Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1999 49
MINNINGAR
+ Sverrir
Tryggvason
fæddist í Víðikeri í
Bárðardal í S-Þing-
eyjarsýslu 15. júlí
1920. Hann lést 8.
júní síðastliðinn. Út-
förin fór fram 19.
júní.__________
Þegar hugsað er til
upphafs byggðar á Is-
landi er það meðal ann-
ars tími víkingaferða
og hemaðar sem menn
leiða hugann að. Ekki
finnst okkur við fyrstu
sýn að mannslíf hafi verið hátt metin
í þeim hernaðarátökum sem ein-
kenna tíma víkinganna. En þegar
betur er að gætt kemur í ljós að á
þessum róstutímum var það talið
gæfumerki að bjarga mannslífum.
Leifur Eiríksson, sá er sagnir
herma að fyrstur hafi fundið Amer-
íku, hlaut ekki viðurnefnið Leifur
heppni fyrir landafundinn, heldur
fyrir að bjarga skipsbrotsmönnum
af skeri í bakaleiðinni.
Föðurbróðir minn, Sverrir
Tryggvason, frá Víðikeri í Bárðardal
sem ég minnist nú, var einn þeirra
manna sem á unga aldri bjargaði
mannslífi. Þann 26. maí 1944 var
hann að koma heim af grenjaleit,
þegar hann sá hest spenntan fyrh'
kerru fælast heima við bæinn og
detta á hálu túninu of-
an á ekilinn, sem ekki
var hár í loftinu. Með
ótrúlegu snarræði og
ofurmannlegum kröft-
um tókst honum að
lyfta hestinum af öku-
manninum og bjarga
lífi átta ára frænda
síns, sem hesturinn var
búinn að lærbijóta og
var í þann veginn að
leggja saman brjóst-
kassann á. Þessi ungi
frændi hans var sá sem
ritar þessar línur. Síð-
an hefur mér fundist
Sverrir frændi eiga meira í mér en
aðrir menn.
I minningargrein sem ég ritaði eftir
andlát Kára Tryggvasonar rithöf-
undar, bróður Sverris, og birtist í
Morgunblaðinu 26. janúar sl. lýsti
ég bemskuheimilinu í Víðikeri. Ekki
mun ég endurtaka þá lýsingu hér
heldur leitast við að bregða upp
minningabrotum tengdum sam-
skiptum við Sverri og fjölskyldu
hans. Eg minnist Sverris sem stóra
og myndarlega frændans sem alltaf
vildi okkur börnunum í Víðikeri það
besta og var ætíð reiðubúinn að
hjálpa ef þess þurfti með. Sá áhugi
hans á velferð okkar hefur fylgt
okkur alla tíð. Sverrir var mikið
náttúrubam og einstakur veiðimað-
ur hvort sem um var að ræða stang-
veiði eða skotveiði. Hann bar virð-
ingu fyrir þeim dýram sem hann
veiddi og gætti þess svo vel sem
kostur var á að missa ekki frá sér
særða bráð. Næmur skilningur hans
á íslenskri náttúra, bæði lifandi og
dauðri, gerði hann eftirsóttan leið-
sögumann ferðamanna, jafnt er-
lendra sem innlendra. Öllum sýndi
hann sama viðmót, háum sem lág-
um. Sem dæmi um það minnist ég
heimsóknar Filipusar, eiginmanns
Elísabetar Bretadrottningar, til Mý-
vatns, þar sem Sverrir var í hópi
fylgdarmanna. Eitthvað hafði feimn-
in við þennan fræga mann valdið
tunguhafti hjá þeim sem fræða áttu
gestinn úm landið. Skömmu áður en
þetta gerðist hafði fálki ráðist á föð-
ur minn og rifið hann til blóðs á
höfðinu þar sem honum fannst hann
full nærgöngull við hreiður sitt.
Þessa sögu sagði Sverrir gestinum,
sem þótti mikið til hennar koma.
Kom þá glöggt fram að þessum
tigna manni þótti meira um vert að
heyra líflegar frásagnir náttúra-
barnsins en lærðar ræður fræði-
manna í fylgdarliðinu.
Á skólaáram mínum dvaldi ég
meira og minna í Mývatnssveit í
þijú sumur. Fyrst við að byggja
íbúðarhús þeirra Sverris og Fríðu,
Víðihlíð, þar sem ég tók jafnframt
þátt í ýmsum störfum fyrir heimilið,
og síðar í vegavinnu þar sem Pétur
Jónsson, tengdafaðir Sverris, var
verkstjóri. Þessi sumur var ég meira
og minna inni á heimili þeirra hjóna
og kynntist þá Fríðu og bömunum.
Síðan hefur það heimili ætíð staðið
opið mér og mínum og samband
milli fjölskyldnanna verið mjög náið.
Á Húsavíkuráram okkar Sigrúnar
fóram við nokkram sinnum í útileg-
ur með bömin okkar að Eilífsvötn-
um á Mývatnsöræfum. Tvisvar kom
Sverrir með okkur. Þegar komið var
inn á öræfin og vélaskrölt byggðar-
innar að baki var Sverrir í essinu
sínu. Þar naut veiðimaðurinn sín og
við lærðum af honum veiðilistina. Á
þessum árum stundaði ég refaveiðar
á vorin með bróður mínum, Tryggva
bónda í Svartárkoti. Ég minnist
þess að eitt sinn kom Sverrir með
okkur í grenjaleit inn í Ódáðahraun.
Við fundum tófu á greni í Laufrand-
arhrauni. Eins og venjulega vora
vaktaskipti við að fylgjast með gren-
inu. Það kom í minn hlut að taka
vaktina seinni hluta nætur. Á sMkum
nóttum getur tíminn verið lengi að
líða, en þær stundir gefa manni líka
einstakt tækifæri til að lifa sig inn í
náttúrana og finna sig sem hluta
hennar. Undir morgunsárið getur
orðið nokkuð kalt og það var óneit-
anlega kominn töluverður kulda-
hrollur í mig þegar ég sá Sverri birt-
ast. Ekki kom hann tómhentur held-
ur rétti mér hitabrúsa með nýlöguðu
tei, blönduðu með skosku vískíi. Enn
finn ég keiminn af þessum drykk og
finn hitastrauminn fara um lík-
amann við tilhugsunina.
Sverrir hafði yndi af hljóðfæra-
leik. Lék hann sjálfur á harmóníku,
orgel og píanó. Ekki hafði hann
fengið tilsögn á þessi hljóðfæri held-
ur lék hann á þau eftir eyranu. Til
þess að gera slíkt þarf gott tóneyra.
Undraðist ég oft næmi hans við
hljómsetningar laga. í tónlistinni
áttum við Sverrir saman margar
ánægjustundir og ég minnist þess
tæpast að við höfum hist hin síðari
ár án þess að gripið væri í harm-
óníku og píanó.
Eitt af síðustu lögunum sem Sig-
fús Halldórsson tónskáld samdi var -
við kvæðið Söknuður eftir Þorstein »
Valdimarsson. Þetta gullfallega lag
spilaði ég æði oft fyrir Sverri sem
fannst, eins og mér, ljóð og lag falla
vel saman. Tæknin leyfir ekki að
láta lagið fylgja þessum minningar-
orðum en ljóðið kemur æ oftar upp í
huga minn eftir því sem samferða-
menn frá uppvaxtaráranum norður í
Þingeyjarsýslu týna tölunni. Ég
kveð kærasta frænda minn og vin
með þessu Ijóði. Jafnframt sendum
við Sigrún Fríðu og öllum öðram að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinimir gömlu heima.
Þó leið þín sem áður þar liggi hjá,
er lyngið um hálsa brumar,
mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá,
hún kveður þig ekki í sumar.
Andlitin, sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
-hin sömu jafn langt og lengst þú manst-
ei Ijóma nú við þér sem forðum.
Og undrið stóra, þín æskusveit,
mun önnur og smærri sýnast.
Og loksins felst hún í litlum reit
af leiðum, sem gróa og týnast.
Hvíl í Guðs friði, elsku frændi og
vinur.
Haukur Harðarson
frá Svartárkoti.
SVERRIR
TRYGGVASON
FRÍÐA
ÞORGILSDÓTTIR
+ Fríða Þorgils-
dóttir fæddist í
Knarrarhöfn í
Hvammssveit 21.
júlí 1908. Hún lést á
Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 22.
júní siðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Háteigs-
kirkju 29. júní.
Vor sál er himnesk harpa
helgum guði frá,
vér lifum til að læra
að leika hana á.
En þá sem ljúfast leika
þau lög sem Drottinn ann
við komu dauðans kallar
í kóra sína hann.
(G.i)
Ef það er satt sem sagt hefur
verið að menning sé að vanda sig
var Fríða Þorgilsdóttir sannur
fulltrúi menningarinnar. Hún
vandaði sig við allt sem hún gerði,
einnig það að lifa.
Fríða var lágvaxin kona, fíngerð
og falleg. Arin fóru mjúkum hönd-
um um hana. Hún líktist veik-
byggðu blómi undir lokin. Hún var
hógvær og prúðmann-
leg, alltaf glaðleg og
hlý. Hún var þakklát
fyrir allt sem fyrir
hana var gert, þakklát
fyrir lífið sem hún
hafði lifað. Það var
gott að vera í návist
hennar.
Hún var ekki efna-
kona, en hún átti einn
gimstein sem hún
varðveitti og gaf alla
sína ást og umhyggju.
Gimsteinninn hennar
var einkadóttir henn-
ar, Auður, sem ekki aðeins
mamma hennar heldur við vinkon-
urnar höfum alltaf haft ástæðu til
að vera stoltar af. Eftir að Auður
giftist Sveini og þau eignuðust
börnin sín fimm fylltist líf Fríðu af
nýjum tilgangi og hún eignaðist
sjálf þannig á endanum stóra fjöl-
skyldu sem hún elskaði og sem
elskaði hana.
Ég heyrði Fríðu aldrei syngja
en ég efast ekki um að hún hefur
sungið vel. Það gerir frændfólkið
hennar úr Dölunum. Þegar það
kemur saman er sungið og spilað.
Þar heyrist ekki falskur tónn.
Vornóttin svæfir blómin fyrir
vestan. Minningin um Fríðu er
björt eins og vornóttin og ég óska
henni góðrar ferðar til að taka þátt
í þeim söng og hljóðfæraslætti sem
býðst þeim sem best leika.
Elsku Auður. Við Haraldur og
bömin okkar vottum þér og fjöl-
skyldunni allri einlæga samúð.
Hólmfríður Gunnarsdóttir.
Formáli
minning-
argreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Guðmundur
Karlsson fædd-
ist í Reykjavík 2.
október 1927. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 15. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Vídalínskirkju í
Garðabæ 24. júní.
Oft er sagt að maður
sé það sem maður borð-
ar. Sjaldnar heyrist að
maður sé það sem mað-
ur skynjar og upplifir,
að sérhver minning um
fólk og hluti, atvik og umhverfi sé
enn eitt stykkið í kotranni sem bygg-
ir persónuleika manns.
Ég þekkti Guðmund heitinn nán-
ast ekki neitt. Ég hitti hann nokkram
sinnum á heimili hans árin 1977 til
1978 þegar við Jonni vinur minn um-
gengumst eldri dætur hans tvær,
þær Ásdísi og Hrefnu, en þeim höfð-
um við kynnst í gegnum skátahreyf-
inguna. Þrátt fyrir þessi örkynni á ég
svo sterka minningu um Guðmund
heitinn að ég ftnn mig knúinn til að
setja þessi orð á blað til að þakka fyr-
ir mig.
Við sátum í eldhús-? _^
inu heima hjá honum'
og ræddum saman um
eitthvað sem ég man
ekki lengur hvað var.
Það var ekkert sem
hann sagði eða gerði,
ekki hvernig hann
horfði eða hreyfði sig
sem ég man, heldur var
það á einhvern hátt sú
óútskýranlega öryggis-
tilfinning sem stafaði
frá honum og luktist
um mig sem er mér svo
minnistæð. Einhver
svona „þetta-fer-allt-
vel-ég-mun-bjarga-þessu“ tilfinning.
Þessi tilfinning var svo þrangin að
mér fannst sem ég hefði getað
stokkið fram af háum kletti í full-
komnu áhyggjuleysi og fullvissu um
að hann myndi sjá um framhaldið.
Þetta var góð tilfinning og hafði
áhrif á mig. Þetta er jafnframt eina
minningin sem ég á um þennan
mann og ég er þakklátur fyrir hana.
Við eram það sem við upplifum.
Eiginkonu Guðmundar og dætr-
unum Ásdísi, Hrefnu og Önnu færi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Lárus Jón Guðmundsson.
GUÐMUNDUR
KARLSSON
ATVINNU A'UGLYSINGA
Grafískur hönnuður
— prentsmiður
Óskum að ráða grafískan hönnuð eða prent-
smið til starfa sem fyrst, eigi síðar en 1. sept.
Góð vinnuaðstaða. Vinnan felst í auglýsinga-
gerð, hönnun bæklinga, umbroti o.fl. Mackin-
tosh-umhverfi. Upplýsingar gefa Þráinn eða
Gunnhildur í síma 471 1449.
Héraðsprent ehf., Egiisstöðum.
Oxford Street
Erum að leita að fólki á aldrinum 20—25 ára
í hlutastarf um helgar. Reglusemi og snyrti-
mennska áskilin.
Áhugasamir hafi samband við Sylvíu Walthers
í síma 533 1155 eða 862 8005 fyrir 10. júlí.
Menntaskólinn
að Laugarvatni
auglýsir eftir kennurum til hlutastarfa í eftir-
töldum greinum: Dönsku, 14 stundir á viku
og íþróttum, 12—15 stundir á viku.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, berist skólameistara fyrir 9. júlí
1999.
Upplýsingar gefur skólameistari í síma
486 1156 eða 486 1121.
Sveitarstjóri
Laus er staða sveitarstjóra í Raufarhafnar-
hreppi, um er að ræða fullt starf og þarf við-
komandi að geta byrjað sem fyrst. Nánari
upplýsingar veittar á skrifstofu Raufarhafnar-
hrepps í síma 465 1151. Umsóknarfrestur
rennur út 15. júlí.
Raufarhöfn er sjávarþorp ( Norður-Þingeyjarsýslu og búa þar
rúmlega 400 manns. íbúum hefur farið fjölgandi á liðnum
árum. Þorpið er nyrsti þéttbýlisstaður á Islandi. Vinna við
sjávarútveg er burðarás atvinnulífsins auk ýmisskonar þjón-
ustu. Góð aðstaða er til íþróttaiðkana, s.s nýtt íþróttahús,
sundlaug, tækjasalur o.s.frv. Leikskólinn er rúmgóður og
vel búinn. Á staðnum er félagslíf af ýmsum toga s.s leikfélag,
kór, íþróttafélag og tónlistarskóli.
Nánari upplýsingar um starfið veitir oddviti,
Þór Friðriksson, í síma 894 9587 á daginn og
465 1187 á kvöldin.
C