Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.07.1999, Qupperneq 41
40 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 41 JHftgtmlpliifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERÐBOLGAN ER OF MIKIL ENDURMAT Þjóðhagsstofnunar á efnahagshorfum á þessu ári sýnir, að verðbólga verður meiri en áður var gert ráð fyrir, eða 3% í stað 2,5%. Viðskiptahallinn verður 31 milljarður króna í stað 28 milljarða. Hagvöxtur verður hins vegar nokkru meiri, eða 5,1% í stað 4,8%. Afram er spáð 2% atvinnuleysi að meðaltali á árinu og er það óbreytt frá fyrri spá. Óhætt er að segja, að endurmatið á efnahagshorfum í ár er bæði jákvætt og neikvætt. Aukning hagvaxtar kem- ur nokkuð á óvart og er rakin til vaxandi útflutnings og minni samdráttar í fjárfestingu en reiknað var með. Hag- vöxtur verður því um og yfir 5% í fjögur ár samfleytt og verður það að teljast mikill árangur á alþjóðlegan mæli- kvarða. Þá reiknar Þjóðhagsstofnun með áframhaldandi hagvexti næstu árin, þótt hann verði hægari en verið hef- ur. Atvinnuleysi er og úr sögunni og vinnuaflsskortur er í ýmsum atvinnugreinum. Hækkun verðbólguspárinnar kemur ekki á óvart miðað við þær verðhækkanir, sem orðið hafa að undanförnu og rekja má til hækkunar á opinberum þjónustugjöldum, fyrst og fremst sveitarfélaga, á olíuverði í kjölfar átak- anna í Kosovo, á húsnæðisverði og loks á bifreiðatrygg- ingum. Gengi krónunnar hækkaði um 2% fyrrihluta síð- asta árs og hafði það áhrif til lækkunar á verði innfluttrar vöru. A sama tíma í ár hefur gengið hins vegar lækkað um 0,5%. Vaxandi viðskiptahalli stafar fyrst og fremst af versn- andi viðskiptakjörum, einkum vegna lækkandi verðs á sjávarafurðum og kísiljárni, svo og hækkun á olíu. í heild er gert ráð fyrir, að viðskiptakjörin versni um 4,5% í stað 0,5%, sem spáð var í marzmánuði sl. Viðskiptahalli eykst, þótt gert sé ráð fyrir 9,5% aukningu útflutnings á árinu, en aðeins 1% aukningu innflutnings. Horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar eru bjartar um þessar mundir. Góðærið heldur áfram. Full ástæða er þó til að gjalda varhug við vaxandi verðbólgu og viðskipta- halla og grípa til tiltækra ráða til að snúa þeirri þróun við. ATVINNULÍFIÐ Á VESTFJÖRÐUM Atvinnulífið á Vestfjörðum er töluvert í sviðsljósinu um þessar mundir vegna rekstrarstöðvunar hjá Rauð- síðu, fyrirtæki, sem vann fyrst og fremst úr Rússafiski, svo og vegna sameiningar sjávarútvegsfyrirtækja og hag- ræðingaraðgerða í stórum fyrirtækjum við Djúp. Það lá alltaf ljóst fyrir, að rekstur Rauðsíðu væri áhætturekstur, og þess vegna þarf engum að koma á óvart að komið hefur til stöðvunar á rekstri. í því sam- bandi hefur athygli manna fyrst og fremst beinzt að stöðu hins erlenda verkafólks, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu. Fáránleg deila hefur staðið á milli félagsmálaráðherra, sveitarfélagsins fyrir vestan og Sambands íslenzkra sveit- arfélaga svo og verkalýðsfélagsins á staðnum. Sú deila fer fram með þeim hætti, að öllum sem að henni koma er til skammar. Það er ljóst, að hið erlenda verkafólk getur fengið atvinnu annars staðar, en það sjálft vill gjarnan vera áfram á Vestfjörðum og fram hefur komið að það vilja Vestfirðingar líka. Það er umhugsunarefni í þessu sambandi, hvort skylda á atvinnufyrirtæki til þess að leggja fram ákveðnar tryggingar, þegar óskað er eftir leyfi til að ráða útlendinga hingað til lands, þannig að upp á eitthvað sé að hlaupa í stöðu sem þessari. Vandi vestfirzks atvinnulífs er hins vegar ekki sízt sá, að sameining sjávarútvegsfyrirtækja og hagræðingarað- gerðir, sem boðaðar hafa verið, koma alltof seint. Vest- firðingar eru langt á eftir öðrum landshlutum í þessum efnum. Þeir hefðu þurft að grípa til þessara aðgerða fyrir áratug eða snemma á þessum áratug og um nauðsyn þess var rætt en vilji ekki fyrir hendi á þeim tíma. Sjávarút- vegsfyrirtæki í öðrum landshlutum hafa gengið í gegnum þá breytingu, sem nú er að hefjast á Vestfjörðum. Þótt Morgunblaðið hafi umfram flesta aðra gagnrýnt óbreytt kvótakerfi er ekki hægt að kenna því um allt. I þessum efnum verða Vestfirðingar að horfast í augu við sjálfa sig. Mikill áhugi á uppbyggingu Nýheima á Höfn í Hornafírði FWSfT sí- og endurmenntun í fjórðungnum. Fræðslunetið tengir saman nemendur og framhaldsskóla og há- skóla þannig að nemendur geta valið þar þau nám- skeið sem þeir hafa áhuga á og stundað námið í sinni heimabyggð, í fjarnámi. „Eg er viss um að sú ráðstöfun að hafa Fram-» haldsskólann í beinum tengslum við atvinnulífíð, Háskóla Islands og upplýsingamiðstöð er mikilvæg fyrir skólann. Hún myndi leiða til þess að hingað sæi fólk sér hag í að koma,“ segir Garðar Jónsson bæjarstjóri. „Hér yrði fjölbreytni í atvinnulífínu og skemmtilegt að búa. Við yrðum samkeppnisfær við önnur sveitarfélög á fleiri sviðum.“ Vísindarannsóknir og hugsanlegt háskólanám Háskóh Islands hefur hug á að koma sér upp rannsóknaraðstöðu í Nýheimum, hann myndi geta tengst þróunarstarfi í Nýheimum og einnig kemur til greina að bjóða upp á einhvers konar háskóla- nám. Hugmyndin er að rannsóknirnar verði á svið- um sem tengjast svæðinu sérstaklega, og þá eink- um rætt um rannsóknir á jöklum og jafnvel lífríki sjávar. „Hingað á svæðið, bæði í Öræfin og í Hornafjörð, koma vísindamenn frá ýmsum löndum til að rannsaka Vatnajökul. Það er hluti af námi þeirra og starfí að rannsaka jökulinn. Þeim mætti bjóða aðstöðu til rannsókna í Nýheimum. Einnig er hugmyndin að hér verði maður til að sinna rann- sóknum á vegum Háskóla íslands, annað hvort fastui' starfsmaður eða fleiri menn sem kæmu til skiptis,“ segir Garðar Jónsson. Rannsóknastarfsemin yrði meginþátturinn í starfi Austurlandsseturs Háskóla Islands. Garðar segir þó að einnig sé til skoðunar að bjóða upp á stuttar námsleiðir á Höfn. Myndi Háskólinn þá senda kennara austur en námið gæti einnig orðið fjarnám að hluta. Akveðinn markaður virðist fyrir hendi, þannig liggur fyrir að fjórir íbúar Horna- •• fjarðar hafa sýnt áhuga á leikskólakennaranámi og sjö hafa áhuga á námi í hjúkrunarfræði. Hann seg- ist ekki gera sér vonir um verulegt háskólanám en sú starfsemi sem fram færi á vegum Háskóla ís- lands á Austurlandi færi þó öll í gegnum útibúið á Höfn. Nýlega gerðu þrjú stærstu sveitarfélögin á Aust- urlandi með sér samning um samstarf á sviði ný- sköpunar og menntunar. Felur það meðal annars í sér að Austurlandssetur Háskóla íslands verði í Hornafirði, Þróunarstofa Austurlands á Austur- Héraði og Fjárfestingarfélag Austurlands í Fjarða- byggð. „Þetta er mjög jákvætt og styrkir áform okkar. Við leggjum áherslu á að vinna saman í stað þess að togast á um stofnanirnar. Eg held að svona samkomulag sveitarfélaga í heilum landshluta sé einsdæmi,“ segir bæjarstjórinn. Söfnin verðahjarta Nýheima Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu er í húsnæðis- hraki og hefur komið upp sú hugmynd að byggja yfír bóka- og skjalasafn þess í Nýheimum. Gísli Sverrir Árnason, forstöðumaður Sýslusafnsins, segir að 20 þúsund bindi komist fyrir í núverandi húsnæði safnsins og annað eins sé í geymslum úti í bæ. Auk þess sé farið að þrengja illilega að starfs- fólki og notendum. Verði byggt yfir safnið í Nýheimum eins og bæj- aryfirvöld ætla sér myndi starfsemi safnsins breyt- ast. Við þjónustu við almenning bætist ráðgjöf og þjónusta við „íbúa“ Nýheima. „Bókasafnið samein- ast væntanlega bókasafni Framhaldsskólans. Við munum síðan vinna að því að efla okkur sem alhliða upplýsingamiðstöð, eins og bókasöfn almennt eru að gera. Þar leika tölvur og alhliða margmiðlunar- tækni stórt hlutverk. Rætt er um að starfsemi okk- ar verði nokkurs konar hjarta stofnunarinnar,“ segir Gísli Sverrir. Hann segist sjá fyrir sér að sveitarfélagið myndi fela hinni nýju stofnun ákveðið hlutverk í upplýs- ingagjöf um starfsemi sveitarfélagsins. Þai' yrði unnt að nálgast upplýsingar um starfsemi þess og þjónustu, einnig eyðublöð af ýmsu tagi. „Eg tel að það yrði mjög jákvætt fyrir safnið og myndi efla það að komast þangað inn. Auðvitað þarf að gæta að því að safnið sinni áfram hlutverki sínu sem almenningsbókasafn, það má ekki verða það fræðileg stofnun að hún fæli almenning frá. Þarna þarf að feta ákveðinn meðalveg." Gísli Sverrir er jafnframt forseti bæjarstjórnar Hornafjarðar og er bjartsýnn á að hugmyndin um Nýheima verði að veruleika innan tíðar. „Það er búið að vera ofarlega á baugi hér að byggja mynd- arlegan framhaldsskóla og sú hugmynd að tengja hann við nýsköpunarstarfið hefur fengið góðar undirtektir. Eg .—vonast til að það verði að veruleika sem stjórnmála- menn sögðu í aðdraganda ■ _ alþingiskosninganna, að vilji væri til að styrkja byggðina. Ég tel að það gerist ekki betur en með því að efla menntunina," segir Gísli Sverrir Árna- son. Menntun og nýsköpun í at- vinnulífínu tengist í áformum Hornfírðinga um uppbygg- ingu svokallaðra Nýheima á Höfn. Einnig er ætlunin að þar verði upplýsingamiðstöð á vegum sýslusafnsins. Heimamenn sjá fyrir sér frjótt starfsumhverfí fyrir starfsfólk og nemendur, möguleika til að auka að- dráttarafl Framhaldsskólans og nýjungar í atvinnulífínu. Helgi Bjarnason kynnti sér þessa nýstárlegu hugmynd. HORNFIRÐINGAR hafa gert áætl- un um sameiginlega uppbyggingu fyrir nýjan framhaldsskóla sýsl- unnar, tæknigarð, tengingu við há- skóla og upplýsingamiðstöð fyrir almenning og umræddar stofnanir. Verkefnið hefur fengið heitið Nýheimar og er ætl- aður staður í miðbæ Hafnar. Sveitarfélagið hefur unnið að undirbúningi síns hluta framkvæmdarinn- ar og á í viðræðum við ríkisvaldið um þátt þess í byggingu framhaldsskólans. Eru heimamenn bjart- sýnir á að fjármagn fáist á næstu fjárlögum til að unnt verði að ráðast í framkvæmdir á næsta ári. Hugmyndir tengjast Hugmyndin sem þróast hefur í Nýheima hefur verið í vinnslu frá árinu 1995. Að frumkvæði Stur- laugs Þorsteinssonar, þáverandi bæjarstjóra, hófst þá atvinnuþróunarverkefni sem snerist um að fá lít- il fyrirtæki með góðar viðskiptahugmyndir til að setja upp starfsemi í Hornafirði og láta reyna á hvað í þeim byggi. Sveitarfélagið hugðist leggja til ódýrt húsnæði. Tryggvi Þórhallsson, framkvæmda- stjóri stjórnsýslusviðs sveitarfélagsins Hornafjarð- ar, segir að hugmyndin sé þekkt víða um Evrópu, sem tæknigarðar í tengslum við háskóla. Nýjungin í Hornafirði hafi verið að efna til slíkrar starfsemi í töluverðri fjarlægð frá háskóla og í því hafi falist ákveðin áhætta. Tryggvi segii' að fulltrúar Háskóla íslands hafi fylgst með málinu og greitt götu þess á ýmsan hátt. Sérstök verkefnisstjórn vann að málinu og á árinu 1997 var samþykkt í bæjarstjórn að hrinda hug- myndinni í framkvæmd undir heitinu Nýherjabúðir enda var ætlunin að fyrirhuguð bygging héti því nafni. Stofnað var einkahlutafélagið Nýheijabúðir og ráðinn verkefnisstjóri sem hefur unnið áfram að undirbúningnum. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, í Nesjum, átta kílómetra utan við Höfn, hefur verið í húsnæðisvandræðum og um leið ákveðinni tilvistar- kreppu og í nokkur ár hefur verið leitað leiða til að bæta þar úr. Menntamálaráðuneytið taldi koma til greina að byggja við núverandi húsnæði skólans en bæjaryfirvöld töldu það mikilvægan lið í að efla skólastarfið að flytja það í aðalbyggðina á Höfn og byggja þar yfir skólann. Umræður um úrlausn á húsnæðisvanda Framhaldsskólans voru ótengdar undirbúningi að Nýherjabúðum, allt fram á síðasta ár er sú hugmynd kom fram að tengja þessar stofn- anii' saman. Auk þess að taka þátt í undirbúningi Nýherja- búða hefur Páll Skúlason rektor lýst því yfir að Há- skólinn hefði áhuga á að koma upp ákveðinni starf- semi á Höfn, Austurlandssetri Háskólans, sem yrði ein stoð Nýheima. Húsnæði Sýslusafns Austur- Skaftafellssýslu er orðið ófullnægjandi og segir Garðar Jónsson Tryggvi að bóka- og skjala- safnið sé hugsað sem fjórða stoð Nýheima. Safnið yrði nokkurs konar hjarta sam- starfsins, nútíma upplýs- ingamiðstöð sem nýst gæti öllum „íbúum“ Nýheima, það er að segja stofnunum, fyrirtækjum, nemendum og starfsmönnum öllum. Myndi efla byggðina „Ég tel að þetta yrði mjög góð eining. Þeir aðilar sem stæðu að Nýheimum myndu styrkja hver annan og bygg- ingin myndi skjóta styrkari stoðun undir atvinnulíf og menntun og þá um leið byggðina hér,“ segir Garðar Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, þegar rætt er við hann um hugmyndina. Tryggi Þórhallsson segir að sameiginleg aðstaða fyrir fjórar umræddar stofnanir myndi auðvelda aðgengi fólks að þekkingu og mikilvægt fyrir aðrar stofnanir í Nýheimum að eiga aðgang að sérfræðimenntuðu fólki á ýmsum sviðum. Tryggvi vekur á því athygli að ekki sé fyrirsjáan- legur vöxtur í hinum hefðbundnu atvinnugreinum svæðisins og mikilvægt að treysta nýsköpun og menntun enda sé það í samræmi við stefnu ríkis- valdsins í byggðamálum. Segir hann að hugmyndir um Nýheima falli mjög vel að hugmyndum ríkis- stjórnarinnar í byggðamálum. „Við sjáum mögu- leika á starfsvettvangi fyrir nýjan hóp íbúa og að við verðum samkeppnisfær um fólk sem er að koma úr námi. „Ég hef mikla trú á þessu verkefni, það getur gefið okkur ný tækifæri,“ segir Halldóra B. Jóns- dóttir, formaður bæjarráðs Hornafjarðar. Leggur hún áherslu á að þeir sem vinna í skólum, rann- sóknastofnunum og nýsköpunarfyrirtækjum í Ný- heimum fái stuðning hver af öðrum, þótt þeir vinni ekki á sama sviðinu. „Einstaklingar sem vilja færa sig út á land komast hér í frjótt starfsumhverfi," segir hún. Kostnaður 370 milijónir Kostnaður við byggingu Nýheima samkvæmt þeim vinnupappírum sem nú er stuðst við er áætl- aður um 370 milljónir kr. Ríkissjóður mun ef til kemur kosta 60% byggingar- og stofnkostnaðai' húsnæðis fyrir framhaldsskólann og sveitarfélagið 40%. Sveitarfélagið þarf auk þess að greiða kostnað við húsnæði safnanna og vera bakhjarl Nýherjabúð- anna. Áætlað er að kostnaður skiptist þannig að hlutur sveitarfélagsins verði 170 milljónir, ríkið greiði 125 milljónir og Nýherjabúðahlutinn verði um 75 milljónir kr. Þess ber þó að geta að ekki er frágengið hvernig Nýherjabúðirnar verða fjár- magnaðar, hvort það verði á vegum félagsins sjálfs, sveitarfélagsins eða í samstarfi aðila. Tekin hefur verið frá lóð fyrir Nýheima í ná- grenni ráðhússins í miðbæ Hafnar og eru heima- menn bjartsýnir á að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs. Forsendan er þó sú að samningar náist við ríkisvaldið um byggingu framhaldsskól- ans og flutning hans úr Nesjum. Björn ^ Bjarnason menntamálaráðherra hef- t ^ ur verið áhugasamur um málið og O lýst því yfir að afstaða ráðu- . 'C" neytisins sé jákvæð og það Tryggvi Þórhallsson Halldóra B. Jónsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Dóra Stefánsdóttir Gísli Sverrir Árnason Menntun og nýsköpun undir sama þaki magna hvenær sem er sinn hluta kostnaðarins. „Við teljum að þetta verði að veruleika, vonumst ein- dregið til þess,“ segh- Garðar bæjarstjóri. Eitt af skilyrðum ríkisins fyrir ákvörðun um ný- byggingu er að menntamála- ráðuneytið og sveitarfélagið Homafjörður komi sér saman um eignarhlutdeild og verð- mæti núverandi húsnæðis Framhaldsskólans í Nesjum. Til að skera úr um þetta hafa aðilar skipað þriggja manna nefnd og skuldbundið sig til að hlíta niðurstöðu hennar. Fram- haldsskólinn var stofnaður upp úr framhaldsdeild Nesjaskóla og er því að hluta í húsnæði grunnskólans. Gai'ðar Jónsson bæjarstjóri segh' að grunnskól- inn hafi þörf fyrir vissan hluta af því húsnæði sem Framhalds- skólinn hefur til afnota, meðal annars samkomusal, og segir koma til greina að sveitarfélagið leysi húsnæðið til sín. Hann tekur jafnframt fram að ekki sé búið að finna not fyrir allt húsnæði Framhaldsskólans. UPPLVSlrt GrAvn€>S,-To-Ei Hlg—« 0 0 K A ±>APhJ/t-ö'uu UAESr. imm............ ---ÁTI TiORfc* „Verðum að samnýta hugvitið" „Þetta er alveg frá- bær hugmynd og í takt við nýja tíma,“ segir Dóra Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Ný- herjabúða ehf., um Ný- ó^aifíCr. i s . 1 ’ heimaverkefnið. „Ekki þýð- ir að hver sé að vinna í sínu horni. Við verðum að samnýta hugvitið, ekki síst úti um landið. Það er til dæmis oft erfitt að fá raun- greinakennara að skólun- um. Hér gætu þeir stofnað sitt eigið fyrirtæki og fengið aðstöðu í Nýherjabúðunum og kennt í hlutastarfi við Framhaldsskólann eða aðra skóla í sveitarfélaginu. Með þessu getum við samnýtt aðstöðuna og mannauðinn," segir Dóra. Hlutverk Nýherjabúða er að byggja og leggja til gegn lágri leigu sérhannað ódýrt húsnæði fyrir nýsköpunar- fyrirtæki. Einnig að veita þeim faglegan stuðning og aðgang að þekkingu eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Dóra segir að fólk hafi margs konar hug- myndii' um nýsköpun og ómögulegt að segja til um hvernig fyrirtæki muni verða til í Nýherjabúðun- um. „Verið er að hugsa um tækni og vísindi í sinni víðtækustu mynd. Það segja sumir að Hornafjörð- ur sé svolítill frumherjabær. Fólk sitji ekki og bíði eftir lausnunum heldur gangi sjálft til verka. Mér finnst dálítið vera til í þessu,“ segir hún. Fyrsta verkefni Nýherjabúða ehf. var að taka þátt í kaupum á gömlu mjólkurstöðinni á Höfn ásamt KASK, Borgey og Skinney og stuðla þannig að því að þangað flytjist nýsköpunarfyrirtæki. Á næstunni mun fyrirtækið Norður ehf. sem þróað hefur framleiðslu á humarbragðefni úr humarafsliti með hjálp ensíma flytja framleiðslu sína þangað. Þá hefur Hornafjarðarhöfn óskað eftir aðstoð Ný- herjabúða ehf. við að markaðssetja nýja stórskipa- höfn sem áformað er að gera á Faxeyri. Getur aukið aðdráttarafl skólans Einungis liðlega 40% af nemendum úr Horna- firði, 16-20 ára, stunda nám við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) en það er mun lægra hlutfall en eðlilegt er talið. Verulegur hluti ungmennanna stundar því framhaldsnám annars staðar. Eyjólfur Guðmundsson skólameistari nefnir tvær skýringar á litlu aðdráttarafli skólans. Annars vegar þá að skólinn er utan við aðalbyggðina og í ófullnægjandi húsnæði og hins vegai- að hann er það lítill að ekki er unnt að bjóða sömu fjölbreytni og í stærri skólum. Starf stjórnenda skólans hef- ur einkennst af eilífðarbaráttu fyrir þvf að halda sínum hlut við erfiðar ytri aðstæður. Eyjólfur bindur miklar vonir við ný- byggingu skólans í Nýheimum á Höfn. Telur að það gæti breytt ímynd skólans og aukið aðdráttarafl hans fyrir nemendur úr hérað- inu. Skólinn fengi skilyrði til að stækka, úr um það bil 100 í 130-150 nem- MÓTtAkiA M<mnJC7rt AOAL Afl íCOtriA r muni leggja því lið. Málið kemst ekki lengi'a án fjárveitinga en unnið er að því að fá fjár- veitingu til fram- kvæmda á fjár- lögum næsta árs. Sveitarfé- lagið er reiðu- búið að fjár- enda skóla, sem myndi auka möguleika á námsframboði. Þá segir skóla- meistari að tengsl skólans við atvinnuþró- unarstarfið í Nýherjabúð- um myndi falla vel að áherslum skólans sem lagt hafi áherslu á að tengjast <V, umhverfi sínu Á—I sem mest. Þá telur hann þátttöku Háskóla Islands mikil- væga og vekur athygli á því að Framhalds- skólinn gæti tekið þátt í að koma upp háskólanámi á svæð- inu. Loks minnir Eyjólfur á að FAS eigi aðild að Fræðsluneti Austurlands sem haldi utan um HUGMYNDASKISSA arkitekta hjá Tciknistofunni Götu af Nýheimum á Höfn. Hugmyndin er að upplýsingamiðstöð verði í hjarta byggingarinnar, nýr framhaldsskóli vinstra megin og nýherjabúðir í byggingunni til hægri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.