Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 35
Tafir
á flugi
í Sviss
TUGIR þúsunda flugfarþega
urðu fyrir margra klukku-
stunda töfum í Zúrich í Sviss í
gær á meðan tæknimenn flug-
umferðarstjórnar reyndu að
gera við tölvubilun áður en
sumarfrísumferðin hefst. Um
fimmtíu þúsund farþegar fara
um Kloten-flugvöll daglega,
og sagði talsmaður flugvallar-
yfirvalda að í gær hefði töfin
verið að meðaltali um tvær
klukkustundir. Síðan hefði
orðið keðjuverkun á öðrum
flugvöllum í landinu. Vandræð-
in hófust á þriðjudagsmorg-
unn, þegar svissneska flugum-
ferðarstjómin tók í notkun
nýtt húsnæði og nýtt kerfí.
Talsmaður flugumferðar-
stjómarinnar sagði að í fyrstu
hefði kerfíð virkað vel, en eftir
því sem álag hafí aukist hafí
vandamál tekið að skjóta upp
kollinum. Ekki var alveg ljóst í
gær hvenær takast myndi að
leysa vandann.
Lögmenn
mótmæla
RÚMLEGA fjögur hundruð
lögfræðingar í Hong Kong
efndu til þögulla mótmæla á
götum úti gegn afskiptum kín-
verskra stjórnvalda af stjóm-
arskrá borgarinnar. For-
dæmdu lögfræðingamir að
stjómin í Peking skyldi leggja
til eigin túlkun á innflytjenda-
reglugerðum í stjómar-
skránni. Hafa aðgerðir stjóm-
valda leitt til hörðustu laga-
deilna í héraðinu síðan það
varð kínverskt yfírráðasvæði
fyrir tveim ámm.
Orsökin
í Coca-Cola
BELGÍSKA heilbrigðismála-
ráðuneytið greindi frá því í
gær að faraldursfræðilegar
prófanir, sem gerðar hafi verið
í einum skóla sýndu bein
tengsl milli veikinda bama og
neyslu þeirra á Coca-Cola. I
öðmm skólum, þar sem börn
höfðu fengið svipuð einkenni,
voru tengslin ekki jafn ótví-
ræð.
Aftur til
Gazprom
VIKTOR Tsjernómyrdín, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Rússlands, hóf aftur störf hjá
gasframleiðandanum
Gazprom, sem er í ríkiseigu og
hefur einkarétt á gassölu í
Rússlandi. Tsjemómyrdín var
áður yfirmaður fyrirtækisins.
Segja fréttaskýrendur þetta til
marks um, að rússnesk stjórn-
völd, sem Tsjemómyrdín hef-
ur náin tengsl við, vilji styrkja
áhrif sín innan fyrirtækisins.
Aftaka í Kína
ATVINNULAUS kona var
tekin af lífi í norðausturhluta
Kína fyrii' heróínsmygl, að því
er kínverska fréttastofan Xin-
hua greindi frá í gær. Konan
hét Zhou Xia, 36 ára. Var hún
dæmd til dauða fyrir að kaupa
heróín í suðvesturhluta lands-
ins fyrir rúmum tveim árum
og selja það í heimabæ sínum.
Hún var sjálf heróínsjúklingur
og smyglaði efninu tÚ þess að
fjármagna eigin neyslu.
ERLENT__________
Gera lítið úr leyni-
legum viðræðum
íslamabad, Nýju Delhf. Reuters.
STJÓRN Pakistans gerði í gær lítið
úr friðammleitunum Niaz Naik,
fyrrverandi utanríkisráðherra lands-
ins, sem hafði spáð því að deilan um
árásarliðið á yfirráðasvæði Indverja
í Kasmír yrði leyst á næstunni.
Niaz Naik hafði átt leynilegan
fund með Atal Behari Vajpayee, for-
sætisráðhema Indlands, í Nýju Del-
hí um helgina til að reyna að draga
úr spennunni milli ríkjanna vegna
árásarinnar. Ummæli hans um fund-
inn höfðu vakið vonir um að lausn
væri í sjónmáli en Mushahid Huss-
ein, upplýsingaráðherra Pakistans,
gerði lítið úr viðræðunum og lagði
áherslu á að Naik hefði farið til Ind-
lands á eigin vegum.
Naik sagði að þeir Vajpayee hefðu
rætt um að yfirmenn herja landanna
ættu að koma saman til að undirbúa
áætlun um brottför árásarliðsins af
yfírráðasvæði Indverja. „Um leið og
það hefur verið gert, og ef forsætis-
ráðherrar landanna samþykkja
áætlunina, þá verður hægt að leiða
málið til lykta með skjótum hætti,“
bætti Naik við.
Rashid Qureshi, helsti talsmaður
pakistanska hersins, staðfesti að yf-
irmenn herjanna hefðu komið sam-
an á þriðjudag en sagði að fundur
þeirra hefði verið liður í „regluleg-
um samskiptum" sem hefðu staðið í
mörg ár.
Dagblöð í Pakistan höfðu eftir
þarlendum embættismönnum að
indverski blaðamaðurinn R.K. Mis-
hra hefði einnig rætt við Nawaz
Sharif, forsætisráðherra landsins,
sem sendimaður indverska forsætis-
ráðherrans í vikunni sem leið.
Pakistanar undir
miklum þrýstingi
Pakistanar segja að árásarliðið á
yfirráðasvæði Indverja sé aðeins
skipað íslömskum skæruliðum og
neita ásökunum um að þeir hafi not-
ið aðstoðar pakistanskra hermanna.
Vestm-veldin hafa hafnað þeim stað-
hæfingum og bandarískur embætt-
ismaður fullyrti á þriðjudag að
hundruð pakistanskra hermanna
hefðu tekið þátt í árásinni.
Bandaríkjastjórn hefur lagt fast
að Pakistönum, bandamönnum sín-
um í kalda stríðinu, að binda enda á
deiluna með því að skipa árásarlið-
inu að snúa aftur yfir markalínuna,
sem skiptir Kasmír í tvennt. Vestur-
veldin hafa hins vegar hrósað Ind-
verjum fyrir að stilla sig um að ráð-
ast yfir markalínuna til að geta kró-
að árásarliðið af.
Indverskar herþotur og hersveitir
héldu áfram árásum sínum á innrás-
arliðið í gær og talsmaður hersins
sagði að hernaðurinn hefði borið
verulegan árangur. Indverska lög-
reglan greindi ennfremur frá því að
íslamskir skæruliðar hefðu skotið
tólf manns, aðallega hindúa, til bana
í þorpi nálægt borginni Srinagai- í
indverska ríkinu Jammu og Kasmír.
Ef þér leiðist farðu þá
þangað sem veðri
hentar fötunum
Stuttbuxur, stuttermaskyrtur, bolir, regn- og öndunarfatnaður,
buxur, tæknilegur fatnaður, gönguskór, sandalar, bakpokar
og margt fleira.
<&> Columbia
“ Sportswear Company®
-fötin ífríið
Opið í dag til kl.
22.00
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
— Skeiíunni 19 - S. 568 1717-
Opið mánud.- föstud.
18, laugard. kl. 10 - 16