Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 7 ára fangelsisdómur í e-töflumálinu orðinn að sýknu eftir nýja meðferð í héraði Of mikill vafi lék á vitneskju ákærða um ffkniefnin Fallist á farbann þar til dómur fellur í Hæstarétti Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson KIO Briggs, sem hér sést faðma að sér verjanda sinn, Helga Jóhannesson hæstaréttar- lögmann, komst í mikla geðshræringu er Ingibjörg Benediktsdóttir dómsformaður sýknaði hann af ákæru ríkissaksóknara í gær. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstarétt- ar og er Briggs í farbanni þar til dómur fellur þar. FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur sýknaði Bretann Kio Alexander Briggs í gær af ákæru ríkissaksóknara fyrir brot á lögum um ávana- og fíkni- efni, með því að hafa flutt inn 2.031 töflu af MDMA 1. september sl., sem fannst í tösku ákærða við komu hans til landsins sama dag. I dómsniðurstöðu þótti svo mikill vafí á því að ákærða hefði verið kunn- ugt um að fíkniefnin væru í tösku hans við komu hans til landsins að sýkna bæri hann af kröfu ákæruvalds- ins um refsingu. Fulltrúi ríkissaksóknara áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og lagði fram kröfu um farbann á ákærða uns dómur félli í Hæstarétti og ennfremur, að honum yrði gert að til- kynna sig daglega til lög- reglu á fyrirfram ákveðn- um stað og tíma þar til dómur félli. FéUst dómari á farbannið, en hafnaði kröf- unni um tilkynningaskyld- una þar sem hún ætti sér ekki lagastoð. Verjandi ákærða kærði fyrir hönds skjólstæðings síns ákvörðun dómara um farbannið. Fulltrúi ríkissaksóknara studdi kröfuna um farbannið m.a. þeim rökum, að ákærði væri borinn sök- um er gætu varðað fangelsi allt að tíu árum og með hliðsjón af alvar- leika sakarefnisins og með tilliti til almannahagsmuna væri talið nauð- synlegt að tryggja návist hans með- an á máli hans stendur. Fyrri dómur upp á sjö ára fangelsi ómerktur Ákærði, sem fékk sjö ára fangels- isdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 11. mars er dæmt var fyrst í málinu, áfrýjaði dómnum tO Hæsta- réttar, sem ómerkti hann sem og meðferð málsins frá upphafi aðal- meðferðar. Taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði átt að leggja mat á trúverðugleika þýðingu eins vitnis í málinu og taka rökstudda af- stöðu til hans. Umrætt vitni bar við rannsókn málsins og meðferð þess, að það hefði haft samband við tiltekmn lög- reglumann kvöldið fyrir brottför ákærða og tilkynnt að von væri á honum með fíkniefnin. Fullyrti vitn- ið að lögreglumaðurinn hefði verið búinn að bjóða sér nokkrum sinnum frá því um vorið, að hann myndi sjá til þess að tUtekið sakamál á hendur sér myndi falla niður gegn því að hann veitti upplýsingai- um fíkniefni sem kynnu að verða flutt tU lands- ins frá Spáni. Vitnið bar fyrir dómi að tUgangurinn með upplýsinga- gjöfinni hefði verið sá að koma í veg fyrir að fíkniefnin bærust tU lands- ins en sér hefði fundist sjálfsagt að reyna „í leiðinni" að fá umrætt mál fellt niður. Vitnið taldi sig hafa gert samning við lögregluna um að fá umrætt mál fellt niður gegn því að gefa upplýsingar um innflutning fíkniefnanna. Héraðsdómur taldi að í ljósi þessara hagsmuna yrði að meta framburð hans. Þá væri tU þess að líta að vitnið hefði borið að það hefði dregið upp teikningar af Leifsstöð fyrir ákærða í þeim tU- gangi að hann ætti hægara með að átta sig á staðháttum í flughöfninni. Teikningarnar fundust ekki á ákærða við komuna tU landsins heldur í vasa á buxum, sem ákærði kannaðist ekki við að eiga, en þær voru geymdar í farangri hans. Framburður vitnisins ótrúverðugur Þótti dómnum frásögn vitnisins af þessu fremur ótrúverðug. Þá þótti dómnum frásögn vitnisins um að ákærði hefði sagt sér frá því að hann ætlaði að flytja töflumar tU landsins og vitnið hefði séð ákærða pakka þeim niður heldur ekki trú- verðug í ljósi framburðar vitnisins, annars vitnis og ákærða um með- ferð töskunnar dagana fyrir brott- för ákærða frá Spáni. Bæði vitnin hefðu fullyrt að taskan hefði verið í aftursæti bUs þeirra á meðan þeir hefðu farið að skemmta sér um nóttina og yfirgáfu hana. Hún hefði verið þar enn er þeir komu tU baka og óku ákærða út á flugvöll. „Þykir með ólíkindum að ákærði hafi skilið hana eft- ir, nánast á glámbekk, ef fíkniefnin vom þá í tösk- unni,“ segir í dómnum. „Það, sem að öðru leyti er fram komið með framburði vitna og ákærða um kæru- leysislega vörslu íþrótta- töskunnar, bendir ekki tU vitneskju ákærða um að í henni væru fíkniefni, millj- óna virði í sölu hér á landi. Þá þykir ósennUegt að ákærði hafi tekið þá áhættu að fara með fíkni- efni í ofangreindri tösku með sólarlandafiugi tU Is- lands, en hann er hávaxinn blökkumaður og hlaut að stinga í stúf við aðra far- þega,“ segir í dómnum. Færir mér tiltrú á réttarkerfið „Mér finnst þessi niður- staða færa mér fullkomna tUtrú á réttarkerfið," sagði Helgi Jóhannesson, verj- andi ákærða, við Morgun- blaðið í gær. „Hæstiréttur sneri við göUuðu máli og sendi það aftur heim í hér- að. Þrír dómarar hafa komist að því núna að það sé svo mikill vafi í þessu máli að það eigi að sýkna ákærða og sem betur fer tókst að afstýra því slysi, að maðurinn yrði lokaður inni.“ Akærði, Kio Alexander Briggs, sem komst í mikla geðshræringu í dómsal þegar héraðsdómur sýkn- aði hann, sagði við Morgunblaðið að hann hefði innilega vonast eftir þeirri niðurstöðu sem kunngerð var í gær. Kio hefur fast aðsetur í Reykjavík og stundar vinnu við raflagnir og hann á þriggja og hálfs árs gamalt barn erlendis, sem hann hefur ekki hitt lengi vegna langrar gæsluvarðhaldsvistar hér- lendis. „Þegar ég beið dóms í fyrra skiptið vænti ég sýknu, en af því varð ekki. Hins vegar kemur far- bannið í veg fyrir að ég geti farið og hitt son minn, sem mig langar mikið að hitta," sagði Briggs. Viðskiptaráðherra Niðurstað- an dæmir stóryrði ómerk FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kveðst fagna málalyktum Lindarmáls- ins. „Mér finnst ágætt að málinu sé lokið, þó svo að það hafi á engan hátt snert mig, vegna þess að Lindarmálinu sem slíku var öllu lokið mörgum mánuð- um áður en ég tók við sem ráð- herra. Það er hins vegar svo að margt stórt hefur verið sagt í málinu á undanfömum mánuð- um og ég held að þessi niður- staða dæmi það allt saman ómerkt,“ segir Finnur. Hann kveðst telja engan vafa leika á að einstakir pólitískir andstæðingai’ hans hafi ekkert dregið af sér við að reyna að spyrða hann saman við Lindar- málið með einhveijum hætti. „Það gerðu þeir, þó svo að þeir vissu miklu betur. Málinu var lokið áður en ég tók við sem viðskiptaráðherra og ég studdi þá niðurstöðu bankaráðs Landsbanka að senda málið í rannsókn, í ljósi þeirrar um- ræðu sem þá var í gangi. Eg taldi að ekki væri annað hægt að gera en að fá niðurstöðu frá réttum aðilum og efnislega er ekkert við hana að athuga, þetta er æðsti dómur í þessu máli.“ Hann kveðst ekki þekkja málefni Lindar til hlítar og hafi hann aldrei sett sig nákvæm- lega inn í þau, þannig að banka- ráð Landsbankans geti eitt svarað fyrir þau mál og ástæð- ur þess mikla taps sem varð á fyrirtækinu á sínum tíma. „Það liggur hins vegar fyrir að Lind- armálið var ekki meginástæðan fyrir miklu útlánatapi Lands- bankans á undanförnum árum. Landsbankinn hefur allt frá 1988 verið að tapa einhverjum tugum milljarða króna og það tap er fyrst og fremst tilkomið vegna erfiðleika sem þá voru í atvinnulífínu. Það hefur snúist við með nýjum stjómendum í Landsbankanum og um leið breyttri afkomu í atvinnulífinu. Það kann vel að vera að ein af ástæðum fyrir tapi Lindar hafi líka verið erfiðleikar í atvinnu- lífinu á sínum tíma.“ Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lindar framvísaði óbirtum gögnum við rannsókn málsins Fagnar niðurstöðu rðíissaksóknara ÞÓRÐUR Ingvi Guðmundsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfyrirtækisins Lind- ar, kveðst fagna þeirri niðurstöðu embættis ríkissaksóknara að ákæra ekki stjómendur Lindar eða bankastjóra Landsbankans vegna málefna fyrirtækisins. í kjölfar harðra um- ræðna um málefni Lindar á Alþingi í fyrra, óskaði bankastjórn Landsbanka eftir rann- sókn á því hvort stjómendur Lindar hefðu með athöfnum sínum við stjómun fyrirtækis- ins framið eða tekið þátt í refsiverðri hátt- semi. „Ég er feginn því að þessu máli sé lokið og að þetta hafí verið niðurstaðan, þó svo að í mínum huga hafi aldrei verið hægt að komast að neinni annarri niðurstöðu. Ég fagnaði því á sínum tíma, þegar þessi umræða gekk yfir, að bankaráðið skyldi taka ákvörðun um að óska lögreglurannsóknar, og með þessari niður- stöðu nú tel ég málið vera úr sögunni," segir Þórður Ingvi. „Þetta er búinn að vera langur ferill og ég gleðst yfir því að þessum kapítula í lífi manns sé lokið. Því fylgir að sjálfsögðu léttir.“ Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að nokkuð framhald geti orðið á þessu máli, í ljósi niðurstöðu embættis ríkissaksóknara. Málið flóknara en sýnist Aðspurður segir hann erfitt að svara því hvort ábyrgðinni hafi að ósekju verið varpað á hann í umræðum um málefni Lindar. „Fjöl- miðlar, almenningur og stjórnmálamenn hafa tilhneigingu til að persónugera mál sem þessi og einangra þau við ákveðna einstaklinga, þannig að auðvitað lenti maður af skiljanleg- um ástæðum milli tannanna á fólki. En við því er ekkert að gera, svona er lífið,“ segir hann. Hann kveðst ekki hafa tjáð sig um ástæður taprekstrar Lindar á sínum tíma sem leiddi að lokum til þess að fyrirtækið var lagt niður, en þá nam tapið hátt í áttahundruð miHjónir króna, og hann telji sig ekki hafa heimildir til að tjá sig um þau mál. „Niðurstaðan var sú að mati endurskoð- enda að til að mæta skuldbindingum sem lágu fyrir og hugsanlegum útlánatapi, vantaði um 750 milljónir króna, þ.e. að sú tala væri mis- munur á eftirstöðvum samninga og verðmæt- is þeirra tækja sem stóðu að baki tryggingum. Ég hef alltaf kosið að tjá mig ekki um hinar raunverulegu ástæður þess hvemig fór og hver var samsetning þessa taps. Þrátt fyrir að þessu máli sé lokið tel ég mig enn ekki hafa neinar heimildir til að tjá mig um það. Mjög margir samverkandi þættir höfðu áhrif og ég vil ekki fara út í smáatriði en þetta er miklu flóknara en sýnist," segir Þórður Ingvi. Vissi ekki af skýrslu rfldsendurskoðanda „Mér dettur hins vegar ekki í hug að víkja mér undan ábyrgð í þessu máli, enda hvílir ábyrgð alltaf á framkvæmdastjóra og stjóm fyrirtækis. Rannsókn ríkislögreglustjóra gagnvart mér beindist að því hvort að ég hefði í fyrsta lagi misnotað þær heimildh’ sem stjóm fyrirtækisins setti mér, þ.e. farið út fyrir lánsheimildir, og í öðra lagi hvort ég hefði leynt stjómina upplýsingum um stöðu og gang fyrirtækisins. Niðurstaða rannsókn- arinnar er sú að ásakanir þar að lútandi voru ekki á rökum reistar. Ég sýndi fram á það þegar ég kom í viðtal hjá rannsóknaraðilum, með skjallegri tilvísun að þessar ásakanir - sem reyndar era teknar upp úr skýrslu ríkisendurskoðunar 1996 - stæðust ekki. Án þess að ég vilji elta ólar við eitt eða annað, er umhugsunarvert í mínum huga að ríkisendurskoðanda hefði verið í lófa lagið að komast að þessari niðurstöðu 1996, með því hreinlega að ræða við mig og spyrja mig spurninga um þessi mál. Það var hins vegar aldrei haft samband við mig og ég vissi ekki einu sinni um tilvist þessarar skýrslu rík- isendurskoðunar fyrr en hún kom upp í hinni pólitísku umræðu fyrir ári.“ Þórður Ingvi segir að þau gögn sem hann vísar til og framvísaði við nýliðna rannsókn hafi aldrei komið fram opinberlega. „Þessi gögn era til hjá rannsóknaraðila og voru í skjalasafni fyrirtækisins. Ég þurfti ekki að gera annað en að vísa í þessi skjöl, þau vora dregin fram og þar með lá þetta allt ljóst fyr- ir,“ segir Þórður Ingvi. Hann segir um að ræða fundargerðir, tillögur, samþykktir, bók- haldsgögn, minnisblöð og fleiri gögn. „Finnur hafði engin afskipti“ Aðspurður um þá umræðu sem spannst í fyrra um málefni Lindar kveðst Þórður Ingvi telja að kjarninn í henni hafi verið að draga núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra inn í málið og rekstur Lindar með einum eða öðr- um hætti. „Það er málflutningur sem ég hef aldrei á ævinni botnað í og er náttúralega al- rangur. Finnur Ingólfsson hafði aldrei nein afskipti af þessu fyrirtæki," segir Þórður Ingvi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.