Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______ERLENT______ Upplogin langferð ÞRETTÁN ára drengur frá Hondúras komst á forsíður allra helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum og raunar víðar um heim þegar hann greindi frá erfiðu ferðalagi sínu frá Hondúras til New York, í þeirri von að fínna föður sinn. Drengurinn hafði einnig unnið hug og hjarta Rudophs Guilianis, borgarstjóra í New York, áður en í ljós kom að frásögnin var að miklu leyti uppspuni. Drengurinn heitir Edwin Sa- billion og kvaðst hafa lagt að baki tæplega 7.000 km og sagði að móðir sín, bróðir og afi hefðu látist í aurskriðu sem fellibylur- inn Mitch hefði valdið í október siðastliðnum. Frásögn drengsins olli miklu uppnámi í New York, og hann varð frægur á einni nóttu. Fjöldi tilboða um ættleiðingu barst og gjöfum rigndi yfir hann. Borgar- sljórinn hét því að föður drengs- ins yrði ekki vísað úr landi ef hann fyndist. Drengurinn er nú í gæsluvarðhaldi. Lögreglan í New York stað- festi á þriðjudag, að hlutar úr sögu Sabillions væru uppspuni. Eftir að hafa yfirheyrt hann komust yfirvöld að því, að faðir hans hafði látist fyrir ári, eftir að hafa snúið til baka til Hondúras frá Miami á Flórída. Ættingjar drengsins hafa staðfest að þegar faðir hans dó hafi drengurinn bú- ið hjá frænku sinni í Miami, en síðan flust til Hondúras. Frænkan greindi síðan frá því að drengurinn hefði farið aftur frá Hondúras í mars, og ætlað til Flórída til að búa hjá frændfólki sínu í Hialeah. Þangað hafi hann komið eftir hálfan mánuð, en hlaupist á brott á ný. Hefði lög- reglunni verið tilkynnt hvarfið. Lögreglan í New York greindi frá því að drengurinn hefði farið inn á kaffiteríu í Miami á laugar- daginn og sagt hópi fólks sögu af miklu ferðalagi sínu frá Hondúras. Fóikið hefði keypt handa honum farmiða til New York, fyrir rúmar sex þúsund krónur, en þangað sagðist hann vera að fara í leit að föður sínum. Þegar hann kom til borgarinn- ar bað hann leigubflstjóra að aka sér út á flugvöll, þar sem hann ætlaði að hitta föður sinn. En þegar faðirinn var hvergi sjáan- legur gerði leigubflsljórinn yfir- völdum viðvart um vanda þessa unga ferðalangs. Sabillion sagði lögreglunni sömu sögu og hún hóf leit að föð- urnum. Kvaðst drengurinn hafa skrifað pabba sínum eftir að allt skyldfólk sitt hefði farist í aur- skriðu. Hann hefði aldrei séð pabba sinn nema á myndum. Hann fullyrti ennfremur að pabbi sinn hefði sent sér tvö hundruð dollara og sagt sér að hitta hann á La Guardia-flugvelli í lok júní. Ferðin sem drengurinn kvaðst hafa lagt á sig var hin svaðaleg- asta. Hann hefði farið í gegnum Guatemala, Mexíkó og Bandarík- in áður en hann kom til New York á sunnudag. Hefði ferða- lagið tekið 37 daga, hann hefði ferðast á puttanum, með rútum, á hjóli og lengi á tveim jafnfljót- um. Amma hans í Hondúras sagðist ekki skilja hvers vegna drengur- inn hefði tekið upp á þessu. „Ég vil fá hann heim og ég ætla að senda hann í betrunarskóla." AP EDWIN Sabillion í fylgd starfsfólks borgarstjóraembættisins í New York. Barr höfðar mál á hendur Hvíta húsinu Washington. The Daily Telegraph. EINN af sækjendum Repúblikana- ílokksins í réttarhöldunum yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta í öld- ungadeild Bandaríkjaþings í fyrra hefur höfðað mál á hendur Hvíta húsinu og krafið það um skaðabæt- ur fyrir að hafa með ólögmætum hætti atað mannorð hans auri. Bob Barr, einn af þrettán þing- mönnum Repúblikanaflokksins úr fulltrúadeildinni sem mistókst að sannfæra þingmenn öldungadeild- arinnar um að vísa Clinton úr emb- ætti, segir að lögmenn forsetans hafa farið í gegnum skýrslu sem Bandaríska alríkislögreglan (FBI) geymir um Barr. Lögmennimir hafi því næst afhent klámkónginum og útgefandanum Larry Flynt við- kvæmar upplýsingar úr skýrslunni. Flynt uppljóstraði, þegar Lewin- sky-mál forsetans stóðu sem hæst, að Barr, sem er þrígiftur og kristi- legur íhaldsmaður, hefði árið 1983 aðstoðað þáverandi konu sína við að tryggja sér fóstureyðingu. Samtökin Judicial Watch, sem höfða málið fyrir hönd Barrs, saka Hvíta húsið um upplýsingaleka og fyrir að hafa brotið lög um einkalíf manna í þeirri von að skaða mann- orð Barrs. FERÐALÖG KOMIÐ yfir fjallgarðinn. Stapafell. Sögu- og gönguferðir á Snæfellsnesi Ferðalangar sem leggja leið sína vestur undir Jökul ættu að gefa gaum að því sem hér er nefnt Söguferðir Sæmundar. Qlafur Jens Sigurðsson hitti Sæmund Kristjánsson, sagnamann í Rifí, sem er þekktur orðinn fyrir að gjörþekkja Snæfell- ingasögur og að vera staðkunnugur í grennd við Jökulinn. SÆMUNDUR Kristjánsson hefur hann alla tíð verið mikill göngumað- ur og aldrei sett sig úr færi að afla sér þekkingar á sögu, ömefnum og fomminjum Snæfellinga. Hann skipuleggur gönguferðir þar fyrir hópa. Fyrir nokkmm árum lét Sæ- mundur undan þrýstingi áhugafólks um sögu- og gönguferðir og hóf að fara skipulagðar ferðir með heima- fólk hér um nágrennið. Nú hefur hann fært út kvíamar fyrir utanað- komandi hvatningu og gefur hverj- um sem vill kost á að fylgja sér eftir í þessum ferðum. í vor hóf hann ferðimar snemma og hefur þátttaka ævinlega verið góð. Ferðalangar um Snæfellsnes ættu ekki að láta þess- ar ferðir fram hjá sér fara vilji þeir kynnast Nesinu. Næstu ferðir Sæmundar verða farnar dagana 9. 10. og 11. júlí og verða í senn gönguferðir um sögu- slóðir Snæfellingasagna en áð á milli og Sæmundur mun benda fólki á ömefni, merkilega staði og segja því sögu Snæfellinga, eins og grein- ir frá í Eyrbyggju, Bjamar sögu Breiðvíkingakappa, Víglundar sögu og Bárðar sögu Snæfellsáss. Þess utan býr hann yfir ógrynni fróðleiks sem hann hefur aflað sér um ævina. Yfirlit yfir næstu ferðir Sæmundar sagnamanns 9. júlí nk. kl. 9.30; frá Fróðá og suður fyrir Kambsskarð. 9. júlí nk. mun Sæmundur leggja upp frá Fróðá og vonast hann til að þátttakendur verði mættir að Fróðá BRONx Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson SÓLSTÖÐUHÓPURINN leggur á fjöll undir forystu Sæmundar (lengst til vinstri). kl. 9.30. Frá Fróðá mun Sæmundur ganga með hópinn suður fyrir Kambsskarð og fylgja þeirri slóð sem sagan segir að Bjami Breiðvík- ingakappi hafi fylgt þegar hann heimsótti Þuríði húsfreyju á Fróðá og drógu þær heimsóknir alvarleg- an dilk á eftir sér. Þessi ferð er áætluð 6-7 klst. gangur og er þá gert ráð fyrir að áð sé með jöfnu millibili, þar sem Sæmundur bendir mönnum á og kynnir þeim landið, bendir þeim á ömefni og endursegir frásögn Eyrbyggju. 10. júlí nk. kl. 9.00; frá Malarrifi til Dritvíkur og þaðan gamlar ver- mannagötur upp á þjóðveg. Lagt verður upp frá Malamifi kl. 9.00 og gengið með ströndinni allt til Dritvíkur. A þeirri leið sem fýrr- um var mikið farin er margt að sjá, þar á meðal ummerki um skips- skaða. Þarna fómst bæði Soloven og Breiðafjarðar-Svanurinn og enski togarinn Epine á sinni tíð við klettótta ströndina. Gengið verður um Lónland og Einarslón en þar sagði sr. Ami prófastur Þórarins- son að kraftur Jökulsins væri mest- ur. Farið verður fram í Tröllakirkju og síðan gengnar fornar vermanna- götur upp til þjóðvegarins. Gangan er áætluð 7-8 klst. með ríflegum án- ingum þar sem Sæmundur mun fræða fólk um þessar merkilegu slóðir. 11. júlí nk. kl. 10.00; frá Nýjubúð í Bemvík og vestur til Öndverðar- ness og Skarðsvíkur. Frá Nýjubúð verða gengnar gamlar götur meðfram klettóttri ströndinni, Saxhóls- og Nesbjargi (Svörtuloftum og Skálasnaga) vest- ur til Öndverðarness sem er vest- asti hluti Snæfellsnessins. í Önd- verðarnesi er margt að sjá, mynjar um foma verstöð og mikinn fjölda fomminja, svo sem bmnninn Fálka og Dómhringinn sem bendir til að þar hafi verið kveðnir upp dómar fyrrum. Þá var bænhús í Öndverð- arnesi tfl foma. Á þessari göngu má sannarlega kynnast því harðbýli sem forfeður okkar bjuggu við og komust af. Þetta er áætluð 6-6 klst. ganga þegar komið verður til Skarðsvíkur og skoðaður gulur sandur fjömnnar eins og á erlend- um sólarströndum. Á ströndinni í Skarðsvík er oft undarlega lygnt. Að vera vel búinn Ferðafólk sem ekki þekkir til en vill taka þátt í þessum ferðum er beðið að vera vel búið, ekki síst tfl fóta ög taka með sér nestispakka. Þá sakar ekki að taka með sér sjón- auka og myndavél fyrir þá sem hafa áhuga á slíku. Þátttaka í þessum ferðum kostar aðeins kr. 1.500.- fyrir fullorðna en börn greiða hálft gjald. Ferðir þessar henta ekki mjög ungum börnum. Sæmundur hyggst fara fleiri ferðir í sumar ef fólk sýnir þessum ferðum hans jafnmikinn áhuga og hingað til. Þá má einnig hafa sam- band beint við Sæmund og panta sér fylgd um söguslóðir Snæfellinga Sími Sæmundar er 436 6767 eða 436 1543,435 6810.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.