Morgunblaðið - 01.07.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 47
HJÁLMAR HÚNFJÖRÐ
EYÞÓRSSON
+ Hjálmar Hún-
fjörð Eyþórsson
fæddist á Blönduósi
4. desember 1917.
Hann andaðist að
Engimýri í Öxnadal
21. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru: Eyþór Jósef
Guðmundsson, f. 19.
mars 1895 á Þing-
eyrum í Sveinstað-
arhreppi í A-Hún.,
d. 3. júní 1956, og
kona hans Anna
Vermundsdóttir, f.
28. mars 1896 í
Kollugerði í Vindhælishreppi í
A-Hún., d. 17. október 1950.
Þau slitu samvistum. Systkini
Hjálmars sammæðra eru: Páll
Sesselíus, f. 3. júní 1919, og
Lovísa Margrét, f. 25. oktober
1921 (látin). Hálfbræður Hjálm-
ars eru: Skarphéðinn Dalmann,
f. 8. október 1921 (látinn); Sig-
urður Einarsson, f. 25. ágúst
1938 (ættleiddur); Guðmundur,
f. 3. maí 1951; Ragnar, f. 27.
júní 1952; og Eyþór Stanley, f.
26. desember 1955.
Hinn 31. desember 1945
kvæntist Hjálmar eftirlifandi
konu sinni, Kristínu Helgadótt-
ur, f. 20. nóvember 1921, frá
Hvarfi í Víðidal í V-Hún. For-
eldrar hennar voru Helgi Þor-
steinn Björnsson, f. 9. júlí 1890,
d. 7. nóvember 1930, og kona
hans Hansína Guðný Guð-
mundsdóttir, f. 30.
september 1894, d.
18. desember 1972.
Börn Iljálmars og
Kristínar, öll fædd á
Blönduósi eru: 1)
Eygló, f. 7. desem-
ber 1946, maki: Sig-
urður Hólm Sig-
urðsson, f. 4. mars
1946. Þau eru bú-
sett í Keflavík. Böm
þeirra: a) Kristín
Ingibjörg, f. 13. jan-
úar 1968, maki:
Stefán Halldórsson,
þau eiga þrjú börn:
Sigurð Hólm, Ólaf Randver og
Elísabet Önnu. b) Guðjón Hóim,
f. 11. ágúst 1971, sambýliskona:
íris Hrund Halldórsdóttir. Fyrr-
verandi sambýliskona Guðjóns
og barnsmóðir: Dagbjört Krist-
ín Bárðardóttir. Þeirra sonur:
Hilmar Hólm. c) Hjálmar Þór,
19. júlí 1976, unnusta: Eva Mar-
ía Guðmundsdóttir. 2) Pétur
Hólmgeir, f. 25. júlí 1949, maki:
Dagrún Hjaltadóttir, f. 25. októ-
ber 1952. Þau em búsett í
Reykjavík. Börn þeirra: a)
Hjálmar Örn, f. 25. júní 1973.
Fyrrverandi sambýliskona:
Fanney Long Einarsdóttir.
Barn þeirra: Katrín Björg. b)
Karen Ósk, f. 28. febrúar 1987.
c) Kolbeinn Atli, f. 2. nóvember
1989. 3) Magnús Helgi, f. 2.
febrúar 1958. Fyrrverandi
maki: Una Svalrún Káradóttir.
Böm þeirra: a) Kristín Huld, f.
6. september 1981, unnusti
hennar: Gunnar Björgvin Gunn-
arsson. b) Elvar Már, f. 3. mars
1988. Sambýliskona Magnúsar:
Margit Hafsteinsdóttir, f. 4. maí
1970. Börn þeirra: c) Eyjólfúr
Helgi og Aníta Sigurbjörg
Emilsdóttir.
Hjálmar ólst upp á Blönduósi
og í sveitunum í kring. Hann
kom til fósturforeldra sinna,
Péturs Tímoteussonar og
Hólmfríðar Erlendsdóttur í
Meðalheimi, átta ára gamall.
Hjálmar lauk barnaskólanámi í
farskóla Torfalækjarhrepps,
var síðan tvo vetur í Reykholts-
skóla í Borgarfirði. Hann vann
sem verkamaður, bifreiðastjóri
og sjómaður í mörg ár. Arið
1958 sótti hann lögreglunám-
skeið og hóf að starfa sem hér-
aðslögregluþjónn. Árið 1964
var hann settur lögregluþjónn í
A- og Vestur-Húnavatnssýslu,
síðar varð hann lögregluvarð-
stjóri. Síðustu starfsár sín vann
hann á skrifstofu lögreglunnar
eða þar til hann hætti störfum,
31. desember árið 1984. Þau
hjónin, Hjálmar og Kristín,
fluttust til Keflavíkur 12. maí
1991.
Hjálmar starfaði að ýmsum
félagsmálum. Hann var meðal
annars: formaður Verkalýðsfé-
lags A-Hún., formaður Slysa-
varnafélagsins á Blönduósi,
einn af stofnendum Björgunar-
sveitarinnar Blöndu, í Leikfé-
lagi Blönduóss, einn af stofn-
endum karlakórsins Húna.
Útför Hjálmars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi minn, með örfáum
orðum vil ég þakka þér fyrir mig.
Þú varst einstakur faðir sem veittir
mér í uppvextinum það öryggi, um-
hyggju og ást sem er barni svo
mikils virði. Þú áttir svo auðvelt
með að sýna góðvild og hlýju og ég
bar mikla virðingu fyrir þér alla
tíð.
Þú varst söngmaður mikill og í
minningunni sé ég þig fyrir mér
syngjandi í karlakór, syngjandi gam-
anvísur og sem jólasvein á jólaböll-
um. Þú varst einnig mikið í leiklist-
inni og ég man að gamla samkomu-
húsið á Blönduósi var mitt annað
heimili á meðan þú varst að æfa söng
og leik fyrir leiksýningar á Húna-
vöku. Þegar kom fram á unglingsár
mín varst þú góður félagi sem hafðir
áhuga á því sem ég var að gera. Þú
hafðir lag á að láta mig fmna að mér
væri treyst og þess vænst að ég hag-
aði mér skynsamlega. Þegar ég svo
fór að búa með mínum manni og
eignast börn voruð þið mamma alltaf
innan seilingar, tilbúin að rétta okk-
ur hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Börnin mín og barnabörn urðu
þeirrar gæfu aðnjótandi að geta far-
ið til ykkar þegar þau langaði og það
var oft. Okkur þótti öllum mjög vænt
um þig og við fundum svo vel að við
vorum alltaf velkomin á heimili ykk-
ar mömmu.
Við fluttumst til Keflavíkur 1980
en þið mamma komuð ellefu árum
seinna. Þá varst þú orðinn sjúklingur
og þér þótti öruggara að vera hér
fyi’ir sunnan.
Eftir að Kristín dóttir mín fluttist
norður í Öxnadal áttir þú enga ósk
heitari en að skreppa til hennar. Því
var það að við mamma fórum með
þér í þína síðustu ferð. Þú hafðir af-
skaplega gaman af að koma á
Blönduós og aka um Norðurlandið,
enda þekktir þú það eins og fingur
þína. Eftir ánægjulega þriggja daga
dvöl á Engimýri kvaddir þú okkur
og þetta líf, sáttur við guð og menn.
Enn vér skulum skilja '
skaparans að vilja,
hver fer heim til sín.
Lát oss aftur langa,
lífsins herra’, að ganga
hingað heim til þín.
Og þótt vér ei hittumst hér,
gef oss fund á gleðistundu,
Guð, í ríki þínu.
(V. Briem.)
Fyrstu kynni mín af þér voru þeg-
ar ég fékk að fara á Blönduós í heim-
sókn til þín og ömmu, þá var ég að-
eins sex ára gamall. Fyrir sex ára
dreng var gaman að fá að vera með
afa sínum, þó ekki væri annað en
skreppa í bíltúr út f Vísi að_ kaupa
mjólk og brauð fyrir ömmu. Eg man
eftir mörgum ferðum út í Kálfsham-
arsvík. Þar hugsaðir þú um bátinn
þinn og ég fékk að hjálpa til.
Eftir að þú og amma komuð til
Keflavíkur heimsótti ég ykkur oft og
alltaf var mér vel fagnað. Þú vildir
gjarnan vita af aflabrögðum og öllu
því sem að sjómennskunni sneri.
Þetta er sumt af því sem ég geymi í
minningunni um þig og mun ég
aldrei gleyma þér, afi minn.
Þinn nafni,
Hjálmar Þór Sigurðsson.
Þegar maður fréttir um lát gamals
samstarfsmanns og vinar leitar hug-
urinn til fortíðarinnar og minning-
anna. Hjálmar Eyþórsson var ráðinn
fastur starfsmaður lögreglunnar í
Húnavatnssýslu 1964 fyrstur manna.
Sögunnar vegna er rétt að geta þess
að fastráðinn lögreglumaður starfaði
hér öll stríðsárin og einnig voru
fengnir lögreglumenn til starfa yfir
sumartímann þegar síld var söltuð
hér á Skagaströnd. Áður höfðu hér-
aðslögreglumenn verið til þess að
halda uppi reglu á samkomum og
byrjaði Hjálmar þar.
Það er ávallt mikið ábyrgðarstarf
og erfitt að móta nýtt starf jafnvel
þótt um það gildi nokkuð ákveðnar
reglur. Hér mótaði Hjálmar og
fyrstu samstarfsmenn hans starfið á
þann veg, að lögreglan yrði sem
mest sýnileg, en biði ekki eftir því
inni á skrifstofu lögreglustöðvarinn-
ar að þeirra yrði þörf. Árangur af
starfi frumherjanna mótar enn starf
lögreglunnar hér og gerir væntan-
lega í framtíðinni.
Við Hjálmar unnum einnig saman
eitt kjörtímabil í hreppsnefnd. Það
samstarf gekk mjög vel og var ein-
hugur allra hreppsnefndarmanna
um að vinna að uppbyggingu sveitar-
félagsins, þótt þeir væru kosnir póli-
tískri kosningu.
Hjálmar lét slysavarnamál mikið
til sín taka bæði á sjó og landi. Enda
hafði hann verið sjómaður á sínum
yngri árum og vissi hvar skórinn
kreppti.
Um leið og ég þakka Hjálmari
ágætt samstarf og samvinnu til
margra ára votta ég konu hans,
Kristínu, og niðjum þeirra og vanda-
mönnum, samúð okkar hjónanna.
Jón ísberg.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur
hlýhug og samúð vegna fráfalls
JÓNS ÞÓRS HARALDSSONAR,
Krummahólum 10,
Reykjavtk.
Þóra Guðríður Stefánsdóttir,
Pétur Jónsson,
Jóna Gígja Jónsdóttir,
Unnur Elísa Jónsdóttir,
Jón Pétur Bosson,
Svan H. Trampe.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
iangamma,
FANNEY LÁRUSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn
29. júní.
Haukur Jónasson, Erna Oddsdóttir,
Jón Jónasson, Sigríður D. Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BJARNA GÍSLASONAR,
Stöðulfelli.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilsugæslunn-
ar í Laugarási.
Bryndfs Eiríksdóttir,
Margrét Bjarnadóttir, Viggó Þorsteinsson,
Eiríkur Bjarnason, Ásdís J. Karlsdóttir,
Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur B. Kristmundsson,
Guðrún Elísabet Bjarnadóttir, Benedikt S. Vilhjálmsson,
Jón Bjarnason, Lilja Árnadóttir,
Oddur Guðni Bjarnason, Hrafnhildur Ágústsdóttir,
Guttormur Bjarnason, Signý B. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, bróður og afa,
JÓNS KRISTJÁNSSONAR,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots og
Skjóls fyrir góða umönnun.
Ingibjörg S. Karlsdóttir,
Karl Jónsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir,
Þóra K. Jónsdóttir, Grétar V. Grétarsson,
Kristján Jónsson, Dfsa Anderiman
Valdimar Kristjánsson,
Kristbjörg Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát föður okkar, tengdaföður
og afa,
BÖÐVARS SVEINBJARNARSONAR
frá ísafirði,
síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu
fyrir góða umönnun í veikindum hans.
Bergljót Böðvarsdóttir, Jón Guðlaugur Magnússon,
Eirfkur Böðvarsson, Halldóra Jónsdóttir,
Kristín Böðvarsdóttir, Pétur S. Sigurðsson
og barnabörn.
*
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
STEINS ÞÓRÐARSONAR
frá Ásmundarstöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
dvalarheimilinu Lundi, Hellu, og Sjúkrahúsi
Suðurlands.
Guð blessi ykkur.
Kristgerður Þórðardóttir, Andrés Andrésson,
Geir Þórðarson,
Valdimar Þórðarson, Helga Jóhannesdóttir.
Þín dóttir,
Eygló.