Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Orð for-
stj órans
„Frá mínum bæjardyrum séð er mjög
mikilvægt að við Islendingar skiljum að
maðurinn er hluti af náttúrunni. “
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar
Friðrik Sophusson,
forstjóri Lands-
virkjunar, virtist
verða tvísaga í við-
tali í Morgunblaðinu
nýlega. Annars vegar hélt hann
því fram, að þegar virkjunar-
kostir væru ræddir þyrfti að
taka tillit til þess sjónarmiðs, að
maðurinn sé hluti af náttúrunni.
Hins vegar sagði Friðrik að
finna þyrfti milliveg milli sjón-
armiða þeirra sem vildu nýta og
hinna sem vildu „eingöngu
njóta“.
Ef nánar er að gáð verður
ekki betur séð en síðari fullyrð-
ing forstjórans geri hina fyrri
að engu, og þetta veldur því, að
maður fattar
VIDHORF eiginlega ekki
hvað hann á
við þegar
hann segir að
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
maðurinn sé hluti af náttúrunni.
Og segir þó forstjórinn þetta
„mjög mikilvægt".
Að maðurinn sé hluti af nátt-
úrunni hlýtur fyrst og fremst að
merkja, að maðurinn standi
ekki andspænis náttúrunni; það
séu ekki dregin skörp skil á
milli manns og náttúru, og nátt-
úran sé því ekki eitthvað sem
maðurinn getur haft í hendi sér
og ráðskast með.
En ef maður lítur á náttúr-
una sem annaðhvort eitthvað
sem maður getur notað e’ða eitt-
hvað sem maður getur notið
fela bæði þau viðhorf í sér að
maður sjáífur standi frammi
fyrir náttúrunni og hafi sjálf-
dæmi um hvernig maður kemur
fram við hana.
I viðtalinu (sunnudaginn 27.
júní, bls. AIO) segir Friðrik
meðal annars: „Frá mínum bæj-
ardyrum séð er mjög mikilvægt
að við íslendingar skiljum að
maðurinn er hluti af náttúrunni,
á að vera það en getur ekki ein-
göngu verið í hlutverki áhorf-
andans og aðdáandans.“
Mikið rétt. Maður er hluti af
náttúrunni, maður tilheyrir
henni. Og þetta er mikilvægt.
En þetta er tiltölulega ný hug-
mynd (þótt segja megi að hún
eigi sér aldagamlar rætur), og
vísindamenn og heimspekingar
eru enn ekki búnir að átta sig
almennilega á því hvað í henni
felst.
Lokaorð forstjórans eru þau,
að hann sé „sannfærður um að
hægt er að ná víðtækri sátt
milli þeirra sem vilja nýta og
þeirra sem vilja eingöngu
njóta“. Ef þetta eru þau and-
stæðu sjónarmið sem forstjór-
inn álítur að þurfi að sætta virð-
ist hann vera búinn að gleyma
fyrri orðum sínum um það sjón-
armið að maðurinn sé hluti af
náttúrunni.
Að vilja nota og vilja njóta
eru ekki bara andstæður. Hvort
tveggja felur í sér að maðurinn
hefur eitthvað fyrir framan sig
(náttúruna) og bregst við því;
ráðstafar því. Það er maðurinn
sem notar eða nýtur. Náttúran
er notuð eða hennar notið. Gildi
hennar er, samkvæmt þessu,
fólgið í því hvernig hún tengist
manninum. Hún er til fyrir
manninn - að nota eða njóta.
Það er þetta sem gerir að
verkum að þessi sjónarmið virð-
ast bæði fela í sér að manninum
er stillt upp annarsvegar og
náttúrunni hinsvegar. Og sú
uppstilling er ekki alveg í sam-
ræmi við fyrri orð forstjórans
um að mikilvægt sé að skilja að
maðurinn sé hluti af náttúrunni.
Ef maður rýnir aðeins nánar í
það sem forstjórinn segir í
framhaldi af fullyrðingunni um
að Islendingar verði að skilja að
maðurinn sé partur af náttúr-
unni virðist helst sem hann líti
svo á, að það að vera partur af
náttúrunni merki að maður eigi
að ráðstafa henni samkvæmt
manns eigin gildismati:
„Þetta merkir [...] að maður-
inn þarf að umgangast náttúr-
una þannig að hann skili henni
helst betri en hann tók við
henni.“ Þessi orð forstjórans
virðast fela í sér að hann líti svo
á, að það sé hlutverk mannanna
að meta „gæði“ náttúrunnar
(hvort hún er betri eða verri).
Það er að segja, við getum vitað
hvenær náttúran er betri en
hún var.
Það má vel vera að þetta sé
rétt hjá forstjóranum, en er
þetta í samræmi við íyrri orð
hans? Það að geta lagt mat á
eitthvað, og skorið úr um hvort
það er betra eða verra en það
áður var, felur í sér að maður
horfir á það utan frá, því að eins
og stundum er sagt, maður get-
ur ekki verið dómari í eigin sök.
Maður getur ekki metið það
sem varðar beinlínis mann sjálf-
an.
En ef forstjórinn ætlar líka
að standa við þá fullyrðingu
sína að maðurinn sé partur af
náttúrunni virðist hann vera að
segja að ekki einungis getur
maður verið dómari í eigin sök,
maður „þarf ‘ að vera það.
Sú hugmynd, að maðurinn sé
hluti af náttúrunni, er yfirleitt
kennd við svonefnda náttúru-
hyggju; það er að segja, það
viðhorf að náttúran hafi gildi í
sjálfri sér burtséð frá því hvað
mönnunum finnst. Þessari hug-
mynd er yfirleitt haldið fram
gegn svonefndri mannmiðju-
hyggju, sem er sú skoðun að
maðurinn, og hagsmunir hans,
séu mælikvarðinn á hvaðeina -
líka náttúruna.
Hvort þessi viðhorf geta farið
saman er umdeilt, en Friðrik
Sophusson smellir þeim saman
án hiks - en því miður án nokk-
urra útskýringa. Það er rétt að
ítreka, að hér er ekki verið að
halda því fram að forstjórinn
hafi hreinlega rangt fyrir sér.
Einungis er verið að draga í efa
að hann meini eitthvað með því,
þegar hann segir það mikilvægt
að íslendingar skHji að maður-
irin sé hluti af náttúrunni.
Eða hvað? Varð forstjórinn
kannski alls ekki tvísaga? Var
hann kannski bara að tala um
tvo hluti, án þess þó að gera
greinarmuninn ljósan? Það er
að segja, náttúruna annarsveg-
ar og umhverfið hinsvegar? A
þessu tvennu er munur, sem
hugað verður að síðar.
+ Jóhann Magnús-
son fæddist í
Reykjavík 15. júlí
1918. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 23. júní 1999.
Foreldrar hans
voru Magnús Krist-
inn Jóhannsson
skipstjóri, f. 16. júlí
1894, d. 27. febrúar
1928, og kona hans,
Guðný Kristín Haf-
liðadóttir sauma-
kona, f. 9. október
1895, d. 8. apríl
1984. Bræður Jó-
hanns eru: Hafliði, f. 6. júlí
1917, d. 30. maí 1998; Gunnar, f.
25. september 1921, búsettur á
Seltjarnarnesi; Sverrir, f. 4.
nóvember 1923, d. 14. nóvem-
ber 1978; Ólafur K., f. 12. mars
1926, d. 15. nóvember 1997.
Jóhann kvæntist 18. júní 1947
Margréti Sigurðardóttur. Þau
eignuðust þijár dætur. Þær eru
1) Jóhanna, f. 12. maí 1949, leið-
beinandi á leikskóla. Hún giftist
Andreas Lapas flugvirkja, f. 28.
nóvember 1948, d. 30. ágúst
1987. Börn þeirra eru Jóhann
Kristos, flugmaður hjá Flug-
leiðum, en sambýliskona hans
er Jóna Björk Helgadóttir lög-
fræðingur; Maria, gjaldkeri hjá
Flugfélagi Islands; og Alexand-
er, nemi í Verslunarskóla Is-
lands. 2) Kristín, f. 20. maí 1952,
kennari. 3) Áslaug, f. 7. október
1956, leikskólakennari á Barna-
spítala Hringsins, gift Sigurði
Sigurðssyni kaupmanni. Börn
þeirra eru Grímur, nemi í Há-
Það er ekki auðvelt að setjast
niður og skrifa nokkur kveðjuorð
til öðlingsins Jóhanns Magnússon-
ar, tengdaföður míns. Hvar ætti
ég helst að bera niður í því mikla
lífsstarfi sem Jói afrekaði með
sóma á ævi sinni. Ætti ég að nefna
þegar hann 12 ára gamall hætti í
skóla til að létta undir með móður
sinni, ekkjunni ungu með fimm
unga syni? Þá hóf hann störf hjá
Geysi og fékk 100 krónur í mánað-
arlaun; 90 krónur fóru til heimilis-
ins en tíu krónur fékk Jói. Ætti ég
að nefna þegar dóttir hans varð
ekkja með þrjú ung börn, hvernig
hann lagði sig allan fram til að
reynast henni stoð og stytta og
börnunum hennar miklu meira en
venjulegur afi, sérstaklega Jóa,
elsta barnabarni sínu? Sem hann
síðan endurgalt afa sínum og
ömmu með kærleika og væntum-
þykju sem fallegt var að sjá.
Hvernig hann reyndist Andreasi
tengdasyni sínum í veikindum
hans, þegar hann heimsótti hann á
spítalann nánast á hverjum degi í
þau þrjú ár sem hann var veikur?
Hvernig hann reyndist afabörnum
sínum sex sem engan afa áttu
nema hann? Hversu vel hann tók
mér frá fyrsta degi sem væntan-
legum tengdasyni þótt ég hafi
kannski ekki verið óskatengdason-
urinn á þeim árum handa yngstu
dótturinni. Hvernig hann hlúði að
fjölskyldu sinni alla tíð, fyrst með
því að byggja handa henni sjálfur
fallegt hús og síðar sumarhús svo
fjölskyldan gæti átt þar hvíldar-
og ánægjustundir á fallegum sum-
ardögum? Ekki nægði honum að
byggja þar fallegt sumarhús, held-
ur græddi hann allt landið með
trjám og öðrum gróðri svo hægt
væri að vera alls staðar í landinu í
skjóli. Hann var alltaf að búa í
haginn fyrir aðra og velta fyrir sér
hvernig hann gæti t.d. búið sum-
arbústaðarlandið úr garði þannig
að þar liði öllum vel, bæði gestum
og fjölskyldunni.
Hvað hann tók vel öllum hug-
myndum mínum, þó að þær væru
kannski ekki allar í hans anda, því
aldrei hvarflaði að Jóa að draga úr
framkvæmdagleði minni. Eg fékk
minn eigin reit í landinu sem hann
skóla íslands, en
sambýliskona hans
er Anna Björg Erl-
ingsdóttir, nemi í
Háskóla Islands;
Magnús; og Ásta
Margrét, grunn-
skólanemar.
Jóhann gekk í Mið-
bæjarbarnaskólann
og lauk þaðan námi
12 ára gamall. Hann
starfaði hjá Veiðar-
færaverslun Geysis
sem sendisveinn og
við afgreiðslustörf
frá 1930-1934. Frá
árinu 1934-1941 var Jóhann há-
seti á ísfisktogurunum Andra
frá Hafnarfírði, Sindra frá
Akranesi, Agli Skallagrímssyni
frá Reykjavík og Arinbirni
Hersi frá Reykjavík. Hann lauk
prófi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1941. Á stríðsárunum
frá 1941-1945 var Jóhann stýri-
maður á togaranum Viðey frá
Reykjavík, og frá árinum
1945-1949 var hann stýrimaður
á togaranum Akurey frá
Reykjavík. Hann var skipstjóri á
Skúla Magnússyni frá
1949-1953 þegar hann hætti sjó-
mennsku. Næstu tvö ár starfaði
hann í Togaraafgreiðslunni, en
árið 1955 varð hann hafnsögu-
maður hjá Reykjavíkurhöfn.
Þar starfaði hann þar til hann
Iét af störfúm árið 1984 vegna
aldurs, en síðustu árin var hann
yfirhafnsögumaður.
_ Útfór Jóhanns fer fram frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
fylgdist með en gerði engar athuga-
semdir með hvað þar var gert.
I mínum huga var Jói fyrst og
fremst góður, traustur og tryggur
fjölskyldumaður og hef ég engan
hitt sem jafnast á við hann. Hann
var ljúfur og hægur og fór ekki mik-
ið fyrir öllu því sem hann áorkaði á
ævi sinni. Hann talaði aldrei um
skyldur sínar eða áhyggjur, heldur
gekk að hverju verki eins og sjó-
manna er siður, æðrulaus og ókvíð-
inn. Gæfa mín var að fá að kynnast
þessum mikla mannkostamanni
sem ungur maður, sérstaklega þar
sem ég átti engan föður sjálfur. Ég
hefði gjaman viljað eiga foður eins
og Jóa sem hafði siglt nokkra tugi
ferða yfir hafið í stríðinu með fisk til
Englands til að halda lífi í þjóðinni.
En þá var Atlantshafið fullt af kaf-
bátum Þjóðverja sem skutu mis-
kunnarlaust niður togara. Eða að
eiga föður sem bjargaði mörgum
mannslífum úr sjávarháska eins og
Jói gerði.
Ég gleymi aldrei þeim orðum
sem Jói sagði við mig á flugvellinum
þegar ég rúmlega tvítugur var að
flytjast til ísafjarðar með Áslaugu
og ungan son okkar og segir meira
um Jóa en margt annað: „Þú passar
hana vel fyrir mig.“
Elsku Magga, mágkonur og
bamaböm, ég veit að söknuðurinn
er sár og hjá okkur hefur myndast
skarð og tómleiki sem enginn fyllir
upp í en við verðum að vera sterk
eins og Jói var alltaf og standa sam-
an.
Sigurður.
Hinsta siglingin hans Jóhanns
Magnússonar, fyrrum skipstjórnar-
og yfirhafnsögumanns, er hafin. Á
síðustu tveimur áram var hann orð-
inn sjúkur og heilsu hans hrakaði
stöðugt. Það var erfitt að horfa upp
á jafnglæsilegan mann missa heils-
una, en við eram þakklát fyrir það,
að þessi hæfileikaríki frændi og vin-
ur skyldi fá yfir 80 ár til að vera
með okkur og hlúa að fjölskyldu
sinni. Umhyggja hans fyrir öllu og
öllum bar vott um virðingu hans
fyrir tilveranni. Það sama gilti um
störf hans og annað sem hann tók
sér fyrir hendur. Alúðin, vandvirkn-
in og skylduræknin var alltaf í fyrir-
rúmi.
Foreldrar Jóhanns vora Kristín
Hafliðadóttir og Magnús Jóhanns-
son skipstjóri, en hann fórst með
Jóni forseta í aftakaverði 1928. Þá
höfðu þau eignast 5 mannvænlega
syni, sem enn vora barnungir. Sjö
áram síðar flutti Kristín móður-
systir með synina í sama hús og
foreldrar mínir bjuggu í við Sól-
vallagötuna. Þar var einnig til húsa
móðuramma okkar allra og hafði
hún oft gætur með barnahópnum
eftir að Kristín fór að vinna úti.
Þegar fram liðu stundir urðu
bræðurnir Jóhann, Gunnar og
Sverrir allir sjómenn, en Hafliði
varð kjötiðnaðarmaður og Ólafur
blaðaljósmyndari. Uppvaxtarárin
mín voru sérstaklega eftirminnileg
innan um alla þessa hressu og um-
hyggjusömu frændur sem sigldu til
fjarlægra landa og glöddu litla
frænku við hverja heimkomu með
fróðleik og oft gjöfum.
Jóhann hafði ungur áhuga á að
læra smiðar, en á kreppuáranum
var ekki heiglum hent að komast í
iðnnám. Vegna þessa fór Jóhann
ungur til sjós með föður mínum,
sem var skipstjóri og aflaði sér
brátt skipstjórnarréttinda. Þeir
sigldu með aflann til Bretlands á
stríðsáranum og buðu bæði Ægi og
heimsstyrjöldinni birginn. Báðir
vora fegnir stríðslokum og ekki að
undra að þeir sem hafa slíkar hildir
háð kunni betur að meta frið og ör-
yggi heimahaganna.
Þegar Jóhann gerðist hafnsögu-
maður við höfnina í Reykjavík gat
hann loksins farið að sinna fjöl-
skyldu sinni af þeirri alúð sem
skyldan bauð honum. Hann varð
þessi sterki bakhjarl, sem konan og
börnin gátu reitt sig á í blíðu og
stríðu. Kom þetta oft berlega í ljós,
en aldrei betur en þegar Jóhanna
dóttir hans varð ung ekkja með
þrjú lítil börn. Þar lét Jóhann ekki
sitt eftir liggja á meðan kraftar ent-
ust. Dætur hans og fjölskyldur
þeirra munu lengi búa að um-
hyggju hans og öragglega geyma
þá fyrirmynd, sem hann var þeim.
Jóhann eignaðist marga góða
vini um sína daga og átti með þeim
ljúfar stundir og mörg áhugamál.
Honum var ekki nóg að sá góðum
hugmyndum og orðum manna á
meðal heldur varð gróðurreiturinn
hans við sumarhúsið sem hann
smíðaði sjálfur í Mosfellssveit upp-
spretta ótölulegra græðlinga í
görðum vina og ættmenna.
I þeim er að finna ótal minnis-
merki, sem standa nú víða sem
teinrétt tré og virðast þola veður og
vinda eins og sá sem sáði þeim,
þegar ungur hann var.
Nú era fjórir bræðranna horfnir
af sjónarsviðinu, sá fimmti, Gunnar,
fyrrverandi skipstjóri, er sestur í
helgan stein við góða heilsu eftir
sjóferðir langar.
Það era ljúfar minningar sem
hrannast upp, en virðast hvorki
eiga auðvelda leið né erindi á papp-
írinn.
Jóhann var okkur í fjölskyldunni
afar kær. Við kunnum að meta
mannkosti hans og órofa vináttu.
Forsjóninni þökkum við af heilum
hug að hafa mátt eiga samleið með
slíkum heiðursmanni.
Margréti, hans tryggu og um-
hyggjusömu eiginkonu, og fjöl-
skyldunni allri, sendir fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur.
Jóhann Magnússon hefur ýtt úr
vör.
Vilborg G. Kristjánsdóttir.
Gróin er sú æskugrund,
er gefin var þér foróum.
Farinn ert á frelsarans fund -
fæst sorgin tjáð með orðum?
(Magnús Sigurðsson.)
Afi var alveg einstakur í okkar
augum, því hann var í rauninni eini
afinn sem við öll þekktum. Hann
var mikil hetja og það var ekkert
sem hann gat ekki gert. Við báram
alla tíð ómælda virðingu fyrir afa
og honum var mjög annt um okkur
öll. Þegar við, börn Jóhönnu, misst-
um föður okkar ung, þá gekk hann
okkur í föðurstað. Afi kenndi okkur
JOHANN
MAGNÚSSON