Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 32

Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters Ibúar Fukuoka í vesturhluta Japans ganga um göturnar sem orðið hafa undir flóðinu. Tuttugu og sjö farast í flóðum í Japan Tokýó. AFP, Reuters. Ráðherrafundur AP E C -r íkj anna Ekki vettvangnr við- ræðna um tollalækkanir Auckland. Reuters. UM tuttugu og sjö hafa látið h'fíð og a.m.k. tólf er enn saknað eftir gífur- leg flóð og aurskriður í kjölfar úr- fellis í vesturhluta Japans, af því er lögregla skýrði frá í gær. Rigning- in, er hófst sl. mánudag, var hvað mest í Hiroshima, en þar létust 22. Að sögn lögreglu í Hiroshima héldu hjálparstarfsmenn áfram að leita að fólki í gær er rigningunni slotaði, en óttast er að leitin verði erfiðleikum bundin þar sem lfklegt er talið að aurskriður hafí tekið fólk með sér langar leiðir. Neyðarástandi hefur verið lýst yf- ir í mið- og austurhluta Japans en rigningin barst áfram í austurátt í gær. Er hæst stóð mældist úrkoman 60 sm á Kyushu-eyju. Að sögn sér- fræðinga urðu 854 aurskriður í Jap- an af völdum regnsins og 6.305 heimili fóru á flot í vikunni. Þá eyðilögðust a.m.k. 52 hús og vegir skemmdust á minnst hundrað stöð- um víðsvegar um eyjuna. Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, vottaði fómarlömbum flóð- anna samúð í gær og sagði þörf á átaki til að takast á við náttúruham- farir sem þessar. APEC, Efnahagssamvinnuráð As- íu- og Kyrrahafsrílqa, er nú ekki lengur vettvangur samningavið- ræðna um tollalækkanir eftir að við- skiptaráðherrar aðildarríkjanna samþykktu á fundi sínum á Nýja- Sjálandi í gær að leiða viðræðumar til lykta innan Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO). Ráðherramir samþykktu á tveggja daga fundi sínum að hvetja Heimsviðskiptastofnunina til að hefja samningaviðræður um lækk- anir á tollum iðnaðarvamings á þriðja ráðherrafundi sínum í Seattle í Bandaríkjunum í nóvember. Hing- að til hefur verið gert ráð fyrir því að fundurinn snúist um aukið við- skiptafrelsi í landbúnaðar- og þjón- ustugeirunum. Viðskiptaráðherramir vísuðu einnig síðustu áformum sínum um tollalækkanir til WTO og hunsuðu þar með áskoranir framámanna í viðskiptum um að koma þeim í framkvæmd í APEC-ríkjunum. Ráðherramir sögðu að APEC-rík- in myndu reyna að hafa áhrif á dag- skrá ráðherrafundar WTO þannig að hann endurspeglaði áform APEC um lækkanir á tollum í svokölluðum EVSL-geirum, sem ná til fræja olíu- plantna, matvæla, gúmmis, áburðar, farþegaflugvéla og bifvéla. Viðræðum WTO Ijúki innan þriggja ára Örlög áformanna virtust ráðin áð- ur en fundurinn hófst á þriðjudag. Taílendingar lögðust gegn tollalækk- unum á fræjum olíuplantna, Rússar og Japanar vildu ekki lækka tolla á matvælum og Suður-Kóreumenn höfnuðu hvoru tveggja. Bandaríkja- stjóm tilkynnti enn fremur á mánu- dag að hún væri hlynnt því að málið yrði leitt til lykta innan WTO. Long Yongtu, aðstoðarviðskipta- ráðherra Kína, sagði að APEC væri ekki rétti vettvangurinn fyrir við- ræður um tollalækkanir. „Fái APEC slíkt hlutverk myndum við í fyrsta lagi endurtaka nákvæmlega það sem WTO er að gera. í öðra lagi myndi það leiða til vandamála fyrir önnur aðildarríki WTO ... vegna þess að þau gætu talið að APEC væri að elda eitthvað sem þau yrðu neydd til að gleypa." Fátæku ríkin hafa áhyggjur af því að viðræður WTO leiði til þess að vemdaðir markaðir verði opnað- ir til að auka samkeppni. Framámenn í viðskiptum í APEC-ríkjunum sökuðu ráð- herrana um að skjóta tollalækkun- um á frest með því að vísa málinu til WTO og sögðu að töfin yrði dýr- keypt fyrir fyrirtæki og neytendur.. Richard Fisher, aðstoðarvið- skiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði að APEC-ríkin vildu að næstu lotu viðræðna WTO lyki innan þriggja ára. Síðasta lota viðræðn- anna um aukið frjálsræði í heims- viðskiptum tók sjö ár. Yllir Hansarós Birki CMJ 3runnar y kr 999 Plöntusalan Fossvogi Fossvogsbletti 1 ( Fyrir neðan Sjúkrahús Reykjavíkur) Sími 564 1777 v@8 úr tegundwn Birkikvistur Blátoppur Japanskvistur Víðískvistur Reyniblaðka Loðvíðir Reuters Rússarnir keppa RÚSSNESKU skákmeistararnir Anatólí Karpov og Garry Ka- sparov leiddu saman hesta sína á skákborðinu á móti í Frankfúrt í Þýskalandi í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 sem þessir menn, sem báðir hampa heims- meistaratitli, öttu kappi saman. Skákinni Iauk með jafntefli eftir 38 leiki. Aðrir keppendur á mótinu eru Viswanathan Anand, frá Ind- landi, og Rússinn Vladimir Kramnik. Skák þeirra í gær lauk einnig með jafntefli, en í færri leikjurn, eða nítján. Friðarviðræðum á Austur-Tímor lokið Mörg deilumál eru enn óleyst Jakarta. Reuters, AP. FIMM daga viðræðum stríðandi fylkinga Austur-Tímora lauk í gær án þess að veralegur árangur næð- ist. Fylkingarnar samþykktu aðeins að virða samning þeirra frá 18. júní og mörg deilumál era því enn óleyst. Fylkingamar náðu ekki einu sinni samkomulagi um hvemig halda ætti viðræðunum áfram og höfnuðu tillögu kaþólsku kirkjunn- ar, sem hafði milligöngu um viðræð- urnar, um að þær skipuðu sameig- inlega nefnd til að ræða deilumálin. Markmiðið með viðræðunum var að greiða fyrir friðsamlegri at- kvæðagreiðslu meðal íbúa Austur- Tímor 21. eða 22. ágúst um hvort landsvæðið ætti að verða sjálfstætt ríki eða sjálfstjómarsvæði innan Indónesíu. Leiðtogar aðskilnaðarsinna og stuðningsmanna Indónesíustjómar lofuðu að virða samninginn frá 18. júní um að afvopnast og virða niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar hver sem hún yrði. Fylkingamar hafa þó alltaf verið fljótar að svíkja slík lof- orð og haldið blóðugum átökum sín- um áfram. Tugir manna hafa fallið síðustu tvo mánuði og þúsundir manna hafa flúið heimili sín vegna átakanna. Vopnaðir hópar Austur- Tímora, sem leggjast gegn sjálf- stæði, hafa verið sakaðir um að reyna að valda ógnaröld í landinu til að koma í veg fyrir að atkvæða- greiðslan geti farið fram með eðli- legum hætti. Árás á skrifstofu SÞ Yfirvöld í Indónesíu sögðu í gær að um 220 skæraliðar, sem hafa barist gegn indónesískum yfirráð- um, hefðu komið úr felum og haldið til bæjarins Suai til að leggja niður vopn. Hermt var að 1.000 skæralið- ar til viðbótar væra á leiðinni þang- að. Vopnaðir stuðningsmenn Indónesíustjómar réðust inn í að- setur starfsmanna SÞ í bænum Viqueque í gær og höfðu í hótunum við þá. Daginn áður höfðu um 100 skæra- liðar ráðist á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Maliana, vígi stuðnings- manna Indónesíustjómar, og sært að minnsta kosti tíu manns, m.a. suð- ur-afrískan embættismann samtak- anna. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fordæmdi árásina og ákveðið var að takmarka ferðir starfsmanna samtakanna á Austur-Tímor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.