Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Samið við GE Hydro og Clemessy um Vatnsfellsvirkjun
V élbúnaðurinn
kostar 1.760 millj.
LANDSVIRKJUN ákvað í gær að
ganga til lokasamninga við General
Electric-Hydro í Kanada og franska
fyrirtækið Clemessy, um sameigin-
lega framleiðslu og uppsetningu og
vél- og rafbúnaði Vatnsfellsvirkjun-
ar. Hekla hf. er umboðsaðili þessara
fyrirtækja hérlendis.
Samningurinn hljóðar upp á 1.760
milljónir króna og segir Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, að eftir fjárhags-
legt og tæknilegt mat á tilboðum
þeim sem bárust hafí tilboð þessara
aðila reynst lægst og hagkvæmast
fyrir Landsvirkjun. Kostnaðaráætl-
un ráðgjafa Landsvirkjunar hljóð-
aði upp á 2.346 milljónir króna og er
tilboðið um 75% af kostnaðaráætl-
un.
FRÁ undirritun veitingabréfs um vélar í Vatnsfellsvirkjun í gær, í
fremri röð frá vinstri: Charles Elazer frá GE Hydro, Agnar Olsen frá
Landsvirkjun, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Gunnlaug-
ur Nielsen frá Landsvirkjun og Joseph Hattenberger frá Clemessy. í
aftari röð frá vinstri: Zhefeng Sun frá GE Hydro, Hrafnkell Gunnars-
son frá Heklu, Bernard Arsenault frá GE Hydro, Sigfús R. Sigfússon,
forstjóri Heklu, og Aðalsteinn Jónsson frá Heklu.
Frávikstilboð hið lægsta
Óskað var eftir tilboðum í vél- og
rafbúnað Vatnsfellsvirkjunar, sem á
að vera 90 MW, en hún er ráðgerð í
veituskurði úr Þórisvatni í inn-
takslón Sigöldustöðvar. Óskað var
eftir tilboðum í framleiðslu og upp-
setningu tveggja 45 MW hverfla
með tilheyrandi búnaði og að tilboð-
in miðuðust við mismunandi fram-
kvæmdahraða, þannig að velja megi
hvenær virkjunin verði tilbúin á ár-
unum 2001 til 2004. Aðaltilboð í
verkið í heild var miðað við að virkj-
unin verði tilbúin í lok árs 2001.
Ellefu tilboð bárust auk frá-
vikstilboða. Þegar tilboðin voru
opnuð kom í ljós að lægsta tilboðið
var frá Sulzer Hydro GmbH-ESB
Intemational í Þýskalandi og hljóð-
aði það upp á 1.769 milljónir króna,
en Consortium General Electric
Hydro og Clemessy áttu næst-
lægsta tilboðið, sem hljóðaði upp á
1.788 milijónir króna. Þorsteinn
segir að þessir aðilar hafi að auki
átt frávikstilboð, sem nánari skoðun
hafi leitt í Ijós að væri hið lægsta
sem til greina kom.
„Þessi útboð eru svo flókin að
ekki er hægt að birta allar tölur í
tilkynningum um opnun tilboða, auk
þess sem þegar er um að ræða vélar
og búnað þarf að skoða mjög vel
nýtni og annað á tækjum, sem
breytir því ekki að þetta tilboð
reyndist vera í krónum talið hið
lægsta, bæði iyrir og eftir mælingar
á nýtni,“ segir Þorsteinn.
Hann kveðst búast við því að þeg-
Þórariim V.
>
hættur
ÞÓRARINN V. Þórarinsson tekur
formlega við stöðu forstjóra Lands-
símans hf. í dag. Jafnframt lætur
hann af störfum framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands Islands, en
þeirri stöðu hefur hann gegnt í 13
ár. Samtals hefur hann starfað hjá
VSÍ í 19 ár.
Að sögn Ólafs B. Ólafssonar, for-
manns VSÍ, eru formenn aðildarfé-
laga Samtaka atvinnulífsins, sem
taka til starfa í haust, að leita að
formanni fyrir hin nýju heildarsam-
tök atvinnurekenda. Stefnt væri að
því að ljúka þeirri vinnu í síðasta
lagi 15. september. Þegar samstaða
hefði tekist um nýjan formann
myndi hann í samráði við formenn
aðildarfélaga Samtaka atvinnulífs-
hjá VSI
| ins taka ákvörðun
lil^ Un? ráðn-n?U ^rar”~
M engu geta svarað
Hk um hvenær búið
. yrði að ráða fram-
Æ ef hann yrði ráðinn
^í sumar myndi
hann starfa sem framkvæmdastjóri
VSI fram á haustið og síðan yrði
hann framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins þegar þau hefðu
formlega tekið til starfa. Þangað til
myndi Hannes G. Sigurðsson, að-
stoðarframkvæmdastjóri VSÍ, og
hann sjálfur sinna þeim störfum
sem Þórarinn hefur gegnt.
ar sé byrjað að leggja drög að fram-
leiðslu þess búnaðar sem um ræðir
hjá fyrirtækjunum, en í gær var
undirritað svo kallað veitingabréf á
milli GE Hydro, Clemessy, Heklu
hf. og Landsvirkjunar, að viðstödd-
um fulltrúum allra fyrirtækjanna.
Komnir í kalda vatnið
Sigfús R. Sigfússon, forstjóri
Heklu hf., segir forsvarsmenn fyrir-
tækisins afar stolta af því að hafa
fengið þennan samning við Lands-
virkjun. „Þetta er búið að vera mikil
barátta, menn hafa unnið vel og við
lögðum allan okkar metnað í að fá
þennan samning og fengum hann.
Það hefur tekið mörg ár að ná þessu
stigi og margir hafa komið að því,
enda flókið mál. Samkeppnin var
gríðarleg en menn komu drengilega
fram og það er gaman þegar allir
geta staðið uppréttir að leikslokum.
Fyrir Landsvirkjun er þetta hag-
kvæmasti samningurinn, það er
engin spuming, og ágætur sömu-
leiðis fyrir aðra aðila sem að honum
koma,“ segir Sigfús. .
„Fyrir fyrirtæki eins og Heklu,
miðað við seinasta samning sem við
náðum við Nesjavelli fyrir þremur
árum um gufuhvarfshreyfla frá
Mitsubishi Heavy Industries, er
skemmtilegt að vera komnir í kalda
vatnið líka, en vera ekki aðeins í því
heita. Þetta er aðeins upphafið að
okkar mati, við viljum horfa til frek-
ari framkvæmda á þessu sviði í
framtíðinni.“
Tvær rússneskar
hervélar við landið
Taldar
tengj-
ast heræf-
ingu Rússa
FYLGST var með ferðum
tveggja langdrægra rússneskra
herflugvéla af gerðinni Tupolev
TU-95MS á loftvarnasvæði lands-
ins aðfaranótt föstudagsins 25.
júní siðastliðins. F-15 orrustuþot-
ur varnarliðsins flugu í veg fyrir
vélarnar og fylgdust með ferðum
þeirra.
Friðþór Eydal, upplýsingafull-
trúi varnarliðsins, tjáði Morgun-
blaðinu að talið væri að ferðir
rússnesku flugvélanna hefðu ver-
ið í tengslum við stærstu heræf-
ingu sem rússneski heraflinn
hefði haldið í 10 ár og fram fóru
dagana 21. til 26. júní. í henni
tóku þátt um 50 þúsund menn,
þúsund skriðdrekar og önnur
vopnuð farartæki, 100 flugvélar
og þyrlur og 50 skip.
Ný gjaldskrá Hvalfjarðarganga
samkvæmt tillögum Spalar hf.
I. gjaldflokkur: Ökutæki styttri en 6 metrar
Veggjald fyrir staka ferð: 1.000 krónur (óbreytt)
10 ferðir - afsláttarkort: 700 krónur (nýrkostur)
40 ferðir - áskrift: 500 krónur (var 600 kr.)
100 ferðir - áskrift: 400 krónur (nýrkostur)
II. gjaldflokkur: Ökutæki 6 til 12 metrar
Veggjald fyrir staka ferð: 3.000 krónur (óbreytt)
40 ferðir - áskrift: 1.950 krónur (var 2.250 kr.)
III. gjaldflokkur: Ökutæki lengri en 12 metrar
Veggjald fyrir staka ferð: 3.800 krónur (óbreytt)
40 ferðir - áskrift: 2.470 krónur (var 2.850 kr.)
IV. gjaldflokkur: Vélhjól
Veggjald fyrir staka ferð: 400 krónur (var 600 kr.)
Tillaga um allt að 33% lækkun á af-
sláttarkortum um Hvalfjarðargöng
Ný tíu miða
kort ekki bund-
in ökutæki
STJÓRN Spalar, sem á og rekur
Hvalfjarðargöng, samþykkti í gær
að leggja til við bandaríska trygg-
ingafyrirtækið John Hancock Ltd. -
stærsta lánveitanda félagsins - að
breyta gjaldskrá ganganna frá og
með 1. ágúst nk.
Gert er ráð fyrir að gjald fyrir
einstakar ferðir ökutækja breytist
ekki en boðið er upp á ný tíu miða
afsláttarkort sem ekki eru bundin
við ákveðið ökutæki. „Við munum
taka til hliðar um 40 milljónir króna
vegna aukins öryggisbúnaðar og
ætlum við að reyna að ná fundi
þeirra aðila, sem koma að öryggis-
málunum, og heyra hljóðið í þeim
en við erum fyrst og fremst að tala
um myndavélakerfi,“ sagði Gísli
Gíslason, stjómarformaður Spalar.
„Við erum að reyna að fá sem
flesta til að nýta sér afsláttarkort-
in,“ sagði Gísli. „Ef þúsund króna
gjaldið yrði lækkað niður í 800
krónur, þá segja menn annars veg-
ar að þar muni ekki svo miklu fyrir
þá sem fara örsjaldan um göngin en
það tefur afgreiðsluna að vera með
skiptimynt auk þess sem ekki yrði
hægt að bjóða eins mikinn afslátt af
afsláttarkortum eða áskrift." Benti
hann á að kosturinn við tíu ferða af-
sláttarkort væri sá að menn fengju
miða. „Ferðimar era þá ekki
bundnar við einn bfl,“ sagði hann.
„Þannig að það era nokkrir kostir
sem Islendingar verða fljótir að átta
sig á.“
Gísli sagðist eiga von á að þessar
tillögur yrðu samþykktar en breyt-
ingamar væru háðar því að tækni-
lega yrðu ekki neinar hindranir fyr-
ir því að breyta gjaldbúnaðinum frá
1. ágúst.
Njóta góðs af inneign
í frétt frá stjórninni kemur fram
að stjórn Spalar áætlar að heildar-
tekjur af' umferðinni í Hvalfjarðar-
göngum lækki um a.m.k. 13% ef
framangreindar breytingar verða
samþykktar. Athygli er vakin á að
þeir áskrifendur sem eiga inni á
reikningi sínum hjá Speli eða kaupa
ferðir í áskrift áður en gjaldskrár-
breyting tekur gildi munu njóta
góðs af inneign sinni eftir breyting-
una.
Varnarliðið
F-15 orrustuþotur Varnarliðsins fylgdust með ferðum rússnesku
herflugvélanna.
Rússnesku herflugvélarnar
komu úr norðaustri og flugu
réttsælis umhverfís landið á ut-
anverðu loftvarnasvæðinu og
héldu að því búnu í sömu átt og
þær komu úr. Varnarliðið fylgd-
ist með ferðum þeirra í ratsjá og
orrustuþoturnar fylgdu þeim eft-
ir innan loftvarnasvæðisins á
venjubundinn hátt. Loftvarna-
svæðið nær að meðaltali um 200
sjómflur frá strönd landsins og
er alþjóðlegt flugsvæði upp að ,
mörkum 12 mflna lofthelginnar. I
öryggisskyni er fylgst með ferð-
um allra flugvéla sem leið eiga
um svæðið.