Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 9

Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 9 FRÉTTIR Samgönguráðherrar Norðurlandanna funda í Reykjavfk Samgöngur V-Norður- landanna verði bættar Morgunblaðið/Jim Smart SAMGÖNGURÁÐHERRAR Norðurlandanna funduðu í Reykjavík á þriðjudag og ræddu m.a. um bættar samgöngur á Vestur-Norðurlöndun- um. Frá vinstri: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Dag Jostein Fjær- voll, samgönguráðherra Noregs, og Finnbogi Arge, ráðherra í Færeyjum. SAMGÖNGURÁÐHERRAR Norð- urlandanna funduðu í Reykjavík á þriðjudag og ræddu þeir m.a. um að bæta samgöngur á Vestur-Norður- löndum og þá einkum flug- og sjó- samgöngur mDli íslands, Græn- lands og Færeyja. Einnig var rætt um vistvænar samgöngur, nýtingu nýrrar upplýsingatækni og umferð- aröryggisdaga á Eystrasaltssvæð- inu. Ráðherrarnir eru hér á landi á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar, en í ár er formennska í nefndinni í höndum Islendinga. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að ástandið í samgöngu- málum á norðvestursvæðinu hefði lagast heilmikið síðustu ár, sérstak- lega þar sem flugfélögin legðu nú áherslu á að auka þjónustuna við þessi lönd. „Það er að mínu mati mjög mikil- vægt fyrir Islendinga að samgöngur á þessu svæði verði bættar," sagði Sturla. Hann sagði það sérstaklega mikilvægt út frá viðskiptahagsmun- um, þar sem bættar samgöngur leiddu til aukins ferðamanna- straums og þá myndi það einnig leiða til aukins flutnings á vamingi ýmiss konar og þar með stuðla að auknum viðskiptum. Hann sagði bættar samgöngur skipta máli fyrir öll löndin á svæð- inu, en sagðist hafa orðið þess var að ráðherrar Grænlands og Færeyja legðu mikla áherslu á sam- starf við Islendinga um að tryggja sem bestar samgöngur og sagði því ljóst að Island gegndi lykilhlutverki á þessu sviði. Hann sagði að sérstök nefnd myndi fjalla um þessar bættu samgöngur og þá myndu ráðherr- amir líklega hittast aftur á Norður- landaþinginu í Stokkhólmi og ræða málin enn frekar. Rætt um vistvænar samgöngnr Ráðherrarnir ræddu einnig um vistvænar samgöngur í ljósi Kyoto- samningsins og nýtingu nýrrar upplýsingatækni innan samgöngu- geirans. Sturla sagði að stöðugt væri verið að leita leiða til þess að koma upp samgöngumannvirkjum og tækjum sem menguðu minna, en slík mannvirki og tæki gerðu nú. Hann sagði að ráðherrarnir hefðu verið sammála um það að stuðla bæri að auknum rannsókn- um á þessu sviði. Hann sagði að hægt væri að nota upplýsinga- tækni, t.d. tölvur, til að greiða fyrir UNDIR- FATALÍNA v\l/. Kringlunni \c3Æf^*-/ S. 553 7355 W~~ umferð og draga úr eldsneytis- notkun, þar sem tölvutæknin væri í auknum mæli nýtt við hönnun sam- göngumannvirkja og stýringu á umferð. Á fundinum ræddu ráherrarnir einnig um það að skipuleggja sér- staka umferðaröryggisdaga á Eystrasaltssvæðinu, svo og að samræma norrænar rannsóknir á sviði umferðar- og samgöngumála. Ferðatöskur í öllum stærðum og gerðum Mesta úrval landsins af ferðatöskum. Komdu og skoðaðu nýju lóðréttu töskurnar með dráttarhaldi. Kynnum nýjustu hörðu töskurnar frá Cavalet. Skólavörðustíg 7, sími 551-5814. OPIÐ LAUGARDAGINN 3. JÚLÍ TIL KL. 17 /ÍILSÖUIEBALEICtfV öðruvísi brúðarkjólar. Fallegar mömmudragtir, hattar og kjólar. Allt tyrir herra. Fataleíga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga kl. 9.00-18.00, kl. 10.00-14.00. MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI Ný sending af Heize Pólska handmálaða matar- oe kaffistellið komið aftur. Kringlunni - Sími 5682221 BARNASTÓLARNIR VINSÆLU Þeir eru sterkir og fjaðra sjálfstætt undir barninu, með fjögurra punkta öryggisbelti og vandaðri fótavörn. Bandarískar og evrópskar öryggisviðurkenningar. Hraðlosunarbúnaður, sem passar á flest hjól. Bögglaberi óþarfur. Fyrir börn 0-25 kg. Verð frá kr. 5.464 stgr. Opið laugard. kl.10-16 ORNINNf* Skeifunni 11, sími 588 9890 LBOÐSDAGAR 20% AFSLÁTTUR RNÍN LAUGAVEGI 56 Víðtaekar rannsóknir hafa sýnt fram á mjög áhugaverðar niðurstöður fyrir notendur hins einstaka . fæðubótarefnis PROLOGIC \MS 1$ 4Ð^ fæst í flestum apótekum og lyfjaverslunum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.