Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 45

Morgunblaðið - 01.07.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 45 krökkunum gildi þess að vinna og vera duglegur en snemma kynnt- umst við sögunni af því þegar afi missti fóður sinn og varð að fara að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni, aðeins 12 ára gamall. Það var alltaf mikil spenna í gangi þegar haldið var af stað upp á Hólabak, hvort afi myndi taka beygjuna til vinstri, stoppa og kaupa gott eða halda beint áfram. Sjaldan var þó ástæða til að hafa áhyggjur, því afí var samur við sig. Vinstri beygjan var tekin, okkur var réttur peningur og við stukkum inn að kaupa með kaffinu. Afi var mikill herramaður og okkur er minnisstætt atvik úr Vest- urbæjarlaug. Sundlaugarferðinni var lokið og við vorum að fara upp úr. AH sá þá eldri konu í fjarska og dreif sig að útidyrahurðinni og hélt henni opinni alveg þangað til hún kom að. Um leið og konan gekk í gegnum hurðina varð henni að orði: „Það eru ekki margir eins og þú eftir.“ Það er alveg satt, það eru ekki margir eftir eins og hann afi okkar. Hann var yndislegur, traustur og tryggur eins og klettur, mikill og góður maður, sterkur persónuleiki sem á sinn hátt kenndi manni gildi lífsins. Hann var hetjan okkar allra. Maria Lapas, Grímur Sigurðs- son, Alexander Lapas, Magnús Sigurðsson og Ásta Margrét Sigurðardóttir. Mig langar að minnast afa míns sem lést á Hrafnistu hinn 23. júní síðastliðinn. Að missa vin er alltaf erfitt, þó svo að fólk sé komið á efri ár og búast megi við kallinu hvenær sem er. En það er svo einkennilegt að í miðri sorginni birtast manni ljóslifandi allar góðu stundirnar og minningarnar streyma fram og það birth' á ný. Ég hef alltaf umgengist afa og ömmu á Sporðagrunninu mikið. Foreldrar mínir bjuggu í kjallaran- um hjá þeim fyrstu árin mín og samgangurinn milli hæða varð mjög mikill. Ég minnist þess oft að þegar ég var eitthvað ósáttur niðri, þá fór ég alltaf upp og talaði við afa og ömmu. Skömmu síðar var mér gefið að borða og var svo settur upp í sófa með kodda og sæng og viti menn, fýlan var rokin úr drengnum. Þetta gerðist þó nokkrum sinnum eftir að fjölskylda mín var flutt af Sporðó. Þá var strætó tekinn í stað þess að fara á milli hæða. Afi var mjög heilsteypt persóna. Hann var ósérhlífinn, hlédrægur, sagði oft ekki mjög mikið en lét verkin tala. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og hugsaði vel um sitt fólk. Minningarnar um allar sumar- bústaðarferðirnar eru ógleyman- legar, þar sem afi og amma hafa ræktað mikinn skóg í landi Helga- fells. Sumai'bústaðurinn var eitt helsta áhugamál afa. Þar ræktaði hann plöntur, plantaði þeim svo í landið og eftir stendur unaðsreitur við Reykjalund, þar sem verk afa eru greinileg. Sumarbústaðarferðir mínar tengjast bæði vinnu og leik. Fyrst var unnið, svo var kaffi og síðan var bíltúr með afa um sveitina og ég beið oft óþreyjufullur eftir þessum parti, því þá fékk ég að reyna aksturshæfni mína. Þá var líka farið á tjörnina á bát sem afi hafði smíðað. Þetta voru miklar ánægjuferðir sem gleymast aldrei. Ég verð líka að minnast á ferðir mínar með afa þegar hann starfaði sem hafnsögumaður. Það voru æv- intýraferðir sem afi tók mig stund- um með í. Úti var haugasjór og afi var að stökkva milli hafnsögubáts- ins og skipsins sem átti að lóðsa í höfn. Þetta þótti ungum dreng glæfralegt, en í þessum atgangi öll- um fékk afi þó óneitanlega hetjuí- mynd í mínum augum. Ósérhlífni afa kemur mér best fyrir sjónir þegar faðir minn barð- ist við erfið veikindi í tæp þrjú ár, sem leiddu hann að lokum til dauða. Afi fór nær daglega til pabba og hlúði að honum rétt eins og um hans eigin son væri að ræða. Þess- ar heimsóknir voru ekki auðveldar og tóku mikið á. Ég minnist orða móður minnar þegar hún sagði eitt sinn við afa, þegar faðir minn var orðinn mjög veikur: „Ég held ég geti ekki heimsótt Andreas meira, þetta tekur svo á mig.“ Þá segir afi: „Það er allt í lagi, Jóhanna mín, ég skal þá sjá um að fara.“ Þetta lýsir afa kannski best; alltaf til staðar þegar á þurfti að halda, ósérhlífinn og tilbúinn að leggja allt á sig fyrir fjölskylduna. Þessir eiginleikar afa veittu móður minni þann styrk sem til þurfti tO að halda baráttunni áfram. Árin 1992-1997 átti ég ásamt unnustu minni því láni að fagna að leigja inni á Sporðó hjá afa og ömmu. Þar með héldu þessi miklu samskipti áfram og er óhætt að segja að okkur hafi liðið mjög vel í návist þeirra, sem efiaust hefur átt sinn þátt í því að við bjuggum þar mun lengur en áætlað var í fyrstu. Afi bjó síðustu mánuðina á Hrafnistu í Reykjavík, en allt fram að því bjuggu afi og amma saman á Sporðagrunninu og afi hefði líklega þurft að fara mun fyrr á elliheimili ef amma hefði ekki verið til staðar. Ég grínaðist oft í afa með það að hann væri á rúmlega fímm stjörnu hóteli hjá ömmu, ekki að það kæmi mér á óvart, þar sem ég hafði kynnst því sjálfur af eigin raun. Ég er mjög stoltur af ömmu og um- hyggju hennar fyrir afa, sem gerði það að verkum að hann gat verið heima hjá sér eins lengi og mögu- legt var. Þá var líka ánægjulegt að sjá hversu amma, dæturnar og fjöl- skyldan öll, lögðu sig fram við að láta afa líða sem best eftir að hann flutti á Hrafnistu. Vonandi var afa með því endugoldið brot af þeirri umhyggju sem hann hafði sýnt okkur. Ég vil þakka starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík, deild G2, fyrir frábæra umönnun og það var gaman að verða vitni að því hversu mikla hlýju og virðingu þau sýna heimilismönnum. Afi var ekki bara afi, heldur einn minn besti vinur og hálfgerður fað- ir eftir að ég missti föður minn. Þótt afi hafi yfirgefið þennan heim stend ég eftir með allar minning- amar sem aldrei verða frá mér teknar. Ég vil að lokum þakka fyrir þau tæp 30 ár sem mér hlotnaðist að eiga með afa, því ég geri mér grein fyrir því að það voru forréttindi að fá þessar stundir með honum og þessi ár eiga eftir að verða mér gott veganesti inn í framtíðina. Takk fyrir allt, hvíl í friði. Þinn vinur Jóhann Kristos Lapas. Þegar ég var barn var Jói frændi togaraskipstjóri og fór stundum í siglingar. Ég man ekkert eftir þeim árum en mér hefur verið sagt frá þríhjólinu sem hann keypti handa mér í einni siglingunni. Ég fékk slíka ást á hjólinu að ég hélt í stýrið í svefni fyrstu nóttina. Seinna kom Jói í land og var skipstjóri á Magna og síðar yfir- hafnsögumaður við Reykjavíkur- höfn. Eg man eftir að hafa fengið að fara siglingu með honum á Magna og að heimsækja hann í Hafnarhúsið. Og örugglega fengið að prófa kaskeitið. Jói frændi átti alltaf bíl, nokkuð sem ekki var mjög algengt í þá daga. Alltaf fína bfla. Þetta eru eft- irminnilegustu bflar og bflferðir æsku minnar. Minningar seinni ára tengjast fjölskylduboðum og alltof sjaldgæfum heimsóknum að Hóla- baki. Þar hafði Jói byggt sér sum- arbústað og komið sér upp mikilli skógrækt. Hann var nefnilega bæði góður smiður og áhugamaður um skógrækt. Og hvorttveggja fórst honum vel úr hendi enda man ég hann sem rólegan og íhugulan mann sem rasaði ekki um ráð fram. Jóhann var mjög ljúfur en um leið dulur maður og hafði sig ekki mjög mikið í frammi. í fjölskyldu- boðunum fyrrnefndu voru aðrir sem töluðu meira og hærra en alltaf fann maður fyrir því að Jói frændi var á staðnum. Þegar hann lagði eitthvað til mála þá hlustaði maður því það sem hann sagði var ígrund- að. Einhverju sinni æxlaðist það þannig að ég ók Jóa bæjarleið. Ekki man ég af hverju. Ég var far- inn að fikta við að reykja. Og kveikti í sígarettu. Ertu farinn að reykja sígarettur? sagði Jói. Hann sagði ekkert fleira í bili en í þessum fáu orðum fólst mikil áminning. Svo bætti hann við eftir smá- stund: Þú ættir frekar að reykja pípu. En þegar allt kemur til alls þá var Jói frændi alls ekki frændi minn. Hann var kvæntur Möggu móðursystur. En það segir meira en mörg orð um Jóhann Magnús- son að við systkin mín höfum alltaf kallað hann frænda. Hann var þannig maður. í mínum huga verð- ur hann alltaf Jói frændi. Ég sendi Möggu, dætrunum og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur. Eiríkur Brynjólfsson. Öðlingurinn Jóhann Magnússon hefur kvatt þennan heim. Ég hef þekkt Jóhann eins lengi og ég man eftir mér. Jói, eins og hann var yfir- leitt kallaður af fjölskyldu og vin- um, vai' besti vinur hans Péturs föður míns sem lést fyrir rúmlega 15 árum. Þrátt fyrir að hann væri horfinn af sjónarsviðinu hélt fjöl- skyldan góðu sambandi við Jóa og Margréti, hans góðu konu. Þessi sómahjón hafa ávallt sýnt okkur tryggð og vináttu jafnt á gleði- stundum sem á erfiðum tímum. Vinátta föður míns og Jóa var einstæð og einkenndist af væntum- þykju og virðingu. Þeh’ voru ólíkir persónuleikar en áttu samt svo margt sameiginlegt. Tveir menn fæddir snemma á öldinni, sjómenn aldir upp af sjómönnum, dæmigerð- ir karlmenn síns tíma, stórir vexti og miklir. Svo áttu þeir það líka sameiginlegt að vera hlýir og góðir menn. Vinátta þeirra hófst þegar þeir voru ungh' menn og stunduðu nám við Sjómannaskólann í Reykja- vflc. Því miður þekki ég ekki sameig- inlega sögu þeirra framan af en ég man og veit að Jói hefur ávallt verið okkur öllum kær. Jói átti sér sælureit í Mosfells- sveitinni. Þar var sumarbústaður þeirra hjóna þar sem margir úr fjöl- skyldunni og vinahópnum hafa átt ógleymanlegar ánægjustundir. Jói var mikill áhugamaður um trjárækt og vann hann ötullega að því að rækta svæðið umhverfis bú- staðinn. Nú má sjá árangur vinnu hans því í kringum bústaðinn er mikill og fallegur trjágarður. Litlu græðlingarnir sem var plantað fyrir nokkrum áratugum eru orðnir að stórum og myndarlegum trjám og svæðið allt svo grænt og hlýlegt og ber atorku og natni Jóa fagurt vitni. Þegar ég bjó í Mosfellssveitinni um árabil kom ég oft í heimsókn í bústaðinn. Þá hvatti Jói mig tfl að gera tflraunir með að planta trjám í hijóstrugan landskika sem fjöl- skyldan á. Hann gaf mér plöntur og græðlinga og ekki síst góð ráð. Mér er hann svo minnisstæður við þessar aðstæður. Ég sé hann fyrir mér ljóslifandi í vinnugalla, með kaskeiti og í stórum gúmmí- stígvélum. Sé hann fyrir mér þegar hann gengur um konungsríkið sitt og það fylgir honum svo mikil ró og friður, hvernig hann lýtur yfir trjá- plönturnar sínar og hvað þessar stóru hendur meðhöndla plönturn- ar varfærnislega og blíðlega. Þannig var Jói, sama hvað hann að- hafðist, hægur, nærgætinn og hlýr maður. Að leiðarlokum þakka ég fyrir hönd fjölskyldu minnar áralanga vináttu og tryggð í okkar garð. Hún mamma mín biður fyrir sérstakar kveðjur tfl vinar síns með hjartans þökk fyrir einstaka vináttu, ræktar- semi og hlýju sem þau hjónin hafa sýnt henni á erfiðum tímum. Ég og fjölskylda mín sendum Margréti, dætrunum þremur og fjölskyldum þeirra innflegar samúð- arkveðjur. Ingibjörg Pétursdóttir. + Ingibjörg Ein- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Þórðar- son skósmiður, f. 6. febrúar 1885, d. 5. júní 1980, og María Kristín Jónsdóttir húsmóðir, f. 11. maí 1888, d. 22. ágúst 1979. Ingibjörg var næstelst sex systk- ina; hin eru Jón, f. 19. desember 1912, Rósa, f. 3. maí 1919, Geir- laug, f. 29. mars 1923, Gunnar, f. 5. júní 1926, d. 30. september 1997, og Þórunn, f. 9. nóvember 1928. Ingibjörg var trúlofuð Sig- urði Sveinssyni, f. 17. septem- ber 1916 á Flateyri, en hann fórst með Goðafossi, 10. nóvem- ber 1944. Dóttir þeirra er Sig- ríður, f. 28. janúar 1945, búsett í Ölfusi, gift Kjartani Björns- syni. Börn þeirra eru Ingibjörg, gift Rúnari Sigurðssyni, synir þeirra eru Kjartan Helgi og Sigurður Björn; Björn, dóttir hans er Sigriður María; Helena, gift Guðmari Tómassyni, sonur þeirra er Tómas Ingi. Hinn 24. apríl 1949 giftist Ingibjörg Jó- hannesi Þ. Jóhannessyni, f. 22. apríl 1914 í Syðri-Tungu á Tjör- nesi, d. 25. desember 1984, þau Það var ekkert smátt við hana móður mína. í útliti var hún hávaxin og stórbeinótt. Persónuleiki hennar var stórbrotinn. Hún var greind, listræn og tilfmninganæm. Þegar ég var sex ára og mamma fertug, skildu leiðir foreldra minna eftir stutt hjónaband. Hún fluttist með okkur systkinin, mig, Sigríði og Ein- ar, til Reykjavíkur frá Eyrarbakka. Sigríði systur mína átti mamma með Sigurði Sveinssyni sem drukknaði með gamla Goðafossi. Skipið var skotið niður af kafbát nálægt landi. Mamma stóð á bryggjunni og beið hans þegar það gerðist. Fyrsta árið eftir komuna til Reykjavíkur var erfitt eins og oft vfll verða eftir skilnað. Mamma vann fyrir okkur með að vinna í fiski, þjóna á veitingahúsum og við af- greiðslustörf. Hún keypti íbúð við Eiríksgötuna og fór að vinna í bóka- búð Helgafells við Njálsgötu þar til hún keypti verslunarhúsnæði inni við Kleppsveg, þar sem hún rak sína eigin bókaverslun til starfsloka. Mamma sigldi á móti straumnum. Hún kenndi mér að það er í lagi að vera sjálfum sér trúr og fara sínar eigin leiðir í samfélaginu. Hún kenndi mér að vera sterk, stolt og halda reisn hvað sem á gengur. Þrátt fyrir fátækt nutum við systk- inin ástar hennar á listum og menn- ingu. Hún kenndi mér að njóta klassískrar tónlistar og bókaskápur- inn hennar tók mig ótal ferðir inn í heima ævintýra, ljóða og ókunnra menningarheima. Hún fór með okk- ur í leikhús, á óperur og balletta. Hún var svo skemmtileg og vel les- in. Hún naut þess að fara með ljóð og leika fyrir okkur leikritin sem hún sá. Hún tók okkur á söfn og kynnti fyrir okkur íslenska lista- menn. Hún fór með okkur í lysti- garða og sagði okkur hvað blómin og fuglarnir heita. Hún var eins og alfræðibók. Alltaf hægt að fletta upp í mömmu. Mamma tók pólitíska af- stöðu með sjálfri sér og þeim sem minna máttu sín. Hún setti hendur á mjaðmir og þrumaði marxismann yfir alla þá sem ekki vildu heyra. Þegar ég var lítil spurði ég hana hvers vegna hún hefði orðið komm- únisti. „Þegar ég var ung, fór ég að vinna á Elliheimilinu Grund,“ svar- aði hún að bragði. Svona hafði hún mikla réttlætiskennd. Ég þakka mömmu hversu mikils virði hún var börnunum mínum. skildu. Börn þeirra eru 1) Áslaug, f. 3. janúar 1950, búsett í Hafnarfirði, börn hennar og Hrafns Norðdahl eru Gunn- ar Baldur, kvæntur Emilíu Sturludótt- ur, börn þeirra eru Hrafn, Sturla og Hekla; Nanna Maja, sonur hennar er Þröstur Freyr; Jó- hanna, gift Friðriki Weishappel, dætur þeirra eru Sunneva Ása og Inga Magnes. 2) Einar Már, búsettur í Njarðvík, kvæntur Sigurborgu Pétursdóttur, börn þeirra eru Regína Rósa, dætur hennar eru Margrét Ósk og Heiða Björk; Ingibjörg María; Sandra. Ingibjörg starfaði við versl- unar- og þjónustustörf og bú- skap þegar hún bjó á Þórustöð- um í Ölfusi og síðar á Merki- steini á Eyrarbakka. Hún var síðar bóksali og rak eigin bóka- búð á Kleppsvegi 150. Ingibjörg var mjög söngelsk og söng hún með fjölmörgum kórum, m.a. Söngfélaginu Hörpu, títvarps- kórnum og Söngsveitinni Fíl- * harmóníu, auk kirkjukóra og Kórs eldri borgara. Þá tók hún virkan þátt í ýmsum félags- störfum. títför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hún var fordómalaus og gat þess vegna spjallað við unga sem gamla. Ég er þakklát fyrir þá hæfileika sem ég hef erft frá henni og ég er þakk- lát fyrir að hún gaf mér reisn og styrk til að lifa lífinu sem hún fæddi mig til. Áslaug Jóhannesdóttir. Móðir. Ég sigli minn sjó fram á haust. Til suðurs hver fold er í kafi,- En Sóley rís úti, sveipuð laust í svellgljá og kvöldroða trafi. Hér á að draga nökkvann í naust. Núerégkominnafhafi. I fórum, við öldu og áttar kast, margt orð þitt mér leið í minni. -Draumamir komu. Ég lék og þú last í lítilli stofú inni. Hvort logn var á sæ eða bára brast, þú bjóst mér í hug og sinni. Dagar þíns llfs, þinar sögur, þín svör voru sjóir með hrynjandi trafi. Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör og merki þér ljóðastafi. Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör. Til þess er ég kominn af hafi. (Einar Ben.) Elsku mamma. Hvfl þú í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Sigríður. Elsku amma mín. Það var sárt að vera langt í burtu frá þér þegar þú ■ kvaddir þennan heim. En þegar frá leið fann ég að þú hafðir hlotið það sem þú hafði lengi þráð, hvíld og frið. Okkur þótti svo vænt um hvor aðra alla tíð og ég mun alltaf minnast þín, elsku amma, fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Við áttum svo margar góðar stundir saman sem gott er að geyma í huganum í minningunni um þig. Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér, þúlogarenn, >■ í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá sem bam ég þekkti fyr. (M.J och.) Guð geymi þig. Þín Inga. INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.