslandi í mælikvarðanum 1:1.000.000. Kortið er 44 x 62 sentí- metrar að stærð og hentar vel sem veggkort á heimilum, vinnustöðum og skólum. Nýja kortið er einfölduð útgáfa af berggrunnskorti í mælikvarðanum 1:500.000, sem stofnunin gaf út í maí 1998, og sýnir helstu drætti í jarðfræði landsins. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri, gerð og samsetn- ingu. Einnig sýnir kortið vel gos- belti landsins og er nútímahraunum skipt í forsöguleg og söguleg hraun. Nýja kortið er unnið með sér- stakri tækni sem lyftir landslaginu svo að það virðist í þrívídd þannig að yngri jarðlög leggjast yfir hin eldri. Höfundar kortsins eru jarð- r fræðingarnir Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson en Hans H. Hansen annaðist kortagerðina. Kortið er prentað í Prentsmiðj- unni Odda. Náttúrufræðistofnun Islands hefur gert sölu- og dreif- ingarsamning við Mál og menningu og mun kortið fara í almenna dreif- ingu á þess vegum eins og önnur nýrri náttúrufarskort stofnunar- innar. Snyrtifræðingar, förðunarfræðingar og annað áhugafólk um betra útlit Sunnudaginn 27. júní fáum við í heimsókn erlendan snyrtifræðing sem mun kynna fyrir íslendingum nýja ítalska förðunarlínu. Snyrtifræðingur þessi hefur 10 ára reynslu við að kynna vörur á borð við Lancaster, Lancöme, Kanebo, Claris, Babor og Maria Galland. Hér gefst spennandi tækifæri fyrir þá sem vilja vinna sjálfstætt. Allar nánari upplýsingar fást hjá mér í síma 699 0166 (María Hjaltadóttir). LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR Þú Ert Frábær AOSHN 20.000 MANNS Á1 VlKU BJÓSTU Við einhverju Öðru Elskan ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.